Þjóðviljinn - 08.08.1987, Blaðsíða 1
■KSl
Laugardagur 8. ágúst 1987 171. tölublað 52. árgangur
Norðurtanginn hf.
Ensím á
smokkinn
Norðurtanginn hf. á ísafirði
hefur tekið líftœknina ísína
þjónustu. Gerasmokkfisk
mýkri undir tönn með plöntu-
ensímum
Það er enginn vafi á því að
notkun líftækni í fiskiðnaði á
eftir að verða nokkuð almenn, en
þróunin verður þó ekki eins hröð
á þessu sviði og t.d. örtölvubylt-
ingin, sagði Kristján Jóakimsson
sjávarútvegsfræðingur hjá Norð-
urtanganum á ísafirði í samtali
við Þjóðviljann i gær, en Norður-
tanginn er eitt örfárra íslcnskra
fiskvinnslufyrirtækja sem tekið
hefur líftæknina í sína þjónustu.
„Það hefur verið vandamál
með smokkfisk úr Norður-
Atlantshafi, að við holdið á hon-
um er gegnsæ himna, sem herpist
saman við hitameðferð, suðu eða
steikingu. Það gerir það að verk-
um að fiskurinn verður ólseigur.
Við eyðum þessari himnu með
ákveðinni tegund plöntuensíma,
þannig að fiskurinn verður mun
mýkri undir tönn,“ sagði Krist-
ján.
Smokkfiskurinn frá Norður-
tanganum fer að mestu leyti til
hótela og veitingastaða á höfuð-
borgarsvæðinu, þannig að sæl-
kerar höfuðstaðarins njóta mjög
góðs af þessari vinnsluaðferð ís-
firðinganna. -gg
Ægilegur gítarleikur Eyjólfur Kristjánsson fékk að grípa í gítarinn á útitón-
leikum Bítlavinafélagsins við útvarpshúsið í hádeginu í gær, og þóttu félögum
hans hljóðin ekki fögur eins og sjá má. Frá vinstri: Rafn Jónsson, Eyjólfur, Jón
Ólafsson, Haraldur Þorsteinsson og Stefán Hjörleifsson eigandi gítarsins.
Leigumiðlun
LeigjenduTsnuðaðir
Leigjendur greiða 3300fyrir að komast á skrá leigumiðlara. Óheimil gjaldtaka. Sólveig Kristjánsdóttir,
hjá Húseigendafélaginu: Veit ekki um neina leigumiðlun sem hefurstarfsleyfi
að kostar 3300 krónur að láta
skrá sig á lista hjá okkur. Vit-
anlega getum við ekki tryggt það
að menn fái húsnæði til leigu þótt
þeir láti skrá sig, sagði Hilmar
Karlsson, hjá Leigumiðluninni,
sem auglýst hefur í smáauglýsing-
um eins dagblaðanna að undan-
förnu. Samkvæmt lögum um
húsaleigusamninga, er aftur á
móti tekið fram að leigumiðlara
sé óheimilt að taka gjald fyrir
skráningu eða þóknun af ieigu-
taka fyrir miðlunina.
- Leigumiðlanir taka meira
fyrir gerð leigusamnings heldur
en lögfræðingar mega taka sam-
kvæmt taxta. Ég get ekki bent á
neina leigumiðlun sem hefur til-
skilin leyfi og þar af leiðandi vísa
ég ekki fólki sem leitar til okkar á
þær. Við höfum bent á þetta fyrir
nokkru í bréfi til lögreglustjóra-
embættisins í Reykjavík, sagði
Sólveig Kristjánsdóttir hjá Hús-
eigendafélaginu.
Að sögn Hilmars Karlssonar
hjá Leigumiðluninni, er greiðsla
fyrir gerð leigusamnings sam-
komulagsatriði milli leigusala og
leigutaka, þó oftast taki leigusali
á sig kostnað vegna leigusamn-
ings. í húsaleigulögunum er skýrt
tekið fram að leigusala beri að
greiða leigumiðlara þóknun fyrir
að koma á leigumála.
Sökum sumarleyfa hjá lögregl-
ustjóraembættinu í Reykjavík
fékkst ekki upplýst, hversu marg-
ar leigumiðlanir væru starfandi í
borginni með tilskilin leyfi, en
það er Iögreglustjóra að gefa út
leyfisbréfin.
-rk
Akranes
Gæludýrafóður í Hafemi
Þorsteinn Ingason íStokkfiski kaupir Haförninn hf. áAkranesi. Hefðbundinni
fiskvinnslu haldið áfram. Úrgangurinn í ýmsar gerðir gœludýrafóðurs
Helgarveðrið
Sólog
híti
að verður hæg norðan- og
norðaustan átt ríkjandi á
landinu um helgina og bjart
veður. Hætt er við þoku við
norður og austur strönd landsins
fyrst á morgnana sem leysist upp
með hækkandi sól.
