Þjóðviljinn - 24.07.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.07.1987, Blaðsíða 4
_________________LEIÐARI______________ Bílamir - tvíbent hjálpræði Bifreiöar eru fyrir löngu orðnar almenning- seign hérlendis, og íslendingar munu vera komnir í hóp bílflestu þjóða heims. Samkvæmt síðustu samræmdu Norðurlandatölum, frá 1985, eigum við fleiri bíla miðað við höfðatölu en frændur okkar. Hér á landi voru þá 417 fólks- bílar á hverja þúsund íbúa, en samsvarandi tölur austan Atlantsála voru 369 í Volvólandinu, 345 hjá olíufurstunum, 303 við vötnin þúsund, og aðeins 282 í Danaveldi, enda fjalllaust frón. Þetta er í rauninni mjög eðlilegt. Utan suð- vesturhornsins eru byggðir dreifðar og óhægt um ferðafrelsi nema með hjálp einkabílsins, - og hér er ekkert lestakerfi, sem annarsstaðar dregur úr þörf fyrir bíleign. Ýmsar fleiri náttúr- legar og félagslegar aðstæður stuðla að því að gera bíleign sjálfsagðari á íslandi en með öðr- um þjóðum, fyrir utan það að mörgum finnst hreinlega gaman að keyra, hvortheldur það er rúnturinn eða hringurinn. En það má fyrr rota en dauðrota. Þær fréttir bárust frá Hagstofunni í gær, og hnykkti mörgum við, að á fyrrihluta þessa árs hefðu samtals verið fluttar inn 13.183 bifreiðar. Á sama tíma í fyrra var hinsvegar flutt inn 7.251 bifreið. Munurinn milli þessara árshelminga er hvorki meira né minna en 5.932 bifreiðar. Aukningin er rúmlega 80 prósent. Sé reiknað með að meðalverð bifreiðar sé 400 þúsund krónur kosta bílakaupin á árinu 5,3 milljarða króna. í sömu viku berast fréttir af því að hættuleg blýmengun mælist í lofti í höfuðborginni, meng- un sem einkum bitnar á börnum. Um sömu mundir hefur sjónvarpið vakið at- hygli á því að í kringum þéttbýli hlaðast upp bílakirkjugarðar sem enginn veit hvað á að gera við, og eru til stórra lýta í landi sem við erum að revna að halda hreinu og óspjölluðu. I nýrri skýrslu frá Vegagerðinni í vikunni kem- ur fram að umferðarslys á þjóðvegum, - að þéttbýlisslysum sumsé undanskildum - voru í fyrra 1046. Menn urðu sárir í 230 þessara óhappa, og í umferðinni á þjóðvegum í fyrra urðu tíu dauðaslys. í miðbænum í Reykjavík eru margar bestu byggingarlóðir nú lagðar undir bílastæði, og víða í gamla bænum eru holsár í byggðina vegna bílastæða í nánd við fyrirtæki ýmis og þjónustustofnanir. Og er þó verið að steypa hús eða gryfjur fyrir bílageymslu uppá milljónatugi. Bílstjórar á höfuðborgarsvæðinu segja allir þá sögu að umferð hafi þyngst geysilega, og allir íbúar á suðvesturhorninu þekkja á sjálfum sér að ástandið er að nálgast alræmdar öng- þveitisborgir í útlöndum. Kannski Reykjavík fari að eiga fleira skylt með Róm en það að vera byggð á sjö hæðum? Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri átti held- ur í vök að verjast í morgunþætti einhvers út- varpsins í fyrradag fyrir harðskeyttum umferð- arspurningum og er hans mönnum þó varla um að kenna, enda bar Ingi af sér spjótalögin með því að spyrja á móti hvernig í ósköpunum ætti að bregðast við því að bílum hefði fjölgað um helming á einum áratug, miklu meira en allar i áætlanir gerðu ráð fyrir. Framantaldar staðreyndir benda til að okkur sé orðin þörf á að staldra við og hugsa. Einka- bíllinn er orðinn flestum okkar ein lífsnauðsynja, en við megum ekki ganga svo langt að vélarnar taki völdin, að lífsumhverfi okkar utan bílrúð- unnar spillist vegna stjórnlausrar holskeflu bif- reiða útum öll tún og inní alla garða. Svarið hlýtur að verða að efla til vegs aðra kosti við