Þjóðviljinn - 14.08.1987, Page 16

Þjóðviljinn - 14.08.1987, Page 16
Aðalsími 681333 Kvöldsfmi 681348 Helgarsími 681663 m mffl iMEHI ;• ■ - ' m- t: <" . LBEHN Föstudagur 14. ögúst 1987 17ó. tölublað 52. örgangui ® !«f; AÐFöRS€LU SKÓLACÖNOJ 0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HE Erlent vinnuafl Vafasamar huanyndir Eins og sjá má af myndinni var ferðalag vörubifrelðarínnar, með fólksbílinn framan á sér, langt. Vörubíllinn hélt þó hundrað metrum lengra. Mynd: Ari Kringlumýrarbraut Fjöguna bfla árekstur Atgeirfrá Slökkviliðinuþurfti tilað losa mann úr bílflaki. Umferðarljós og -skilti urðu undan að láta Alvarlegt umferðarslys átti sér stað á tólfta tímanum í gær- morgun í Reykjavík á gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs og Suðurlands- brautar. Vörubíl var ekið aftan á fólksbíl og varð úr fjögurra bíla árekstur um það er lauk. Ekki urðu mikil slys á fólki. Að sögn Gylfa Jónssonar hjá slysarannsóknadeild lögreglunn- ar voru tildrög slyssins þau að vörubfl af Scaniagerð var ekið niður Kringlumýrarbraut til norðurs og keyrði bflstjórinn aft- an á fólksbíl af gerðinni Ford Esc- ort. Bflarnir lenda síðan báðir á þeim næsta þar fyrir framan og loks rekst öll hersingin á bfl sem kemur á móti, en sá kemur úr norðri og var á leið upp Kringlu- mýrarbraut. Umferðarljós og umferðar- skilti urðu undan að láta og barst leikurinn upp á grasbala. Þar þeytti vörubíllinn Escortinum af sér. Ferðalagið var nokkur hundr- uð metrar. Escortinn er talinn ónýtur og hinir bflarnir nokkuð skemmdir. Að sögn Gylfa varð að fá tækjabíl frá Slökkviliðinu með svokallaðan atgeir til að ná bflst- jóranum út úr Escort-flakinu. Sá slasaðist nokkuð og var fluttur á slysadeild, en meiðsl hans eru ekki talin mjög aivarleg. Önnur slys urðu ekki teljandi á fólki og má það teljast mikil mildi. Allmiklar umferðartafir fylgdu í kjölfarið. Verið er að malbika á þessum slóðum og eins var um- ferðin með mesta móti, ekki síst vegna opnunar Kringlunnar að sögn lögreglunnar. Fieiri umferðaróhöpp áttu sér stað í gær. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á gatna- mótum Eiríksgötu og Snorra- brautar. Uppi í Mosfellssveit lenti maður á bifhjóli aftan á bfl og hentist tugi metra. Hann var fluttur á slysadeild. HS Þröstur Ólafsson, starfsmaður Dagsbrúnar: Leysum ekki vandamál atvinnulífsins með erlendu vinnuafli. Stendur ríkisstjórninni nœstað draga úr gríðarlegriþenslu íhagkerfinu Eg hrópa nú ekkert húrra fyrir svona hugmyndum. Það er al- veg út í hött að láta sér detta í hug að bregðast við gríðarlegri þenslu á vinnumarkaði með því að flytja hingað erlent vinnuafl í stórum stíl, með öllum þeim félagslegu vandamálum sem því væri sam- fara, sagði Þröstur Ólafsson, starfsmaður Dagsbrúnar um framkomnar hugmyndir úr her- búðum iðnrekenda um innflutn- ing á erlendu vinnafli i stórum stfl. - Menn skyldu muna það að þessar hugmyndir verða aldrei að veruleika nema til komi sam- þykki verkalýðsfélaganna. Fé- lögin verða fyrst að skrifa uppá atvinnuleyfi handa þessu fólki. Ég á eftir að sjá að félögin geri það, sagði Þröstur Ólafsson. Þröstur sagði að þenslan á vinnumarkaðnum væri einkum tilkomin vegna óðafjárfestinga undanfarið og óráðsíu í ríkis- fjármálum. - Þessi þensla er mjög óeðlileg á allan hátt og skekkir öll hlutföll og setur hag- kerfið á skakk og skjön. Það er eðlilegast að ríkisvaldið reyni að ná tökum á þessari spennu, - þá leysist hitt af sjálfu sér. Það þarf að kappkosta að sníða efnahagslega starfsemi í landinu að innlendum aðstæðum, en ekki að keyra hagkerfið það upp, að hér þurfi að vera þúsundir manna frá öðrum þjóðum, sagði Þröstur Ólafsson. -rk BÚ87 Hefst ídag Viðamikil dagskrá alla sýningardagana. Allar tegundir búfjár sýndar á útisvœði Landbúnaðarsýningin BÚ 87 - Máttur lífs og moldar - hefst í dag. Hún er haldin í og við Reiðhöllina nýju í Víðidal og verður opnuð almenningi klukk- an 18.00. