Þjóðviljinn - 09.08.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 09.08.1987, Blaðsíða 14
Fiskverkun 1912. Konur í erfiöisverk- unum, en í bakgrunni sést eigandinn meö þverslaufu og í fínurn fötum. Sókonur við Breiðafiörð Heflað segl ég hef við rá hert á reiðaböndum, austurtrogi tekið á, tveimur ausið höndum. Fáki hef beitt um freðna jörð og frónið blómum gróið, og út um breiðan Breiðafjörð bát og skipi róið. Ég hef kaffibaunir brennt, breitt og rakað heyið, fyrir spröku færi rennt, fisk að borði dregið. Þannig minntist Herdís And- résdóttir (1858-1939) m.a. starfa sinna í Breiðafirði. I miðalda- heimildum er ekki oft getið um sjókonur og er aðeins þrisvar vik- ið að þeim í íslendingasögunum og þykir það þá ekkert tiltökumál að konur rói. Frá síðustu tveim öldum eru til margar heimildir um sjókonur. Við Breiðafjörð og í Arnessýslu var algengt að konur reru til sjós. í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálsson- ar frá 1772 segir að breiðfirskar sjókonur hafi verið jafnvanar róörum og karlar. En voru breiðfirskar sjókonur taldar jafngildar körlum við róðra og hvað gilti um kaup þeirra og kjör? Fjöldi kvenna Tvær síðustu aldir voru Breiðafjarðareyjar þéttsetnar fólki. Eyjarnar voru gjöfular og miklar matarkistur, þangað sótti fólk í harðindum. Eftir Skaftár- eldana 1783 flykktist vergangs- fólk út í Oddbjarnarsker, eyjan var óbyggð utan þess tíma sem þar var verstöð. Vegna fjöl- mennis þurftu íbúar eyjanna að stunda sjó til þess að hafa í sig og á en til veiða þurfti mikinn mann- afla. Oft neyddust fátækar hús- mæður til þess að róa frá barna- hópi. Búskaparlagi eyjanna var þannig háttað að nauðsynlegt var fyrir konur að geta róið. Ær og kýr voru t.d. hafðar á beit á ann- arri eyju en þeirri sem bærinn stóð á. Þurfti þá að róa til mjalta. í ferðabók Eggerts og Bjarna er þetta að finna um breiðfirskar konur: ...Þótt þær séu jafnvanar róðrum og karlar og kunni með báta að fara, þá er þetta mjög erfitt, því að þær skortir afl á við karla. Oft eru ferðir þessar hættulegar, þegar þær verða í misjöfnu veðri að fara I Ferðabók Eggerts og Bjarna fró 1772 segirað breiðfirskar sjókonur hafi verið jafnvanar róðrum ogkarlar.Áhafnir voru stundum ein- gönguskipaðar konum. Fótœkt knúðisumarkonurtil að róa hóóléttar út á opinn sjó, stundum 2-3 mflur vegar og yfir harða strauma og fram hjá ótal blindskeri sem eru í kringum eyjarnar og milli þeirra... Hvergi í landinu starfa konur jafnmikið og hér. Heimildir um sjókonur finnast helst í frásögnum af einstökum afrekum, t.d. ef þær voru að því komnar að ala börn á hafi úti, eða þeirra er getið þegar sjóslys urðu. Hér á eftir fara nokkur dæmi um skiptapa úr Grímsstaðaannál þar sem telja má öruggt að bátarnir voru við veiðar þegar þeir fórust. Er það til marks að formenn þeirra eru nafngreindir eða bátur hefur verið fastur við stjóra. Stjóri var valinn steinn, á hann var gert gat og var legufærið hnýtt í það, legið var við stjóra þegar veitt var. 1698 - í Bjarneyjum var skiptapi um haustið... voru á fimm menn með einum kvenmanni... druk- knuðu fjórir með þessum kven- manni Brynhildi að nafni. Einum var bjargað. 