Hitinn fyrir norðan verður frá
8-14 stig en heitara fyrir sunnan.
Par getur hitinn komist upp í 15-
20 stig að jafnaði. Það er hæðar-
hryggur fyrir vestan land sem ors-
akar þetta bjarta veður og hæga
norðlæga átt, segir Guðmundur
Hafsteinsson veðurfræðingur, á
veðurspádeild Veðurstofu ís-
lands.
Það'érú því allar líkur á bjartri
og sólríkri helgi um nær allt land
og góðu hitastigi. grh
orsteinn Ingason, eigandi
Stokkfisks á Laugum í
Reykjadal og hluthafi í Hólma-
drangi á Hólmavík, gekk frá
kaupum á fiskvinnslufyrirtækinu
Haferni hf. á Akranesi í vikunni.
Þorsteinn sagðist i gær ekki vilja
gefa kaupverð hlutabréfanna
upp.
Þorsteinn hyggst halda áfram
hefðbundinni fiskvinnslu í fyrir-
tækinu, en ætlar að auka vinnsl-
una með því að kaupa hráefni á
fiskmörkuðum og framleiða gæl-
udýrafóður úr úrganginum.
Stokkfiskur hefur um skeið
framleitt fiskstauta í gæludýra-
fóður. Nú hyggst Þorsteinn hins
vegar flytja þá framleiðslu til
Akraness og auka hana. Hann
sagði í samtali við Þjóðviljann í
gáer að framleiðsla á gæludýra-
fóðri á Akranesi gæti væntanlega
hafist innan fárra vikna. „Við
munum halda áfram framleiðslu
á fiskstautum en ætlum auk þess
að framleiða fiskræmur og sér-
staka tegund gæludýrafóðurs úr
steiktu roði. Gæludýrafóðrið frá
Stokkfiski er komið í 4,800 versl-
anir í Englandi og svo víðar í Evr-
ópu, en framleiðsla okkar er og
verður einnig í boði í verslunum
innanlands," sagði Þorsteinn í
gær.
Engar uppsagnir fylgja í kjöl-
far eigendaskiptanna á Haferni
og sagðist Þorsteinn heldur
stefna að því að fjölga starfsfólki
en hitt. Fjórir af fimm fyrri
eigendum munu starfa áfram hjá
fyrirtækinu og verður Guðmund-
ur Pálmason eftir sem áður for-
stjóri.
„Ég hef ástæðu til þess að vera
ánægður með þetta því Akranes
er góður staður til fiskvinnslu og
starfsfólkið hér er mjög gott,“
sagði Þorsteinn Ingason, nýbak-
aður eigandi Hafarnarins.
-gg
Stjórnarsamstarf
Jón Baldvin
lær
dembu
,JHefði ekki verið nær að leggja
skatt á vitleysuna í þjóðfé-
laginu?“ spyr Þorlákur H. Helga-
son í lok greinar um eðalkrata og
matarskatt í síðasta tölublaði
Selfossblaðsins Dagskrár.
Þorlákur Helgason var í þriðja
sæti á framboðslista Alþýðu-
flokksins á Suðurlandi í vor, og
var einn af þeim sem gengu til liðs
við flokkinn úr BJ. I greininni í
Dagskrá kemur ekki fram mikil
hrifning á stjórnarsamvinnunni
og fyrstu aðgerðum Jóns Bald-
vins Hannibalssonar:
„Jafnaðarmenn stökkva í
stjórn með landbúnaðarfræðing-
um til lands og sjávar. Eðalkrat-
inn boðar einföldun skattakerfis
og verður fjármálaráðherra með
þeim afleiðingum að kerfið verð-
ur flóknara.“
„Kryddlegni grillbitinn slepp-
ur, en hamborgarinn sem lendir
ofan á og undir ostinum er skatt-
lagður 10% ofan á eldra útsölu-
verð. Harðfiskurinn hans Bóasar
verður 10% dýrari en áður vegna
þess að hann er ekki heill, flakað-
ur, hakkaður, bútaður, saltaður,
siginn, frosinn, reyktur, grafinn,
kryddleginn eða kæstur. Hvað þá
að hann sé í brauðraspi??“
Bílastæðin við Kringluna nýju í
Reykjavík kosta álíka og áætlað-
ar tekjur ríkisins af matarskattin-
um, segir Þorlákur og segir nær
að skattleggja vitleysu en mat.
-m