hlið einkabílsins. Að auka almennings- samgöngur innanbæjar og landshluta á milli, að athuga „jákvæða mismunun" fararkosta þar- sem slíkt getur átt við: Betri strætóar, ódýrari leigubílar, eflt rútukerfi, auknar flugsamgöngur. Að eiga sér bíl er sem betur fer ekki lengur forréttindi yfirstéttar, og er löngu hætt að verða stöðutákn, nema bíllinn heiti Cadillac og eicf&ndinn sé borgarstjóri. Þeim mun meiri ástæða er til að gæta þess að eigendur bifreiða breytist ekki í þræla eignar sinnar. -m KUPPT OG SKORID Pylsusala Ásgeir Hannes Eiríksson, pyls- uhéöinn, er eiginlega orðinn einskonar stofnun í borgarlífi Reykvíkinga, rétt eins og styttan af Jóni forseta á Austurvelli og ÓIi blaðasali í Austurstræti. Lengi vel var hann í Gunnars- arminum í Sjálfstæðisflokknum, og lá um árabil undir rökstuddum grun um að stýra lesendabréfs- herferðum til styrktar Gunnari heitnum, sem hann studdi af ráðum og dáð. En „þeim var ekki skapað nema skilja". Eftir að Gunnar varð allur rak Ásgeir um sævi Sj álfstæðisflokksins einsog vélar- vana olíuskip á Persaflóa, stjórn- laust og líklegt til að springa í loft upp af minnsta tilefni. Ættaveldinu í Sjálfstæðis- flokknum þótti Ásgeir springa helsti oft, einkum eftir að hinnar styrku leiðsagnar meistarans naut ekki lengur við. Og þar kom, að Ásgeir Hannes var enda- nlega settur út í kuldann. Upp úr því fann hann sér annan meistara, Albert Guðmundsson, og stofnaði með honum Borgar- aflokkinn. Síðan hefur Ásgeir Hannes verið drjúgur við að senda sínum gamla flokki langt nef, og Iáta honum við sérhvert tækifæri ríða gildar eyrnafíkjur. Til að strá saltinu sem best í sárin flokksins, notar hann gjarnan Morgunblað- ið til að viðra andlegar afurðir sínar. Fyrr í vikunni birti hann þannig í Morgunblaðinu stór- skemmtilega grein um nkis- stjórnina: Einnota „Mannkynið hefur ferðast um margar aldir á leið sinni frá vöggu til grafar: Steinöld og jámöld jafnt sem atómöld og svoleiðis. í dag stendur það svo með tærnar í gáttinni á nýrri öld: Öld hinna Þetta er einnota sljórn, piltar einnota íf£!ÍLHannes En ekki er allt talið enn. Við sáum síðustu ríkisstjórn leiða okkur út í skuldafen í góðæri. Nú þarf að ræsa fram fenið. Við höf- um séð bjargráðin frá stjómar- flokkunum þremur og em þau ekki upp á marga fiska. Þeir halda sínu striki og leggja fleiri skatta á fólkið sem einkum bitna á ekkjum og munaðarlausum: Þeim dettur ekki í hug að hlífa ekkjum og spara í ríkisrekstri og draga saman seglin. Þeim dettur ekki í hug að hlífa munaðar- lausum og leita nýrra leiða og senda djarfa menn út af örkinni til að finna nýjar tekjulindir. Þeim dettur ekkert annað í hug en að auka skattinn. Því miður. einnota hluta. Við þekkjum vel einnota bleyjur og snýtuklúta. Umbúðir utan um söluvöru eru óðum að þróast í þessa átt. í erlendu blaði las ég svo um daginn að von er á einnota myndavél og talsíma. Þetta er alveg makalaus framþró- un. En það var ekki fyrr en á mið- vikudaginn síðasta að ég sá að hægt er að mynda einnota hluti víðar en í sjálfum efnisheiminum. Miðstjórn og margarín Sjálfstæðisflokknum hefur ' ekki gengið allt í haginn upp á sfðkastið. Til dæmis gengur hon- um illa að mynda ríkisstjórnir sjálfum. Aðrir stjórnmálaflokkar hafa orðið að mynda þrisvar sinn- um fyrir hann ríkisstjórnir á síð- ustu árum. Það var fallega gert af þeim. Sjálfstæðisflokknum hefur því ekki tekist að hjálpa sér sjálfur síðan Ólafur heitinn Thors mynd- aði fræga Viðreisnarstjórn árið 1959 eða fyrir næstum þrem