Þjóðviljinn - 08.08.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.08.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR Pershing 1-A kjarnaflaugar í Vestur-Þýskalandi: Strandar allt á þeim?. Shevardnadze „Stööugt er verið að fresta morgundeginum” Samkomulag um að flýta afvopnunarviðrœðum flugvél,“ sagði hann, „fljúga þær Bandaríkjamenn og Sovétmenn féllust á það í gær að flýta af- vopnunarviðræðunum, þannig að saman gæti dregið með þeim áður en utanríkisráðherrafund- urinn í næsta mánuði verður haldinn. Sagði Eduard Shevar- dnadze, utanríkisráðherra So- vétríkjanna, fréttamönnum frá því, að þetta samkomuiag hefði náðst á þriggja klukkutíma fundi hans og Max Kampelmans, aðal- samningamanns Bandaríkjanna í Genf. Shevardnadze endurtók þá Spánverjar vilja mergjaða tónlist Tugir Spánverja hafa boðist til að gefa merg til að bjarga lífi tenórsöngvarans José Carreras, sem sagður er þjást af hvítblæði. Kona ein frá Sevilla hringdi í þessu skyni nýlega í spænska út- varpið, og sagðist reyndar ekki vita mikið um klassíska tónlist, en taldi að það yrði mikið tjón fyrir Spán ef Carreras létist úr sjúkdómnum. Sagði talsmaður útvarpsins að um 30 menn hefðu hringt þangað í sama erindi síðan í fyrradag. Blöð hafa skýrt frá því, að Carreras, sem var lagður inn á sjúkrahús í Barcelona fyrir þrem- ur vikum, sé með hvítblæði og þurfi að fá merg. Muni hann e.t.v. gangast undir þá aðgerð í Bandaríkjunum. Talsmenn sjúkrahússins hafa einungis sagt að Carreras þjáist af blóðsjúk- dómi og hafa þeir reynt að stöðva þessa fjöldahreyfingu manna, sem vilja gefa merg. Carreras, sem er einn af þrem- ur bestu tenórsöngvurum Spán- ar, veiktist í síðasta mánuði, þeg- ar hann var að vinna við kvik- mynd eftir óperunni „La Bo- heme“. kröfu Sovétmanna að Banda- ríkjamenn fjarlægðu kjarnodda úr þeim Pershing 1-A flaugum, sem staðsettar eru í Vestur- Þýskalandi, og Kampelman tók það enn einu sinni fram, að samn- ingur risaveldanna gæti ekki náð til þeirra flauga. Eru samninga- viðræðurnar því stöðugt í sjálf- heldu. Shevardnadze ásakaði banda- rísku sendinefndina í Genf um að taka ekki raunhæfan þátt í samn- ingaviðræðunum. „Ef umræðun- um er líkt við tveggja hreyfla Miljónir manna um allt íran héldu í gær útifundi til að minnast þeirra pflagríma, sem létu lífið í óeirðum i Mekka í Saudi-Arabíu í síðustu viku, og æptu þeir um leið ókvæðisorð i garð Saudi-Araba og Bandaríkja- manna, sem þeir ásaka um að standa á bak við dauða pflagrím- anna. í útför fimmtíu pflagrima, sem haldinn var í Teheran, sungu menn „Til heljar með Ameríku“ og brenndu myndir af Fahd kon- ungi í Saudi-Arabíu. Á sama tíma var heræfingum írana í Persaflóa að Ijúka, og sungu byltingarvarð- liðar um borð í fallbyssubátum: „Flóinn er gröf Reagans“. Svo virtist þó sem viðsjár á þessum slóðum væru í rénum. Meðan íranir ásaka Saudi- Araba fyrir að vera valdir að dauða pílagrímanna að undirlagi Bandaríkjamanna, hafa pfla- grímar frá öðrum Múhameðstrú- arlöndum, sem komið hafa aftur til heimalanda sinna, nokkuð aðra sögu að segja. Halda þeir því fram að íranskir pílagrímar hafi sjálfir komið af stað óeirðun- um á helgustu stöðum Múham- eðstrúarmanna í hreinum pólit- ískum tilgangi til að reyna að „sanna” að Saudi-Arabar væru ófærir um að gæta helgistaðanna nú einungis á einum hreyfli, þeim sovéska. En sú flugvél sem við höfum er þunghlaðin af kjarna- vopnum og því verður að setja hinn hreyfilinn í gang.