Þjóðviljinn - 09.08.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.08.1987, Blaðsíða 9
Áhrif Jónasar Hallgn'mssonar ð islenskf veðurfar Nú líöa lágt um fagurgrænar hlíðar og litum vefa þokuslæður mjúkar, elds á miðjum firði og drögin dúkar, dalur hvítri læðu innan tíðar. Þannig var ort og þannig má e.t.v. yrkja sé maður staddur á herbergi númer 209 án rúmfata í Hótel Varmahlíð á bleikjurauðu síðsumarkvöldi með gluggann gegnt Glóðafeyki, þessu fullkomnasta fjalli í gjör- vallri íslandssögunni. Sólin situr í Drangey og er út úr mynd en ryðar silfurlita skýjabekkina sem girða fjallið þvert, Lyngfótur og höfuðblámi. Maður situr gegnt þessu undri og horfir sig vímaðan kvöld eftir kvöld, frá því klukkan að ganga átta og allt til miðnættis er lýsingin dofnar skyndilega og næturbláminn tekur við. Undir renna vötnin í kyrrstæðri spegil- mynd himinsins og um vegina kvíslast ljóskeilur bflanna, stöð- ug stóðhrossin drúpa höfði eins og unglingarnir í sjoppunni. En öll þessi jarðnesku smáatriði hverfa þó fyrir skýinu framan við fjallið, kraftbirtingu guðdómsins frammi fyrir hinni symmetrisku helgimynd. Skýið og fjallið. Og líklega er það þó aðallega skýið. Maður horfir sig blóðlausan og fellst að lokum á þá skýringu að HALLGRÍMUR HELGASON SKRIFAR mynd þessi sé dregin af sjálfum Jónasi Hallgrímssyni, en hér, ekki ófjarri fæðingar- og uppeld- isstað hans, gæti áhrifa hans hvað mest og er margreynt að veðurfar dragi mjög dám af stfl þessa seint oflofaða snilldardrengs, sem einn íslendinga hefur ort á ítölsku. Og sannfærður um þetta rýni ég enn betur í þessa tásu, þetta lað, þennan gufusöfnuð og fæ ekki betur séð en að þar standi stórum eldrauðum sólstöfum rituð eigin hendi besta ljóðlína, ever: „Heilsið öllum heima rómi blíð- um”. Varmahlíið er hinn mesti vermireitur og líklega fallegasti staður á þessari öld ef frá er talin ein vika í Öskju árið 1961. Hitinn er um og yfir tuttugu gráður í skugga skógarins ofan við 23 steinsteyptar byggingar sem reistar eru á 5 stöllum. Vel er bfl- fært þeirra á milli og jafnvel um rúnt að ræða sem getur orðið full- ónæðissamur seint á kvöldin ef þannig vill til með sjónvarps- dagskrána. Það er því suðrænn andi yfir þessum bæ og aðeins kaffið sem spillir honum, en það er hér jafn vont og annars staðar á Norðurlandi. Ég er hér í mínu sumarfríi sem að vísu er eyðilagt fyrir manni af fyrrnefndum Glóðafeyki. í sundlauginni svamla þrjár þýskar skepnur með kút og kork í hverju sínu haldi en maður kemst þó oní og nær að lokum að sölsa undir sig korkflot- ann af þeim og lætur sig fljóta sólþurrkaðan næsta klukkutí- mann umvafinn hinu nýja og fullkomna digital sándsýstemi þeirra laugverja, alveg þar til birtist út úr kvennaklefanum lát- únsbolur þeirra Skagfirðinga, þá missir maður jafnvægið og undan skýlu skjótast korkplöturnar upp fyrir vatnsborðið. Upp í ælugult hótelherbergið er maður svo mættur aftur og enn það kvöld og lætur skýjafarið skekja sál sína, lætur truflast af rekkjuvoðum himnaskáldsins. Morguninn eftir er ég vakinn ó- sofinn af sólinni, sem aftur er orðin gul og silast upp fyrir fjalla- skörðin sem liggja eftir glugga- kistunni endilangri. Það er ekki vært og út á hlað skal maður þar sem stelpurnar breiða hár sitt til þerris og bændurnir silast á intum sínum niður í part að hirða upp baggana sem hvfla svo þungt á þjóðinni, þeir liggja eins og óbotnaðir vísuhelmingar á víð og dreif um árbakkana. Inn á þetta hlað rymur líka stór og mikil rúta full af leiðinlegri útlendingum en maður hafði áður ímyndað sér. En framan á hana er ritað stórum stöfum KJÖLUR og það nafn orkar svo sterkt á mann að svo fer að manni er troðið í aftasta sæti á milli göngudeildar breska land- hersins og fallegra finnskra hjóna sem komast næst því að vera eðli- leg í þessari þjóðahjörð. Breskir bartalómar og franskir bónapart- ar berjast innbyrðis um yfirráðin á landakortunum og gamla heimsveldið hefur að sjálfsögðu betur þar sem þeir skilja gæds- orðin og eru þegar að leggja á ráðin um yfirtöku Hofsjökuls þegar Frakkamir eru enn í Vatns- skarði. Þulurinn dregur seiminn inn Blöndudal og upp að virkjun. Við erum komin á Kjalveg. Á Kili. Orð sem ekki er hægt að segja án þess að upp í hugann komi beisklegur aldurtili. Hvflíkt rímorð! Er til fullkomnara rím á íslensku en þetta? Kili, tili. Og það er að sjálfsögðu annar J.H. sem kom því í