Þjóðviljinn - 14.08.1987, Síða 2

Þjóðviljinn - 14.08.1987, Síða 2
FRETTIR Bátalón h/f r"SPURNINGIN“l Hvemig finnst þér Kringlan? Lilja Steinþórsdóttir afgreiðslumaður: Hún er bara æðisleg. Flott miðað við það sem maður hefur séð úti. Mér finnst nú samt yfirleitt dýrt hérna. Föt og annað. Bragi Guðmundsson bílstjóri: Mér líst mjög vel á. Þetta er ofsalega fínt hérna. Ég get ekki betur séð: Bergljót Kristinsdóttir húsmóðir: Prýðileg. Mér finnst hún bara æði, eins og krakkarnir segja. Hinrik Grétarsson yfirkokkur: Mér líst vel á hana. Þetta er stórt, margar verslanir og þægilegt að hafa allt undir sama þaki. Svo er vöruúr- valið gott. Hákon Róbert Jónsson, nemi: Bara fín og flott að öllu leyti. Næg verkefni í raðsmíði Hjalti Sigfússon: Þriðji raðsmíðabáturinn sjósettur ífyrradag. 9.8 brúttó-rúmlestir. Kaupverð með tilheyrandi búnaði um 11 milljónir króna. Skortur á iðnaðarmönnum Þetta er þriðji báturinn sem við sjósetjum af þeim bátum sem við höfum í raðsmíði hjá okkur í Bátalóni h/f í Hafnarfirði. Bátur- inn er 9.8 brúttó-rúmlestir að staerð, samkvæmt gömlu mæling- arreglunum, en samkvæmt þeim gömlu væri hann 16 tonn. Kaupverðið með öllum útbúnaði er um 11 milljónir króna, sagði Hjalti Sigfússon, verkstjóri í Bátalóni h/f, í samtali við Þjóð- viljann í gær. Að sögn Hjalta hafa verið gerðir samningar um smíði 11 báta af þessari stærð hjá Bátalóni h/f og auk þess eru þeir með í smíðum 22 tonna bát, sem kemur í stað annars sem dæmdur var í úreldingu. Hann er smíðaður fyrir togveiðar ýmiskonar, svo sem á dragnót, innfjarðarrækju og skelfiskveiðar. Þessi bátur fer ásamt þeim sem sjósettur var í fyrradag til Bíldudals. Þessa stundina hefur skipasm- íðastöðin nægileg verkefni út þetta ár og það næsta. Er það óvenjugott miðað við mörg önnur fyrirtæki í skipasmíðaiðn- aðinum. Þrátt fyrir næg verkefni veitist erfitt að fá mannskap til vinnu, nema með mjög miklum yfirborgunum. Sagði Hjalti að það væri nú að koma fram sem menn hafa lengi óltast að mjög erfitt reynist að fá réttindamenn í járniðnaði til starfa, þar sem lítið af þeim útskrifaðist um þessar Þriðji raðsmíðabáturinn rennur út úr Bátalóni. Mynd Ari. mundir úr iðnskólum landsins. Þá ber einnig nokkuð á því að vélvirkjar, svo dæmi sé tekið, leita í miklum mæli í önnur og þrifalegri störf, sem gefa ekki lakari laun, nema síður sé. grh Bátsöngur Tónleikar í Kerinu Snæfellsás ’87 Sáhfaxtaimót undir Jökli Margs konar heildrœnar aðferðir kynntar. Garðar Garðarsson framkvœmdastjóri Þrídrangs: Mjög jákvœtt viðhorf gagnvart mótinu Sálvaxtarmót verður haldið að Arnarstapa á Snæfellsnesi um helgina, og verður þar saman komið mikið mannval þeirra sem starfa að heildrænum aðferðum. Þrídrangur, fræðslu- og upplýs- ingamiðstöð fyrir heildrænar að- ferðir, stendur fyrir mótshald- inu. „ Það er mjög jákvætt við- horf gagnvart mótinu og við höf- um orðið vör við mikinn stuðn- ing,“ sagði Garðar Garðarsson, framkvæmdastjóri Þrídrangs, í spjalli við blaðið í gær. „Um tvö hundruð manns eru þegar búin að skrá sig á mótið og síminn stoppar ekki. Þetta er allskonar fólk; einstaklingar, fjölskyldur, ungir og gamlir.“ Að sögn Garð- ars er einnig talsvert um það að útlendingar mæti til leiks. Mótið verður haldið dagana 15. til 17. ágúst og er mótsstaður- inn engin tilviljun að sögn frum- kvöðlanna. Samkvæmt tíbeskum heimildum er Snæfellsjökull ein af sjö orkustöðvum jarðar. Forn- ar sögusagnir herma að Bárður Snæfellsás hafi gengið inn í jökul- inn og gerst hollvættur hans. Það- an er komin yfirskrift sálvaxtar- mótsins; Snæfellsás ’87. Dagskráin er mjög fjölbreytt. Öllum þeim sem starfa að heildrænum aðferðum er boðin aðstaða til að kynna aðferðir sínar, í formi fyrirlestra, nám- skeiða, einkaviðtala, bæklinga eða á annan hátt. Reifuð verða efni á borð við heilun, jurtalækn- ingar, stjörnulíffræði, Bahaitrú, Ekemþjálfun, yin/yang og hlut- skyggni svo eitthvað sé nefnt. Talsverður fjöldi erlendra gesta verður á mótinu. Sumir munu kynna aðferðir sínar, en aðrir koma til að vera með. Að sögn Garðars er góð móts- aðstaða við Arnarstapa, og einn- ig býður útisvæðið upp á mikla möguleika, en þar verður að- staða fyrir börn, útisamkomur og fleira. Þá verða farnar skoðunar- ferðir um nágrennið í fylgd farar- stjóra. HS Kristjánarnir, Bubbi og Bjöggi meðal flytjenda Sérstæðir sumartónleikar verða haldnir í Kerinu I Grímsnesi á sunnudaginn klukk- an 15.00. Margt stórmennið í söng og hljóðfæraslætti kemur fram á tónleikunum, en þeir eru haldnir að undirlagi Héraðs- sambandsins Skarphéðins í sam- vinnu við nokkra einstaklinga. Meðal þeirra sem koma fram á Kertónleikunum má nefna Krist- ján Jóhannsson, Kristján Sig- mundsson, Bubba Morthens og Björgvin Halldórsson. Hljóð- meistari verður Pétur Kristjáns- son. Hljómburður í Kerinu er talinn mjög sérstæður, en tónlistin verður flutt um borð í bátum úti á vatninu. Dagskráin er sniðin fyrir fólk á öllum aldri, og koma lista- mennirnirfram endurgjaldslaust. Héraðssambandið Skarphéðinn selur aðgang að tónleikunum - fimmhundruðkall miðinn - og er meiningin að hressa upp á erfiða fjárhagsstöðu sem upp er komin eftir miður vel lukkað mótshald um verslunarmannahelgina. Sérleyfisbifreiðir Selfoss verða með sætaferðir frá BSÍ kl. 13.00, frá Hveragerði kl. 13.45 og frá Selfossi kl. 14.00. HS 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.