Þjóðviljinn - 09.08.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.08.1987, Blaðsíða 11
Herberg von Karajan sýmr engan bilbug. Karajan enn ofursfími kominn fast að áttrœðu Meðal þeirra mynda af tón- listarmönnum, sem stillt er út í svo að segja alla búðarglugga í Salzburg meðan á tónlistarhátíð borgarinnar stendur, ber mest á hrjúfu og valdsmannlegu andliti hljómsveitarstjórans Herberts von Karajan. Þótt hann sé orðinn 79 ára er hann enn potturinn og pannan á tóniistarhátíðinni og aðalstjarna hennar og hófst dag- skráin síðustu vikuna í júlí með því að flutt var ópera Mozarts „Don Giovanni” undir hans stjórn. Lýkur hátíðinni svo 31. ágúst með tónleikum undirstjórn Riccardo Muti, þar sem flutt verða verk eftir Hindemith og Brahms. Menningarvinir og listunnend- ur hvaðanæva að hafa úr mörgu að velja á þessari tónlistarhátíð sem er sennilega hin vandaðasta sinnar tegundar í heiminum. „Við leitum fyrst og fremst að gæðum en ekki magni,” sagði for- maður hátíðarinnar, Albert Mos- er, við fréttamanna Reuters. „Ef ekki er hægt að finna hina einu réttu hlutverkaskiptingu eða allt að því - þar sem það eina rétta er kannski ekki til - setjum við verk- ið ekki á svið.” Moser var of hógvær til að segja að hátíðin í fæðingarborg Mozarts væri mesta listahátíð í heimi. „En hvergi annars staðar í heiminum er hægt að finna jafn marga snillinga saman komna.” Alfred Brendel kemur á hátíðina tíl að Ieika píanóverk eftir Schu- bert, söngkonurnar Montserrat Caballe og Jessye Norman munu halda söngskemmtanir og einnig mikill hópur fremstu óperu- söngvara heims, Lucia Popp, Ruggiero Raimondi, Samuel Ramey, Thomas Allen og Fre- derica von Stade. „Pau koma vegna þess að þeim fellur Salzburg vel í geð, af því að það er mikill heiður að vera boð- ið, af því að þau fá góða borgun og af því að hingað koma miklir hljómsveitarstjórar,” sagði Mos- er, sem áður var stjórnandi Vín- aróperunnar. „Karajan hefur mikið aðdráttarafl.” Þótt Moser sé að nafninu til formaður þeirrar fimm manna stjórnar sem sér um hátíðina, viðurkennir hann að Karajan hafi meira áhrifavald. „Hann er prim- us inter pares (fremstur meðal jafningja),” sagði hann, „ef hann segist vilja gera eitthvað, er það auðvitað gert.” Karajan, sem er einn eftirsóttasti hljómsveitar- stjóri heims og sá sem mest hefur leikið inn á hljómplötur, hefur verið driffjöðurin og vinsælasti krafturinn á hátíðinni síðan hann yfirgaf Vínaróperuna 1964. En meðal annarra þekktra hljóm- Tónlistarhátíðin í Salzburg ein hin fremsta íheiminum sveitarstjóra, sem koma fram á þessari 37 daga hátíð að þessu sinni, eru Claudio Abbado, Leonard Bernstein, Carlo Maria Giulini og James Levine, tón- listarstjóri Metropolitan óper- unnar í New York. Tónlistin er stærsti þátturinn á dagskrá hátíðarinnar og verða þarna sýndar hvorki meira né minna en sex voldugar óperur: „Don Giovanni”, „Brúðkaup Fígarós” og „Brottnámið úr kvennabúrinu” eftir Mozart, „Capriccio” eftir Richard Strauss, „Endurkoma Ódysseifs til föðurlandsins” eftir Montever- di í útgáfu þýska tónskáldsins Hans Wemer Henze og hin ófull- gerða ópera Arnolds Schönbergs „Móses og Aron”. En „New York’s dance theater of Harlem” stendur einnig fyrir ballettsýningu og svo eru á dag- skránni nokkrar leiksýningar. Þannig mun einn af þekktustu Ieikurum Austurríkis, Klaus Maria Brandauer, sem einnig hefur getið sér gott orð í Holly- wood, Ieika aðalhlutverkið í leikritinu „Jedermann” eftir Hugo von Hofmannsthal, sem var einn af stofnendum hátíðar- innar í Salzburg á sínum tíma. Leikverk þetta, sem byggt er á samnefndu ensku