Þjóðviljinn - 02.09.1987, Side 2

Þjóðviljinn - 02.09.1987, Side 2
Jóhann árelíuz, skáld: Þetta er ansi bágt ástand. Lausnin er svo einföld að mönnum hefur sést yfir hana. Það þarf að veita fé til þess- ara málaflokka og ráðamenn verða að öðlast skilning á mikilvægi fóst- rustarfsins. [—SPURNÍNGIN Hvernig líst þér á stööuna í dagvistunarmálum borgar- innar og hvað er til úrbóta? Þorbjörg Jakobsdóttir, húsmóðir: Auðvitað illa. Ég kannast þó ekki við neinn sem hefur lent í basli vegna lokana á dagheimilum og leikskólum. Það verður að hækka laun fóstra og ófaglærðra á dagvistarstofnunum til að þetta lagist. Bjarni Ingólfsson, bókbindari: Þetta snertir mig ekki sjálfan, en vitanlega koma þessar lokanir sér illa fyrir foreldra og aðstandendur barna. Það verður að hækka launin. Guðrún Pétursdóttir, ríkisstarfsmaður: Þetta hlýtur að valda fólki áhyg- gjum og fjölda foreldra erfiðleikum. Það er eíns og yfirvöld taki það aldrei með í reikninginn að konurnar eru löngu farnar að vinna úti og geta því ekki verið heima að gæta bús og barna. Það verður eitthvað að gera og vitanlega er nauðsyn hið fyrsta að hækka laun fóstra. Ásdís Herborg Ólafsdóttir, nemi í Kaupmannahöfn: Þetta er hroðalegt ástand - ég held að það geti enginn neitað því. Allir sem ég þekki og eru með lítil börn, eru í stökustu vandraeðum með pössun. Það verður að hækka laun fóstra, þá fyrst verður fóstrum- enntunin eftirsóknarverð. FRÉTTIR y Fiskkör Isfirðingar brjóta ísinn X Guðbjartur Asgeirsson, skipstjóri: Höfum pantað 1800 kör frá Sœplasti h/f á Dalvík. Kostar um 15 milljónir. Kristján Aðalsteinsson sölustjóri: Kör seld í fyrsta sinn í togara. 6-8 vikna afgreiðslufrestur Við höfum þegar pantað 1800 kör frá Sæplasti h/f á Dalvík og er hvert kar um 660 lítrar að stærð. Kostnaðurinn við þessar breytingar úr kössum yfir í kör er um 15 milijónir, og þá einungis í karakaupunum fyrir utan að gera vissar breytingar í lestinni til að hún nýtist sem best undir körin og að þau skorðist vel bæði í gólf og við lestarveggina, segir Guðbjarí- ur Ásgeirsson, skipstjóri á Guð- björgu ÍS 16 frá ísafirði. Að sögn Guðbjarts hafa þeir nú þegar byrjað að nota kör um borð í skipinu og hafa þau reynst mjög vel. Miklu léttara að vinna við þau heldur en kassana, og kemur mun betur út þegar landað er. Verður notast við rafmagns- lyftara í lestinni við löndun og körin keyrð beint af hafnarbakk- anum og inn í gáma þegar um er að ræða að selja fiskinn beint á erlendan markað. Hvert 660 lítra kar tekur á milli 500-600 kflóum af fiski, en það fer allt eftir því hvað mikið er ísað í þau hverju sinni. Sagði Guðbjartur að fyrir utan Guðbjörgina vissi hann um að Páll Pálsson frá Hnífsdal yrði með kör í stað kassa eftir að hann kæmi úr breytingu í Póllandi seinna í vetur, einnig að Guð- bjartur IS og Júlíus Geirmunds- son ÍS og jafnvel Bessi frá Súða- vík yrðu með kör í stað kassa um borð áður en langt um liði. Að sögn Kristjáns Aðalsteins- sonar, sölustjóra hjá Sæplasti h/f eru ísfirðingar fyrstir til að brjóta ísinn í því að setja kör um borð í togarana sína, en áður hefur fyr- irtækið framleitt kör fyrir vertíð- arbáta og litlar trillur fyrir utan hvað mörg fiskvinnslutæki hafa einnig keypt þau. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn hjá Sæplasti h/f og 6-8 vikna af- greiðslufrestur á pöntunum. grh Ásta Kr. Ragnarsdóttir t.v. og Ragna Ólafsdóttir námsráðgjafar á skrifstofu sinni í Háskólanum. Mynd -E.