Þjóðviljinn - 08.08.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.08.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Tilmæli um jafnrétti Það getur verið gagnlegra að fara friðsamlegan bónarveg að mönnum en að hella yfir þá eldi og brennisteini. Þó er hætt við að bænin ein dugi skammt þegar brjóta þarf múra aldagamalla for- dóma, múra sem að sumu leyti eru undirstaða heillar samfélagsgerðar, björg sem á eru reist hús voldugra hagsmuna. Félagsmálaráðherra, alein kvenna í ellefu manna ráðuneyti Þorsteins Pálssonar, gerði það eitt af sínum fyrstu verkum að senda útum stjórnkerfið bónarbréf um að í heiðri yrði haft lög- bundið jafnrétti karla og kvenna. Það væri ósköp elskulegt ef stjórnmálajaxlar og embættiskarlar gerðu það fyrir bænarstað Jóhönnu Sigurðardótt- ur að koma á jafnrétti karla og kvenna, en því miður benda líkur til að bónir einar dugi skammt. Eftir að jafnréttiserindið hafði verið sent út frá félagsmálaráðuneytinu var haldinn fundur í borg- arráði Reykjavíkur. Þar var meðal annars á dag- skrá að ráða forstöðumann sálfræði- og sér- kennsludeildar í þeim geira borgarkerfisins sem sér um dagvistarmál. Tveir komu til greina, annar karl, hinn kona. Á fundinum bar Guðrún Ágústsdóttir upp tillögu, efnislega samhljóða tillögu sem Kristín Á. Ólafs- dóttir hafði flutt í stjórn Dagvistar barna. Þar sagði að hérvirtist vera um tvo mjög hæfa umsækjendur að ræða, og erfitt væri að gera upp á milli. Vegna þess að konur stæðu víðast hvar mjög höllum fæti í samfélaginu, og sérstaklega þegar valið væri til stjórnunarstarfa, væri þó rétt að taka konuna frammyfir karlinn. Tillagan var felld með atkvæðum Sjálfstæðis- mannanna Hilmars Guðlaugssonar, Katrínar Fjeldsted og Vilhjálms Vilhjálmssonar. Atkvæði með tillögunni greiddu Guðrún Ágústsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, auk þess lét Sigrún Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi bóka að hún styddi tillöguna. Karlinn var ráðinn, og hinir kjörnu fulltrúar fóru að ræða um tilboð í uppsetningu safnæða, ein- angrun og álklæðningu. Enda telst þetta atvik ekki merkilegt og hefur Afrek í Frá þorpinu Szirak rétt utanvið Búdapest hafa síðustu daga borist stórtíðindi. Einn af stórmeist- urum okkar í skák er í þann veginn að komast áfram úr millisvæðamóti, og yrði þá í hópi þeirra fimmtán sem næst kljást um réttinn til að skora á heimsmeistarann. Áhugamenn um skák trúa því varla að þetta takist fyrren þeir sjá lokastöðuna frá mótinu í Szir- ak, en jafnvel þótt Jóhanni Hjartarsyni fataðist flug á síðasta sprettinum er frammistaða hans afrek sem fróðir menn um íslenska skáksögu jafna ein- ungis við árangur Friðriks Ólafssonar þegar hann var uppá sitt allra besta. Sá er munurinn þá og nú að Friðrik bar höfuð og herðar yfir alla íslenska skákmenn en Jóhann á ekki orðið að hitamáli í fjölmiðlum. Það lýsir hins- vegar ágætlega þeim erfiðleikum sem við er að etja í jafnréttismálum. Sjálfstæðismennirnir í borgarstjórn mega að minnsta kosti eiga það að þeir eru sjálfum sér samkvæmir. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti nefnilega með sérstakri atkvæðagreiðslu í vetur að á íslandi væri bæði formlegt og raunverulegt jafnrétti karla og kvenna. ' Bónarvegurinn dugar skammt að slíku fólki. Szirak sér íslenska jafningja, og raunar er að vaxa úr grasi enn ein kynslóð skákmanna sem sýnilega ætlar ekki að gefa þeim Jóhanni neitt eftir. Afrek skákmannanna leiða hugann óhjákvæmi- lega að því mikla starfi sem unnið er í taflfélögunum og innan Skáksambandsins við erf- ið skilyrði, svo erfið að formaður sambandsins sá sig fyrir skömmu knúinn til að vekja sérstaka at- hygli í fjölmiðlum á fjárhagsvanda skákhreyfingar- innar. Þessu hljóta stjórnmálamennirnir að kippa í lið- inn. Og hér í Þjóðviljanum hefur áður verið bent á að til þess er ein leið greiðfær. Hagnaður af lott- óspilinu er miklu meiri en aðstandendur óraði fyrir, - því ekki að láta skákmennina njóta þess? -m Mynd: Sigurður Mar LJOSOPIÐ þlÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörieifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Beramann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrímsson, Vil* borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita-og prófarfcalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitateiknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglysingastjórl: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, SigríðurKristjánsdóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgrelðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumonn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Olafur Björnsson. Utkeyrslo, afgrelðsla, rltstjórn: Siðumúla 6, Reykjavik, síml 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, simar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentamiðja Þjóðvlljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð i lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Áskrtftarverð á mAnuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.