Þjóðviljinn - 24.07.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þJÓÐVIUINN
Föstudagur 24. júlf 1987 159. tölublað 52. drgangur
;• LQON
AÐ FARS€LLI
SKÓLACÖNCU
0
SAMVINNUBANK!
ÍSLANDS HF.
Austfirðir
Jarðgöng gegn byggðakreppu
Hugmyndir um að jarðgöng tengi byggðakjarna saman. Seyðisfjörður -Norðfjörður-Hérað?
Ásgeir Magnússon: Góðar samgöngurforsendafyrir raunsœrri byggðastefnu x
Eina raunhæfa leiðin til að af-
stýra byggðakreppu hér á
Austfjörðum er að byggja jarð-
göng sem sameini helstu byggð-
akjarna fjórðungsins samgöngu-
lega hver við annan. Fólk flytur
héðan þrátt fyrir næga atvinnu og
góðar tekjur, einungis vegna þess
að því fínnst samgöngurnar ó-
tryggar meirihlutann af árinu og
því fínnst einnig að sú þjónusta
sem því er boðið upp á sé ekki
nægilega fjölbreytt. Þessu er hægt
að breyta með samtengingu
helstu byggðakjarnanna með
jarðgöngum,“ segir Ásgeir
Magnússon bæjarstjóri í Nes-
kaupsstað.
Að sögn Asgeirs eru uppi ýms-
ar hugmyndir meðal sveitar-
stjórnarmanna á Austurlandi
hvar best sé og hagkvæmast að
ráðast í gerð jarðganga. í þessu
sambandi hafa menn bent meðal
annars á jarðgangagerð á milli
Seyðisfjarðar-Norðfjarðar og
Mjóafjarðar við Hérað, beint frá
Seyðisfirði uppá Hérað, eða
Barnsfœðingar
Bama-
sprenging
í fyrra
Samkvæmtspám voru
fœðingar sjaldanfleiri en
ífyrra. 66 fœðingum
fœrra en metárið 1960.
1985 höfðufœðingar
ekki verið fœrri síðan
1942
Gangi spá Hagstofunnar eftir
um fjölda barnsfæðinga í fyrra,
hefur fjöldi fæðinga ekki verið
meiri síðan 1960. Samkvæmt
bráðbirgðatölum Hagstofunnar
var fjöldi lifandi fæddra í fyrra
4850, eða aðeins 66 fæðingum
færra en 1960, sem er gjöfulasta
árið hvað viðkemur fjölda fæð-
inga.
Samkvæmt bráðabirgðaspá
Hagstofunnar fjölgaði fæðingum
töluvert í fyrra frá árinu á undan
en fjöldi lifandi fæddra hafði þá
ekki verið lægri síðan 1948. Spá
Hagstofunnar gerir ráð fyrir að
fjöldi barnsfæðinga í fyrra hafi
verið 4850, en 1986 var fæðing-
artalan ekki nema 3856 börn.
Fæðingar hafa flestar verið
1960, eða 4916 börn lifandi fædd.
Frá 1960 hefur dregið svo til jafnt
og þétt úr tíðni bamsfæðinga.
Arið 1980 fæddust 688 færri böm
en 1960, þegar bamsfæðingar
voru flestar, en 1985 voru fæðing-
ar rúmlega 1000 færri en 1960.
Frá 1980 til 1985 vom fæðingar
í Reykjavík flestar 1983, eða 1479
talsins. Á þessu tímabili vom
fæðingar fæstar í höfuðborginni
1985, eða 1300 að tölu. Tölur um
fæðingar í Reykjavík í fyrra liggja
ekki á lausu enn. -rk
Norðfjörður-Eskifjörður við
Hérað. Engar athuganir hafa enn
verið gerðar á því hvaða valkost-
ur sé bestur, en mikill vilji er
meðal sveitarstjórnarmanna að
það verði gert sem fyrst. Hafa
þeir meðal annars farið til Fær-
eyja til þess að kynna sér jarð-
gangagerð þar.
