Þjóðviljinn - 02.09.1987, Page 3

Þjóðviljinn - 02.09.1987, Page 3
Einsog sjá má á myndinni geta krakkar auðveldlega komist niður í holuna þar sem Fjalakötturinn var, enda var fimm ára drengur hætt kominn í pollinum sem myndast hefur við Moggahöllina. Mynd: E.ÓI. Lóð Fjalakattarins Girðingin heldur engu Ása Ragnarsdóttir, íbúii Bröttugötu: Krcikkcirgeta smogið léttilega ígegn. íbúar Grjótaþorps vilja að beðið sé eftir deiliskipulagi áður en byggt verður að hefur verið sett upp ein- hver bráðabirgðagirðing um- hverfis grunninn á lóð Fjalakatt- arins en hún heldur engu. Krakk- ar geta smogið þarna inn mjög léttilega, sagði Ása Ragnarsdóttir, Bröttugötu 6 í Grjótaþorpi, í sam- tali við Þjóðviljann, en eins og blaðið skýrði frá í gær var fímm ára drengur hætt kominn er hann fór á bólakaf í djúpum polli í grunninum. Atvikið hefur þó orðið til að ýta við verktakanum, því að sögn Ásu var öryggisgæsla á svæðinu í fyrrinótt. „Sú fyrirskipun liggur fyrir að staðið skuli að uppgreftri frá Að- alstræti, en menn hafa samt sem áður athafnað sig héðan úr Bröttugötunni, og það erum við mjög óhress með,“ sagði Ása.- „Það eru stórir bílar sem óku moldinni burt og hafa staðið hér í götunni svo og svo lengi. Þetta er mjög varasamt ef. slökkviliðið þyrfti að komast hér að. Við ætlum ekki að gefast upp. Við vitum að það verður byggt hérna á Fjalakattarlóðinni og í sjálfu sér er ekkert að því. Við förum hins vegar fram á að farið verði eftir deiliskipulaginu þegar þar að kemur, og finnst eðlilegt að beðið sé eftir því,“ sagði Ása. HS FRÉTHR Fatlaðir Alvarleg aðför Asta María Eggertsdóttir: Framkvœmdasjóður fatl- aðra hefur ótvírœtt verið lyftistöng til að bœta aðstöðu fatlaðra inn. Ég tel það því afar alvarlegt una á framlag ríkisins til sjóðs- ef það á að afnema lögbinding- ins,“ sagði Ásta María. - Sáf Hvalveiðar Rannsóknaáætluii endurskoðuð HalldórÁsgrímsson: Viljum gottsamstarf við aðrarþjóðir, sérstaklega ávettvangiAlþjóða- hvalveiðiráðsins „Það er afar alvarlegt mál ef það á að hætta lögbundnum fra- mlögum ríkissjóðs í Fram- kvæmdasjóð fatlaðara,“ sagði Ásta María Eggertsdóttir, fram- kvæmdastjóri Svæðisstjórnar Reykjavíkur í málefnum fatl- aðra. Ásta sagði að árangurinn af Framkvæmdasjóði væri ótví- ræður, enda hefur átt sér stað geysimikil uppbygging í málefn- um fatlaðra á undanförnum árum, sem þakka má þessum eyrnamerkta sjóði. „Þó lögbundið framlag ríkis- sjóðs í sjóðinn hafi verið skert árlega hefur hann ótvírætt verið lyftistöng til að bæta aðstöðu fatl- aðra.“ Ásta sagði að það þyrfti að skoða þessi mál í sögulegu sam- hengi og að fyrir lögin um Fram- kvæmdasjóð öryrkja, sem síðar varð að Framkvæmdasjóði fatl- aðra, hafi hagur fatlaðra verið afar bágborinn t.d. í húsnæðis- málum. Áður var þeim sem voru fatlaðir og ekki höfðu fjölskyldu sem gat hýst þá, komið fyrir á stofnunum og yfirleitt voru þeir margir saman í herbergi. Þetta minnkaði möguleika á að fatlaðir gætu orðið sjálfbjarga, en með því að skapa þeim eðlilegt um- hverfi hafa möguleikar þessa fólks aukist að miklum mun. „Framkvæmdasjóðurinn hefur gegnt afar þýðingarmiklu hlut- verki til að rétta við hag fatlaðra, ekki bara í húsnæðismálum því sérskólar og verndaðir