Þjóðviljinn - 09.08.1987, Blaðsíða 13
Nafn vikunnar
Sðguifíkur í Szirak
Jóhann Hjartarson keppir við Allen, neðsta manninn í dag. Vinni
Jóhann er hann kominn ó óskorendamótið í Kanada. Annars fœr
hann aðra atrennu gegn Beljavskí ó morgun.
sinn ungur. Hann er ekki nema
24 ára í dag, fæddur snemma árs
1963. Hann fór að sjást á tafl-
kvöldum Taflfélags Reykjavíkur
þegar hann var 10-11 ára gamall
og varð fljótlega efnilegasti ung-
lingurinn á svæðinu. Ölafur H.
Ólafsson var þá lífið og sálin í
mjög ríkulegu unglingastarfi, og
Jóhann er þannig í hópi skák-
kappa, sem Ólafur getur á vissan
hátt eignað sér nokkurn hlut í.
Þjóðviljabikarinn
1975
Þegar skáksnillingurinn ungi
náði 12 ára aidri varð hann Ung-
lingameistari íslands, árið 1975,
og vann þá Þjóðviljabikarinn
svokallaða. Hann þjálfaði sig síð-
an af kappi, tefldi á öllum mögu-
legum mótum hér á landi og
víðar, og menn bundu vitaskuld
við hann miklar vonir. Um Jó-
hann var aldrei spurt, hvort hann
yrði stórmeistari, heldur hvenær.
Geysileg skákbylgja reis hér á
árinu 1984, sem skolaði meðal
annars Jóhanni alþjóðlegum
meistaratitli á mótinu sem Bún-
aðarbankinn stóð fyrir. En Jó-
hann hlaut þá 8 vinninga af 11
mögulegum og var vitaskuld í
fyrsta sæti. Um leið náði hann
einnig 1. áfanga að stórmeistara-
titli.
Stórmeistaratitill
Strax í kjölfar þess móts náði
hann 1.-3. sæti með Helga Öl-
afssyni og Bandaríkjamanninum
Reshevsky og hafði auk heldur
upp úr krafsinu 2. áfanga að stór-
meistaratitli.
Síðasta áfanganum að stór-
meistaranum náði hann svo á ár-
inu 1985 á Skákþingi Norður-
landa í Gjövik í Noregi.
Það er hins vegar vel þekkt hjá
stórmeisturum að eftir að þeir
hafa lagt hart að sér til að ná stór-
meistaratitlinum lenda þeir oft í
nokkurri lægð. Stundum kemur
þessi lægð strax þegar titillinn er í
höfn, - stundum ekki fyrr en síð-
ar. Það var því í rauninni ekkert
skrítið, að árið 1985 kom svolítið
bakslag í seglin hjó bankamann-
inum unga.
Jóhann náði sér hins vegar vel á
strik á nýjan leik á Reykjavík-
urmótinu í fyrra, sem var mjög
sterkt. Þar lenti hann í2.- 8. sæti.
Jafnteflið við Sovét
Hann hefur einnig teflt í
Olympíusveit íslands frá 1980 og
staðið sig mjög vel. Til að mynda
var hann á 2. borði í Dubais mót-
inu í fyrra, þar sem skákliðið náði
einum glæsilegasta árangri fyrr
og síð. Á því móti náði hann með-
al annars jafntefli við Anatólí
Karpov, fyrrverandi
heimsmeistara í hinum fræga leik
við Sovétmenn, sem lyktaði 2:2.
Bæði Karpov og Kasparov voru í
sovésku sveitinni.
Hann tók síðan þátt í hinu um-
deilda svæðamóti í Gausdal, þar
sem hann deildi 2.- 4. sætinu en
komst áfram á stigum til þátttöku
í millisvæðamótinu sem nú er háð
í Szirak. IBM mótið í Reykjavík
var næst á dagskrá, en þar vegn-
aði Jóhanni hins vegar ekki vel, -
náði ekki nema 9. - 11. sæti.
Mótið sem skáksnillingurinn
keppir nú í útí Ungverjalandi er í
11. styrkleikaflokki. Áður undir-
bjó hann sig hins vegar með því
að taka þátt í geysisterku móti í
Moskvu, sem var sterkara en
millisvæðamótið í Ungverja-
landi,-varí 12. styrkleikaflokki.
