Þjóðviljinn - 08.08.1987, Blaðsíða 9
I
- '
Leiklistarblaðið
Ot er komið júlíhefti Leiklist-
arblaðsins en það er gefið út af
Bandalagi íslenskra leikfélaga og
fjallar eingöngu um áhugaleik-
list.
í þessu hefti tímaritsins er að
finna greinar og umfjöllun um
ýmis málefni áhugaleikhúss og er
þar meðal annars skýrsla aðal-
fundar Bandalagsins sem haldinn
var í Húsabakkaskóla í Svarfað-
ardal í maí síðast liðnum og frá-
sögn af ráðstefnu í tengslum við
aðalfundinn.
Á aðalfundinum lét Einar
Njálsson, Leikfélagi Húsavíkur,
af formennsku Bandalagsins eftir
8 ár og Guðbjörg Ámadóttir frá
Skagaleikflokknum tók við for-
mennsku. í kveðjuræðu sinni
sagði Einar m.a.:„...áhugaleik-
húsið er stór og mikilvægur þátt-
ur í íslenskri menningu. Áhugal-
eikhúsið er viðurkennt sem
leikhús af atvinnufólki, af yfir-
völdum ríkis, af stjómendum
sveitarfélaga og ekki síst fólkinu í
landinu. Við skulum halda því.“
Hópvinna var mikil á aðal-
fundinum og þema hennar var
Verkefnaval leikfélaganna og
tengsl þeirra við aðrar listgreinar.
Var fjailað um áhuga áhorfenda á
verkefnum leikfélaganna, sam-
vinnu við önnur menningarfélög
og skóla, leiksýningar á óhefð-
bundnum stöðum, heimasamdar
dagskrár og möguleg tengsl
leiklistarinnar og myndbandsins
svo eitthvað sé nefnt.
Þema ráðstefnunnar var:
Hvaða gagn hef ég af norrænu og
alþjóðlegu samstarfi. Sagt var frá
stofnun og starfi Norræna áhug-
aleikhúsráðsins sem verður æ
öflugra, leikhringjum milli landa
og norrænu samstarfi í tengslum
við þá og leiklistarhátiðir, fjallað
var um hve leiksýningar áhuga-
leikfélaga erlendis væm kjörinn
vettvangur til kynningar á ís-
lenskri menningu, og heiðurs-
gestur ráðstefnunnar John Ytte-
berg sagði frá starfi IATA (Int-
ernational Amateur Theatre
Association). Á ráðstefnunni var
einnig unnið í hópum út frá fram-
söguerindum.
í blaðinu er einnig skemmtileg
frásögn af ferð Gamanleikhúss-
ins á fyrstu alþjóðlegu bamaleik-
húshátíðinni í Almelo í Hollandi
um síðustu páska. Var Gamanl-
eikhúsinu vel tekið á hátíðinni og
athygli vakti æska leikstjórans
Magnúsar Geirs en hann er
þrettán ára og sennilega yngsti
leikstjóri í heimi.
Loks er í ritinu úttekt á nám-
skeiði eða workshop sem haldið
var á Akureyri í júní síðast liðn-
um og komu þar saman um þrjá-
tíu manns, íslendingar og Þjóð-
verjar til að læra hvernig mögu-
legt væri að vinna leikhús á göt-
unni. Námskeiðið nefndist Þjóð-
sagan á götunni, og sagan sem
unnið var út frá var ævintýrið
Karlssonur, Lítill, Trítill og fugl-
arnir. Unnið var í þremur hóp-
um, tónlistarhóp, hreyfingahóp
og grímuhóp og í lok námskeiðs-
ins var haldin sýning í göngugöt-
unni á Akureyri. Þessi leiklistar-
samvinna íslendinga og Þjóð-
verja er sú fyrsta sinnar tegundar
meðal áhugaleikhópa þessara
landa.
Ýmislegt fleira fróðlegt er að
finna í blaðinu og er áhugaleikfé-
lögum mikill styrkur að blaði sem
þessu þar sem þau eru dreifð vítt
og breitt um landið. Hér gefst
tækifæri til samvinnu og skoðana-
skipta sem ella væru mun minni,
blaðið miðlar upplýsingum til fé-
lagsmanna sinna um hvað önnur
leikfélög eru að fást við.
