Þjóðviljinn - 08.08.1987, Blaðsíða 7
Sveitin verður kaupstaður
A sunnudagfær Mosfellshreppur kaupstaðarréttindi. Páll
Guðjónsson sveitarstjóri: Erum bæði þéttbýli og dreifbýli
Það landsvæði sem við í dag-
legu tali köllum Mosfellssveit fær
á sunnudaginn kemur nýtt nafn
og ný réttindi og mun þaðan í frá
heita Mosfellsbær og vera kaup-
staður. Sumum kann að þykja
það sérkennilegt að 220 ferkíló-
metra landsvæði sé kaupstaður
en samt sem áður verður ekki
fram hjá því gengið að í Mosfells-
hreppi búa nú orðið yfir þrjú þús-
und manns og stór þéttbýliskjarni
hefur myndast í miðri sveitinni.
Páll Guðjónsson sveitarstjóri
sagði tíðindamanni Þjóðviljans
frá aðdraganda og framkvæmd
þessarar breytingar.
„Þetta sveitarfélag er tíunda
fjölmennasta sveitarfélag lands-
ins og af öilum hreppum landsins
er Mosfellshreppur tvöfalt fjöl-
mennari en sá sem næstur kemur
að íbúatölu. Þessi staðreynd hef-
ur af og til vakið upp þá spum-
ingu hvort ekki væri rétt að sækja
um kaupstaðarréttindi. Almenn-
ingur hér var þessu mótfallinn
framan af og töldu margir að
sveitin myndi missa þann sjarma
sem hún hefur í hugum þeirra
sem hérna búa. En ég held að
flestir hafi nú áttað sig á þeim
kostum sem breytingin hefur í för
með sér og pví gildi sem hún kem-
ur til með að hafa og þegar ný
sveitarstjórnalög tóku gildi á síð-
asta ári, þar sem er ákvæði sem
gerir sérstaka lagasetningu um
kaupstaðarréttindi óþarfa, tók
þessi umræða og áhugi kipp. Því
var ákveðið í byrjun árs að nýta
þessa heimild og 9. ágúst valinn
með tilliti til afmælis bæjarins í
framtíðinni. Sá dagur hefur ekk-
ert sögulegt gildi fram yfir aðra
daga, og er valinn mikið til af
hagkvæmnisástæðum, en þó sér-
staklega viljum við tengja viður-
kenningu umhverfismálaráðs
fyrir snyrtilegt og fallegt um-
hverfi þessum degi.“
Hver eru aukin réttindi kaup-
staðar fram yfir hrepp?
„Það eru ýmsir þættir varðandi
rekstur sveitarfélagsins fyrst og
fremst sem verða einfaldari og
gera sveitarfélagið sjálfstæðari
einingu. Sem hreppur erum við
bundin Kjósarsýslu í mörgum
málum, til dæmis getum við ekki
fengið setta eigin lögreglusam-
þykkt. Við búum enn við lögregl-
usamþykkt Kjósarsýslu sem sett
var á svipuðum tíma og Bretinn
gekk á land hér. Við erum einnig
aðili að sjúkrasamlagi Kjósar-
sýslu og yróum áfram ef við héld-
um áfram að búa í hrepp. Eitt er
það líka sem þessi breyting þrýst-
ir verulega á um og það er í
fógeta- og löggæslumálum sem
eru í óviðunandi horfi í dag.
Auk þessa er stórt atriði sem
leiðir af þessari breytingu og það
er ímynd sveitarfélagsins út á við
og reisn sveitarstjórnar. Meðvit-
að eða ómeðvitað er bæjarstjórn
skörinni hærra sett í hugum fólks
en hreppsnefnd. En það hefur
verið í gangi hér mikil umræða
um þessa breytingu og sú umræða
hefur vakið samkennd meðal íbú-
anna og aukna skynjun á sínu
sveitarfélagi.“
Aðspurður hvort ekki sé dá-
lítið sérstakt að gera Mosfells-
sveit að kaupstað miðað við það
landsvæði sem sveitarfélagið nær
yfir segir Páll að víst megi líta
þannig á það. Þó verði að taka
mið af því að þrátt fyrir stærð
svæðisins séu aðeins um 20% af
því undir 100 metrum yfir sjó en
það séu þau hæðarmörk sem talin
eru marka byggð. „Það er svo
líka alveg rétt, við erum bæði
þéttbýli og dreifbýli og mörk
sveitarfélagsins breytast ekkert
við að fá kaupstaðarréttindin, en
Páll Guðjónsson tilvonandi bæjar-
stjóri í Mosfellsbæ segir verða mikið
um dýrðir á sunnudaginn þegar Mos-
felssveit breytist í bæ. (mynd sig)
þetta er svona í fleiri sveitarfé-
lögum, Korpúlfsstaðaland til-
heyrir Reykjavíkurborg og
Elliðavatn Kópavogi.“
Páll taldi enn fremur kaupstað-
arréttindin styrkja stöðu sveitarf-
élagsins sem bæði þéttbýlis og
dreifbýlis vegna nálægðarinnar
við höfuðborgina og nærliggjandi
bæi.
