Þjóðviljinn - 08.08.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.08.1987, Blaðsíða 10
Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftirtaldar stöður á dagvistarheimilum bæjarins lausar til umsóknar: Fóstru að skóladagheimilinu Dalbrekku. Upplýs- ingar gefur forstöðumaður í síma 41750. - Fóstru að dagvistarheimilinu Efstahjalla. Um er að ræða 50% og 100% starf. Einnig vantar starfsmann til afleysinga. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 46150. - Fóstru að dagvistarheimilinu Grænatúni. Um er að ræða 50% og 100% starf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 46580. - Fóstru að leikskólanum Kópahvoli. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 40120. - Fóstru að dagvistarheimilinu Kópasteini. Einnig starfs- mann til afleysinga. Upplýsingar gefur forstöðu- maður í síma 41565. - Fóstru að leikskólanum Fögrubrekku. Um er að ræða 50% starf. Upplýs- ingar gefur forstöðumaður í síma 42560. - Fóstru að dagheimilinu Furugrund. Um er að ræða 50% starf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 41124. - Fóstru að dagvistarheimilinu Kópaseli. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 84285. - Fóstru eða starfsmann með uppeldismenntun að skóladagheimilinu Ástúni. Um er að ræða 50% og 100% starf. Upplýsingargefurforstöðumaður í síma 641566.- Fóstru eða starfsmann að dag- vistarheimilinu Marbakka. Um er að ræða 50% starf. Einnig vantar starfsmann til afleysinga. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 641112. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Einnig veitir dag- vistarfulltrúi upplýsingar um störfin í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs Frá menntamálaráðuneytinu: Laus staða Staða ritara, hálft starf, hjá bókafulltrúa ríkisins, í menntamálaráðuneytinu er laus til umsóknar. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Um- sóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 4-6, fyrir 1. sept. nk. REYKJKJÍKURBORG JLauAdn, Stöcácn Dagvist barna óskar að ráða: Fóstrur á eftirtalin dagvistarheimili: Leiksk. Arnarborg v/Maríubakka, s. 73090. Leiksk. Árborg VHIaðbæ, s. 84150. Dagh./leiksk. Rofaborg v/Skólabæ, s. 672290. Dagh./leiksk. Hraunborg v/Hraunberg, s. 79770. Dagh. Laufásborg v/Laufásveg, s. 17219/14796. Dagh. Múlaborgv/Ármúla, s. 685154. Dagh. Hamraborg v/Grænuhlíð, s. 36905 Skóladagh. Völvukot v/Völvufell, s. 77270. Dagh. Bakkaborg v/Blöndubakka. Dagh. Ægisborg v/Ægissíðu. Leiksk. Fellaborg/Fellaborg. Leiksk. Hólaborg. Dagh. Valhöll. Dagh./leiksk. Foldaborg. Dagh./leiksk. Nóaborg. Dagh. Sunnuborg v/Sólheima. Upplýsingar veita forstöðumenn viðkomandi heimila og umsjónarfóstrur í síma 27277. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða starfsmenn til starfa við fjarskipti á strandarstöðvum stofnunarinnar og við radíófl- ugþjónustu í Gufunesi. Umsækjendur skulu hafa lokið stúdentsprófi eða hafa sambærilega menntun. Góð málakunnátta er nauðsynleg, sérstaklega í ensku. Almennrar heilbrigði er krafist, aðallega er varðar heyrn, sjón og handahreyfingar. Starfið innifelur nám við Póst- og símaskólann í fjarskiptareglum, reglugerðum o.fl. Laun eru greidd meðan á námi stendur. Umsóknir, ásamt prófskírteini eða staðfestu Ijós- riti af því, sakavottorði og heilbrigðisvottorði, ber- ist Póst- og símaskólanum fyrir 17. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Póst- og sím- askólanum, Sölvhólsgötu 11, Reykjavík, hjá dyr- avörðum Landssímahúss og Múlastöðvar og ennfremur í póst- og símstöðvum. Nánari upplýsingar eru veittar í Póst- og síma- skólanum og í fjarskiptastöðinni í Gufunesi, sími 91-26000. Reykjavík, 6. ágúst 1987 Póst- og símamálastofnunin. PÖST- OG g) SÍMAMÁLASTOFNUNIN Póstnám Nemendur verða teknir í póstnám nú í haust. Umsækjendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða hliðstæðu prófi og er þá námstíminn tvö ár. Hafi umsækjendur lokið verslunarprófi, stúdents- prófi eða hafi hliðstæða menntun er námstíminn eitt ár. Umsóknir, ásamt prófskírteini eða staðfestu Ijós- riti af því, sakavottorði og heilbrigðisvottorði, ber- ist Póst- og símaskólanum fyrir 17. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Póst- og sím- askólanum, hjá dyravörðum Landssímahúss og Múlastöðvar og ennfremur á póst- og símstöðv- um. Nánari upplýsingar eru veittar í Póst- og síma- skólanum í síma 91-26000/336/385/386. Reykjavík, 6. ágúst 1987 Póst- og símamálastofnunin. REYKJKMÍKURBORG AauMVi Stödun Dagvist barna óskar að ráða: Umsjónarfóstru með dagvist á einkaheimilum. Verksvið umsjónafóstra er umsjón og eftirlit með daggæslu á einkaheimilum í umboði Dagvista barna og Barnaverndarnefndar Reykjavíkur- borgar. Fóstrumenntun og starfsreynsla áskilin. Upplýsingarveitir Fanny Jónsdóttir, deildarstjóri í síma 27277. Umsóknarfrestur er til 17. ágúst n.k. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9,5. hæð, á sérstök eyðu- blöð sem þar fást. Eiturlyf Smygl- hríng splundraö Lögreglan í Amsterdam til- kynnti í gær, að hún hefði sundrað einum mikilvægasta eiturlyfjasmyglhring borgarinn- ar og lagt hönd á mikiar birgðir af heróíni. „Smyglhringur þessi hefur stundað heróínsmygl í sendiferð- abflum og einkabflum frá Tyrk- landi til Amsterdam og er eitur- lyfjalögreglan í Ankara flækt í málið,“ sagði taismaður hol- lensku lögreglunnar. í húsleit tvisvar í síðustu viku fann lögreglan 70 kg af heróíni, en það eru mestu birgðir sem hún hefur hingað til lagt hendur á í borginni og er verðmæti þeirra talið vera meira en 200 miljónir ísl. króna. Tíu menn voru hand- teknir, níu Tyrkir og ein hollensk kona. Talsmaður lögreglunnar sagði, að þessi smyglhringur kunni einnig að hafa smyglað eiturlyfjum til Spánar gegnum Amsterdam. Sviss Stulka kærir fótbolta- menn fyrir nauðgun Utanríkisráðuneyti Brasilíu skýrði frá því í gær, að ráðu- neytið hefði boðið fram „alla hugsanlega aðstoð“ handa fjór- um knattspyrnumönnum frá Brasilíu, sem handteknir voru í Sviss í síðustu viku og ákærðir fyrir að nauðga 14 ára gamalli stúlku. Voru knattspyrnumenn- irnir gómaðir í Bern, þar sem fé- lag þeirra „Gremio” frá Porto Alegre, var að keppa. Talsmaður utanríkisráðuneytis Brasilíu sagði að þegar hefði ver- ið fenginn svissneskur lögfræð- ingur og sendiráð landsins í Sviss fylgdist náið með máiinu. Meira gæti ráðuneytið ekki gert, þar sem það hefði ekkert vald til að grípa frammí fyrir svissneskum lögum, sagði talsmaðurinn. Svissneskar fréttir herma, að stúlkan hafi ásakað fótboltagarp- ana fjóra fyrir nauðgun eftir að hún fór á hótel þeirra til að fá eiginhandaráritun. Samkvæmt svissneskum lögum eiga þeir yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Áfengi Hrísgrjónavín banar 55 mönnum Hrísgrjónavín, sem „styrkt” var með brennsluspritti, hef- ur orðið 55 mönnum að bana og sýkt 3600 manns i Guangxi- héraði í Kína, að sögn kínvrsku fréttastofunnar. Vegna þessara atburða hafa yfirvöldin samið nýja reglugerð fyrir brugghús, sem eru langflest í eigu ríkisins. Samkvæmt henni liggur þung refsing við að nota brennsluspritt eða iðnaðaralko- hól í hrísgrjónavín. Fréttastofan sagði að tilkynnt hefði verið um næstum því 3700 manns sem orðið hefúr fyrir eitrun af völdum þessa „styrkta” hrísgrjónavíns frá ágúst 1986 og þangað til í maí í vor. Fylkis- stjórnin í Guangxi hefur hafið á- róðursherferð og eru hengd upp spjöld til að vara menn við brennsluspritti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.