Þjóðviljinn - 24.07.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR
Ljósleiðarar
Þarf samþykki sveitarstjóma
Skipulagsstjórn ríkisins: Tekur undir sjónarmið skagfirskra bœnda. Endanlegur úrskurður íhöndumfélagsmálaráðuneytisins.
„Skipulagsstjórn ríkisins sam-
þykkti í umsögn sinni til félags-
málaráðuneytisins að það þyrfti
samþykki sveitarstjórna í Skaga-
firði fyrir lagningu ljósleiðara
sem Póstur & sími voru í þann
veginn að byrja á þar. Við mun-
um síðan senda ráðueytinu um-
sögn okkar og það mun síðan
kveða upp um sinn úrskurð í mál-
inu,“ segir Stefán Thors, skipu-
lagsstjóri ríkisins.
Byggingarfulltrúi Skagafjarð-
arsýslu skrifaði félagsmálaráðu-
neytinu bréf í fyrra mánuði vegna
beiðni skipulagsnefnda og
sveitarstjórna nokkurra hreppa í
Skagafirði, þar sem farið var
fram á að úrskurð ráðuneytisins
um hvort ekki þyrfti samþykki
viðkomandi yfirvalda í þeim
hreppum sem Póstur & sími hef-
ur ráðgert að leggja ljósleiðara í
jörðu frá Sauðárkróki til Blöndu-
óss. Tilefnið fyrir beiðni bygging-
arfulltrúans til ráðuneytisins er
tilkomið vegna hugsanlegra bóta-
krafna sem bændur geta átt von á
ef eitthvert tjón eða skemmdir
verða á ljósleiðarastrengnum á
þeirra landi. Bótakröfur vegna
þess geta numið nokkur hundr-
uðum þúsunda króna. Ef ráðu-
neytið fer alfarið eftir umsögn
Skipulagsstjórnar ríkisins verður
ljósleiðarinn væntanlega settur
inn í teikningar hjá viðkomandi
skipulagsyfirvöldum þar nyrðra
og ætti þá að vera lítill möguleiki
á því að hann verði grafinn í jörðu
þar sem hætt er við einhverju
jarðraski sem gæti skemmt hann.
„f þessu tilfelli stangast á ann-
ars vegar fjarskiptalög og lög um
skipulagsmál. í fjarskiptalögum
segir að Póstur & sími eigi að hafa
samráð við sveitarstjórnir, en sveitastjórnir þurfi að samþykkja
skipulagslög kveða á um að hlutinn, sem er dálítið annað en
að hafa samráð,“
Thors að lokum.
sagði Stefán
grh
Gatnamálastjóri
Gatnakerfið
spmngið
Framkvœmdir hefjast íhaust við Bústaðaveg og
Hringbraut. Bílaeign borgarbúa tvöfaldastál5
árum. 120 milljónum varið til að lagfœra slit á
götum. Óþarfi að vera með nagladekk í vetur
r
I
haust verða hafnar byrjunar-
veginum frá Öskjuhlíð inn á
Snorrabraut og einnig verður
hafíst handa við að flytja Hring-
brautina niður fyrir hús Tann-
læknadeiidar Háskólans og Um-
ferðarmiðstöðvarinnar. Þessar
framkvæmdir hljóða upp á 120-
130 miiyónir króna. En það er
Ijóst að vegna hinnar gífurlegu
aukningar sem orðið hefur á bfla-
eign borgarbúa á síðustu árum að
það verður að gera enn meira
átak { stofnanakerfinu, aðalum-
ferðargötunum, breikka þær og
stækka til að umferðin geti fengið
þrautalaust fyrir sig í framtíð-
inni, segir Ingi Ú. Magnússon,
gatnamálastjóri.
Að sögn Inga hefur bflaeign
borgarbúa tvöfaldast á síðustu 15
árum og hefur orðið sannkölluð
bflasprenging. Bflar í Reykjavík
eru orðnir 50 þúsund en gatna-
kerfið í heild sinni er aðeins um
300 kflómetrar. Með því að hugsa
sér að hver bfll hafi um 6 metra
fyrir sig á götu þá myndu allir
bflar höfuðborgarbúa fylla allt
gatnakerfið ef þeir færu út á göt-
umar allir í einu.
Ingi sagði að á þessu sumri yrði
varið um 120 milljónum til að lag-
færa slit á gatnakerfinu vegna
nagladekkjanna og vonaðist
Byggingarvísitalan
Verðbólgan
á skrið
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala byggingarkostnaðar
hækkað 17.6%. A síðustu þrem-
ur mánuðum hefur vísitalan
hækkað um 4.5%, sem jafngildir
um 19.3% verðbólgu á ári.
Samkvæmt útreikningum Hag-
stofunnar er byggingarvísitalan
0.3% hærri í júlí en í júnímánuði.
Hækkun vístölunnar á milli
júní og júlí stafar af 0.2% hækk-
un gatnagerðargjalda og 0.1% 1
hækkun ýmissa efnisliða.
hann til þess að herferð sú sem
borgarstjórn hefur samþykkt að
kosta á aðra milljón króna til
áróðurs gegn nagladekkjum
myndi skila sér í vetur. Sagði Ingi
að lögmannanefnd tryggingarfé-
laganna hefðu samþykkt að bflar
sem væru með snjóhjólbarða í
staðinn fyrir nagladekk væru í
fullum rétti við umferðaróhapp,
þrátt fyrir það að þeir væru ekki
með nagladekk, sem þó er í um-
ferðarlögum að svo skuli vera.
