Þjóðviljinn - 23.07.1987, Side 15
í kvöld eru tveir leikir í 8-liða
úrslitum Mjólkurbikarkeppninn-
ar.
Valur og Völsungur leika á
Valsvelli og Víðir og KR leika í
Garðinum.
Þá er einn leikur í 2. deild
karla. Víkingur og Breiðablik
eigast við á Valbjarnarvellinum
og hefst viðureignin kl. 20.
Fimleikar
Gengið á
höndum!
Knattspyrna
I kvöld
Fimleikafólk í Ármanni er á
leið í æfingabúðir í Danmörku og
til að fjármagna ferðinna mun
fimleikfólk félagsins efna til f]ár-
öflunargöngu í dag - á höndum!
Steinar Ingimundarson skorar jöfnunarmark Leiftursmanna, 1-1. Friðrik Friðriksson og Janus Guðlaugsson koma engum vömum við. Þetta mark næqði
Leiftursmönnum þó ekki því Framarar bættu tveimur mörkum við. Mynd: E.OI.
Knattspyrna/Bikar ^
Hörkurimma á Olafsfirði
Framarar þurftu að hafa fyrir sigrinum gegn Leiftri
Gengið verður frá Stjörnunni,
Sigtúni 7 og þaðan niður á Lækj-
artorg. Áætlað er að koma þang-
að um 15.30.
Alls munu 25 krakkar taka þátt
í þessari göngu og ef tekst að
ljúka henni er það íslandsmet.
Þeir sem hafa áhuga á að heita
á göngumennina get skráð sig hjá
Stjörnunni eða hitt hópinn á
leiðinni.
Ármenningar munu einnig
verða með ýmsar uppákomur á
útimarkaðnum á Lækjartorgi á
morgun.
Valsstúlkurnar tryggðu sér
sæti í 4-liða úrslitum bikarkeppn-
innar með naumum sigri gegn
Stjörnunni í gær, 1-0.
Leikurinn var mjög vel spilað-
ur og Stjörnustúlkur mættu til
leiks með því hugarfari að hefna
fyrir 5-0 tap gegn Val nú fyrir
skömmu.
Fyrri hálfleikurinn var fjörug-
ur, en án hættulegra marktæki-
færa. En strax í upphafi síðari
hálfleiks fengu Valsstúlkur gott
færi, en skot þeirra fór í þverslá.
Skömmu síðar kom sigurmarkið.
Arney Magnúsdóttir var þar að
verki.
Valsstúlkumar fengu síðan
gott tækifæri til að bæta við, en
Anna Sigurbjörnsdóttir varði
meistaralega frá Ingibjörgu Jóns-
dóttir. Á síðustu mínútu voru
Stjaman nálægt því að ná að
Framarar þurftu aldeilis að hafa
fyrir sigrinum gegn Leiftri í 8-liða
úrslitum á Ólafsfirði í gær, 3-1. Úrslit
leiksins réðust á vafasamri víta-
jafna eftir óbeina aukaspyrnu, en
Valur slapp með skrekkinn.
Bæði liðin léku vel, en Vals-
stúlkurnar höfðu meistarahepp-
nina með sér. Guðmundur Har-
aldsson dæmdi leikinn mjög vel.
í fyrra kvöld sigraði IA KA,
2-0 á Akureyri. Ragnheiður
Jónsdóttir og Vanda Sigurgeirs-
dóttir skorðuðu mörk Skaga-
stúlknanna og sigur þeirra var
sanngjarn.
Þjálfara-
lausir Blikar
Ómar Arason, þjálfari Blika-
stúlknanna er nú hættur. Það
kemur ekki mikið á óvart, enda
árangur Blikastúlkanna vægast
sagt slakur og þær enn í fallhættu.
Nokkuð sem menn höfðu ekki
búist við.
-MHM
spyrnu, eftir að Leifturmenn höfðu
náð að jafna.
Það var ótrúleg stemmning á Ólafs-
firði. Rúmlega 600 áhorfendur í 1200
manna bæ, segir líklega það sem segja
þarf um stemmninguna. Og áhorf-
endur fengu eitthvað fyrir aurana,
fjörugan leik og fjögur mörk.