Þar náði Jóhann mjög glæsilegum
árangri,varí3.-5.sæti,ogtapaði
ekki nema einni skák.
í fótspor Friðriks
Nú er hann hins vegar í eldlín-
unni, - einungis einn vinningur
skilur hann og gulltryggt sæti í
áskorendamótinu í Kanada.
Hann hefur unnið hvern meistar-
ann á fætur öðrum, og sýnt feiki-
legt úthald og þolgæði. Þegar
þetta er skrifað er Jóhann Hjart-
arson einn í efsta sæti, með 11
vinninga úr 15 umferðum. Á fæt-
ur hans koma í 2. - 4. sæti með
10,5 vinninga þeir Salof úr Sovét,
Portisch úr Ungverjalandi og
breski stórmeistarinn Nunn.
Beljavskí, skákmeistari Sovét-
ríkjanna er svo í 5. sæti með 9,5
vinninga.
Kanadamaðurinn Allen verð-
ur viðfangsefni Jóhanns í dag.
Allen er neðstur á mótinu, og ætti
ekki að verða Jóhanni of erfiður,
jafnvel þó Jóhann stýri svörtu
mönnunum. Hann þarf hins veg-
ar að taka á honum stóra sínum í
síðustu umferðinni. Þá keppir
hann við Beljavskí, sem verður
að öllum líkindum að tefla
grimmilega með svörtu mönnun-
um til vinnings, til að ná sæti í
áskorendamótinu í Kanada.
Jóhann stendur hins vegar best
að vígi. Takist honum að ná ein-
um vinningi úr síðustu tveimur
umferðunum er hann örugglega
orðinn fyrsti íslendingurinn í
rösk 30 ár til að komast á
áskorendamót.
-ÖS
Það er spáð góðu veðri í
þorpinu Szirak í Ungverja-
landi í dag. En láti að líkum
verður loftið væntanlega raf-
magnað af spennu og eftir-
væntingu í litla hótelinu, þar
sem Jóhann Hjartarson teflir
við Kanadamanninn Allen í
næstsíðustu umferð milli-
svæðamótsins í skák. Jóhann
er þegar þetta er ritað einn
efstur, með 11 vinninga úr 15
umferðum. En fast á hæla
hans koma fjórir heimsþekktir
kappar. Þrír þessarafimm
vösku drengja munu komast
áfram á áskorendamótið í
Kanada. Til að gulltryggja sig
verður Jóhann að ná heilum
vinningi úr þeim tveimur um-
ferðum sem eftir eru. Vinni
hann Allen í dag, sem er lang-
neðstur á mótinu, er hann ör-
uggur um Kanadaför. Annars
verður hann að reyna að ná
að minnsta kosti jöfnu við
kappann Beljavskí, skák-
meistara Sovétríkjanna, sem
er nú í fimmta sæti á mótinu.
Beljavskí ó morgun
Spennan magnast enn fyrir þá
sök, að Beljavskí, sem getur
ráðið úrslitum um hvort Jóhann
nær áfram á áskorendamótið,
hefur verið sá skákmaður, sem
Jóhann hefur lært einna mest af.
En Beljavskí og Timmans hefur
íslendingurinn knái sótt ýmislegt
til, meðal annars nauðsyn þess að
beita sem fjölbreytilegustum
byrjunum í stað þess að hanga
einlægt f sömu opnunarleikjun-
um. Þetta vegarnesti hefur vafa-
lítið komið Jóhanni vel á mótinu í
Szirak, þar sem hann hefur náð
undragóðum árangri og sýnt fjöl-
breytta taflmennsku.
Jóhann Hjartarson er ímynd
hins sanna íþróttamanns, geð-
þekkur og glæsilegur, kátur og
léttur í lundu. Oftar en ekki er
hann brosandi á blaðamyndum
og bregður gjarnan á leik í við-
tölum og skákskýringum. Vinir
hans segja stundum, að í rauninni
sé hann afsprengi gjaldeyris-
deildar Búnaðarbankans. Þar
vann hann nefnilega um skeið, og
varð sér úti um titil alþjóðlegs
meistara á alþjóðlegu skákmóti
sem haldið var á vegum Búnaðar-
bankans 1984.