miðaldaleik- riti, er sýnt undir berum himni á sviði fyrir framan óperuhúsið í Salzburg á hverjum sunnudegi á hverri hátíð. „Eins og Beethoven sagði er listin prestsþjónusta,” sagði Jóhannes Páll páfi annar eftir að hafa séð verk þetta á gest- asýningu í Róm fyrir fjórum árum og bætti því við að hann óskaði listahátíðinni í Salzburg til hamingju með að inna svo vel af hendi þá þjónustu. En hátíðin er þó að langmestu leyti harla veraldleg og keppa yfirstéttarmenn þar við einlæga tónlistaraðdáendur um miða á helstu sýningar og tónleika. Þeir sem ekki fá boðsmiða verða að borga miða sína mjög dýru verði. Að þessu sinni kosta miðar á óp- erusýningar allt að 3000 austurr- ískum skildingum eða upp undir 9000 kr. og miklu meira á svört- um markaði. f ýmsum geirum austurríska þjóðfélagsins er það nánast skylda að fara á hátíðina í Salz- burg, enda hefst hún á skrautlegu boði fyrir um það bil þúsund framámenn. Meðal gestanna að þessu sinni voru Kurt Waldheim forseti Austurríkis, Franz Vranit- sky forsætisráðherra og margir Monserrat Caballé. aðrir þekktir menn. Moser neitar því samt að hátíð- in sé aðeins fyrir fáa útvalda og segir að nóg sé af ódýrum miðum. En hann vill samt stuðla að því að hún nái til enn fleiri, t.d. með því að útvarpa tónleikum beint gegn- um hátalarakerfi. Fjörutíu af hundraði miðanna fara til er- Iendra ferðamanna. Þrátt fyrir hátt miðaverð nema tekjurnar af miðasölunni aðeins tveimur þriðju af kostnaði við hátíðina sem er alls um 300 milljónir austurrískra skildinga. Þriðjungur kostnaðarins er greiddur með opinberum styrkj- um. En óbeinar tekjur ríkisins af hátíðinni eru miklu meiri en þessi styrkur: telja forráðamenn henn- ar að umsvif kaupmanna og ann- arra slíkra af völdum hennar aukist um þrjá milljarða skild- 'nga- (Reuter) mmmmmammm Kvikmynda- höfundur setur ópeniásvið „ L ohengrin “ í uppfœrslu Herzogs fœr misjafna dóma Þegar hinn kunni kvikmynda- höfundur Werner Herzog fékk tilboð um að setja óperu Ric- hards Wagners „Lohengrin“ á svið á óperuhátíðinni í Bayreuth, hljóp hann út í búð og keypti plöturnar með verkinu. Tók hann ekki boðinu fyrr en hann var búinn að hlusta á þær. „Ég þekkti „Lohengrin" alls ekki,“ sagði Herzog, „en um leið og ég heyrði forleikinn vissi ég að ég varð að setja hana á svið.“ Með því að svara þessu tilboði játandi tók kvikmyndahöfundur- inn talsvert mikla áhættu. Tón- listarhátíðin í Bayreuth, sem er algerlega helguð verkum óperu- tónskáldsins Richards Wagners, ereinn af helstu tónlistarviðburð- um heims ár hvert, og eru því gerðar miklar kröfur til leikstjóra og söngvara. Þótt Wagner- óperur séu gjarnan firnalangar og trésætin í hátíðaleikhúsinu, sem hann lét sjálfur reisa, óþægileg, hefur óperuhátíðin orðið mikil- vægur þáttur f opinberu félagslífi Vestur-Þýskalands, og sækja stjórnmálamenn og kvikmynda- stjörnur frumsýningar. Wolfgang Wagner, sonarsonur Richards Wagners, stjórnar óp- eruhátíðinni að öllu leyti, bæði fjármálahlið hennar og listrænni hlið, og var það hann sem fól Werner Herzog að setja „Lo- hengrin“ á svið fyrir hátíðina í ár, sem hófst síðustu vikuna í júlí og stendur yfir í mánuð. En þessi ákvörðun hans mæltist misjafn- lega fyrir meðal vestur-þýskra óperuunnenda, þar sem Herzog, sem er einn af kunnustu kvik- myndahöfundum landsins og hef- ur orðið frægur fyrir fjölmargar kvikmyndir, hafði til þessa aðeins sett á svið eina óperu. Var það „Doctor Faustus" eftir Busoni, sem hann leikstýrði í Bologna. Þegar Herzog gekk fram á sviðið eftir frumsýninguna á „Lo- hengrin“ mætti honum voldugt HB9BK Þetta er erfitt