kring auk þess að útiloka alla aðra möguleika á rími nema þá auðvitað handarinnar dauðu og einu niðrí Blöndugili. Yfir landi himinn heiður ríkir og hafið mola af köldu borði sník- ir. Það virðist sem svo að áhrif Jónasar Hallgrímssonar á ís- Ienskt veðurfar ætli að teygja sig suður yfir hálendið að þessu sinni. Undir skýlausum öræfa- himni em jöklarnir eins og ný- strekktur hvítur strigi í ramma fjallanna. Á milli þeirra eru Hveravellir, hádegisverður Iandsins, og framundan blasa við Kerlingarfjöllin, hrein snilld. ís- land er alveg ótrúlegt og hvar em nú íslendingarnir? Vei yður hass- hausum höfuðborgarsvæðisins! Hvar eru yðar augu? Hvar eru yðar eyru? í stað útilegumann- anna em komnir útilenskumenn- irnir sem hafa myndað þétta byggð í kringum hverasvæðið sem bullar í kapp við þá sjálfa. Hér er kofi Eyvindar og hver þar sem áður Halla hár sitt þvó og sér, eins og ort var. Nú er aftur ort um þeirra hlutskipti og Bubbi spyr hvort öræfafegurðin hafi skapað þeim hamingjuna sem því miður verður að svara neitandi í þessu tilfelli og er þetta sjálfsagt eina undantekningin frá þeirri reglu. í dag fer fram í Eyvindar- hver blautbolskeppni eigin- kvenna þýska náttúrugripafél- agsins og okkur matargestum á óvart kemur Sabína Buttenwald með búttuðum sigri sínum sjötta árið í röð. Áfram rúllar rútan og myndar í sífellu nýja fjallahringi, nýjar sýnir og sjónarhorn. Gróðurinn er svotil allur rokinn burt sunnan megin og maður veltir stemunum fyrir sér og fjallrekstri Árnes- inga. Suðurland heillar okkur með regnboga Gullfoss og maður er að mörgu leyti feginn að vera kominn til byggða því grænar eru sveitir lands (þvflík lína!) og mað- ur verður alltaf að muna að lofa gæsku gjafarans. Það er sem fyrr Jónas Hallgrímsson sem hér er samgróinn hverjum reit og rinda, hefur helgað sér hvern blett allt suður á Eyjafjallatind. Nútíminn heilsar manni hins vegar með fyrsta húsi i byggð: Nýja Kitsch- hhöllin við Geysi, þessi úrkynj- aða norska blanda af skíðaskála og kirkjuskipi með útskurðar- væmni í Edenstfl. Hvar eruð þér arkitektar íslands? Og þeir eru í stflsamkrullskringlum og þjóðarbókhlöðuhlúnkum. Hvar er sá sem þorir að taka af íslenskt og sjálfstætt skarið? Hvar er næsti Samúelsson. (Þetta eru asn- ar, Guðjón.) Nú er gamli sorrý Geysir girtur og sápufirrtur orðinn, fær það ekki lengur nema fyrir pening á laugardögum klukkan þrjú. En af hverju ekki að setja í hann te- pakka og úthluta bollum, nei selja bolla, leyfa útlendingunum að fá að smakka Earl Grey í Geysisvatni og hlífa þeim þar með við innréttingunum á nýja hótelinu. Því eins og enn eitt skáldið sagði er Tíminn eins og vatnið og vatnið er kalt eða heitt eins og vitund mín sjálfs. Og tím- inn er eins og te sem er blandað vatninu og mér til hálfs. Þegar í bæinn er komið fljóta hins vegar á Tjarnarvatninu hinar lýsandi sálir fómarlamba fyrstu kjarnorkusprengjunnar, þúsund litlar japanskar sólir. Éndurnar sem sjálfar eru endurholdgaðar sálir fórnarlamba ómerkilegs stríðs á milli tveggja þýskra borg- ríkja á seinni hluta sextándu aldar, styggjast eilítið og halda sig afbrýðisamar í hinum enda Tjamarinnar. Á Gauknum þarf maður svo að standa reiknings- skil gjörða sinna, skrifa sinna, nöldurs síns og leiðinda. Reynir að kalla á J.H. sér til hjálpar, en áhrif hans ná ekki svo langt suður, og þó, kannski er hann í röðinni fyrir utan. Hallgrímur Helgason Reykjavík, 6. ágúst 1987 P.S. í síðasta þætti kom leiðrétt- ingarloppan nokkuð við sögu. Kulnuðum módernlistum átti að vera kulnuðum módemeistum. Og Hjálmar Jónsson er úr Bólu en ekki Bjólu. Fleiri villur voru einnigsjálfsagðari eins og Konn- ættin sem hljómar mun betur en Konna-ættin. Með þökk. Fóstrur Okkur á Foldaborg vantar fóstrur og/eöa starfs- stúlkur í hálfar og heilar stööur. Foldaborg er nýtt 3ja deilda dagvistarheimili í mótun. Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur að uppbyggingu uppeldisstarfsins þá hafðu sam- band við Guðbjörgu eða Ingibjörgu í síma 673138. Starf bæjarritara Hér með er auglýst laust til umsóknar starf bæjar- ritara á Akranesi. Háskólamenntun er æskileg. Nánari upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri og bæjarritari í síma 93-11211. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k. Bæiarstiórinn á Akranesi Sunnudagur 9. ágúst 1987 ÞJÓÐViUINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.