Framarar byrjuðu vel, en gekk illa
að skapa sér hættuleg færi. Leifturs-
menn vörðust vel. Það voru þó
heimamenn sem áttu fyrsta færi
leiksins. Helgi Jóhannsson fékk bolt-
ann óvænt á markteig, en hitti bolt-
ann illa og fór rétt framhjá marki
Fram. Skömmu síðar fékk Halldór
Guðmundsson svipað færi, en hann
náði ekki nógu góðu skoti.
Það var svo á 30. mínútu að Fram-
ara náðu forystunni. Eftir góða sókn
Framarar fékk Einar Ásbjörn Ólafs-
son boltann á markteig og afgreiddi
hann snyrtilega í hornið fjær.
Leiftursmenn byrjuðu vel í síðari
hálfleik, en gekk illa að skapa sér
færi. Þorvaldur Jónsson bjargaði vel
þegar Ragnar Margeirsson komst
einn í gegn og skömmu síðar jöfnuðu
Leiftursmenn. Steinar Ingimundar-
son, sem var nýkominn inná sem
varamaður, fékk boltann á markteig
og skoraði með góðu skoti, 1-1.
En gleði Leiftursmanna stóð ekki
iengi. Á 80. mínútu fengu Framarar
nokkuð umdeilda vítaspyrnu. Þór-
oddur Hjaltalín dómari dæmdi hendi
á Leiftursmenn, en ekki voru allir
sammála um það. Pétur Ormslev tók
spyrnuna og skoraði. Þorvaldur hafði
þó hendur á boltanum, sló hann í
stöngina og inn.
Eftir markið var sem allur vindur
úr Leifturmönnum. Fimrn mínútum
fyrir leikslok bætti Kristján Jónsson
öðru marki við. Ormarr Örlygsson
lék upp kantinn og gaf fyrir á Kristján
sem var einn rétt við markið og
skoraði af öryggi.
Leiftursmenn lifnuðu þó við í síðari
hálfleik, en tókst ekki að skora þrátt
fyrir góða viðleitni.
Leikurinn var skemmtilegur og
spennandi, rétt eins og bikarleikir
eiga að vera. Framarar voru sterkari á
miðjunni, en gekk illa að nýta sér
það. Pétur Arnþórsson var bestur í
liði Fram, mjög snöggur og skapaði
oft hættu við mark Leifturs. Ormarr
Örlygsson átti einnig góðan leik.
Hjá Leiftri voru það Þorvaldur
Jónsson, sem var öruggur í markinu
og Hafsteinn Jakobsson sem voru
bestu menn. Hafsteinn mjög sterkur
á miðjunni. -jh/lbe
Frjálsar íþróttir
Einar sigraði
Kastaði 78.94 metra á sterku móti í Róm
Einar Vilhjálmsson gerði sér
lítið fyrir og sigraði í keppni í
spjótkasti á stigamóti í Róm í gær.
Hann kastaði 78.94 metra.
Einar hafði ekki í hyggju að
taka þátt í þessu móti, en ákvað á
síðustu stundu til að reyna að
komast á lokamótið í Brussel.
Það borgaði sig og hann stendur
nú mjög vel að vígi á Evrópulist-
anum.
Á þessu sama móti setti Said
Aquita heimsmet í 5.000 metra
hlaupi á 12.58.39. Hann sagö'
eftir hlaupið að hann hafði ekki
átt von á þessu og ef hann hefði
ekki verið í þungum æfingum að
undanförnu hefði hann hlaupið
undir 12.50 mínútum. _lbe
Knattspyrna/Bikar
Kvennaknattspyrna
Naumt hjá Val
Handbolti
íslenskur sigur
Gegn Bandaríkjamönnum í handbolta
íslenska landsliðið í hand-
knatUeik átti ekki í miklum vand-
ræðum með það bandaríska er
liðin léku í gær. ísland sigraði 26-
20 í góðum leik.
íslenska landsliðið er nú á
keppnisferðalagi í Bandaríkjun-
um og þrátt fyrir að í liðið vanti
marga af máttarstólpunum, lék
það mjög vel í gær. Leikmenn
Iiðsins létu ekki 40 stiga hitann í
höllinni í Atlanta hafa áhrif á sig.
Heimamenn komust einu sinni
yfir í leiknum, 1-0. Eftir það tóku
Islendingar völdin og náðu góðu
forskoti. í hálfleik var staðan, 13-
9 íslandi í vil.
ísland náði svo níu marka for-
skoti í síðari hálfleik, en heima-
menn náðu að klóra í bakkann
undir lokin, en sigur íslands þó
öruggur, 26-20.
