Þjóðviljinn - 09.08.1987, Blaðsíða 4
Á kínverskum markaði kennir ýmissa grasa.
Hór gefur að líta listaverk sem höggvin eru í klett fyrir utan kínverskan matsölustað.
Utanferðir
Landkönnuður úr Reykhókisveif
Einhverntíma í vetur bar
svo til að ég var staddur uppi í
Vélaborg að rabba við Þorgeir
Elíasson. Erindi mínu við
Þorgeir var eiginlega lokið og
við vorum sestir að kaffikönn-
unum. ÞásegirÞorgeir:
„Þekkirður nokkuð hann Hall-
dór á Skerðingsstöðum?"
„Hvaða Skerðingsstöðum?”
spurði ég, því ég kannaðist
við tvo bæi með því nafni
(kannski eru þeirfleiri) annan
vestur í Dölum, hinn í
Reykhólasveitinni. „Skerð-
ingsstöðum í Reykhólasveit,"
svaraði Þorgeir.
Nei, ég kannaðist ekkert við
Halldór á Skerðingsstöðum í
Reykhólasveit. „Hann er að
koma úr mikilli utanlandsför
núna einhvem næstu daga, raun-
ar einni af mörgum,” sagði Þor-
geir. „Mér þykir trúlegt að hann
hafi frá ýmsu að segja og hver veit
nema hann sé til með að rabba
eitthvað við þig. Þú getur spurst
fyrir um hann hjá systur hans,”
og lét mig hafa nafn hennar og
símanúmer. Nokkrum dögum
seinna var Halldór kominn úr
sinni Bjarmalandsför og engin
fyrirstaða á því að fá við hann
viðtal.
Mér leikur forvitni á að vita
einver deili á manninum Halldóri
Kristjánssyni. „Ert þú Barð-
strendingur Halldór?”
- Já ég er bóndi á Skerðings-
stöðum í Reykhólasveit, fæddur
þar árið 1913 og ólst þar upp. Ég
tók svo við búinu af föður mínum
og rak það til ársins 1955. Þá fór
ég að heiman um sinn en bróðir
minn tók við búinu. Svo kom ég
heim aftur árið 1960 og síðan höf-
um við búið þarna báður. Bróðir
minn hefur séð um búið fyrir mig
þegar ég hef verið á flakki en
núna fékk ég annan til þess.
- Þorgeir Elíasson, sem ber
ábyrgð á því að við skyldum finn-
ast, sagði mér að þú hefðir gert
býsna víðreist erlendis, en hvað
um ferðalög innanlands áður en
við bregðum okkur út fyrir poll-
inn?
- Ég er nú búinn að sjá nokkuð
mikið af landinu þótt ég hafi ekki
beinlínis þrautkannað það nema
vesturhlutann, eða frá Skaga-
firði, vestur um og suður í Borg-
arfjörð. Hringveginn hef ég
auðvitað farið og nokkuð um hér-
uðin austan Skagafjarðar.
- Hvenær fórstu svo fyrst út og
hvert?
- Það var árið 1951 en þá fór ég
til Skotlands. Mig langaði að
kynna mér þar búnaðarhætti og
svo þjóðlífið eftir því sem tíminn
leyfði. íslendingur sem þá bjó í
Skotlandi, Benedikt Guðmunds-
son ættaður af Héraði, tók á móti
mér og hjá honum dvaldi ég
þennan tíma. Benedikt fór á sín-
um tíma til Skotlands, kvæntist
þar úti og settist að en er nú dá-
inn.
Ég notaði tímann eins vel og ég
gat og átti ég Benedikt það að
þakka hve mér nýttist hann vel.
Hann ferðaðist með mig þama
um nágrannabyggðirnar, við fór-
um á markaði í þorpunum og mér
fannst, ekki síst eftir á, að ég hafi
kynnst þama ótrúlega mörgu.
Og áfram til
Norðurlandanna
Frá Skotlandi lá svo leiðin til
Danmerkur. Dvaldi þar á bónda-
bæ á Sjálandi, kynnti mér bú-
skapinn og ferðaðist töluvert um
Sjáland. En úr því ég var nú kom-
Halldór Kristjáns-
son, bóndi á
Skerðingsstöðum
segir frá utan-
landsferðum sín-
um
inn á þetta ról á annað borð og
ekki nema bæjarleið frá Sjálandi
til Svíþjóðar brá ég mér þangað.