En Jóhann byrjaði skákferil
Matthías
formaður?
Innan Sjálfstæðisflokksins
gera menn því skóna að skipt
verði um formann í Sjálfstæð-
isflokknum við fyrstu hentug-
leika. Þorsteirín Pálsson
gerir ekkert nema veikja sig
og þykir fátt hafa sem prýða
megi góðan formann. Stjarna
Davíðs Oddssonar hefur
hins vegar fallið ört. Hann
þykir ekki hafa hið rétta skap-
ferli til að sameina flokk. Sem
biðleik í stöðunni - þangað til
nýtt formannsefni er fundið
eða Davíð nær sér aftur á strik
- er af mörgum talið vænlegt
að veðja á Matthías A.
Mathiesen. Hann hefur kosti
græðarans en þótti jafnframt
Sjýna óvænta hörku þegar
hann beygði Þorstein á dög-
unum og sveið út úr honum
ráðherraembættið. Innan
Sjálfstæðisflokksins benda
margir jafnframt á þá stað-
reynd að Matthías hefur verið
formælandi sátta við Borgara-
flokkinn. En nú þykir Ijóst að
Albert Guðmundssyni mun
illa takast að halda honum f
kosningastærð, sé auk þess
leiður á einangruninni og til í
sættir við menn sem honum
líkar viö. Þeirra á meðal er
Mathiesen ráðherra. Því horfa
nú margir til hans sem
mannsins sem mögulega
gæti grætt hinn afhöggna lim
á búkinn aftur. En Matthías er
miklu klókari en menn halda
og þó hann láti líklega um að
halda sætinu eins og tvö ár
meðan nýr maður er fundinn
hugsar hann sér lengra for-
mannsskeið, verði af fram-
boði hans á næstu árum.
Andstæðingar hans gera sér
grein fyrir þessu og óttast nú
að hann muni nota sam-
gönguráðuneytið til að koma
sér í mjúkinn hjá landsbyggð-
armönnum og gera við þá
bandalög á alla kanta. Nafni
hans Bjarnason og Sverrir
Hermannsson munu fylla
þann hóp sem gæti vel hugs-
að sér að styðja gaflarann til
formennsku í stað Þorsteins
... og þætti ugglaust ekki verra
að fá eins og eitt stykki jarð-
göng í kjördæmið á móti.
Tveir Jónar -
tveir Birnir
Jónarnir á ráðherrastólum,
Sigurðsson og Baldvin
Hannibalsson, eiga báðir
eftir að tilkynna hverjir verði
aðstoðarmenn sínir. Um langt
skeið hafa verið á sveimi
sögusagnir um að þeir hygg-
ist útnefna Birni tvo, annan
Björnsson og hinn Frið-
finnsson. Nú munu þeir Birn-
ir vera að íhuga hvort þeir
þekkist boöin og fregna að
vænta eftir helgi.
( Alþýðuflokknum þykir
þetta val hins vegar ekki ýkja
frumlegt, og vera raunar enn
eitt dæmið um að Jón Baldvin
freisti þess að herða tök sín af
fremsta megni á flokknum.
Björn Bjömsson er sonur
Björns heitins Jónssonar,
kjarkaðs baráttumanns úr
verkalýðshreyfingunni, sem á
sínum tíma var einn af helstu
samstarfsmönnum Hanni-
bals Valdemarssonar, föður
Jóns Baldvins.
Björn Friðfinnsson er hins
vegar gamall félagi Jóns
Baldvins, faðir Björns var
Friðfinnur heitinn Ólafsson
mætur og vel kynntur forstjóri
Háskólabíós. Systir Friðfinns
er hins vegar Sólveig Ólafs-
dóttir móðir Jóns Baldvins.
Ættarveldið er þannig að styr-
kjast, og BJ-arar, sem sóttust
eftir að fá að minnsta kosti
annað aðstoðarmannsstarfið
eru mjög illir yfir nepótisma
formannsins.
Sunnudagur 9. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13