Þjóðviljinn - 02.09.1987, Blaðsíða 6
MINNING
Laus staða
Staða ritara í Sjávarútvegsráðuneytinu er laus til
umsóknar.
Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi góða ís-
lenskukunnáttu svo og kunnáttu í ritvinnslu/vélrit-
un. Einhver reynsla í almennum skrifstofustörf-
um er æskileg.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf
sendist Sjávarútvegsráðuneytinu, Lindargötu 9,
101 Reykjavík, fyrir 10. september n.k.
Sjávarútvegsráðuneytið,
1. september 1987
Ágætu móðurmáls-
kennarar
Nemendur 7., 8. og 9. bekkjar Grunnskólans í
Þorlákshöfn vantar tilfinnanlega kennara í ís-
lensku. Einnig kennara 12 ára barna. Góð vinnu-
aðstaða, ódýrt húsnæði í boði og við erum aðeins
í 50 km fjarlægð frá höfuðborginni.
Vinsamlegast hringið og leitið upplýsinga hjá
skólastjóra í síma 99-3910, eða 99-3621 eða hjá
formanni skólanefndar í síma 99-3789.
Atvinna erlendis
Hér er upplýsingabókin fyrir þig sem ert að leita að vinnu
erlendis til lengri eða skemmri tíma.
Hún inniheldur upplýsingar um störf í málm- og olíuiðnaði,
við kennslu, garðvinnu, akstur, á hótelum og veitingastöð-
um, au-pair, fararstjórn, ávaxtatínslu í Frakklandi og Banda-
ríkjunum, tískusýninga- og Ijósmyndafyrirsætustörf og störf
á búgörðum, samyrkjubúum eða skemmtiferðaskipum.
Bókinni fylgja umsóknareyðublöð. Þetta er bókin fyrir þá
sem hafa hug á að fá sér starf erlendis. Þú færð upplýsingar
um loftslag, aðbúnað í húsnæði, vinnutíma o.fl. Þar að auki
færðu heimilisföng u.þ.b. 1000 staöa og atvinnumiðlana.
Bókin kostar aðeins 98,- s.kr. (póstburðargjald innifalið). 10
daga skilafrestur. Skrifaðu til
CENTRALHUS
Box 48, 142 00 Stockholm
Sími: 08 744 10 50
P.S. Við útvegum ekki vinnu!
getrguna-
VINNINGAR!
1. teikvika 29. ágúst 1987
Vinningsröð: 112-122-122-X11
1. vinningur: 12 réttir, j | kr. 41.660,-
1869(3/11)
40823(4/11)+
97387(6/11) 227307(8/11)
224323(10/11) 227711(10/11
44047(4/11)
2. vinníngur: 11 réttiry
kr. 816,-
1093 40802 45030 48171 58076+ 127571 226536
1171 40865 45372 48701 58263 127850 226548*
1641 41162 45571 45371 58282 205423* 227044*+
2281 41348* 45677 45622 125003 205424 227050+
2323 41521* 46067 50250 125051 224325* 227714
4403 42060 46123 50351 125460 224326* 227717
4644 42136 46622+ 50655 125785 224335 625500
4686 + 42161 46637 95671 125506* 224337 625501
6177 42638 46735 55840 126057* 225123*
6533 + 42562* 46828 56129 126111 225430
8347 + 42585 47188 56424 126345+ 226111*
8585 42555* 47240 56761 126665* 226506
40645 43714 47688* 57421 127161 226507
40755 44057 47560* 98005 127214 226508 * = 2/11
Kærufrestur er til mánudagsins 21.09.87, ki. 12:00 á hádegi.
ísU’nskur (n'lraiuur. tþróttamidstódinm i Sitflun, Hí’ykjuvik
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni I
Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkað, ef kærur veröa teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa eöa senda stofninn og fullar upplýsing-1
ar um nafn og heimilisfang til (slenskra Getrauna fyrir lok kænrfrests.
