Þjóðviljinn - 24.07.1987, Blaðsíða 10
HEIMURINN
Bandarískir gíslar í Teheran árið 1979. Síðan hafa gíslatökur orðið gildur þáttur í utanríkisstefnu Irana.
Úrclt viöhorf - og endurskoðun þeirra
Hugleiðingar um gíslatöku og fleira
Eitt hvimleiðasta fyrirbærið í
stjórnmálaumræðum er það
þegar menn halda blýfast í af-
stöðu, sem átti fullan rétt á sér
nokkrum árum eða áratugum
áður, en er orðin úrelt vegna þess
að allar aðstæður hafa breyst,
fjölmörg atriði eru úr sögunni eða
ekki á dagskrá lengur og önnur
kannske komin í þeirra stað. Líta
menn þá gjarnan á málin eftir ein-
hverjum gömlum mynstrum, sem
eru ekki í neinu samræmi við
raunveruleikann eins og hann er
orðinn.
Mörg dæmi um þetta má finna í
viðhorfum manna til þjóða hins
svokallaða þriðja heims. Fyrir
nokkrum áratugum börðust fjöl-
margar þjóðir í Afríku og Asíu,
sem þá lutu nýlendustjórn, fyrir
frelsi sínu og sjálfstæði, og var
það þá ótvírætt réttlætismál að
styðja þær og verja málstað
þeirra á allan hátt. En þessari
baráttu lyktaði jafnan á einn veg,
og er nú t.d. um það bil aldar-
fjórðungur síðan velflestar ný-
lendur Afríku hlutu sjálfstæði.
Við það fengu nýlendubúarnir
fyrrverandi sínar eigin ríkis-
stjórnir sem tóku sæti meðal rík-
isstjórna annarra ríkja heimsins,
og ætti þá að vera augljóst, að
þær ber að meðhöndla - og
gagnrýna ef svo ber undir- eins
og stjórnir hvaða fullvalda ríkja
sem er. Ekki er hægt að höfða í
þessu sambandi til einhverra
„séraðstæðna" eins og arfs ný-
lendutímabilsins eða afskipta ný-
lenduveldanna (sem eru sums
staðar mikil og augljós en annars
staðar ekki merkjanleg), því að
alls staðar eru „séraðstæður", og
þær fyrnast smám saman í tímans
rás og aðrar taka við. Samt hafa
margir tilhneigingu til að líta enn
á þessi ríki þriðja heimsins eins
og kúgaðar nýlendur sem eigi í
höggi við nýlenduherra: leitast
þeir þá við að verja þriðja heims
ríkin í einu og öllu og troða Evr-
ópumönnum inn í hlutverk ný-
Iendukúgara, hvernig sem atvik-
um kann að vera háttað.
Eftir að Alsír fékk sjálfstæði
voru margir franskir vinstri menn
þannig harla feimnir við að
gagnrýna stjórn þess ríkis, og
hætti þeim t.d. til að leiða hjá sér
ofsóknir stjórnvalda þar gegn
Kabýlum og menningu þeirra,
sem voru litlu betri en framferði
nýlendukúgaranna áður.
Falklandseyjastríðið
Annað dæmi álíka skýrt er við-
horf manna til Falklandseyja-
stríðsins fyrir fáum árum: Arg-
entína hafði áður verið hálfný-
lenda Englendinga og litu þá
margir svo á að yfirráð þeirra yfir
Falklandseyjum væri e.k. arfur
frá þeim tíma, „nýlendukúgun" á
argentínsku landi og innrás Arg-
entínumanna í eyjarnar hluti af
einhvers konar „sjálfstæðisbar-
áttu“ þeirra. Þetta viðhorf var
ekki bundið við einn saman
vinstri endann á pólitíska litróf-
inu, meðal hægri manna heyrðust
einnig raddir um að íslendingar
ættu einna helst að bjóða Argent-
ínumönnum upp í einhvers konar
þjóðfrelsistangó gegn bresku sjó-
veldi.
