Þjóðviljinn - 14.08.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.08.1987, Blaðsíða 7
Bandaríkin Kontraandstæðingar færast í aukana Andstœðingar stefnu Reagans í málefnum Nicaragua hyggjast opna útvarpsstöð. Söfnun hafin. Segja 60 af hundraði Bandaríkjamanna vera á móti stuðningi við Kontraliða Hátt á annan tug bandarískra félagasamtaka, sem ðll eiga það sammerkt að vera andsnúin stuðningi Rcaganstjórnarinnar við Kontraliða í Nicaragua, hófu í gaer herferð til að koma í veg fyrir að þingið samþykki aukin fjár- framlög til handa þessum málal- iðum forsetans. Samfylkingin nefnir sig „Niðurskurð ‘87“ og hyggjast fé- lagar hennar safna einni miljón dala til að geta opnað útvarps- og sjónvarpsstöð sem yrði helguð þessu málefni. Ennfremur hvetja þeir miljónir Kontraandstæðinga meðal landa sinna til að hrista af sér slenið og rita þingmönnum sínum bréf þar sem þess væri krafist að þeir beittu sér gegn auknum framlögum í Kontrahít- ina. Leiðtogi samfylkingarinnar, Rosa Delauro, hefur orðið: „Það er engin hætta á því að hægri- samtök sem styðja Kontraliðana hafi ekki úr meira fé að spila en við. En á móti hverri miljón dala sem þeir láta af hendi munum við leggja miljón bréf frá meirihluta landsmanna sem er andvígur Kontraliðum." Suður-Afríka Delauro sagði skoðanakann- anir ítrekað hafa leitt í ljós að ineirihluti Bandaríkjamanna sé andvígur stefnu stjórnarinnar í málefnum Nicaragua. Félagi hennar, Bill Zimmerman, tók í sama streng og sagði landa sína gera sér fulla grein fyrir því að Kontraliðarnir væru „flokkur drullusokka og morðingja sem létust vera að berjast fyrir frelsi og lýðræði." Delauro sagði vitnisburð Oli- „Flokkur drullusokka og morðingja sem læst berjast fyrir frelsi og lýðræði.“ árásarferðir í þyrlum sem merktar eru Rauða krossinum. vers Norths ofursta hafa vakið samúð með málstað Kontralið- anna um stundarsakir en hún væri nú í rénun og um 60 af hundraði Bandaríkjamanna hefði ímugust á hreyfingunni. Hún sagðist ennfremur tor- tryggja allt friðarhjal Reagans forseta og taldi hug ekki hafa fylgt máli þegar hann lýsti því yfir að hann gæti í meginatriðum fal- list á nýgerða friðaráætlun fimm Miðameríkuríkja. Fastlega er reiknað með því að Kontraliðar svífast einskis og fara í Reagan muni fara þess á leit við þingið í haust að það veiti Kontraliðum 150 miljóna dala framlag til viðbótar við þær 100 miljónir sem ausið hefur verið í þá á þessu ári. -ks. Austur-Berlín „Múrinn stuölaði að friði“ Á 26 árum hafa 80 menn verið myrtir við múrinn Enn fjölgar veifcfallsmönnum Svartir verkamenn í helstu gullvinnslustöð Suður-Afríku hafa lagt niður vinnu. Um 352þúsund blökkumenn íverkfalli „Einn góðan veðurdag erfir þú þetta drengur minn.