Þjóðviljinn - 24.07.1987, Blaðsíða 9
\
V
Sigurlaug S. Gunnarsdóttir
Malik Miah
í Reykjavík
Ísíðari hluta viðtalsins rœðir Miah um Bandaríkin, Kúbu og
Sovétríkin
Bandaríkin
Hvaða áhrif hefur sjö ára
stjórnartímabil Reagans haft á
vinnandi stéttir í Bandaríkjunum ?
Þegar Reagan var kosinn for-
seti árið 1980 var það á grundvelli
þeirrar stefnu að ríkisstjómin
hefði minni afskipti af afkomu
fólks. Skipulögð atlaga að verka-
lýðsfélögunum og tiiraunir gerð-
ar til að veikja stöðu kvenna,
blökkumanna, o.s.frv. Þannig
voru markmið ríkisstjórnar hans,
þ.e.a.s. markmið ráðastéttarinn-
ar sem hann er fulltrúi fyrir. í sex
ár, allt fram til ársins 1986 tókst
atvinnurekendum að vissu marki
að þrýsta vinnandi stéttum til
baka. Árið 1981 voru allir
flugumferðastjórar sem fóm í
verkfall reknir. Síðar studdi
stjórnin árásir atvinnurekenda á
verkafólk í bflaiðnaði. Á síðustu
tíu árum hafa rauntekjur verka-
fólks í Bandaríkjunum fallið. Það
erekki vegna Reagans, heldur af-
leiðing þeirrar stefnu atvinnurek-
enda að auka gróðann með því að
lækka launin.
Besta dæmið er kjötiðnaður-
inn. Kjötpökkunarfóik vann sér
inn tíu dollara á klukkustund árið
1980 en vinnur í dag fyrir sex doll-
umm á klukkustund. Afar mikil-
væg barátta hefur þróast í þessum
iðnaði, því með vaxandi árásum
lærðist verkafólkinu að berjast og
skipuleggja sig til sameinaðrar
baráttu. Sá skilningur var alls
ekki fyrir hendi framan af vegna
þess að verkalýðsfélögin vom
veik og þau fylgdu ekki slíkri
stefnu.
Svona er þetta í öllum iðn-
greinum. í flestum þeirra þrýsta
atvinnurekendur á um launa-
iækkanir, studdir af ríkisstjórn-
inni. Sums staðar hefur orðið til
samningur sem við köllum
tveggja þrepa samning (Two
Tier), þar sem gamla fólkið á
staðnum fær 8 dollara á klukku-
stund en nýtt verkafólk 6 dollara.
Samt vinna allir sams konar
vinnu. Þetta sundrar verkafólki.
Síðan reynir atvinnurekandinn
að hundelta þann sem vinnur
fyrir 8 dollumm til þess að geta
ráðið annan sem vinnur fyrir 6
dollumm á klukkustund.
Þessi þróun byrjaði fyrir daga
Reagans, en hún varð hraðari. Er
árásirnar urðu harðari, verkafólk
tapaði meiru og verkalýðsfélögin
urðu veikari, fólki í verkalýðsfé-
lögunum fækkaði. Félögum
þeirra hefur fækkað síðustu 6
árin, allt til ársins 1986. Samtímis
þessu áttaði æ fleira verkafólk sig
á því að ástandið yrði aðeins
verra ef það gripi ekki til varnar-
aðgerða.
Framan af lét verkafólk sér
lynda að launin lækkuðu. At-
vinnurekandinn sagði: Ef við get-
um ekki dregið úr launakostnaði
verðum við að loka verksmiðj-
unni. Verkafólk trúði þessu. Síð-
an vom launin lækkuð, en verk-
smiðjunni var samt lokað, eða
hún flutt.
Verkafólk er að byrja að verj-
ast. Það er þróun sem er rétt að
hefjast. Ef við tökum kjötiðnað-
inn sem er besta dæmið, þá er þar
verkafólk sem tók þátt í verk-
fallsbrotum árið 1981 en tekur nú
Malik Miah.
fmmkvæði að verkfallsbaráttu.