En hér skaut mjög skökku við.
Deilurnar um Falklandseyjar
áttu ekkert skylt við hefðbundin
átök ófrjálsrar þjóðar og nýlend-
uveldis, og voru öll rök Englend-
ingum í vil:
1) „Sögulegur réttur" Argent-
ínumanna til Falklandseyja var
harla léttvægur, miklu minni t.d.
en sögulegur réttur Indíána til
þessa landssvæðis sem Argentína
nær nú yfir. Þessar eyjar (sem
voru óbyggðar þegar Evrópu-
menn fundu þær) höfu skipt um
eigendur oftar en einu sinni - arg-
entínska nafn þeirra „Islas Mal-
vinas“ minnir á að einu sinni
gerðu sjómenn frá Saint-Malo til-
kall til þeirra fyrir hönd Frakka -
og skipti langmestu máli að Eng-
lendingar höfðu haft þær á valdi
sínu í eina og hálfa öld, íbúar
þeirra voru af breskum uppruna
og litu á sig sem Englendinga.
2) Ef virða átti sjálfsákvörð-
unarrétt íbúa var því augljóst, að
Falklandseyjar voru breskt land,
en annað bættist við: í Argentínu
var þá við völd grimmúðug her-
foringjaklíka og það var ekki á
nokkurn hátt siðferðilega rétt-
lætanlegt að ofurselja friðsæla
Breta slíkri ógnarstjórn, sem lét
andstæðinga sína hreinlega
„hverfa" og pyndaði þá og myrti
á hinn hryllilegasta hátt. Þann
stutta tíma, sem Argentínumenn
höfðu Falklandseyjar á sínu
valdi, kvörtuðu íbúar þeirra
reyndar mest undan sífelldu
tangó-spili í útvarpinu, og verður
tangó-spil þótt í tíma og ótíma sé
að teljast til mildari flokksins af
þeim bellibrögðum sem einræðis-
stjórn getur tekið upp á. En
hefðu Argentínumenn haldið
eyjunum, er lítill vafi á að þeir
hefðu fljótlega litið svo á, að bú-
seta manna þar af enskum upp-
runa væri ógnun við yfirráð sín,
hefðu þeir þá beitt þá hörðu og
sennilega reynt að hrekja þá burt
og flytja argentínska landnema
þangað í staðinn.
3) Loks má ekki gleyma því að
bein ástæða fyrir innrásinni var
sú, að herforingjaklíkan í Arg-
entínu átti í vök að verjast og vildi
hún styrkja sig í sessi og afla sér
vinsælda, með því að innlima
Falklandseyjar. En það er ekki
heldur á nokkurn hátt réttlætan-
legt að efla einræðisstjórnir,
jafnvel ekki með linkind og unda-
nlátssemi, ef hægt er að komast
hjá því.
Englendingar höfðu því fullan
rétt á að neita að láta undan arg-
entínska innrásarhernum, og var
þá um fátt annað en grípa til
þeirra ráða sem Margrét Thatc-
her beitti: senda flotadeild á vett-
vang með Andrés Filipusson
innanborðs. Þessi skjótu við-
brögð höfðu reyndar enn meiri
jákvæðar afleiðingar en til hafði
verið ætlast: eyjarskeggjar voru
áfram breskir og herforingja-
stjórnin í Argentínu féll með
braki og bestum, þannig að lýð-
ræði komst á í landinu. Eftir á er
auðvelt að sjá hvað það hefði ver-
ið gersamlega tilgangslaust að
hika, snúast í kringum sjálfan sig
og reyna að gera einhverja
„Munchen-samninga“ við ein-
ræðisstjórnina.