“ Samningamenn risaveldanna hafa samið það sem þeir kalla fyrstu drög að gagnkvæmum sátt- mála um bann við meðaldrægum kjarnflaugum, sem ná milli 50 og 5000 km. Hafa Sovétmenn fallist á þá tillögu Bandaríkjamanna að láta bannið taka til alls heims, en það er hin svokallaða allsherjar og vernda þá. í Kaíró sögðu egypskir pfla- grímar við heimkomuna frá Mekka, að íranskir pflagrímar hefðu vanhelgað helgistaði með því að hrækja og kasta af sér vatni. Hefðu þeir grýtt og barið arabíska lögreglumenn og stung- ið þá með hnífum. Egypsku pfla- grímarnir báru til baka að ara- bíska lögreglan hefði beitt skot- vopnum. Nokkrir pflagrímar sögðu að þúsundir írana hefðu farið í mót- mælagöngu í Mekka, sem hefði verið friðsöm í byrjun, og hefðu þeir borið spjöld með áletrunun- um „Niður með Ameríku“ og „Niður með ísrael". Óeirðimar hefðu síðan byrjað þegar lögregla Saudi-Arabíu hefði reynt að sundra mótmælagöngunni. Hefðu íranir þá ráðist beint á lögregluna. Aðrir sögðu að kom- ið hefði til bardaga á götum úti milli pílagríma frá íran og pfla- gríma frá öðmm löndum. Hefðu Iranir þá fljótlega gripið til hnífa, glerbrota og grjótkasts. Saudi-Arabar telja að 402 menn hafi látið lífið í óeirðunum, þar af 275 íranir, en yfirvöldin í Tehrean segja hins vegar að 600 íranir hafi verið drepnir eða sé saknað. núllausn. „Hægt er að ná samkomulagi um allsherjar núllausn hvenær sem báðir aðilar vilja," sagði She- vardnadze fréttamönnum, „jafn- vel á morgun. En stöðugt er verið að fresta þeim morgundegi.“ John Woodworth, aðstoð- arsamningamaður Bandaríkj- anna í umræðunum um meðal- drægar flaugar, sagði frétta- mönnum að hann tryði því ekki, að hægt yrði að semja samnings- drög í öllum smáatriðum fyrir ut- anríkisráðherrafundinn. Geislavirkni Afleiðingar af völdum vetnis- sprengju Miklu flciri íbúar Marshall- eyja í Kyrrahafi urðu fyrir gcislun af völdum bandarískrar vctnissprcngjutilraunar á Biki- nikóralrifi árið 1954 en fyrri rannsóknir hafa bent til. Við nýj- ar rannsóknir scm dr. Thomas Hamilton frá Wash-ing- ton-há-skóla og samstarfsmenn hans gerðu fyrir skömmu, kom í Uós að meðal íbúa tólf kóralrifja, sem áður var talið að hefðu ekki orðið fyrir geislun, bar óvcnju mikið á krabbameini og góðkynj- uðum æxlum í skjaldkirtli. Við þessa tilraun, sem kölluð var „Bravo” á dulmáli, var sprengd 15 megatonna vetnis- sprengja undir berum himni. Dr. Hamilton sagði, að fyrri rannsóknir á skjaldkirtils- skemmdum af völdum geisla- virkni hefðu gert ráð fyrir að ein- ungis tvær eyjar hefðu orðið fyrir verulegri geislamengun. Þess vegna hefðu þessar rannsóknir, sem studdust við samanburð á skjaldkirtilsskemmdum íbúa þessa eyja eða kóralifja og íbúa annarra eyja, verið skakkar. Hættan á skjaldkirtilsskemmd- um, sem koma fram eins og smá- hnoðrar á líffærinu, væri þriðj- ungi meiri en fyrri rannsóknir hefðu talið. Dr. Hamilton bætti því við, að áhrif geislamengunarinnar hefðu ekki takmarkast við tvö nyrstu kóralrifin í Marshall-eyjaklasan- um, Rongelap og Utrik, heldur hefðu þau náð til fjölmargra kór- alrifja um eyjaklasann allan. „Rannsóknin bendir til þess að útbreiðsla geislavirkni hafi verið miklu víðari en áður var talið.“ Þessar nýju rannsóknir dr. Hamiltons og samstarfsmanna hans náði til 7300 eyjarskeggja á 14 kóralrifjum. nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Hefur þú: ★ Nýlokið námi í menntaskóla en ekki enn ákveðið um framhald? ★ Áhuga á efnafræði? ★ Áhuga á að kynnast efnafræði? ★ Hug á að vinna fjölbreytt og lifandi starf á skemmtilegum vinnustað? Ef svo er, hafðu þá samband við okkur, því hér vantar starfsmann á rannsóknastofu Nýiðnaðarr- annsókna Iðntæknistofnunar íslands. Starfið er veitt til eins árs. Umsóknareyðublöðin færðu í afgreiðslu ITÍ að Keldnaholti og umsóknarfrest- urinn er til 28. ágúst n.k. III REYKJKriKURBORG IHH 'f' jicucMsaáci W Skammtímavistunin Álfalandi 6. Viltu vinna á litlum heimilislegum vinnustað? Heimilið er skammtímavistun fyrir fötluð börn. Á heimilinu dvelja 6 börn í senn og okkur bráðvant- ar starfsmann til að elda matinn okkar. Hlutastarf. Vaktavinna. Upplýsingar gefur forstöðumaður í vinnusíma 32766 og í heimasíma 18089. Umsóknarfrestur rennur út 20. ágúst. Umsóknar- eyðublöð liggja frammi hjá starfsmannahaldi Pósthússtræti 9, 5. hæð. y Óeirðir í Mekka Olíkar sögur Dregur úr viðsjám í Persaflóa þegar herœfingum írana lýkur Laugardagur 8. ágúst 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.