Þjóðviljinn - 08.08.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.08.1987, Blaðsíða 2
FRÉTTIR "■SPURNINGIN— Hvernig líst þér á aö Mosfellssveit fái kaup- staðarréttindi? (Spurt í Mostellssveit) Vígmundur Pálmasson starfsmaöur hjá Fellalaxi Mór líst vel á þessa breytingu. Hún hefur væntanlega einhverjar já- kvæðar breytingar í för meö sér, t.d. hvað varðar löggæslu. Svanhildur Óskarsdóttir húsmóðir Ég veit það nú ekki svo sem. Það breytist líklega eitthvað til batnaðar. > Við komum ekki til með að þurfa að sækja eins margt í bæinn og nú er. Guðbjörg Þórðardóttir starfsmaður á Reykjalundi Ég vil hafa þetta sveit áfram. Hér er sveit og verður sveit í mínum huga. Ég geri mér ekki ennþá grein fyrir hvaða breytingar þetta hefur í för með sór. Stefán Jónsson málari Ég er búinn að vera hér í sveit í 20 ár og kann vel við að vera sveitamaður í Mosfellssveit áfram. Þetta breytir væntanlega einhverju í sambandi við löggæslu og slíkt en ég veit ekki hve mikið það verður til batnaðar. Vilhjálmur H. Waltersson fram- kvæmdastjóri efnalaugarinnar Allt á hreinu. Mér líst mjög vel á þetta. Sveitarfé- lagið verður sjálfstæðara og þjónust- an eykst innan þess. Svo fáum við vonandi sérstaka löggæslu á svæð- ið, ég meina í bæinn! Þýski ormurinn Karfinn er ormalaus Erlingur Hauksson sjávarlíffrœðingur: Hissa á þessu upp- hlaupi Þjóðverja. Karfi er svo til ormalaus r Eer mjög hissa á þessu upp- hlaupi, sem samkvæmt frétt- um hefur orðið á meðal fisk- neytenda í Vestur-Þýskalandi. Sérstaklega hvað varðar söluna hjá Ogra RE því í karfanum fyrir- finnst svo til enginn hringormur. Fyrir mér er þetta ekkert annað en fjölmiðiafár sem hefur hel- tekið Þjóðverja á kostnað heilbrigðrar skynsemi, segir Er- lingur Hauksson sjávarlíffræð- ingur í samtali við Þjóðviljann. Að sögn Erlings virðist hér vera um að ræða sfldarorm sem fannst í marineraðri sfld frá Dan- mörku, sem er ein tegund hring- orms. Þessi ormur drepst við suðu, frystingu eða söltun. Enda er það svo að bæði í Hollandi, þar sem ormar í fiski voru heilbrigðis- vandamál til skamms tíma, og í Þýskalandi eru í gildi lög sem kveða svo á um að alla kaldrétt- aða fiskrétti á að frysta í mínus 20 gráðum í það minnsta einn sólar- hing áður en þeirra er neytt. Sagði Erlingur að dæmi væru fyrir því að fólk hefði veikst vegna orma í fiski og væru ein- kennin magaverkur og bólgur í slímhúð magans. grh Síldarormur eins og hann birtist þýsk- um sjónvarpsáhorfendum sam- kvæmt Der Spiegel. Nýja grunnskólabyggingin er 1700 fermetrar að stærð og mun hafa að geyma aðstöðu fyrir félagsstarf, vinnuaðstöðu fyrir kennara auk kennslustofa. Mjög þröngt er um skólastarfið í núverandi húsnæði. Mynd gg. Grunnskólinn í Bolungarvík Fokheldur 1. des. Tvöföldun á húsnœði skólans Við erum í hinum mestu vand- ræðum með skólahúsnæði, þannig að nýja byggingin mun bæta úr brýnni þörf. Miðað er við að húsið verði fokhelt 1. desemb- er n.k. en við stefnum að því að byggingunni verði lokið ekki síð- ar en haustið 1990. Það ræðst þó auðvitað nokkuð af fjárveiting- um rikisins, sagði Ólafur Krist- jánsson forseti bæjarstjórnar í Bolungarvík í samtali við Þjóð- viljann í gær. milljónir króna í húsinu á þessu ári, en áætlaður heildarkostnað- ur er 60 milljónir. Enn vantar 3-5 kennara til starfa við Grunnskóla Bolungar- víkur í vetur, en alls starfa 14 kennarar við skólann. -gg Þotuflug hf Iðnrekendur Erlent vinnuafl? Ttilefni könnunarinnar er ekki síst að í byrjun sumars var mikill skortur á vinnuafli. Síðan héldu menn að svipað yrði uppi á teningnum og undanfarin ár að það gengi sæmilega að manna með skólafólki en það hefur kom- ið í Ijós að eftirspurn eftir því er meiri en oft áður, sagði Ölafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda í samtali við blaðið, en félagið kannar um þessar mundir at- vinnuástandið hjá iðnfyrirtækj- um vftt og breitt um landið, en víða er mikill skortur á vinnuafli. Einnig er kannað viðhorf fyrir- tækja til að flytja inn erlent starfsfólk ef þörf krefur. „Við vorum uggandi um hvað yrði í haust þegar skólarnir taka til starfa og því fórum við út í að kanna hverhig menn meta þetta,” sagði Ólafur. Spurt var um þann fjölda sem var starfandi í júlí og hvert hlut- fall skólafólks væri af þeim hópi. Síðan var spurt hvað menn þyrftu af fólki í október. í framhaldinu var leitað svara við því hvort menn hefðu not fyrir erlent vinnuafl ef um slíkt væri að ræða og þá hvort eitthvað væri um þess konar störf að út- lendingar gætu gengið inn í þau án þess að meiri háttar þjálfun þyrfti að koma til. HS Þotan komin úr landi Seld til Bandaríkjanna í Bolungarvík er að rísa 1700 fermetra viðbót við núverandi skólahúsnæði og þegar flutt verð- ur í nýbygginguna mun skóla- húsnæði bæjarins tvöfaldast. Að sögn Ólafs verða kennslu- stofur í viðbyggingunni, en auk þess verður þar aðstaða fyrir fé- lagsstarf og vinnuaðstaða fyrir kennara, sem m j ög er af skornum skammti nú. Unnið verður fyrir tæplega 14 Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er ekki ólíklegt að Þotu- flug hf. verði tekið til gjaldþrota- skipta á næstunni. En fyrirtækið hefur nú selt þotu sína TF-JET af gerðinni Cessna Citation úr landi til Bandankjanna. Ekki hefur feng- ist uppgefið hvert söluverð henn- ar er, en samkvæmt heimildum Þjóðviljans er það taisvert minna en kaupverð hennar var hingað til lands fyrir rúmu ári en það var um 1.5 milljón dollara. Þotuflug hf. var stofnað fyrir réttu ári og var tilgangur félagsins að auðvelda þeim sem þurfa oft að ferðast til útlanda að komast út þegar viðskiptavinunum hent- aði, hvenær sólarhringsins sem væri. Að sögn Finnboga Kjeld, eins af átta eigendum hennar hefur rekstur þotunnar gengið afar illa og var svo komið að ekki var lengur grundvöllur fyrir frekari rekstri. Eina ráðið í þeirri stöðu var að selja vélina. Salan kom starfsmönnum fyrirtækisins í opna skjöldu í fyrradag, því ákvörðun um sölu var tekin með litlum fyrirvara. Það var flugrekstrarstjóri Þotu- flugs hf, Stefán Sæmundsson, sem flaug vélinni út í fyrradag. grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.