Egill Gíslason
fæddur 16. apríl 1905 - dáinn 7. ágúst 1987
Egill Gíslason, æskuvinur
minn og náfrændi er dáinn. Hann
lést á Elliheimilinu Grund 7. ág-
úst sl. 82 ára. Við Egill vorum
systkinasynir, og vegna skyld-
leika var mér komið í fóstur til
foreldra hans í Reykjavík haustið
1908 að móður minni nýdáinni,
þá var ég 6 ára, Egill tveggja og
hálfs árs. Mér var mjög vel tekið
af foreldrum Egils og eins af hon-
um sjálfum sem nefndi mig
bróður sinn við fyrstu kynni og
mun móðir hans hafa kennt hon-
um það. Þó aldursmunur væri
nokkur þá urðum við fljótt sam-
huga og lékum okkur saman að
gullunum hans, sem voru ólík
þeim sem ég hafði áður séð, fall-
egri og fjölbreyttari. Við Egill
nutum þess saman sem umhyggja
og ástúð móður hans veitti okkur
að jöfnu, hún friðaði og græddi
og þerraði tárin sem enn voru yf-
irfull af hryggð eftir móðurmissir-
inn og hún lét mig kalla sig
mömmu. Frá þessum árum á
Frakkastíg 12 í Rvík. á ég margar
hugljúfar og ógleymanlegar
minningar frá samveru okkar Eg-
ils og móður hans, í söng og leik
og í viðurværi. Marta, móðir Eg-
ils var dönsk og því sungum við
danska söngva og leiki, og hún
kenndi mér faðirvorið á dönsku,
það lásum við tveir litlir drengir
undir svefninn, síðan las ég faðir-
vorið mitt á íslensku, það hafði
móðir mín kennt mér.
Á vordögum 1911 skildu leiðir
okkar Egils, þá var ég sendur
norður til Akureyrar á vit föður
míns. Og tíminn leið. Svo þegar
ég var fluttur til Reykjavíkur 37
árum síðar, hittumst við Egill
fljótlega, endurnýjuðum vináttu
æskuáranna og heimsóttum hvor
annan, og áttum þá margt sam-
eiginlegt, lífsskoðanir og áhug-
amál.
Egill Þorsteinn Böðvar Gísla-
son var fæddur í Kaupmannahöfn
16. apríl 1905. Þegar hann var
ársgamall fluttu foreldrar hans til
íslands og settust að í Reykjavík
og þar ól Egill aldur sinn þar til
yfir lauk.
Foreldrar Egils voru hjónin
Böðvar Gíslason fæddur 7. mars
1879 á Hrísum í Flókadal, hann
var húsgagnasmiður og stundaði
þá iðn ævilangt, dáinn 5. mars
1943. Og Marta Ágústa Petersen
fædd 29. apríl 1879 í Kaupmanna-
höfn, dáin í Reykjavík 12. nóv.
1918 úr spönsku veikinni.
Alsystkini Egils voru tvö, Sig-
hvatur Elís Pétur Böðvarsson
skipstjóri, fæddur 11. október
1909. Hann fór til Ameríku 1927,
var lengi í Boston og í New Jersey
og stundaði sjóinn. Hans kona
26. des. 1950 Kathleen, fædd 29.
maí 1915. Þau barnlaus.
Jóhanna Irma Selma Anna
Böðvarsdóttir fædd 7. nóv. 1915,
húsfreyja í Reykjavík, hennar
maður var Jón Þ. Aðils leikari
fæddur 15. janúar 1913.
Þegar Sighvatur Böðvarsson
kom sína síðustu ferð til íslands í
júlímánuði 1967, komu þau
systkinin þrjú til mín í heimsókn
mér til óblandinnar ánægju. Öll
voru þau gædd hlýlegum og hug-
þekkum framgangsmáta, voru
skrafhreyfin og kunnu frá mörgu
að segja. Sighvatur var gestur Is-
lands, hann hleypti heimdragan-
um á ungum aldri, settist að í fjar-
lægu landi og gerðist þar skip-
stjóri, kom síðan nokkrum sinn-
um heim til íslands, til að sjá land
og fólk, land feðra sinna og
systkina og koma mér því enn og
aftur í huga ljóð, Úr Islendinga-
dags ræðu Stephans G. Stephans-
sonar.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Þó þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót,
frœnka eldfjalls og íshafs
sifji árfoss og hvers
dóttir langholts og lingmós
sonur landvers og skers.