„Þessi nálægð er bæði góð og
slæm. Það blandast engum hugur
um að nærveran við borgina
veitir íbúunum hér ýmislegt sem
Mosfellssveit
Mikil umferð, rafmagn og heitt vatn
Stuttspjall við Halldóru Jóhannesdótturfrá Mosfelli sem er einn elsti
íbúi sveitarfélagsins, um kaupstaðarréttindin og tímana tvenna
Einn elsti íbúi Mosfellssveitar
er Halldóra Jóhannesdóttir frá
Mosfelli en hún flutti í sveitina
árið 1926. Hún er nú orðin 89 ára
og hefur búið í Mosfellssveit ós-
litið og býr nú á dvalarheimili aldr-
aðra þar.
Halldóra man tímana tvenna í
sveitinni sinni og minnist þess
þegar allt vatn var borið í fjós og
bæ og farið var gangandi eða ríð-
andi ofan frá Mosfeili niður í
Brúarland.
„Nú höfum við rafmagn og
heitt rennandi vatn og allt til alls
elskan mín, en einhvern veginn
fínnst mér fólk ekkert ánægðara
nú en það var hér áður þegar
maður vann og vann og átti rétt í
sig og á. Fólk vill alltaf meira og
meira og það er hreinlega eins og
enginn sé verulega ánægður með
lífið. Líttu bara á útsýnið hérna
og blessuð börnin að leika sér,
þetta er alveg dásamlegt.
Unga fólkið þekkir ekki fá-
tæktina og ég trúi að það viti bara
ekki hvað það hefur það gott.
Þess vegna er það ekki ánægt
með það sem það hefur.“
Halldóra sagðist einhvern veg-
inn ekki kunna við þá breytingu
að Mosfellssveit yrði kaupstaður.
„Maður er vanur því að hér heiti
sveit, en þó fínn ég að þessarar
breytingar er þörf nú orðið. Það
er víst eitt og annað sem er þægi-
legra í rekstri þegar hér er kom-
inn bær, meiri réttindi og auknir
möguleikar í sambandi við fram-
kvæmdir er mér sagt. Svo er hér í
rauninni ekki Iengur nein sveit að
ráði, bændur orðnir fáir og þétt-
býliskjarninn yfírgnæfandi. Þetta
er orðið mikið öðruvísi en var hér
áður þegar voru fámenn sveita-
býli en nú er kominn borgarbrag-
ur á allt umhverfið. Og umferðin
elskan mín, þetta er svo mikil
umferð orðin. Ég þori lítið út
fyrir vikið. Og nútímafólk virðist
ekki fara nokkurn hlut nema á
bíl. Konurnar sem koma með
bömin sín á barnaheimilið héma
handan við götuna sjást ekki
koma með þau nema akandi. Það
gengur enginn neitt nú orðið,“
sagði Halldóra Jóhannesdóttir
frá Mosfelli að lokum.
-ing
Halldóra Jóhannesdóttir frá Mosfelli
er orðin 89 ára og hefur búið í
sveitinni í rúm 60 ár. (mynd:Sig).
sveitarfélag af þessari stærð getur
ekki veitt en á móti dregur úr
uppbyggingu á ýmsu sem menn
vildu hafa hér. Aftur á móti virð-
ist félagslíf hér ekki líða fyrir
þessa nærveru en það er mjög
fjölbreytt og öflugt. Við höfum
líka samstarf við sveitarfélögin í
kring í ýmsum rekstri, svo sem
sameiginlega sorphauga og Raf-
magnsveita Reykjavíkur sér um
rafmagn hér. Við greiðum fyrir
þessa þjónustu þannig að þetta er
hagkvæmara fyrir báða aðila.“
Páll var að lokum spurður
hvort Mosfellingar ætluðu að
gera sér dagamun á sunnudaginn
og sagði hann svo vera.
„Það verða hér hátíðahöld all-
an daginn frá klukkan 9 um
morguninn en þá verða merki
Mosfellsbæjar afhjúpuð á mörk-
um bæjarfélagsins og Reykjavík-
urborgar. Síðan verður 18 holu
golfkeppni sem ætlunin er að
verði árlegur viðburður sem
tengist þessum degi. Hátíða-
messa verður í Lágafellskirkju og
eftir hádegið verður dagskrá í
íþróttahúsinu þar sem haldinn
verður síðasti fundur hrepps-
nefndar og fyrsti fundur bæjar-
stjórnar Mosfellsbæjar, félags-
málaráðherra flytur ávarp og
viðurkenningar verða veittar
fyrir fallega og snyrtilega garða
og lóðir.
Einnig mun á þessari dagskrá
verða stofnaður Listaverkasjóð-
ur bæjarfélagsins en það hefur
lengi verið áhugi á því að koma
hér upp listaverkasafni. Það er
reyndar ekki búið að ákvarða
neitt nákvæmlega hvernig slíkur
listaverkasjóður verður nýttur, -
hvort það verður eingöngu til
kaupa á listaverkum eða hvort
líka verða styrktir listamenn til að
gera verk fyrir bæjarfélagið en
stofnun sjóðsins verður eins kon-
ar viljayfirlýsing bæjarstjórnar til
að koma hér upp listaverkasafni í
einhverri mynd.
Að lokinni þessari dagskrá
mun hestamannafélagið Hörður
verða með góðhestasýningu og
póstlest að gömlum sið fer um
svæðið.
Síðast kemur svo rúsínan í
pylsuendanum en það er
grillveisla mikil sem bæjarstjóm
býður íbúum til við Hlégarð.
Grillaðir verða heilir lambs-
skrokkar og ýmsar uppákomur
verða á staðnum til skemmtunar
og síðast en ekki síst verður svo
varðeldur og flugeldasýning.“
-ing
ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 7