Nú eru vinstri menn, í Frakk-
landi a.m.k., farnir að gagnrýna
ofsóknir gegn Kabýlum í Alsír,
og Falklandseyja-stríðið er
gleymt að því leyti að enginn hef-
ur áhuga á að það sé letrað á
syndaregistur Englendinga. En
sams konar afstaða og menn
höfðu í þessum málum er þó enn
við lýði og skýtur stundum upp
kollinum. Nú síðast hefur hennar
orðið vart í sambandi við klerk-
astjórninaííran: ekki erörgrannt
um að menn hafi sem sé til-
hneigingu til að líta svo á að
brambolt erkiklerkanna sé liður í
e.k. sjálfstæðisbaráttu lands-
manna gegn nýlenduveldum og
hlakka þá jafnvel yfir óförum
Bandaríkjamanna og Frakka í
þessum heimshluta, þannig að
þeir virðast vera álitnir nýlendu-
kúgarar í eðli sínu hvernig sem
málavöxtum er háttað.
Er á móti blæs
taka íranir gísla
En hér skýtur enn skökku við.
íranir hafa verið sjálfstæð þjóð
óralengi, og hafi erlend stórveldi
átt einhver ítök í landinu á dögum
keisarastjórnarinnar, sem enginn
skyldi sýta hvað svo sem hann
hugsar um erkiklerkana, losuðu
þeir sig við þau um leið og keis-
arann. Kjarni málsins er allt ann-
ar, sem sé sá, að íranska stjórnin
telur sig hafna yfir allar reglur í
alþjóðasamskiptum og álítur af
hreinu trúarofstæki, að hún megi
beita hvaða meðulum sem er.
Gleggsta dæmið um það eru gísl-
atökurnar, sem virðast nú vera
orðnar allt að því skipulögð
stjórnarstefna, þannig að í hvert
sinn sem að írönum kreppir eða
þeir vilja fá einhverju framgengt
eru einhverjir blásaklausir menn
teknir í gíslingu. Verra er þó, sem
margt bendir til, að þeir hafa haft
hönd í bagga með hryðjuverkum
eins og þeim sem kostuðu á ann-
an tug vegfarenda lífið í París í
fyrra.
Allt þetta hefur sést í hnot-
skurn í þeim atburðum sem ný-
lega hafa gerst. Eftir langa rann-
sókn á sprengjutilræðunum í Par-
ís í fyrrahaust, sem hafði leitt til
handtöku tilræðismanna, bárust
'böndin að starfsmanni íranska
sendiráðsins í borginni, sem hafði
ekki diplómataréttindi en hafði
leitað sér skjóls í sendiráðsbygg-
ingunni, og átti rannsóknar-
dómarinn sitthvað vantalað við
hann. Var lögreglan þá látin bíða
eftir honum á gangstéttinni, og
getur það ekki talist óeðlilegt
þegar þess er gætt hvað hryðju-
verkamálið var alvarlegt. En um
leið og þetta spurðist settist lög-
reglan í Teheran um sendiráð
Frakka þar, alveg að ástæðu-
lausu, og fólst í því bein hótun um
að allt starfsliðið yrði tekið í gísl-
ingu.
Nú mætti kannske segja að
Frakkar hafi kallað þetta yfir sig
með reikulli stefnu sinni gagnvart
írönum, því að svo virðist sem
tveir andstæðir aðilar hafi togast
á um að móta hana: þeir sem vilja
sýna írönum linkind í von um að
þeir sleppi gíslunum úr haldi, og
þeir sem telja að sú aðferð leiði
ekki til neins og réttast sé að sýna
fulla hörku. Sá orðrómur hefur
jafnvel verið á kreiki, að það séu
fylgismenn linkindar sem hafi
varað íranska sendiráðsmanninn
við hnýsni rannsóknardómarans
þannig að hann gat leitað skjóls í
sendiráðinu. En engin stjórn get-
ur látið viðgangast hryðjuverk og
gíslatökur, og er sennilegast að
þetta síðasta mál gefi þeim byr í
seglin, sem telja að þar sem íranir
virði ekki neinar reglur í alþjóð-
asamskiptum sé tilgangslaust að
reyna að ná neinum samningum
við þá. Erfitt er að sjá hvaða
önnur leið er fær.
e.m.j.
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. júlí 1987