ára- tugum. Þetta er þokkalegt af- spurnar fyrir einn stjórnmála- flokk af hóflegri meðalstærð. En í síðustu viku kynnti sjálfur Davíð Scheving úr miðstjóm Sjálfstæðisflokksins þjóðinni nýtt smjörlíkiskók í einnota plastdós- um. í sömu viku kynnti formaður Sjálfstæðisflokksins líka þjóðinni og miðstjórninni nýja ríkisstjóm á sínum vegum. Það dró því til tíðinda í síðustu viku. Einnar nætur nótt Oft er talað um að tjalda til einnar nætur. Yfirleitt eru þó ríkisstjómir hugsaðar til fleiri nátta en einnar og jafnvel eittþús- und og einnar eins og í Arabíu. En hin nýja ríkisstjórn þjóðar- innar er ekki margra nátta stjórn. Líklega stendur hún varla fleiri nætur en þær andvökunætur sem þurfti til að mynda hana. Þá er alls ekki víst að allir tjaldbúar dveljist næturlangt í tjaldinu ef að líkum lætur. Jafnvel þó að menn tjaldi því sem til er. Þetta er nefnilega fyrsta ríkis- stjórn sinnar tegundar í sögu lands og þjóðar. Hún er af sama toga spunnin og bleyjurnar frá Bossa og dollurnar hans Davíðs frænda í miðstjórninni. Þrír gegn þremur Áhorfendur hafa átt þess kost að fylgjast með myndun þessarar ríkisstjórnar. Úr fjarlægð höfum við séð hvernig stjómarflokkarn- ir hafa rúið hver annan trausti til skiptis og sáð fræjum efasemdar hver í annars garð. Úr fjarlægð höfum við séð hvernig hugsjónir hafa fölnað í ofbirtu ráðherra- stóla og frumburðarréttur vikið fyrir baunadisk. Úr fjarlægð höf- um við séð tortryggna menn og þreytta skrifa undir sáttmála sem þeir trúa ekki á sjálfir. Við höfum séð fleira. Við höf- um séð stjómarflokkana þrjá tærast upp í innbyrðis sundur- lyndi þegar herfang sáttmálans kom til skiptanna. Við höfum séð flokkana brjóta sig í mola þegar efablandnir menn voru leiddir til sætis í ráðherrastóla af handahófi og í engu sérstöku samhengi við reynslu þeirra eða þekkingu eða getu. Við höfum séð leiðandi flokksmenn í heilu kjördæmun- um hóta að axla skinnin þegar kröfurnar náðu ekki fram að ganga og engar refjar. Við fi'öfum séð sitt lítið af hverju. Einnota stjórn, piltar Lengi býr að fyrstu gerð, segir málsháturinn og ríkisstjórnin nýja er ekki undanþegin þeim sannleika. Bæði aðdragandinn að myndun hennar og sjálf hand- brögðin bera vitni um skammtíma hugsun. Hér eru flokkarnir þrír sjálfum sér sund- urþykkir. Hér em ráðherrar teknir af handahófi fram yfir aðra sem telja sig betur að stólunum komna. Hér sitja leiðtogar heilu landshlutanna í fýlu vegna fjar- lægðar frá kjötkötlunum. Hér er hver höndin upp á móti annarri og hér tvístíga ráðvilltir kjósend- ur flokkanna þriggja í þúsunda- tali og athuga sinn gang. Hér er tjaldað til einnar nætur. Lengi býr að fyrstu gerð. Þetta er einnota stjórn, piltar, einnota ríkisstjórn.“ Svo mörg voru hin vísu orð gamalreynds pylsusala úr Austurstræti. En meðal annarra orða: Hvaða skoðun hefur Ás- geir Hannes Eiríksson á Borgara- flokknum? Er hann einnota líka? þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrimsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstelknarar: Sævar Guðbjömsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýslngastjórl: Siqríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu- og afgrelðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Ipnheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, síml 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmlðja Pjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblóð:60kr. Áskriftarverö á mánuði: 550 kr. 4 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.