stríð og hátæknilegt.. Kvikmyndaiðnaðurinn á í bar- áttu sem hefur þegar verið lýst vonlaus: við þá „sjóræningja” sem stela kvikmyndum jafnvel áður en þær eru fyrst sýndar í kvikmyndahúsunum, fjölfalda og dreifa um allan heim á lægra verði en lögleg myndbönd munu síðar fást fyrir. Starfsemi kvikmyndaþjófanna er hin umfangsmesta og best skipulagða lögleysa sem þekkst hefur í Bandaríkjunum frá því á dögum bruggs og leynivínsölu á bannárunum frægu. Að vísu veit enginn hver gróði bófanna er, en framleiðendur í Hollywood einni saman telja sig tapa um milljarði dollara á ári vegna þessa þjófnað- ar. Víða er það svo í Bandaríkj- unum sjálfum að ólöglegar spólur (oft mjög fallega merktar svo að enginn hægðarleikur er að Hollywood tapar miljarði dollara á ári til þeirra þekkja þær frá löglegum mynd- böndum) eru um 15% af því sem fram er boðið á myndbandal- eigunum. Og í ýmsum öðrum löndum er hlutfallið miklu hærra. Öll spjót úti Sem fyrr segir er það nokkuð víst að ólögleg bönd koma á markaðinn löngu áður en fram- leiðendur hafa sjálfir sett mynd- irnar á myndbandamarkaðinn. Ekki nóg með það - það er ekki óalgengt að myndir séu komnar á kreik á markaðinum svarta áður en þær hafa verið frumsýndar. Filmur „leka” með ýmsum hætti - allmargir hafa möguleika á að prufukeyra kvikmyndir - leikar- ar, tæknimenn og fleiri, og aldrei skortir fé til að múta því fólki, ekki síst ef í húfi eru myndir eins og Platoon eða síðasta James Bond myndin. Annars eru aðferðir sjóræn- ingjanna svonefndu mjög marg- víslegar. Stundum kaupa þeir eins og eitt löglegt eintak og fjöl- falda það í stórum stíl. Til eru smáþjófar sem fá eintak leigt, fjölfalda það heima hjá sér og drýgja svo tekjur sínar með því að selja þann heimilisiðnað. Sumir þjófarnir koma með uppt- ökutæki í kvikmyndahús og taka beint upp á sýningu. Og þar fram eftir götunum. klapp sem blandaðist saman við jafn voldugt baul. Blaðadómarn- ir voru misjafnir. „Die Welt“ sagði að ekki léki vafi á að vel hefði tekist til um sýninguna, en „Frankfurter Rundschau“ taldi að Herzog hefði misst af því tæki- færi sem hann fékk. „Frankfurter Allgemeine“ taldi að ekkert nýtt hefði komið fram í þessari sýn- ingu. En allir gagnrýnendur luku lofsorði á kanadíska tenórsöngv- arann Paul Frey, sem kom nú fram í fyrsta skipti á þessari óper- uhátíð. Það var mjög í anda þessarar óperuhátíðar að fela Werner Herzog að setja þessa óperu á svið. Wolfgang Wagner er tals- vert fyrir að gera tilraunir, og á hverju sumri er eitt af verkum afa hans sýnt í nýrri sviðsetningu, sem gengur síðan í mörg ár. „Á hverju ári reynum við að sýna eitthvað nýtt, setja hlutina fram á annan hátt. Það er okkar hug- Wemer Herzog: Hafði aldrei heyrt óperuna, sem hann var beðinn að setja á svið (Ljósm. eik). sjón,“ sagði Matthias Vogt, tals- maður óperuhátíðarinnar. Mönnum er það enn í fersku minni, þegar franski framúr- stefnuleikstjórinn Patrice Chere- au var fenginn til þess fyrir nokkrum árum að setja á svið „aldarafmælissýningu“ í Bayre- uth á „Niflungahringnum” eftir Wagner. (5peran „Lohengrin“ fjallar um samnefnda, goðkynjaða veru, sem kemur til jarðarinnar vegna bænar Elsu, en elskar hana með einu skilyrði: hún má aldrei spyrja hann hver hann sé eða hvaðan hann komi. Hún brýtur þetta loforð sitt, og Lohengrin verður að hverfa á braut. Wemer Herzog setti þessa sögu á svið eins og ævintýri í snævi þöktu landslagi og var sterk Richard Wagner. andstæða milli hvítrar sviðs- myndarinnar og marglitra bún- inga söngvaranna. „Ég ætlaði að reyna að sýna undur og forðast alla túlkun," sagði Herzog frétta- mönnum. „Ég vil ekki troða mér fram gagnvart áheyrendum, heldur leyfa þeim að mynda sér sínar eigin skoðanir.