Þjóðviljinn - 09.08.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.08.1987, Blaðsíða 5
Stöð 2 í vexti sem eitthvað þekkir þá sögu sem tengd er þessum slóðum að líta þær eigin augum. Maður iifir sig ósjálfrátt inn í þá löngu liðnu at- burði sem þarna gerðust. Við reyndum einnig að kynn- ast fólkinu þarna og þjóðlífinu eftir því sem tök voru á og tími vannst til. Mér fannst viðhorf fólksins þarna um margt athyglis- verð og ýmislegt kom á óvart, - reyndist engan veginn vera á þann veg sem ég hafði gert mér hugmyndir um. Gyðingar segja: Við komum þama og keyptum þetta land. Og það var dýrt. Svo koma Arabarnir til okkar og þeir segja: Við áttum þetta land og viljum fá það aftur. Gyðingar svara: Nú já, við skulum þá selja ykkur landið. En þar strandar málið. Arabarnir eru ekki borg- unarmenn fyrir landinu. Og við það situr. Gyðingarnir eru mikil land- búnaðarþjóð og samvinnu- eða samyrkjubú þeirra eru víðfræg. Um 90% búanna eru rekin með þeim hætti en um 10% era ein- staklingsbú. Um hvert samvinnu- bú eru frá 50 og upp í 200 manns. Búin era algerlega rekin á sam- vinnugrundvelli og arðinum skipt milli eigendanna. Landið er sam- eign en hver fjölskylda býr í eigin húsi. Þetta virðist ganga mjög vei. Gyðingar hafa verið að nema þetta land og byggja á undan- förnum áram og hvað opinberar framkvæmdir áhrærir hafa þeir látið vegakerfið ganga fyrir öðra. Milli Grœnlands köldu kletta - Petta fórstu á árinu sem leið og það hefurðu líklega látið duga það árið? - Ó-nei, það gerði ég nú raunar ekki. Síðast liðið sumar átti ég þess kost að skreppa til Græn- lands. Mig hefur lengi langað til að ganga þar um gömlu íslend- ingaslóðimar. Fór þetta með frænku minni, sem er dóttir Þórs Þorbergssonar en hann starfar þama meðal Grænlendinganna, skipuleggur ræktun og bygging- ar. Þetta var eiginlega hálfgert fjölskyldufyrirtæki. Þór tók á móti okkur og við vorum þarna á vegum hans. Við lentum á flug- vellinum í Eiríksfirði, þar hét áður Stokkanes, og er andspænis Bröttuhlíð. Þór fór töluvert með okkur þama um suðursvæðið. Okkur fannst nú riokkuð harð- neskjulegt að sjá ísjaka þarna um allan sjó í júlí. Grænlendingar leggja töluvert kapp á sauðfjárræktina. Þar eru nú um 80 bú. Mjólk, mjólkur- vörar og nautakjöt flytja þeir inn frá Danmörku en gáfu í skyn að þeir vildu ekkert síður eiga við- skipti við íslendinga. Þeir hafa áhuga á kúabúskap ef land fæst til þess. En víðast hvar er erfitt um ræktun. Landið er grýtt og bratt og jarðvegur grannur. Græn- lendingar hafa mikinn áhuga á að efla sinn landbúnað og skýtur það kannski nokkuð skökku við það sem hér er að gerast um þessar mundir. Ríkið á landið en leigir það bændum. Grænlendingar era nú í svipuð- um tengslum við Dani og við vor- um 1918. En þeir vilja auðvitað öðlast fullt sjálfstæði, enda er óskorað frelsi um eigin mál grundvöllur fyrir tilvera hverrar þjóðar. „Til Austurheims vil ég halda” - Pú fórsttil Grcenlands ísumar og nú ertu að koma úr ferðalagi. Þú lætur skammt stórra högga á milli. - Já, núna eftir áramótin, nán- ar tiltekið 8. janúar, brá ég mér í ferðalag til Austurlanda fjær eins og þau eru nefnd. Við vorum sex íslendingar í hópnum og þekkti ég engan þeirra áður. Við