Flugumferðarstjórar sem töpuðu
félaginu 1981 em að skipuleggja
nýtt félag. Þótt sú staða sé uppi í
Bandaríkjunum að Reagan beiti
sér gegn verkafólki og stéttarfé-
lögum þess og atvinnurekendur
græði á launalækkunum, hefur
ekki tekist að sigra verkafólk.
Hvernig fólk býr í Bandaríkj-
unum?
í Bandaríkjunum búa 240
milljónir, þar af eru 12% blökku-
menn og 6-8% latínós, innflytj-
endur frá Rómönsku Ameríku,
einkum Mið Ameríku. Þetta em
um 20% íbúanna og nýir innflytj-
endur halda áfram að koma
vegna arðráns nýlendustefnunn-
ar í Rómönsku Ameríku. Þeir
koma til að fá vinnu og flýja kúg-
unina í heimalandi sínu. Þetta er
afar misleit verkalýðsstétt.
Skipulagning stéttarinnar í
verkalýðsfélög er á lágu stigi, að-
eins um 17% eru í verkalýðsfé-
lögum. Þetta er lægri tala en
nokkru sinni allt frá því er verka-
lýðsfélögin ruddu sér braut á
fjórða áratugnum, þá voru 35%
verkafólks í verkalýðsfélögum.
Sum félög minnka vegna tækni-
þróunar, því færri verkamenn
vinna störfin en áður þar sem um
sjálfvirkniþróun er að ræða. En
þessi störf eru ágætlega borguð.
Það er mikilvægt að átta sig á
því að innan bandarísku verka-
lýðsstéttarinnar em hvítir karl-
menn ekki í meirihluta, heldur
konur, blökkumenn og latínós.
Þetta er söguleg breyting, en
þannig er stéttin: Yfir 40% eru
konur. Þess vegna er verkalýðs-
hreyfingin veikbyggð, það er að
segja vegna þess að verkalýðsfé-
lögin byggja á skrifræði.
Þau eru vissulega öflug, en þau
byggja á stefnu þar sem pólitísk
mál ganga kaupum og sölum. Til
að mynda gerðu þau samkomu-
lag við atvinnurekendur eftir
síðari heimsstyrjöldina um að
hætta að vinna að útbreiðslu
sinni. Þetta hafði einkum afleið-
ingar í Suðurríkjunum þar sem
fáir vom þá gengnir í verka-
lýðsfélög, og svo er enn.
Þegar atvinnurekendur hófu
sókn í kjölfar kreppunnar 1974
höfðu verkalýðsfélögin ekki stað-
ið í ströngu síðan á fimmta ára-
tugnum. Verkalýðsforingjarnir
vissu ekki hvað þeir áttu að gera.
Þeir sögðu: Við skulum semja um
þetta. En atvinnurekendur
sögðu: Nei, við viljum miklu
meira en það sem þið getið samið
um.
Það eru breytingatímar. Meðal
verkafólks em margir, sérstak-
lega ungt fólk sem er að leita að
betra forystuafli. Ekkert hefur
gerst enn, en það er vaxandi
skilningur á þessari þörf.
Hefur þá ekki orðið vart þess
sem hefur gerst víða í Evrópu, að
hluti verkalýðsstéttarinnar hefur
fengið launahcekkanir en aðrir
verið látnir sitja á hakanum? Er
stolið af öllum?
Þannig er það og þetta er ein-
mitt hluti breytinganna. Á síð-
ustu tíu ámm hafa allir orðið fyrir
árásum og raunverulegt gildi
vinnuaflsins hefur minnkað. í
Bandaríkjunum er einnig stór
millistétt, til að mynda fagfólk í
tölvubransanum og ýmis konar
þjónustu sem hefur haldið
laununum og jafnvel hækkað.
Þetta er hluti þeirra sem studdu
Reagan.
Bakgarður
Bandaríkjanna
Þegar Reagan var kosinn for-
seti ætlaði hann að berjast gegn
heimskommúnismanum. Hann
ætlaði að verja hagsmuni Banda-
ríkjanna alls staðar í heiminum.
Hann hóf kontrastríðið í Nicarag-
ua 1981, hann sendi meira fé en
nokkru sinn fyrr til gagnbylting-
armanna í Afghanistan, í Ang-
óla, Kamputseu, alls staðar.