“ En blaðið „Frankfurter Allgemeine“ gagnrýndi sýninguna fyrir að hún væri of hefðbundin og skorti hreyfingu. „Die Welt“ Iýsti hins vegar yfir hrifningu á þessum stfl, að gera „Lohengrin" að „vetrar- ævintýri". Fyrir utan „Lohengrin“ verða „Tristan og IsoIde“, „Tannhaus- er“, „Parsifal“ og „Meistara- söngvararnir í Núrnberg“ einnig sýndar í Bayreuth að þessu sinni. (Reuter) Myndbandasjóræningiar vaða uppi En þótt framleiðendur viti að þeir geta ekki unnið þetta stríð reyna þeir að verjast eftir föng- um. Mjög hafa verið hertar regl- ur um meðferð eintaka af kvik- myndum sem enn em ekki komn- ar á tjaldið. Nokkrir fram- leiðendur hafa reynt kerfi sem heitir Macrovision - en með því eru merki prentuð á lögleg mynd- bönd sem skapa truflanir þegar reynt er að taka afrit af þeim. Þetta hefur um tíma gefið sæmi- lega raun - þar til kvikmynda- þjófar uppgötvuðu að þeir gátu keypt sér fyrir 300-400 dollara „svartan kassa” sem þurrkar út merkin sem Macrovision skilur eftir sig. Þetta er kannski ekki indælt stríð - en það fer altént fram á háu tæknilegu plani ... (byggt á Newsweek) 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. ógúst 1987 Sunnudagur 9. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Hvíta húsið Kona í forsetaframboð Reagan er einsog Rambó og Bambi litli í einni og sömu persón- unni, segir litrík kona sem vill verða nœsti forseti Bandaríkjanna Demókratinn Patricia Schroeder, 46 ára Kóloradó- búi, hefur nú ákveðið að blanda sér í baráttu demó- krata um útnefningu sem for- setaframbjóðandi Demó- krataflokksins við næstu for- setakosningar. Patriciaþykir með skeleggari talsmönnum demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, þar sem hún hefur setið í 14 ár. En áður hafa 7 aðrir kandídatar tilkynnt um vilja sinn til að hreppa hnossið og ekki þykir ólíklegt að vonarlömbum eigi eftir að fjölga. Patricia Schroeder og stuðn- ingsfólk hennar hafa þegar þreifað fyrir sér um undirtektir við framboð hennar og fengið dúndrandi undirtektir. Strax hef- ur safnast tæp hálf miljón dala í baráttusjóði hennar, og innan tíðar nrun svo rnikið hafa safnast að hún á rétt á jafnmiklu framlagi á móti frá hinu opinbera. Takist henni þannig að ná inn 2 miljón- um daia á næstu tveimur mánuð- um mun hún fleygja sér í slaginn. Hún kveðst ekki fara í slaginn af því húnsé kona, heldurfyrst og fremst af því henni finnist þörf á nýjum og ferskum hugmyndum til að bjarga bandarísku þjóðinni frá yfirvofandi erfiðleikaskeiði. Patricia er mjög ákveðin í and- stöðu sinni við Stjörnustríðsáætl- un Reagans. í Bandaríkjunum þykir sú andstaða hennar endur- spegla pólitískan kjark, því Kól- oradó fylki nýtur mjög góðs af ýmiss konar vopnasamningum sem áætluninni fylgja, og færa at- vinnu ogfjármagn inn ífylkið. En Patricia vill fremur að fjármagn- inu sem fer í rannsóknir í þágu Stjörnustríðsáætlunarinnar verði varið í aðrar og hagnýtari rann- sóknir, - á endurnýtingu vatns og ýmissa efna, sem í dag er fleygt. Hún vill miklu meiri rannsóknir í þágu heilbrigðismála, einkum á eyðni. „Reagan talar einsog Rambó, en framkvæmir einsog Bambi litli,“ sagði Patricia í viðtali við The Times fyrir skömmu. „Am- eríka þarfnast annarra hluta. Forystumenn okkar þurfa að hugsa hlutina til enda áður en þeir framkvæma." Enginn efast um hæfni Patriciu Schroeder til að hugsa. Hún er þjálfaður lögmaður, og með tvær háskólagráður frá Harvard.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.