flugum fyrst til Hollands og svo þaðan til Bangkok í Thailandi sem er 8-10 tíma flugferð. í Bangkok dvöld- um við nokkra daga en flugum þaðan til Hong Kong og vorum þar í tvo daga. Frá Hong Kong fóram við svo með skíðabáti til Makaá sem er portúgölsk ný- lenda. Þar eyddum við tveimur eða þremur dögum. Þaðan lá leiðin til Kína þar sem við litum á mannlífið og búskapinn. Frá Kína þræddum við sömu leið til baka til Bangkok og dvöldum þar tímakorn á baðströnd til þess að skola af okkur rykið. Þessi ferð tók 30 daga. - Var þessi hópur víða að af landinu? - Nei, flestir voru úr Reykjavík og svo Mosfellssveitinni, m.a. Jón á Reykjaum og frú hans. - Og ekki þarfað því að spyrja að margt nýstárlegt hafi borið fyrir augu bóndans af Barða- ströndinni. - Já, það er ekki of sterkt að orði kveðið. Þótt ekki væri nú annað en hin snögga loftslags- breyting að koma hér norðan úr svalanum og vera svo allt í einu staddur í 35-40 stiga hita. Það eitt út af fyrir sig er töluvert álag. Mér fannst stinga mjög í augu hinn gífurlega mikli munur á kjörum fólks þarna. Kaupið er yfirleitt lágt, þetta 100 kr. á dag, en það er líka hægt að komast af með lítið. En fólkið er ákaflega glaðlegt og vingjarnlegt, ekki síst í Thailandi. Og það er mjög vel búið að ferðamönnum. Þarna era víða miklar og glæsilegar bygg- ingar en svo er að hinu leytinu bátafólkið sem sumt stígur aldrei á þurrt land. Þar munu trúarlegar ástæður koma til. Við lentum í áramótafagnaði í Thailandi. Hótelið sem við bjuggum á hélt þessa hátíð fyrir gesti sína. Var það mikil veisla og margháttuð og góð skemmtan. Þetta er fjölsóttur ferðamanna- staður og eflaust hefur þjóðin talsverðar tekjur af ferða- mönnum. En verslunarhættirnir hjá sumum sölumönnunum þarna koma Norðurálfubúanum kynduglega fyrir sjónir. Þarna gildir það bara að prútta við kaupmanninn. Þá fer varla hjá því að þú færð verðið lækkað a.m.k. um helming. Það leynir sér ekki að mikil uppbygging fer fram í Kína. Einkum á hún sér þó stað í borg- unum. í sveitunum ríkir gamli tíminn mjög víða ennþá, bæði hvað snertir byggingar og vinnu- brögð. Þar má t.d. ennþá sjá uxa notaða til dráttar. En skilyrði til landbúnaðar eru mjög góð í Kína sem m.a. má marka af því að þeir geta fengið tvær uppskerur á ári. Það var gaman að kynnast þessum heimi þarna eystra sem er blessunarlega ólíkur ýmsu hjá okkur. Tímatal Kínverja er t.d. allt annað. Hjá þeim byrjar árið 29. janúar og nú var þar árið 2530. Þeir eru þannig 543 árum á undan okkur. Þarna liggur heldur engum neitt á. Allir virðast hafa nógan tíma til alls. - Fóruð þið þetta ekki á vegum einhverrar ferðaskrifstofu? - Ekki held ég að það hafi nú beinlínis verið. en ferðin var skipulögð af Félagi íslenskra bif- reiðaeigenda. Heima er best - Nú hefur þú ekki heimsótt Mið-Evrópulöndin og ekki held- ur farið í svonefndar sólarlanda- ferðir. Því valdirðu fremur Austurlöndin? - Líklega af því að þau eru okk- ur svo fjarlæg. Bæði löndin sjálf og þjóðirnar sem þau byggja era svo ólík því sem við eigum að venjast. Það sem nær okkur liggur er líkara því sem við þekkj- um. Ég hef einfaldlega séð miklu meira af heiminum og mannlífinu og fjölbreytileika þess með því að fara til Austurlanda