Það er í þessu samhengi ekki
fráleitt að kasta fram spurningu
um hvers vegna ekkert tímarit er
til hér á landi um atvinnuleikhús
þar sem fram færi fagleg umfjöll-
un um leikhús á breiðum grund-
velli. í þessu efni eru áhuga-
leikfélögin mun betur sett.
Fagtímarit
áhugaleikfélaga
Ijúlíhefti Leiklistarblaðsins er sagt frá ráðstefnu um norrænt og al-
þjóðlegt samstarf áhugaleikfélaga, ferð Gamanleikhússins á barnal-
eiklistarhátíð í Hollandi og hópvinnu á aðalfundi Bandalags íslenskra
leikfélaga um verkefnaval leikfélaganna
Götuleikhús á Akureyri í samvinnu íslenskra og þýskra áhugaleikara.
Loftur Atli í sýningarsalnum í Menningarstofnun Bandaríkjanna þar sem hann sýnir Ijósmyndir gerðar á síðustu tveimur árum. (mynd sig)
Ljósmyndun
Rölt
inn í
augna-
blikið
Loftur Atli Eiríksson
sýnir 36 ljómyndir í
Menningarstofnun
Bandaríkjanna
við Neshaga
í menningarstofnun Banda-
ríkjanna við Neshaga er Loftur
Atli Eiríksson nýbúinn að opna
ljósmyndasýningu. Loftur Atli
sýnir þar 36 ljósmyndir, fjórtán
litmyndir og tuttugu svart/hvítar.
Allt eru þetta myndir sem teknar
eru á síðustu tveimur árum.
Loftur Atli lauk lokaprófi í
ljósmyndun frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1986 og stundar nú
framhaldsnám við Pratt Institute
í Brooklyn í New York með ljós-
myndun sem aðalgrein og lista-
sögu sem aukagrein. Til þessa
náms hlaut hann listamannastyrk
Fulbrightstofnunarinnar á ís-
landi árið 1986.
Loftur Atli hneigist að tilraun-
aljósmyndun með hugmynda-
fræðilegu ívafi og
stemmningsljósmyndun.
„Augnablikið er mér mikilvægt
og oft sem ég ekki Ijósmyndir
mínar fyrirfram. Hornsteinninn
er að maður er að reyna að skapa
eitthvað og oftar en ekki röltir
maður óvart inn í einhver augna-
blik þar sem sköpunin gerist í
höfði manns sjálfs í gegn um
myndavélarlinsuna. Þessi sýning
er eins konar úrdráttur úr þeim
augnablikum sem mér fannst
skipta mig mestu máli og vildi
helst segja frá. Eins reyni ég að
segja jafn mikið um sjálfan mig
og umhverfið og túlka þannig ytri
og innri stemmningu sem ég upp-
lifi.“
Aðspurður segir Loftur Atli
sýninguna í Menningarstofnun-
inni koma í beinu framhaldi af
Fulbrightstyrknum, salurinn sé
góður og dýrt að sýna í galleríum.
„Ljósmyndin hefur lengi átt erfitt
uppdráttar á íslandi og sum gall-
eríin sýna alls ekki ljósmyndir."
-ing
Dagh/leiksk. FÁLKABORG
v/Fálkabakka
Dagh/leiksk. FOLDABORG
v/Frostafold
Frá og með l.sept.'87.
Frá og með l.sept.'87.
Leiksk. ARBORG
v/HlaQbæ
Dagheim. VALHÖLL
v/Su8urgötu
Leiksk. LEIKFELL
v/Æsuíell
Dagh. MÚLABORG
v/Ármúla
Um er að ræða 9 mánaða
starf vegna námsleyfis
forstöðumanns.
Umsóknorfrestur er til 17. ágúst n.k.
DAGVIST BARNA ÓSKAR AÐ RÁÐA
FORSTÖÐUMENN
Til starfa á eftirtalin dagvistarheimili Reykjavíkurborgar:
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri og umsjónarfóstrur í síma 27277