1718 - Um sumarið forgekk bátur í Höskuldsey; einn maður og stúlka drukknuðu en einn maður komst af... 1724- Um vorið viku fyrir kóngs- bænadaga á föstudag (5. maí) gerði mikinn sunnangarð... í Höskuldsey á Breiðafirði urðu 4 skiptapar í þessum sama garði, voru á þessum fjórum bátum 18 manneskjur: 8 kvenmenn og 10 karlmenn; komst enginn af. Erfitt er að gera sér grein fyrir fjölda sjókvenna, því að í manntölum og opinberum skrán- ingum eru þær flestar skráðar vinnukonur eða bændakonur þar sem þær stunduðu oftast bústörf utan vertíða. En ef litið er á frá- Scgnir af skipssköðum má sjá að litlu færri konur en karlar hafa róið á Breiðafirði. Afrekskonur ó sjó Til eru dæmi um báta sem að- eins voru mannaðir konum. Hall- dóra Ólafsdóttir var formaður á báti hjá bróður sínum Eggerti Ól- afssyni skáldi. Halldóra var með bæklaðan fót og fékk hún viður- nefnið klumba eða klumbufótur. Þrátt fyrir það var hún stjórn- samur formaður og karlmanns- ígildi að burðum. Hafði hún stundum áhöfn eingöngu skipaða konum og gaf hún karlmönnum ekkert eftir hvað snerti sjósókn og veiði. Algengast var samt að konur og karlar reru saman. Þótti ekkert sérstakt að konur sætu undir öllum árum og karl- maður væri í skut og héldi um stýrissveifina. Til eru húsgangar um skipsstjórn kvenna: Enn þótt báran yppti hramm áls um klárar tóttir, keyrir ára knörrinn fram Kristín Lárusdóttir. Ragnhildur á rauðum kjól rennir fyrir stýri. Dável getur saumasól siglt um hnísumýri. Snæbjörn Kristjánsson í Her- gilsey sagði svo frá: Oft, þegar slæmt var veður, hugsaði ég til Guðrúnar fóstru minnar og tilsagnar hennar í stjórn á bátum, og fékk ég þá raun á, að færi ég eftir því stjórnlagi, sem hún hafði kennt mér við hlóðirnar í eld- húsinu varð tæplega við betri stjórn búizt af mér svo ung- um, enda tekið til þeirrar reglu í vondu veðri, og þótt betur fara. Ég dáðist að því í huga mínum, hve mikla þekk- ingu hún hafði til að bera á öllueraðstjórnlaut. ...Éghef aldrei heyrt formenn lýsa stjórn svo vel á þurru landi að til jafnaðar sé. Fyrir kom að óléttar konur reru. Hjónin Sigríður Ólafsdóttir og Gunnlaugur Ögmundsson reru á vorvertíð frá Oddbjarnar- skeri. Þar bjuggu þau ásamt börnum sínum meðan á vertíð stóð. Sigríður var vanfær og kom- in að falli en þrátt fyrír það leyfði lífsbaráttan ekki að hún gerði hlé á sjósókn sinni. Tók hún léttasótt úti á sjó í óveðri og náðu þau hjón rétt í land áður en hún fæddi. Hví svo algengt vlð Breiðafjörð? Við Breiðafjörð voru smíðaðir árabátar með sérstöku lagi. Höfuðeinkenni þeirra var bogið stefni með miklum undirlotum, sem hentuðu vel til lendingar í misjöfnum fjörum. Þeir voru létt- ir undir árum og auðvelt var að setja þá upp á land. Eru miklar líkur á að breiðfirskt bátalag hafi verið svipað frá fyrstu tíð, bát- arnir voru í samræmi við náttúru- legar aðstæður og búskaparlag eyjabúa. Fimmæringur var alg- engasta bátastærðin við Breiðafj- örð. Konur voru skipverjar á ár- abátum en ekki þilskipum. Litlir og léttar bátar hafa verið 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.