Þjóðviljinn - 23.07.1987, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 23.07.1987, Qupperneq 16
/ Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þlÓÐVIUINN Fimmtudagur 23. júlt 1987 158. tölublað 52. örgangur AÐFARS€UJ SKÓIACÖNCU SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Bílar Aldrei fleiri fluttir inn Bjarni Sœmundsson Sex troll í prófi Sjónvarp til aðstoðar Rannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson hefur undanfarin dæg- ur verið inni í Jökulfjörðum og er verið að gera tiiraunir með sex mismunandi troll, með aðstoð neðansjávarsjónvarps og mynda- véla. Að leiðangrinum standa Hafrannsóknastofnun, Hampiðj- an, og Netagerð VestQarða. Að sögn Guðna Þorsteinssonar fiskifræðings um borð í Bjarna hefur verið slæmt skyggni í sjón- um, enda veður slæmt á þessum slóðum. Botninn í Jökulfjörðum er að mestum hluta leirbotn, en inn á milli stórgrýti. Ætlunin er að fara víðar og reyna trollin. grh Innfluttir bílar alls 13 þúsund fyrrihluta árs, fimm þúsund bílum meira en á sama tíma ífyrra. Sexfaltfleirinotaðirfluttirinn. 5500 nýir japanskir á árinu, en Ladan vinsælasta tegundin Af hinum nýju fjórhjólum er rúmur helmingur af Kawasaki- tegund, framleidd í Bandaríkjun- um (439), önnur eru af tegundun- um Suzuki, Trail Boss, Honda, Yamaha og Fourtrax. —m Mér þykir ofsalega gaman að veiða, segir Harpa Sif og lætur hjólastólinn ekkert aftra sér. Pabbi hennar, Þráinn Ólafsson, er með henni og ekur stólnum fyrir hana. (mynd Ari) Veiðir úr hjólastól Hún lætur sko ekki deigan síga, hún Harpa Sif Þráinsdóttir sem er að veiða í Grímsnesinu. Hún er að verða níu ára og fædd- ist með æðaflækju í vinstri fæti og fór í aðgerð þann 10. maí síðast liðinn. Hún lætur pabba sinn, Þráinn Ólafsson, aka hjólastólnum sín- um niður að á og þar situr hún og veiðir. Núna er hún í sumarbú- stað afa síns, stutt frá Laugar- vatni og veiðir þar í lítilli á rétt hjá bústaðnum. Stolt sagðist hún hafa farið í laxveiði og fékk þá sex laxa en afi hennar fékk bara einn urriða. Hún er aðeins byrjuð að stíga í fótinn og vonast til að geta verið farin að hlaupa um allt þegar skólinn byrjar í haust. -ing Bflainnflutningur er búgrein i vexti samkvæmt nýrri skýrslu frá Hagstofu um innflutning fyrstu sex mánuði ársins. Á þess- um tíma hafa verið fluttir inn 13.183 bflar, en um sama leyti í fyrra 7.251, og er aukningin um 80 prósent. Innflutningur nýrra fólksbfla hefur aukist um rúm 50%, og voru rúmlega 10 þúsund á fyrri- hluta árs, 6500 fyrrihluta 1986, en tala notaðra bfla hefur nær sex- faldast, eru á þessu ári 1816, en janúar til júní í fyrra 373. Inn- flutningur annarra bfla, vöru-, sendi- og annarskonar, hefur ekki aukist umtalsvert, nema fjórhjóla, sem voru engin innflutt fyrrihluta árs í fyrra, en 870 það sem af er þessu ári. Af einstökum gerðum nýrra innfluttra bfla í ár eru flestir af gerðinni Toyota Corolla (642), þá kemur Subaru 1800 (637), Da- ihatsu Charade (566), Lada 21043 (512) og Lada 2108 (453). Lödurnar allar saman bera höfuð og herðar yfir aðrar teg- undir nýrra fólksbfla, og hafa ver- ið fluttar inn 1768 á fyrrihluta árs. Síðan koma Japanirnir: Toyota (1152), Mitsubishi (975), Subaru (860), Daihatsu (742), Mazda (723), Nissan (638). Þá kemur Skódinn (370), Volvo (341), Ford-bílar (323), Chevrolet (301), Honda (275), Peugeot (217). Þegar kemur að notuðu bflun- um breytist hlutfallið einsog vænta mátti. Flestir þeirra eru Fordar (349) og Mercedes Benz (221), 99 BMW-bílar, 141 Toy- ota, 126 Volkswagenar, 127 AMC-jeppar. Frá Japan kom bróðurpartur nýrra fólksbfla á árinu, samtals 5486. Sovéskir bflar eru 1781, vesturþýskir 523, sænskir 408, tékkneskir 370, franskir 337, bandarískir 312, brasilískir (Chevrolet Monza) 298, ítalskir 269, austurþýskir (Trabbinn) 112, spænskir 66, breskir 36, fjór- ir pólskir. Notuðu bflarnir á árinu eru flestir vesturþýskir (tæplega 750), japanskir (tæplega 400) og bandarískir (rúmlega 200). Skák Jóhann á sigurbraut Jóhann í hópifjögurra efstu í Szirak, en þykir lítið til mótstaðarins koma. Tap á Filippseyjum. Síðasta umferð í Þórshöfn í dag Jóhann Hjartarson er í 1.