vinnu- staðir hafa sótt fjármagn í sjóð- Við viljum hafa góðan frið um þessi mál, og sýnum þann viþ'a okkar í verki með þessari ákvörðun, sagði HalldórÁsgríms- son, sjávarútvegsráðherra, á blaðamannafundi í gær, en þar var kynnt sú ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að dregið skuli úr hvalveiðum á þessu ári um hundrað dýr frá fyrri áætlunum. Fallið verður frá hrefnuveiðum í ár, og aðeins veiddar tuttugu sandreyðar í stað fjörutíu sem áður var ætlunin. Að sögn Halldórs var eining innan ríkisstjórnarinnar um þessa ákvörðun, sem og utan- ríkismálanefndar. Samþykktin var gerð síðastliðinn fimmtudag en ekki er skýrt frá henni fyrr en nú til að ráðrúm gæfist til að skýra bandarískum stjórnvöldum frá henni. „Við viljum gott samstarf við aðrar þjóðir, sérstaklega á vett- vangi Álþjóðahvalveiðiráðsins,“ sagði Halldór. í samþykkt ríkis- stjórnarinnar frá því á fimmtudag segir að ísland sé reiðubúið til áframhaldandi samstarfs á vett- vangi ráðsins og til að taka tillit til þeirra vísindalegu sjónarmiða sem þar koma fram, í trausti þess að tilmæli í viðeigandi ályktunum ráðsins á síðasta ársfundi verði ekki tilefni þvingunaraðgerða gegn íslandi. Þá felur ríkisstjórn Hafrann- sóknastofnun að endurskoða rannsóknaáætlunina í heild fyrir næstu ár, meðal annars í ljósi þeirrar vitneskju sem aflað hefur verið með framkvæmd rannsóknaáætlunarinnar til þessa, og þá með það fyrir augum að halda veiðum í því lágmarki sem framhald rannsókna krefst. HS AB Hver verður arftaki Svavars? Á landsfundinum, sem hefst 5.nóvember verður nýrformaður kjör- inn. Margir eru nefndir til sögu. Verður konaformaður ífyrsta sinni? Alandsfundi Alþýðubandalags- ins, sem hefst 5. nóvember verður kjörinn nýr formaður fyrir flokkinn, en Svavar Gests- son hefur afráðið að gcfa ekki kost á sér. Svavar hefur nú verið formaður í þrjú kjörtímabil, en samkvæmt reglum flokksins ber að endurnýja í trúnaðarstöður hans, þegar menn hafa setið þar í þrjú kjörtímabil. Að vísu er sér- stakt undanþáguákvæði fyrir embætti formanns, þannig að Svavar hefði getað verið formað- ur citt kjörtímabil enn. Hann hef- ur hins vegar lýst yfir, að hann hyggist ekki verða sá fyrsti sem nýtir sér þetta ákvæði. Margir nefndir Eftir afhroð Alþýðubandalags- ins í kosningunum 25. apríl hafa verið uppi raddir um nauðsyn þess að flokkurinn stokki spil sín upp á nýtt. í tengslum við þá uppstokkun hefur vitanlega verið velt vöngum yfir breytingum á forystusveitinni. Með ákvörðun sinni hefur nú formaðurinn lýst yfir, að hann hyggist með henni stuðla að því, að kleift sé að skapa nýja og samhentari foryst- usveit í Álþýðubandalaginu. í kjölfar yfirlýsingar Svavars munu vangaveltur innan flokks og utan um væntanlega upp- stokkun forystusveitarinnar snú- ast fyrst og fremst um hver verði formaður á eftir honum. Ljóst er af samtölum við flokksmenn, að mjög margir telja að Ragnar Arnalds gæti orðið sá forystumaður, sem mestar líkur hefði á því að sætta andstæð öfl innan flokksins. Ragnar hefur hins vegar verið formaður flokks- ins áður, og hefur á síðustu árum haslað sér völl sem vinsælt leikritaskáld. Hann hefur látið ótvírætt á sér skilja, að hann hafi ekki hug á embættinu. Hins