Hann gerði þetta með opnari
hætti en forveri hans, Carter.
Um þetta gildir sama og um
stefnu hans innanlands: Hann
hefur ekki náð miklum árangri.
Eini sigurinn sem hefur unnist
var á Grenada, en það var ekki
hans sigur, heldur sigur gagnbylt-
ingarinnar þar. Alls staðar í
heiminum hefur Reagan þrýst á,
án þess að ná árangri.
Hann hefur skipulagt kontra-
stríðið í Nicaragua, en kontra-
skæruliðarnir geta ekki unnið
sigur og það vita þeir. Þetta er
málaliðaher sem framkvæmir
hryðjuverk í Nicaragua.
Flestir Bandaríkjamenn eru
andsnúnir því að Bandríkin séu
að senda her inn í Nicaragua.
Hótanir Bandaríkjanna í garð
íran hafa styrkt byltinguna þar.
Ráðastéttin gerir ekki ráð fyrir að
geta kollvarpað írönsku bylting-
unni, það er ekki hægt að senda
þangað hersveitir, því bandaríska
þjóðin mun ekki sætta sig við
það. Angóla stendur einnig
sterkar að vígi í dag en fyrir sjö
árum.
Stefna Bandaríkjanna hefur
ekki verið árangursrík en hún
hefur komið ódæðisverkum til
leiðar. Stjómin hefur veikst, það
hefur komið upp ósætti á hægri
vængnum og valdastéttin er ekki
lengur sameinuð. Þetta hefur
komið ljóslega fram í íran-kontra
málinu. Það er mun ólíklegra að
Bandaríkin sendi her til Nicarag-
ua nú en fyrir fáeinum árum.
Ef þeim gefst tækifæri mun
stjórnin reyna að notfæra sér
það, en hún getur ekkert sjálf, af
eigin rammleik.
Kúba og Sovétríkin
Militant sendi fulltrúa á þing
Kommúnistaflokks Kúbu í fyrra
og Ungkommúnista i ár. Hvaða
HEIMURINN
WORLD'S HIGHEST STANDARD OF L
verkalýðsstétt Bandaríkjanna eru konur, blökkumenn og latínos í meirihluta
Kastró og flokksfélagar í broddi fylkingar í sósíalískri baráttu.
augum getum við litið Kúbu í
dag?
Bandaríkjastjórn umgengst
Kúbu eins og Kúba heyri ekki til
mannkyninu. Bandaríkin hafa
stjómmálasamband við Sovétrík-
in og Kína, en bandarískir þegnar
mega ekki fara til Kúbu.
Hvað liggur að baki þessu? Það
er sú staðreynd að í 27 ár hefur
Kúba fylgt byltingarsinnaðri
stefnu, bæði innanlands og al-
þjóðlega.
Kúbanir em mjög pólitískir.
Þeir líta ekki svo á að þeir séu að
búa til betra samfélag fyrir sig,
heldur em þeir að berjast fyrir
betri heimi, einkum í þágu
þriðjaheimslandanna og raunar
heimsins alls. Þeir kaupa ekki
samskipti við Bandaríkin því,
verði að sætta sig við alræðis-
stefnu þeirra. Þeir hætta ekki að
styðja frelsisbaráttu annarra
vegna þess að Bandaríkjunum
fellur það ekki í geð. Þetta er
skýringin.
Við teljum að sósíalistar og
aðrir sem vilja framfarir og styðja
baráttu kúgaðra víðsvegar um
heiminn, ættu að fylgjast með því
sem er að gerast því Kúba hefur
unnið að þessum málum í 27 ár og
veitt forystu í þeim.
Við leitumst við að senda full-
trúa á þing þeirra til þess að geta
áttað okkur betur á því hvemig
Kúba þróar stefnu sína og til að
geta miðlað sannindum um Kúbu
í Bandaríkjunum.
Það er mikilvægt fyrir okkur að
fylgjast með Kúbu vegna þess að
þar hefur kapítalismanum verið
varpað fyrir borð. Þar er verið að
byggja upp sósíalisma, samfélag í
hag vinnandi stétta. Vandamálin
em mörg, meðal annars vegna
viðskiptabanns Bandaríkjanna.