en t.d. til Hollands, Þýskalands eða á sól- arstrendur. Ég held að þetta sé ástæðan. - Vildirðu eiga þarna heima? - Nei, ég held að þó að mörgu sé áfátt hjá okkur sé best að búa á íslandi og svo þá á hinum Norðurlöndunum en þar finnst mér ég með vissum hætti vera heima. Þar kemur manni eigin- lega ekkert á óvart. - Ertu nú sestur í helgan stein? - Nei, helst ekki. Eins og þú sagðir áðan þá hef ég ekki ennþá ferðast um meginland Evrópu. Annars langar mig nú eins og sak- ir standa mest til að heimsækja Rússland. Við sjáum hvað setur. -mhg Nú munu á milli 23 og 24 þúsund afruglarar fyrir efni Stöðvar 2 vera í gangi, og Jón Óttar Ragnarsson, frum- kvöðull og stjórnandi stöðvar- innar, leikur við hvurn sinn fingur. Á döfinni er enn frekari þensla stöðvarinnar með leigu á sérstökum streng frá Pósti og síma norður heiðar. Munu þá norðanmenn og íbú- ar Austfjarða bætast í þann hóp sem á kost á dýrðinni sem felst í sápuóperum Stöðvar 2. Hjá fyrirtækinu vonast menn til að strengur- inn norður geti fjölgað áskrif- endum að efni Stöðvar 2 upp í 30 þúsundfyriráramót... Þess má svo geta, að stöðin var áður eingöngu til húsa á efri hæðinni hjá Plastos, en mun nú einnig hafa tekið yfir eina hæð í grenndinni, - í húsnæði Harðviðarvals. Hjarta gamla matvælafræðingsins, dr. Jóns Óttars, hlýtur að slá af hógværri gleði þessa síðustu og aflasælustu daga...B Nýir þættir Af Stöð 2 er það annars að frétta, að talsverð uppstokkun mun fyrirhuguð í þáttagerð næsta vetur. Rætt er um að þættir á borð við Eldlínuna og Návígið hverfi, og í staðinn komi jafnvel nýr fréttatengdur þáttur sem verði mun oftar. Sérstakur bólvirkismaður, sem tengir saman hina ýmsu efnisþætti hins nýja þáttar, er fyrirhugaður að amerískri fyr- irmynd. Ekki er enn búið að ákveða hver fær það hlutverk en helst er rætt um tvo menn í því sambandi, þá Helga Pét- ursson, einn vinsælasta fréttamanna stöðvarinnar, og Pál Magnússon. Hins vegar hefur Páll í nógu að snúast með fréttastofuna og því hníga fleiri rök að því að það verði Helgi, fyrrverandi rit- stjóri NT og blaðafulltrúi Sam- bandsins, sem hreppi hnoss- ið eftirsótta...* Stríð og friður Fleiri merk tíðindi eru raunar af bókum. Fyrrverandi rit- stjómarfulltrúi Þjóðviljans og miðstjórnarmaður í Alþýðu- bandalaginu Óskar Guð- mundsson situr við og skrifar mikinn ópus, sem mun eiga að fjalla um Alþýðubandalag- ið. Öskar hefur viðað að sér miklum fróðleik um flokkinn, og hefur að fróðra manna sögn náð í nýjar og gagn- merkar upplýsingar um stríð og frið í hreyfingunni, allt fram á vora daga. Bókin verður án efa hvalreki á fjörur áhuga- manna um sagnfræði, og væntanlega skemmtileg af- lestrar fyrir alla, enda skrifuð í spennustíl nútímablaða- mennskunnar... Það er Svart á hvítu sem gefur út...B Einar Kárason Með allra vinsælustu rithöf- undum um þessar mundir er Einar Kárason. Hann hefur náð þeim fágæta árangri að tvær bóka hans, Djöflaeyjan og Gulleyjan, hafa verið gefnar út í meir en tíu þúsund eintökum. Nú er enn von á bók frá Einari. Að þessu sinni kemur út hjá Máli og menn- ingu safn af frásöguþáttum eftir Einar, vitaskuld allt glæ- nýtt af nálinni...B Sunnudagur 9. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.