„Þetta mál þolir enga bið. f
þeirri áætlun um jarðgangagerð
sem til er í dag eru Vestfirðirnir
næstir á eftir Ólafsfirðingum, og
því erum við sammála að
Vestfirðirnir em enn verr í sveit
settir en við í samgöngumálun-
um, en við þurfum að þrýsta á
stjórnvöld til að taka vandamál
okkar fjórðungs í samgöngumál-
um til endurskoðunar og að þau
fallist á okkar hugmyndir um að
eina raunhæfa lausnin á sam-
gönguvandamálum okkar sé að
byggja jarðgöng sem tengi helstu
byggðakjarna fjórðungsins sam-
an. Aðrar lausnir sjáum við
ekki,“ sagði Ásgeir bæjarstjóri í
Neskaupstað. grh
Léttlyndar pólitfskar sumarbúðir. I þessari viku hefur hópur Alþýðubanda-
lagsmanna brugðið undir sig betri fætinum og dvalið á Laugarvatni í sumarbúð-
um sem flokkurinn hefur skipulagf af kunnu kappi. Þjóðviljinn brá sér austur, og
afraksturinn má sjá á síðum 5 og 6. Og svo hér að ofan... (Mynd: Ari).
Lyfjaframleiðsla
Gjaldeyrissparandi lyf
Óli Sigþórsson, hjá Lyfjagerð ríkisins: Innlend lyfjaframleiðsla svarar til um 20% af lyfjanotkuninni.
Lyfjaframleiðendur áætla að á
næstu fímm árum fullnægi
innlend Iyfjaframleiðsia tæpum
helmingi allrar lyfjanotkunar í
landinu, í stað 20 af hundraði í
dag. Ljóst er að mikill sparnaður
er í því fólginn fyrir þjóðarbúið,
að efla innlenda lyfjagerð. Lyf
framleidd hér á landi, standa inn-
fluttum lyfjum ekki á sporði,
hvað verð og gæði áhrærir. Allt
að helmingi ódýrari en þau inn-
fluttu, segja lyfjaframleiðendur.
- Ég ætla að innlend lyfjafram-
leiðsla í dag svari til um 20% af
allri lyfjanotkuninni. íslensk lyf
eru oftastnær um helmingi ódýr-
ari en innflutt lyf og það er því
ljóst að það væri mikill akkur
fyrir þjóðarbúið að innanlands-
framleiðslan ykist. Með því móti
væri hægt að spara stórfé í gjald-
eyri árlega, sagði Óli Sigþórsson,
hjá Lyfjaverslun ríkisins.
- Það verður vitanlega aldrei
unnt að fullnægja eftirspum eftir
lyfjum, með innlendri fram-
leiðslu eingöngu, en það er flest
sem mælir með því að á næstu
fimm árum eða svo, geti innlend
lyfjafrasmleiðsla svarað til 40%
af allri lyfjanotkuninni, sagði Óli
Sigþórsson.
- Innlend lyfjaframleiðsla ætti
næstu áriri .að geta numið 40% af
lyfjamarkaðnum, í stað þess að
20-25% í dag, sagði Sindri
Sindrason,\ framkvæmdastjóri
lyfjafyrirtækisins Pharmaco.
i- Það er mjög erfitt að segja til
um það hversu mikið sparaðist
með því að auka innlenda lyfja-
framleiðslu, en það er þó ljóst að
hér er um talsverðar upphæðir að
tefla. Lyf semn eru framleidd hér
á landi standast fyllilega samari-
burð við innflutt lyf, - bæði hvað
verð og gæði áhrærir, sagði Sindri
Sindrason.
i -RK
Matarskatturinn
Heiklsalar hækka vöruverð
Heildsalar notfœra sér matarskattinn til þess að hœkka heildsöluverð.
Verslunarstjóri: Þeir ætla sér aðfela hækkanir í matarskattinum.
mánaðamót. Þeir bjuggust hins
Heildsalar virðast í auknuin
mæli notfæra sér væntan-
legan 10% matarskatt ríkis-
stjórnarinnar til þess að hækka
heildsöluverð sitt til verslana.
Þessar upplýsingar fengust hjá
verslunarstjóra í einum af stór-
mörkuðum borgarinnar.
„Þeir ætla sér að fela hækkanir
sínar í hækkuninni sem kemur í
kjölfar matarskattarins og
blekkja þannig neytendur,“ sagði
viðmælandi.
Nokkrir verslunarstjórar í mat-
vöruverslunum sem Þjóðviljinn
talaði við sögðu að lítið væri farið
að bera á því að fólk væri byrjað
að hamstra vörur vegna hækkun-
arinnar sem skellur á um næstu
vegar allir við að á því færi að
bera í næstu viku og í fram undir
mánaðamót. „Umræðan um mat-
arskattinn hefur legið niðri að
undanförnu þannig að ég held að
fólk sé ekki enn farið að átta sig á
væntanlegum hækkunum," sagði
einn verslunarstjórinn.
-K.Ól.