ÓI. Norrœnir námsráðgjafar Málakunnáttu hrakað Ásta Ragnarsdóttir námsráðgjafi: 2700 íslendingar við nám erlendis. Þar af1700 á Norðurlöndunum. Undirbúningsnám- skeið í norrœnum tungumálum nauðsynleg Afmælisrit Magnús Már 70 ára í dag Prófessor Magnús Már Lárus- son, fyrrverandi háskólarektor, verður sjötugur í dag, 2. sept- ember. í tilefni þess hafa nokkrir samstarfsmenn hans og nemend- ur ákveðið að efna til afmælisrits honum til heiðurs. í ritnefnd eru: Gunnar Karlsson, Jón Hnefill Aðalsteinsson og sr. Jónas Gísla- son. Útgefandi er Sögufélag. í ritinu verða eftirtaldar rit- gerðir: Séra Ágúst Sigurðsson: Feðgar á Breiðabólstað í Vesturhópi, Bo Almqvist: Some folklore motifs in the Færeyinga saga, Björn Sig- fússon: Alþingi stýrði snemma Iöggjöf, Séra Guðmundur Þor- steinsson: Úr sögu Þingeyrar- klausturs, Gunnar Karlsson: Upphaf íslenskrar þjóðarhug- myndar, Haraldur Ólafsson: Benedikt Gröndal og mannfræð- in, Séra Heimir Steinsson: Af allsherjargoðum, Helgi Skúli Kjartansson: Serkneskt silfur í Grágás, Helgi Þorláksson: Stétt gegn stétt eða samfylking bænda? Söguskoðun Björns Þorsteins- sonar, Finn Hpdnebó: Árni Magnússon i Norge 1712, Jakob Benediktsson: Bókaútgáfa Þor- láks biskups, Séra Jakob Jóns- son: Hví ekki kímni í Nýja test- amentinu? Jón Hnefill Aðal- steinsson: Hofgyðja á Héraði, Séra Jónas Gíslason: Er þörf á endurskoðun íslenskrar kirkju- sögu? Jónas Kristjánsson: Þor- geirsdrápa og Flateyjarbók, All- an Karker: Bibelske randnoter, Sigurður Líndal: Dómur og sam- þykkt, Séra Sigurjón Einarsson: „...hvar er nú höfðingi mektug- ur?“ Úr útfararræðum Palladius- ar í Handbók Marteins biskups. Þeir, sem vilja heiðra próf. Magnús Má Lárusson á sjötugs- afmæli hans með því að gerast áskrifendur að ritinu, fá nöfn sín á heillaóskaskrá - tabula gratul- atoria. Fyrirhugað er að Ijúka á- skrifendasöfnun fyrir 15. októ- ber, og mun ritið væntanlega koma út nálægt næstu áramótum. Áskrifendur snúi sér til Sögufé- lags, Garðastræti 13B, sími 14620, opið 13-17. etta var í fyrsta skipti sem norrænt Náms- og Háskóla- ráðgjafaþing hefur verið haldið hér á landi, en þau hafa verið haldin árlega frá árinu 1981. Þingið var haldið á Laugarvatni dagana 23.-27. ágúst í síðustu viku, segir Ásta Ragnarsdóttir, námsráðgjafí við Háskóla ís- lands. Að sögn Ástu var þingið mjög vel heppnað, en það sóttu um 70 manns af öllum Norðurlöndun- um. Meðal þess sem rætt var á þinginu var kynning á íslenska menntakerfinu og var fengið fólk úr hinum ólíklegustu áttum til að fjalla um það. Einnig var rætt um gildi menntunar erlendis, af reynslu manna af námi erlendis og hvernig það nýttist mönnum í atvinnu hér heima. En á síðasta ári voru 2700 íslenskir námsmenn við nám erlendis og þar af 1700 við nám á Norðurlöndunum og afgangurinn í öðrum Evrópu- löndum og í Ameríku. Þó nokkur munur er á starfi námsráðgjafa hér heima og starfsbræðra þeirra á Norður- löndunum. Hér heima fer mestur tími í að hjálpa stúdentum við námsval og hvernig best sé að haga sínu námi, en á hinum Norðurlöndunum er aðalstarf háskólaráðgjafa að taka á móti íslenskum stúdentum sem þar hyggja á nám og meta fyrri próf þeirra inn í viðkomandi háskóla. En eins og kunnugt er þurfa ís- lenskir stúdentar ekki að taka inntökupróf í norræna háskóla. Það kom fram á þinginu hjá hinum norrænu ráðgjöfum að norrænni tungumálakunnáttu ís- lenskra námsmanna hefði farið aftur á seinni árum og var í því sambandi talað um að nauðsyn- lega þyrfti að koma á einhvers konar undirbúningsnámskeiðum hér heima í tungumálum áður en viðkomandi héldi til náms við þarlenda háskóla. Var jafnve) talað um að allt fyrsta námsárið færi í að koma undir sig fótum í viðkomandi tungumáli, áður en farið væri að takast á við hið raunverulega námsefni. grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN , Miðvikudagur 2. september 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.