„Ég vona bara að ökumenn
taki við sér í vetur og hætti með
öllu að keyra um á nagladekkj-
um, því það sparar geysimikið
fé,“ sagði gatnamálastjori að lok-
um. grh
Fimleikafólk á höndum. Hópur fimleikafólks úr Ármanni brá á það óvanalega ráð í gær til að afla fjár til æfingaferðar til
Danmerkur að ganga all góðan spöl á höndum. Krakkamir gengu alla leið ofan úr Sigtúni niður á Lækiartorq á
höndunum. Handsterkt fólk það. Mynd E.ÓI.
Náttúruverndarráð
Rök skortir fyrir hvalafjöldann
Náttúruverndarráð: Afstaðan til hvalveiða má ekki rýra traust okkarsem ábyrgrar
þjóðar um náttúruvernd og auðlindanýtingu. Rök skortir fyrir fjölda veiddra
hvala
Náttúruverndarráð segir að
nægileg líffræðileg rök skorti
fyrir að nauðsynlegt sé að veiða
120 hvali á ári í vísindaskyni, og
ráðið telur að hvalveiðarnar nú
gefí ekki nema að litlu leyti þær
upplýsingar um hvalastofnana
sem mest þörf er á. í fréttatil-
kynningu frá ráðinu segir enn-
fremur að íslendingar verði að
gæta að því að hvalveiðarnar rýri
ekki það traust sem við njótum og
þurfum á að halda í samvinnu um
að nýta auðlindir sem deilt er með
öðrum þjóðum. Fréttatilkynning
ráðsins, sem send var út í gær,
hijóðar svo:
„í tilefni af þeim umræðum
sem orðið hafa í fjölmiðlum að
undanförnu um hvalveiðar í vís-
indaskyni, þar sem m.a. hefur
verið vikið að afstöðu Náttúru-
vemdarráðs til þessara veiða,
þykir ráðinu rétt að taka fram
eftirfarandi:
Undanfarin ár hefur Náttúru-
vemdarráð oft fjallað um hval-
veiðar á fundum sínum og álykt-
að um þær. Á síðastliðnu ári hef-
ur undirnefnd ráðsins, skipuð líf-
fræðingum, einnig haldið fjöl-
marga fundi vegna hvalveiðanna.
Þá hefur Náttúmverndarráð boð-
ið sérfræðingum Hafrannsókna-
stofnunar á sinn fund til að kynna
og ræða rannsóknaáætlunina um
hvalveiðar í vísindaskyni. Ráðið
hefur ávallt verið á þeirri skoðun
að líta beri á hvali sem nýtanlega
auðlind innan þeirra marka sem
stofnar örugglega þola. Þetta
kemur m.a. fram í ályktunum
ráðsins í mars 1981, október 1982
og í bréfi sem ráðið skrifaði sjáv-
arútvegsráðuneyti í júní 1985
vegna áætlunar um Átak í hvala-
rannsóknum árin 1986-1989. í
þessu bréfi, svo og í bréfum til
sjávarútvegsráðuneytisins í ágúst
1985 og desember 1986, kemur
jafnframt skýrt fram að Náttúru-
verndarráð telur skorta nægileg
líffræðileg rök fyrir því að
nauðsynlegt sé að veiða þann
fjölda hvala sem áætlunin gerði
ráð fyrir. Þá var m.a. haft í huga
að Álþjóðahvalveiðiráðið hafði
samþykkt að stöðva skyldi hval-
veiðar frá 1986 og ísland ekki
mótmælt þeirri samþykkt.
Náttúruvemdarráð telur að
hvalveiðar nú í vísindaskyni séu
því aðeins réttlætanlegar að þær
séu örugglega langt innan þeirra
marka sem stofnarnir þola og þá
einungis ef með þeim fást upplýs-
ingar sem ekki er hægt að afla
með öðrum hætti. Bent skal á, að
þau gögn sem nú skortir einna
mest til að bæta mat á stofnstærð
eru upplýsingar um ferðir og
hegðun hvalastofnana, og þau
gögn fást ekki nema að litlu leyti
með veiðunum. Þá er ljóst að
mjög mikilvægra upplýsinga um
stærð hvalastofnana er unnt að
afla með hvalatalningum á sjó og
úr lofti.
íslendingar byggja lífsafkomu
sína á auðlindum sjávar og eiga
allra þjóða mest undir skynsam-
legri nýtingu hafsvæðanna um-
hverfis landið. Að því verður að
hyggja að afstaða okkar til hval-
veiða rýri ekki traust okkar sem
þjóðar með ábyrga afstöðu til
náttúruvemdar og nýtingar auð-
linda sem við verðum í flest öllum
tilvikum að deila með öðrum
þjóðum. Náttúruverndarráð
bendir líka á, að eigi síðar en 1990
mun Alþjóðahvalveiðiráðið taka
ákvörðun um veiðistöðvun til
endurskoðunar, og fer þá fram
alhliða mat á áhrifum veiðistöðv-
unarinnar á hvalastofnana.
Hyggja verður vel að því, að ís-
lendingar geri ekki slíkt mat erf-
iðara með veiðum á meðan á
þessari veiðistöðvun stendur.