Þjóðviljinn - 09.08.1987, Blaðsíða 2
V
af jafnvœgi
Þetta byrjaöi eiginlega allt á því aö hinn spaki
maður (homo sapiens) hætti aö ganga á fjórum
fótum, einsog hin húsdýrin, og reis uppá aftur-
fæturna. Eftir þaö hafa flestir hlutir gengiö
mannkyninu í óhag, eða einsog segir í máltæk-
inu: „allt gengið á afturfótunum".
Góöur vinur minn, sem bæði er mannfræð-
ingur og greindur í betra lagi, hefur tjáö mér aö
maðurinn hafi tekið upp á því milljón árum of
snemma að fara aö ganga á afturfótunum,
hryggsúlan hafi einfaldlega ekki verið tilbúin til
að taka við álaginu og af því stafi þessi enda-
lausa bakveiki sem alla er lifandi að drepa, ekki
síst íslendinga.
Margir góðir og grandvarir menn álíta að
líkams- og jafnvel sálarheill íslendinga væri
mun betur borgiö, ef þeir gengju enn á fjórum
fótum einsog gert var í dentíð.
Eitt af því sem mér hefur löngum þótt baga-
legast við það að ganga bara á afturfótunum, er
það hve erfitt getur reynst að halda jafnvæginu.
Var raunar óhugsandi oft á tíðum, áður en mað-
ur varð þorstaheftur. í gegnum tíðina hef ég æði
oft litið búsmala landsmanna öfundaraugum
vegna þess að hann ber gæfu til þess að ganga
á fjórum fótum og heldur þess vegna
jafnvæginu endalaust, einkum hestarnir, sem
eru nú, þegar öllu er á botninn hvolft, mínar ær
og kýr.
En ekki þýðir að sýta orðinn hlut. Það er óum-
flýjanleg staðreynd að flest okkar ganga á aftur-
fótunum, svona öðru jöfnu, og þar við situr.
Afleiðingin er eitt mesta böl sem hrjáir
heimsbyggðina, sannkallað líkams-, sálar- og
samfélagsböl. Eitt allsherjar jafnvægisleysi.
Til eru þeir sem halda að jafnvægi sé fengið
með því að standa í lóðréttri stellingu án þess að
rjúka um koll, en það er nú öðru nær. Allsstaðar
vantar jafnvægi. Það vantar jafnvægi í sálarlífið
og sambúðina, kaupið og kjötverðið, inn- og
útflutning, tekjur og gjöld, að ekki sé nú talað um
lífríkið í sjónum umhverfis ísland, og svona
mætti endalaust telja.
Það sem hrjáir íslendinga öðru fremur er eitt
allsherjar jafnvægisleysi, mér er nær að halda á
flestum sviðum.
Stundum er voðinn vís, þegar jafnvægi er
ekki fyrir hendi, og þá skera landsfeður upp
herör gegn jafnvægisleysinu og reyna að koma
á jafnvægi.
Eins og vænta má er einna brýnast að koma
á jafnvægi í byggðum landsins. Fyrir nokkrum
árum tóku menn að berjast fyrir því þjóðþrifa-
máli og var herförin nefnd byggðastefna.
Byggðastefnan snýst öðru fremur um það
hvað sveitamenn eiga bágt að búa ekki í
Reykjavík.
Og það get ég persónulega og heilshugar
tekið undir.
Byggðastefnan er einkum fólgin í sam-
göngubótum í dreifbýlinu, þannig að vegir eru
malbikaðir þar sem fáir búa, að því er mér skilst
til þess að auðveldara sé fyrir dreifbýlinga að
komast til Reykjavíkur.
Hinsvgar virðist ástæðulaust að viðhalda
þeim vegum sem reykvíkingar aka mest um,
hvað þá malbika þá.
Það er talandi tákn, að ekki er enn búið að
malbika Þingvallaveginn, þó um hann fari að
jafnaði á sjötta hundrað bílar daglega á sumrin.
Og ekki stendur til að malbika Grímsnesið frá
Þingvöllum niður að Þrastaskógi og líklega talið
óþarfi vegna þess að þann veg fara nær ein-
göngu reykvíkingar.
Og einsog vænta má er Gjábakkaheiðin yfir
að Laugarvatni ófær mestan hluta ársins, vænt-
anlega til að halda jafnvægi í byggð landsins.
Ég fór eiginlega að hugsa um þetta þegar ég
sá að til stóð að bora gat í gegnum nokkur fjöll
vestur á fjörðum fyrir tæpan milljarð.
Guð veit að mér finnst vestfirðingar alls góðs
maklegir og ég er klár á því að reykvíkingar,
sem eru upp til hópa gott og hjartahreint fólk,
gleðjast með Vestfirðingum þegar þeir fara að
aka um heimaslóðirnar neðanjarðar.
En vafalaust verða samt einhverjir til með að
hugsa sem svo:
- Væri það nú nokkur goðgá þótt fjölförnustu
vegum landsins umhverfis Reykjavík væri hald-
ið í ökufæru standi, jafnvel þótt þeir séu nær
eingöngu notaðir af fólki sem býr hérna á suð-
vesturhorninu?
Eða er það hluti af byggðastefnunni að skapa
jafnvægi með því að gera reykvíkingum lífið leitt
og gera höfuðstaðinn og umhverfi hans óbyggi-
legri en dreifbýlið?
Mér er sagt að það sem einkum hafi tafið fyrir
síðustu stjórnarmyndun hafi verið deilur um
það, hver ætti að verða samgöngumálaráð-
herra.
Mörgum þótti Ólafur Einarsson sjálfkjörinn til
embættisins vegna náinna kynna af malbiki og
eiginleikum þess. En annar maður, vænn og
góður, settist í stólinn og nú væntum við þess að
hann komi á jafnvægi í sálum vegfarenda á
suðvesturhorni landsins með því að beita sér
fyrir því að fjölförnustu ökuleiðir landsins verði
gerðar ökufærar, en bíði með að bora göt í
gegnum fjöll á útkjálkum með þúsundföldum
tilkostnaði á kílómeter.
Mundu það Matthías, að það þarf tvö lóð til að
halda jafnvæginu.
Það var lóðið.