Fjórir leikmenn lék sinn fyrsta
A-landsleik. Bjarki Sigurðsson,
Konráð Olavsson, Birgir Sig-
urðsson og Bergsveinn Berg-
sveinsson.
Guðmundur Hrafnkelsson
stóð í markinu og varði mjög vel,
en Geir Sveinsson stjórnaði varn-
arleik liðsins af öryggi.
Mörk íslands: Júlíus Jónasson 6,
Aðalsteinn Jónsson 6, Einar Einars-
son 3, Héðinn Gilsson 3, Konráð Ol-
avsson 3, Bjarki Sigurðsson 2, Karl
Þráinsson 2 og Jón Kristjánsson 1.
-Ibe
Sjo vita i suginn
Þórsigraði í vítaspyrnukeppni
Það var ótrúleg spenna í leik Þórs
og ÍBK á Akureyri í gær. Leikurinn
jafn og skemmtilegur, en Þórsarar
sigruðu 4-3 eftir vítaspyrnukeppni.
Alls voru 10 vitaspyrnur teknar, en
aðcins skorað úr þremur!
Það leit ekki út fyrir mikla spennu í
fyrri hálfleik. Daufur leikur beggja
Uða og lítið um færi. Baldvin Guð-
mundsson bjargaði þó tvívegis mjög
vel, frá Gunnari Oddssyni og Ingvari
Guðmundssyni.
Síðari háfleikurinn var opinn og
skemmtilegur. Á 51. mínútu náðu
Þórsarar forystunni. Hlynur Birgis-
son gaf fyrir á Halldór Áskelsson sem
skoraði með góðu skoti frá víta-
punkti.
Þremur mínútum síðar jöfnuðu
Keflvíkingar. Freyr Sverrisson gaf
fyrir mark Þórs og Óli Þór Magnús-
son kastaði sér fram og skoraði með
góðum skalla.
En Þórsarar náðu forystunni á nýj-
an leik. Hlynur lék á tvo varnarmenn
og gaf boltann beint á kollinn á Krist-
jáni Kristjánssyni, sem átti ekki í
miklum erfiðleikum með að afgreiða
hann í netið. Skömmu síðar fengu
Þórsarar gullið tækifæri til að gera
útum leikinn. Þá var brotið á Hlyn í
vítateig, en Þorsteinn Bjarnason
varði vítaspyrnu frá Jónasi Róberts-
syni, með blátánni, eftir að hafa farið
í rangt horn. Það var svo ekki fyrr
en að fjórar mínútur voru eftir af
venjulegum leiktíma að Keflvíkingar
jöfnuðu. Boltinn barst úr vítateig
Þórsara til Skúla Rósantssonar sem
skoraði með þrumuskoti út við stöng.
Framlengingin var jöfn. Halldór
fékk þó gott færi, en skaut í þverslá
eftir þvögu í vítateig ÍBK. Skömmu
síðar komst Ingvar í gott færi, en
skaut beint á Baldvin.
Staðan enn 2-2 eftir framlengingu
og því komið að vítaspyrnukeppn-
innni.
Jónas skoraði fyrir Þór, 3-2 og
Baldvin varði frá Óla Þór. Kristján
skoraði úr sinni spyrnu og staðan því
4-2. Sigurður Björgvinsson minnkaði
muninn fyrir ÍBK, 4-3. Guðmundur
Valur Sigurðsson tók næstu spyrnu
fyrir Þór, en Þorsteinn varði. Skúli
var næstur fyrir ÍBK, en skaut hátt
yfir. Þá var komið að Valdimar
Pálssyni, en hann skaut framhjá.
Keflvtkingar áttu því enn færi á að
jafna, en Baldvin varði frá Gunnari
Oddssyni. Þórsarar gátu tryggt sér
sigur með marki, en Sigurbjörn
Viðarsson skaut í þverslá og beint
niður. Það var því mikil pressa á Rún-
ari Georgssyni í síðustu spyrnu ÍBK.
Hann skaut í þverslá og yfir oe sigur
Þórs í höfn, 4-3.
Leikurinn var bráðskemmtilegur
og mikil spenna í lokin. Þórsarar
höfðu heppnina með sér og eru
komnir í undanúrslit.
-hk/lbe
Flmmtudagur 23. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINR- SÍÐA 15