Vandamálin eru ekki ólík erf-
iðleikum annarra landa þar sem
ekki er kapítalismi, eins og í
Austur Evrópu eða Sovétríkjun-
um. Þau snúast um efnahagsmál
og hvernig skipuleggja á samfé-
lagið.
Umræður á nýafstöðnum þing-
um vom afar athyglisverðar
vegna þess að þar var fjallað um
aðferðir til leiðréttingar á röngu
stefnumiði í skipulagningu efna-
hagslífsins. Það er alveg eins og í
Sovétríkjunum, við lesum um að
Gorbachjov eigi í erfiðleikum
með efnahag Sovétríkjanna.
Þetta var athyglisvert vegna þess
að það sem Kúbanir eru að tala
um að gera er allt annað en So-
vétríkin em að gera.
Á Kúbu er talað um að eina
leiðin sem sé fær til að byggja upp
samfélag vinnandi stétta, þar sem
íbúarnir njóta góðrar efnahags-
legrar afkomu, menntunar,
heilsugæslu, o.s.frv., sé að
byggja á pólitískt meðvitaðri al-
þýðu. Til þess að framleiða góða
og nothæfa muni í verksmiðju á
Kúbu þarf fólk að skilja að það er
að framleiða fyrir samfélagið,-
Það krefst sterkrar félagslegrar
vitundar. Þetta gerir miklar kröf-
ur um menntun almennings.
Þetta er besta leiðin til uppbygg-
ingar efnahagslífsins.
Það er ekki hægt að nota vél-
rænt kerfi kapítalismans til að
leysa vandamál í sósíalismanum.
Þetta er verið að gera í Sovétríkj-
unum. Það er hægt að notast við
slíkt kerfi með meðvituðu fólki,
en í Sovétríkjunum er ekki verið
að mennta fólk. Meginmunurinn
er sá að á Kúbu er meðvituð bylt-
ingarsinnuð forysta fyrir hendi
sem er ekki til í Sovétríkjunum.
Kúba veitir okkur leiðsögn...
Geturðu útskýrt betur hvað þú
átt við með vélrœnu kerfi and-
spœnis menntun, því Gorbachjov
mundi segja að í Sovétríkjunum
væri verið að mennta fólk.
Á Kúbu er fólk þjálfað í að
hugsa eins og alþjóðasinnar. Það
hugsar ekki fyrst og fremst um
sig, heldur um mannkynið allt.
Til dæmis hugsar það um að
bjóða sig fram til að fara til Ang-
óla og berjast við hermenn og
málaliða Suður-Afríkustjómar,
eða dvelja þrjú ár í Nicaragua við
heilsugæslu. Kúbanir hafa þenn-
an hátt á að nálgast vandamálin:
Þeir líta svo á að betri tækni í
framieiðslunni gefi verkafólki
tækifæri til að nýta krafta sína til
pólitískra verkefna, alþjóðlegra
eða félagslegra.
í Sovétríkjunum er útgangs-
punkturinn annar. Menntun
fólks beinist meira að hlutum
fyrir það sjálft. Ríkisstjómin
segir: Við sjáum um pólitíkina,
bæði heima fyrir og erlendis. Ef
þið vinnið meira og betur, fáið
þið fleiri hluti, meiri peninga.
Þeir leggja enga áherslu á félags-
lega afstöðu til þjóðfélagsins alls,
eða heimsins alls.
ímyndaðu þér að Gorbachjov
segði: Við ætlum að senda þús-
undir sjálfboðaliða til Nicaragua,
eða hersveitir sjálfboðaliða til
Angóla.
f Sovétríkjunum eru 260-70
milljónir, á Kúbu aðeins 10.
Kúba getur þetta því þeir sem
fara era sjálfboðaliðar og meðvit-
aðir um hlutverk sitt. En í Sovét-
ríkjunum stuðlar Kommúnista-
flokkurinn að pólitísku aðgerðar-
leysi fólks.