Dvaldi m.a. þrjá daga á tilraun-
astöðinni í Svalöv. Kennarar þar
tóku þessum flækingi utan af ís-
landi ágæta vel, óku með mig um
sveitir Suður-Svíþjóðar, sýndu
mér ræktun, byggingar og til-
raunirnar sem þeir voru að gera.
Frá Svíþjóð fór ég svo til Os-
lóar enda hafði ég um þær mundir
meiri áhuga á því að koma til
Noregs en annarra landa. Kann-
ski var það að einhverju leyti
vegna þess að við emm nú taldir
að verulegu leyti eiga uppmna
okkar þangað að rekja og svo
hafði ég lesið töluvert mikið eftir
Björnsson og það vakti áhuga
minn á Noregi og Norðmönnum,
enda var ég ákveðinn í því að
heimsækja heimili hans, Aule-
stad, og gerði það.
Eins og ég sagði þá var megin-
tilgangur minn með þessu ferða-
lagi að kynna mér búskap og
mannlíf hjá þessum þjóðum.
Auðvitað var tíminn ekki langur
til að gera þó þetta víðreist. Ég
fór í febrúar og kom aftur í júní en
þó fannst mér mun betur farið en
heima setið og allir vom reiðu-
búnir til að greiða götu mína eftir
mætti, ekki vantaði það. Eftir að
heim kom settist ég að á mínu búi
og fór nú ekkert út um árabil.
- En þegar þú varst nú einu
sinni búinn að smakka á þessum
ávöxtum, langaði þig þá ekki í
meira?
- Jú, sú löngun lét mig nú eigin-
lega aldrei í friði. En einyrkja
bóndi á nú ekki alltaf auðvelt
með að bregða sér til útlanda
hvenær sem honum dettur það í
hug. Enda fór það svo að nú varð
æðilangt hlé á utanferðum.
Landbúnaðarsýn-
ing
- En þó urðu þetta ekki ferða-
lokþvínú ertu nýkominn heim og
lést þér ekki nœgja að skreppa
bara til nœsta bœjar.
- Já, ég er nýkominn til lands-
ins, en ýmislegt gerðist nú þarna í
millitíðinni. Árið 1984 skrapp ég
með allstórum hópi íslendinga á
landbúnaðarsýningu í London.
Var það vikuferð. Þetta var nú
aðallega gert til þess að rjúfa
svona hversdagsleikann og svo til
þess að prófa hvort maður dygði
enn á utanlandsferðum.
Jú, jú, það var svo sem ýmis-
legt að sjá þarna. Við skoðuðum
m.a. Fergusonsverksmiðjurnar
og heimsóttum bændabýli. Ýmis-
legt sem maður sá var til fyrir-
myndar, annað kannski síður
eins og gengur, en það var gaman
að kynnast samferðafólkinu sem
var víða að.
- Og erum við þá komnir að
síðustu utanlandsförinni?
- Nei, ekki er það nú alveg.
Mér varð smátt og smátt ljóst að
ef mér ætti eitthvað að verða
frekar úr verki á þessum vett-
vangi þá yrði ég nú að láta hendur
standa fram úr ermum. Aldurinn
færist yfir og þó að sagt sé að
manni sé ekki markaður bás þeg-
ar yfir um er komið, þá er það nú
ævinlega svo að allur er varinn
góður.
ísraelsför
Þvívar það að á s.l. áridatt mér
í hug að skjótast til ísrael. Ég
flaug héðan til Kaupmannahafn-
ar og slóst svo þar í hóp með
Dönum. Var eini Islendingurinn í
hópnum.
- Hvað kom til þess að þú
ákvaðst aðfara til ísraelfremur en
eitthvað annað?
- Ja, mig hefur lengi langað til
þess að fara þangað. Israelsríki á
sér merka sögu og áhugaverða og
kannski var það öðru fremur hún
sem freistaði mín til þessarar
ferðar.
- Fóruð þið vítt yfir?
- Nokkuð, já. Við fórum m.a.
að Dauðahafinu, Jeríkóborg sem
raunar er nú að mestu undir sandi
og svo að fjallinu fræga Masada
við Dauðahafið. Það fer ekki hjá
því að það orkar mikið á þann
Jón á Reykjum er ekki beint árennilegur þar sem hann kreppir hnefann framan í klnverska heimsveldið. Halldór fer sór
hægar.
4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 9. ágúst 1987