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, er verndari sýn- ingarinnar. Sýningunni lýkur 23. ágúst. Að vonum verður mýmargt að sjá og skoða á þessari viðamiklu sýningu. Meðal annars má nefna sögusýningu í anddyri Reiðhall- arinnar. Rakin er 150 ára saga íslenskra búnaðarsamtaka í máli ogmyndum. Pelsa- og skinnasýn- ing. Fiskur í eldiskeri. Ferða- þjónustan kynnir sumarhús og aðra aðstöðu. Þá verða kanínur á sínurn stað, svo og fatnaður úr kanínufiðu. HS A uglýsingaskattur Safriað í tóman ríkiskassa Gísli Blöndal, Auglýsingastofu Ólafs Stephensens: Vitum ekkertenn um útfœrsluna. Engar upplýsingarfrá fjármálaráðuneyti. Til efs að ráðuneytið viti hvaðþað œtlastfyrir. Auglýsingagerðinfœristfrá auglýsingastofunum Okkur líst afleitlega á 10% sölu- skatt á auglýsingar. Þessi skattur leiðir einfaldlega til þess að auglýsingagerð verður dýrari og auglýsendur leita í auknum mæli til blaðanna, þar sem aug- lýsingar eru iíka unnar, án þess að sérstakt gjald sé tekið fyrir, sagði Gísli Blöndal hjá Auglýs- ingastofu Ólafs Stephenscns, er hann var inntur eftir boðuðum söluskatti frá og með næstu mánaðamótum á útselda þjón- ustu og þar með talda auglýsinga- gerð. Gfsli Blöndal sagði að einnig væri ekki útilokað að stórfyrir- tæki myndu reyna að halda auglýsingagerðinni á eigin vegum og koma sér upp auglýsinga- deildum innan sinna raða, til þess að koma sér undan skattinum. - Annars vitum við ekkert um hvernig framkvæmdinni við þessa skattheimtu verður háttað. Það hafa engar upplýsingar feng- ist frá fjármálaráðuneyti um það hvernig og hvað verði námkvæm- lega skattlagt. Samband íslenskra auglýsingastofa hefur ekki fengið neinar útskýringar. Við vitum bara að það á að leggja 10% sölu- skatt á auglýsingagerð, sagði Gísli Blöndal. Gísli sagði að sér þætti ótrúlegt að í ráðuneytinu væru menn sem hefðu það mikið vit á auglýsinga- gerð að þeir gætu búið til skynsamlegar reglur um skatt- lagningu á auglýsingum, nema að hafa auglýsingastofumar með í ráðum. - Ráðuneytið hefur ekki sýnt minnsta lit á að leita álits og umsagnar auglýsingafólks. Það er venjan að fyrst eru skattar sett- ir á og síðan kemur útfærslan eftir dúk og disk, sagði Gísli Blöndal. -RK VSÍ-VMSÍ Óburðugar þreifingar Verkamannasamband íslands og Vinnuveitendasambandið áttu í gær óformiegan viðræðufund um kjaramál og gerð næstu kjarasamninga. - Ég held að menn hafí fyrst og fremst verið að heyra hug hvers annars til næstu kjarasamninga. Það var hvorki ákveðið um fram- hald né vinnubrögð. Það gerðist hreint ekki neitt sem er í frásögur færandi, sagði Þröstur Ólafsson, starfsmaður Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar, en hann sat ekki sjálfur fundinn. -rk Lyfjaát Ohófleg notkun sýklalyfja „Það er staðreynd að okkar lyfjanotkun er ekki miklu meiri en í nágrannalöndunum þegar allt er talið, en hún er óltk. Til dæmis erum við mun hærri í sýkla- og sýkingarlyfjum,” sagði Guöjón Magnússon aðstoðar- landlæknir í samtali við Þjóðvilj- ann. „Það er mjög slæmt hvað við notum mikið af þessum lyfjum. Peningahliðin er nánast aukaatr- iði í þessu máli vegna þess að sýklalyfin eru ekki dýr. Hitt er alvarlegra að það fylgja þeim ýmsar aukaverkanir og þau á ekki að nota nema brýna nauðsyn beri til.” Aðspurður um hvort langur vinnudagur ætti hér sök, og þá sú afstaða margra að þeir mættu ekki missa úr vinnudag, sagði Guðjón að sú skýring ætti fullan rétt á sér. „Foreldrar vinna bæði úti langan vinnudag og börnin eru á dagheimilum, hjá dag- mömmum eða annarri pössunúti í bæ. Réttur foreldra til að vera heima hjá veikum börnum er ekki nærri nógu víðtækur þótt hann hafi lagast við síðustu samn- inga. í þessu sambandi er líka oft bent á að yfirvinna sé stór hluti af tekjum fólks og ef þú ert frá vinnu færðu bara bætta dagvinn- una. Þetta hefur líka sitt að segja,” sagði Guðjón. HS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.