vegar er ekki ólíklegt, að reynt verði að þrýsta frekar á Ragnar til að gefa kost á sér. Kona til formennsku? { flokknum hafa raddir kvenna orðið æ háværari um nauðsyn þess, að hin æðstu embætti flokksins verði falin í hendur kynsystrum þeirra. Sókn Kvennalistans inn í hefðbundnar fylgisraðir Alþýðubandalagsins hafa styrkt hugmyndir um að kona verði gerð að formanni Al- þýðubandalagsins. Vitað er að einhverjar konur hafa rætt um að freista þess að fá núverandi varaformann og for- mann miðstjórnar, Kristínu Á. Ólafsdóttur til að gefa kost á sér til embætti formanns. Guðrún Helgadóttir, þing- maður, hefur einnig verið orðuð við framboð til formennsku. Hún hefur sjálf látið svo um mælt, að hún sé reiðubúin til að gegna hverju því starfi, sem flokkurinn æskir. Guðrún skipaði við kosn- ingarnar 1983 þriðja sætið á lista Alþýðubandalagsins í Reykja- vík, en í forvalinu til listans fyrir síðustu kosningar hlaut hún aukinn stuðning og vann annað sætið. Sú kona sem síðustu vikur hef- ur þó verið mest umrædd í tengsl- um við formennsku er Sigríður Stefánsdóttir frá Akureyri. Sig- ríður er bæjarfulltrúi AB í bæn- um, og hefur verið framarlega í starfi flokksins á landsvísu. Þjóð- viljanum er kunnugt, að veru- legur þrýstingur hefur verið á Sig- ríði að gefa koSt á sér. En hún gæti í senn verið fulltrúi tveggja afla, - kvenna og landsbyggðar- innar. Mörgum fyndist slíkur kostur góður fyrir næsta formann flokksins. Margir munu því á næstunni þrýsta fast á Sigríði um að gefa kost á sér. Nýjasti þingmaður flokksins, Margrét Frímannsdóttir, hefur einnig verið nefnd til hinna æðstu embætta, þar á meðal formanns. Hún er nú gjaldkeri flokksins. Landsbyggóin Margir telja líklegt að Ólafur Ragnar Grímsson gefi kost á sér til framboðs, og vitað er að fast er þrýst á það við hann. Hann hefur hins vegar ekki ennþá gefið fullnaðarsvar við hvort af fram- boði verði af hans hálfu. Víða er að finna stuðning við Ólaf, en sömuleiðis er jafnvíst að margir eru framboði af hans hálfu and- vígir. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Norðurlandskjördæmis eystra, er einnig inni í myndinni sem formannsefni. Hann er með- al yngstu forystumanna tlokks- ins, og á landsbyggðinni er víða vilji til þess að hann bjóði sig fram til formennsku. Lands- byggðin hefur löngum talið sig bera skarðan hlut frá borði hinna æðstu embætta innan flokksins. Þar er líka sums staðar að finna þá skoðun, að deilur innan flokksins stafi fyrst og fremst af skoðanaágreiningi og persónu- kryt á höfuðborgarsvæðinu. Það er því ekki ólíklegt, að fólk af landsbyggðinni kunni að leita samstöðu um frambjóðanda, og Steingrímur J. Sigfússon mun efalítið vera ofarlega á blöðum þeirra. Uppstokkun Forysta Alþýðubandalagsins hefur oft verið gagnrýnd fyrir að vera of þröng. Fækkun þing- manna flokksins við kosningarn- ar hefur ekki bætt úr þessu, en Margrét Frímannsdóttir er eina nýja andlitið í þinghópnum. Ein leið sem hefur verið velt upp í umræðum er sú, að fjölga varaformönnum upp í þrjá. Með því væri hægt að auka hlut yngri kynslóða í forystunni og gefa landsbyggðinni aukið vægi. -ÖS Miðvikudagur 2. september 1987 IþJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.