-4. sæti á millisvæðamótinu í Szir- ak í Ungó ásamt Englendingnum Nunn, Júgóslavanum Ljubojevic og Sovétmanninum Salof. Þeir hafa y/z vinning eftir 5 umferðir. Jóhann vann í gær Spánverj- ann De la Villa Garcia í 25 leikjum, og sagði við Þjóðviljann að skákin hafi verið unnin eftir 15 Neytendasamtökin Fimm á svörtum lista Fyrirtœki sem svara ekki kvörtunar- bréfum Neytenda- samtakanna lenda á svörtum lista Fimm fyrirtæki eru nú á svört- um lista hjá Neytendasamtökun- um, þ.e. fyrirtæki sem samtökin telja sig ekki geta mælt með vegna ágreiningsmála sem ekki hefur fundist lausn á. Fyrirtækin lenda á svörtum lista fyrir þá sök að þau hafa ekki svarað bréfum Neytendasamtak- anna vegna kvartana neytenda. Samtökin hafa ítrekað sent fyrir- tækjunum ábyrgðarbréf vegna kvartana og í sumum tilvikum hafa jafnvel verið send símskeyti, en árangurslaust. Fyrirtækin fimm sem nú eru á svörtum lista hjá Neytendasam- tökunum eru bamafataverslunin Endur og hendur, tískuverslunin Fanný, fataverslunin First, Guð- mundur Andrésson gullsmiður og ferðaskrifstofan Sólarflug. Fjögur þessara fyrirtækja eru í Reykjavík, en fataverslunin First er í Hafnarfirði. -gg leiki. Salof tapaði fyrir Mongól- íumanninum Tódortsjavits, Nunn tapaði fyrir Anderson frá Svíþjóð og Ljubojevic gerði jafn- tefli við Bandaríkjamanninn Benjamin. Átján tefla á mótinu. í dag teflir Jóhann við Túnis- manninn Bouaziz. Jóhann sagði í samtali í gær að hann væri ánægður með árangur sinn hingað til, hinsvegar væri mótið rétt að byrja og engin leið að segja til um framhaldið. Hann sagði að skipuleggjendur stæðu sig engan veginn vel. Mótshótelið væri of Iítið, og væri keppendum mismunað; hann og nokkrir aðrir þyrftu að búa á öðru hóteli 20 kílómetrum frá, sem þýddi langar daglegar ferðir til og frá. Allir stigahæstu keppendurnir byggju hinsvegar á mótsstað. Að auki væri þorpið einangrað og fátt við að vera þegar ekki er teflt, - þjónusta væri einnig öll í skötulíki, til dæmis erfiðleikar fyrir þá Elvar Guðmundsson, að- stoðarmann sinn, að hringja heim. Undir þetta getur Þjóðvilj- inn tekið, - þá sjaldan næst í starfsmenn mótsins fást upplýs- ingar treglega, hvað þá samtöl við okkar menn. Á Filippseyjum töpuðu þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson skákum sín- um, hafa tvo vinninga eftir fjórar umferðir. í dag lýkur Norðurlandam- eistaramótinu íÞórshöfn, þarsem þeir Helgi Ólafsson og Margeirs- son eru efstir í landsliðsflokki með 7 vinninga. Daninn Mort- ensen er næstur með 6'/2 vinning, og landi hans Hansen með 6 vinn- inga. -m Fasteignaverð Dýrt að kaupa í blokk Fasteignaverð fjölbýlisíbúða í Reykjavík hœkkað meira en lánskjaravísitalan Fasteignaverð fjölbýlisíbúða í Reykjavík hækkaði fyrsta ársfjórðung þessa árs alinokkru meira en nemur hækkun láns- kjaravísitölu. Jafnframt hefur greinileg hækkun orðið á útborg- unarhlutfalli íbúða. Á sama tíma hefur dregið úr mismun á fermet- crsverði stórra og lítilla íbúða. Samkvæmt Fasteignamati rík- isins hefur fasteignaverð fjölbýl- ishúsaíbúða í Reykjavík hækkað umfram lánskjaravísitölu svo til stöðugt í heilt ár. Frá fyrsta ársf- jórðungi 1986 til fyrsta ársfjórð- ungs 1987 hækkaði raunverð fjöl- býlisíbúða um tæp 20% og á sama tíma hækkaði útborgunarhlut- fallið úr 71.6% í 77.9%, sem er allveruleg hækkun. Mismunandi er eftir stærð íbúða hversu mikil hækkunin er. Stærstu íbúðir og meðal íbúðir hafa hækkað tiltölulega mest í verði og hefur mismunur á ferm- etersverði stórra og lítilla íbúða minnkað stöðugt frá því á fjórða ársfjórðungi 1985, þó það sé enn- þá hæst á minnstu íbúðunum. Út- borgunarhlutfall er þó nokkuð mismunandi eftir stærð íbúða, - hæst á þriggja herbergja íbúðum eða 80%, en lægst á fimm her- bergja og stærri íbúðum. -rk

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.