- Pessi munur sem þú ert að
lýsa leiðir beint til spurningar um
ólíkar leiðir kommúnistaflokk-
anna. Ég geri ráð fyrir því að þú
hafir skoðun á mikilvœgi Kom-
múnistaflokks Kúbu í þessuferli.
Hlutverk Kommúnistaflokks
Kúbu er afgerandi. Það er eitt af
afrekum Kúbana á undanförnum
27 áram að byggja þennan flokk
upp. Þetta er pólitísk forystusveit
hinna óeigingjörnustu og meðvit-
uðustu meðal verkafólks og
bænda, sem framkvæmir það sem
er nauðsynlegt til að greiða fyrir
byltingunni.
Markmið flokksins er að gera
aila Kúbani að kommúnistum í
félagslegum og pólitískum skiln-
ingi, þ.e. að kommúnistum sem
hugsa ekki aðeins um sjálfa sig
heldur um samfélagið í heild. Fé-
lagar Kommúnistaflokksins axla
þá ábyrgð að taka þátt í að veita
fjöldasamtökunum leiðsögn svo
að þetta megi verða, þ.e. verka-
lýðsfélögum, æskulýðssam-
Föstudagur 24. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Gorbatsjof: Við sjáum um pólitíkina.
tökum, kvennasamstökum, o.fl.
Til að veita slíka leiðsögn er góð-
ur flokkur nauðsynlegur, samtök
sem hafa marxíska menntun og
hafa sjálf byggst upp af fjölda-
samtökunum og alþýðu landsins.
Slíkur flokkur hefur þróast á
Kúbu. Hann varð ekki til á einni
nóttu. 26. júlí-hreyfingin sem
leiddi byltingarferlið var ekki
kommúnistaflokkur. Markmið
hennar var að steypa einræðis-
herranum af stóli. Og það gerði
hún, um leið og hún raungerði
stefnu sína um félagslegar um-
bætur. f hreyfingunni voru
kommúnistar eins og Fidel Ca-
stro, en þetta var breið hreyfing.
Hún hélt áfram að vera það eftir
að hún hafði náð völdum, því alls
kyns fólk var byltingarsinnað án
þess endilega að vera kommún-
istar.
Með tímanum, þegar byltingin
hélt áfram og menntun og reynsla
forystunnar jóks, varð Kommún-
istaflokkurinn til. Kúbanir segja
að hann sé sterkasta tæki bylting-
arinnar.
Slíkur flokkur er ekki til í So-
vétríkjunum, því þar er Komm-
únistaflokkurinn hluti stjómkerf-
is sem hefur ekki að markmiði að
draga fólk inn í pólitík. í þeim
skilningi er rétt að segja að í So-
vétríkjunum séu ekki lýðræðisleg
réttindi fyrir hendi.
Kúbanski Kommúnistaflokk-
urinn er raunverulegur flokkur.
Hann er samsettur af alls kyns
fólki, körlum og konum, blökku-
mönnum og ungu fólki. Flokkur
þýðir: Ákveðin hluti af heild. Ef
„flokkur“ verður einræðislegur,
er hann ekki lengur flokkur. Þá
er hann snara um hálsinn á fjöld-
anum í baráttunni fyrir réttindum
sínum.
Auglysing
frá sjávarútvegsráðuneytinu vegna
vanskila á kvótaskýrslum til Fiski-
félags íslands
Aö gefnu tilefni vekur ráðuneytið athygli útgerð-
armanna og skipstjóra á gildandi reglum í
botnfiskveiðileyfum um skýrsluskil til Fiskifélags
íslands. Ráðuneytið mun á næstunni kanna
hvernig skýrslur hafa borist um afla og sókn ein-
stakra skipa og verða þeir, sem ekki hafa skilað
skýrslum samkvæmt gildandi reglum, sviptir
veiðileyfi án frekari fyrirvara og allar veiðar skipa
þeirra stöðvaðar.
Athygli er vakin á því, að skila þarf skýrslum fyrir
alla mánuði ársins, einnig þá mánuði sem engar
veiðar eða aðrar veiðar en botnfiskveiðar eru
stundaðar.
Sjávarútvegsráðuneytið,
21. júlí 1987
8 SÍÐA - ÞJÓÐViLJINN Föstudagur 24. júlí 1987