“ Blakkir verkamenn sýna nú mátt sinn og megin ( Suður-Afríku og er samstaðan mjög góð í verkfalli námamanna. Að sögn leiðtoga Landssam- bands námamanna í Suður- Afríku eru nú 352 þúsund þel- dökkir verkamenn í verkfalli og fer engin starfsemi fram í 52 gull- og kolanámum Suður-Afríku. Sé þetta nærri lagi hefur verkfalls- mönnum fjölgað um 12 þúsund frá því í fyrradag. Vinnustöðvun- in hefur nú staðið yfir í rúma fjóra sólarhringa, helmingi lengur en nokkurt sambærilegt verkfall blökkumanna áður. Leiðtogi námamanna, Cyril Ramaphosa, vísaði í gær á bug sögusögnum um að einhver hluti námamannanna vildi hætta við allt saman og hefja þegar í stað störf á ný. „Okkur hafa ekki bor- ist neinar fréttir um slíkt,“ sagði hann. Um 150 blakkir starfsmenn Rand gullvinnslufyrirtækisins og félagar í námamannasambandinu lögðu niður vinnu í gær. í vinnslu- stöð þessari er allur góðmálmur úr námum landsins hreinsaður uns hann er 99,9 prósent skíra- gull. Þvínæst er það brætt og mótað í stangir. Einn af yfirmönnum vinnsl- unnar kvað útlitið ekki vera jafn svart og ætla mætti fyrir starfsemi fyrirtækisins því 190 hvítir starfs- menn myndu halda áfram vinnu. Útflutningur gullstanga er helsta gjaldeyristekjulind Suður- Afríkumanna. Verkfallið snýst ekki aðeins um kaup og kjör heldur er litið á það sem einn þátt af mörgum í baráttu hvítra manna og svartra. Takist Landssambandi náma- manna að knýja fram samninga sem bæta kjör þeldökkra verka- manna verulega mun það auka sjálfstraust þeirra í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefn- unnar. Deiluaðilar saka hvor annan um óheiðarleika og beitingu of- beldis. Eigendur Ergonámunnar saka 300 verkfallsmenn um að hafa unnið spjöll á eigum nám- unnar og finnst það að vonum súrt í broti. í fyrradag ruddust lögreglu- þjónar inní aðalstöðvar náma- mannasambandsins í Klerks- dorp, vestan Jóhannesarborgar, og handtóku 78 námamenn sem sakaðir eru um að hafa skipulagt ólöglegar aðgerðir. Ramaphosa sagði að erindrekar námueigend- anna þar hefðu komið fyrir sprengjum á skrifstofunni. í gær fjarlægði lögreglan tvo grunsam- lega pakka sem einhver hafði skilið þar eftir. Þótt einn maður hafi látið lífið og nokkrir tugir slasast frá því verkfallið hófst þykir það hafa verið fremur friðsamlegt. Fjöldi námamanna hefur beðið bana á vinnustað á umliðnu ári, ýmist í slysum eða ættbálkadeilum blökkumanna. -ks. Austurþýskir fjölmiðlar minnt- ust þess í gær að 26 ár eru liðin frá því hafíst var handa við að reisa Berlínarmúrinn. Þeir eru enn við sama heygarðshornið og halda því fram að steinveggurinn hafí stuðlað að friði og spennu- slökun í samskiptum austurs og vesturs. Það var hinn 13. ágúst árið 1961 að hermenn og útvaldir verkamenn hófust handa við að strengja gaddavír umhverfis Vestur-Berlín. Þeir máttu ekki láta neitt uppi um athafnir sínar í fyrstu en öllum varð fljótlega ljóst að nú ætti að stemma stigu við flótta manna vestur á bóginn. Síðar var farið að reisa múrinn sjálfan. Þótt öllum sé og hafi verið full- ljóst hver var tilgangurinn með þessu þá halda stjórnvöld í Austur-Þýskalandi áfram að reyna að telja mönnum trú um að múrinn hafi verið reistur til að binda enda á „svartamarkaðs- brask og undirróðursstarfsemi úr vestri." Allar götur frá því ferlík- ið var reist hafa vopnaðir verðir gætt þess að enginn reyndi að klifra yfir hann en engu að síður hafa margir gert það. En einnig hefur fjöldi manna verið myrtur við múrinn. 80 manns hafa verið skotnir með köldu blóði við þetta „friðartákn.“ -ks. Föstudagur 14. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.