Við Egill minntum á þetta
kvæði og Sighvatur, sagðist vera
sonur landvers og skers, sjómað-
urinn. Til Egils og systkina hans
bar ég hlýjar tilfinningar vegna
minninga frá æskuárum í húsi for-
eldra þeirra, þær minningar eru
mér í senn hugljúfar og litríkar og
gleymast ekki.
Böðvar Gíslason, faðir Egils,
var tvíkvæntur, seinni kona hans
7. mars 1935, var Signý Bjarna-
dóttir fædd 9. mars 1893, foreldr-
arhennar voru: Bjarni Bjarnason
og Valgerður Benónýsdóttir hjón
á Haga í Staðarsveit. Dóttir
Böðvars og Signýjar er Marta
Kristín Böðvarsdóttir fædd 14.
sept. 1931, húsfreyja á Akur-
ströndum í Grundarfirði.
Egill var þrettán ára þegar
hann missti móður sína, eftir það
var hann í húsi föður síns þar til
hann fór utan til iðnnáms og lærði
bakaraiðn í Kaupmannahöfn.
Heimkominn gerðist hann bakari
í Reykjavík og við það vann hann
meðan kraftar og heilsa leyfðu.
Egill kvæntist 4. janúar 1930
Sigurbjörgu Sigurjónsdóttur,
hún var fædd 12. ágúst 1903, d.
15. nóv. 1973. Foreldrar hennar
voru hjónin Sigurjón Gíslason
bóndi á Kringlu í Grímsnesi og
Jódís Sigmundsdóttir.
Egill og Sigurbjörg settust að í
Reykjavík, ung hjón efnasnauð
og bjuggu í leiguhúsnæði í byrjun
kreppuáranna. Egill sagði mér þá
sögu, sjálfur hafði hann oftast
vinnu í sinni iðn en kaupið var
lágt og vöruverð uppsprengt og
skattar. Það var atvinnuleysi í
bænum og því urðu margir að lifa
af vikuskammti á mánuði í at-
vinnubótavinnu, svo til allt
verkafólk barðist í bökkum við
að hafa ofan í sig og á, baráttan
um brauðið var hörð og Egill tók
þátt í þeirri baráttu. Hann var
traustur félagshyggjumaður og
hvikaði aldrei frá sannfæringu
sinni, í vinnudeilum stóð hann
vörð með öðrum verkamönnum
sem heimtuðu sinn rétt, vinnu og
mannsæmandi laun. Hann var
sósíalisti af lífi og sál, sá framtíð-
ina í ljósi alþýðumenningar og
valdi alþýðunnar yfir landi sínu
og auðæfum þess. Hann lifði það
að sjá þá lífskjarabyltingu sem
orðin er vegna þrotlausrar bar-
áttu verkalýðssamtakanna og
forustuliðs þeirra, sósíalistanna,
baráttu sem aldrei má linna. Með
hugsjónum sínum og starfi auðg-
aði hann samtíð sína þar sem
hann tróð lífsveginn við hlið
óþekkta verkamannsins.
Eins og fyrr segir missti Egill
konu sína Sigurbjörgu á árinu
1973. Það voru mikil viðbrigði
eftir 43 ára sambúð sem hafði
gert heimilið honum svo mikils
virði. Heimili þeirra hjóna sem
ætíð bar vitni iðjusemi og góðrar
umgengni sem aldrei brást, þau
áttu því láni að fagna að þar var
aldrei skortur innan dyra, þar
sem Egill var heilsuhraustur og
vann svo til hvern virkan dag, og
Sigurbjörg var hagsýn og hófsöm
og manni sínum samhent í einu
og öllu.
Börn Egils Gíslasonar og Sig-
urbjargar Sigurjónsdóttur voru:
Erna Egilsdóttir, fædd 27. mars
1930, hennar maður er Einar
Guðbrandsson, fæddur 20. maí
1928, línumaður í Reykjavík.
Ema og Einar eiga fjórar dætur.
Sigurdís Egilsdóttir, fædd 25.
október 1931, húsfreyja í Ólafs-
vík, hennar maður er Sigurgeir
Bjarnason, fæddur 17. febr.
1931, vélsm.
Egill Rafn Egilsson, fæddur 8.
janúar 1933, d. 12. aprfl 1933.
Ásgeir Egilsson, fæddur 20.
nóvember 1935, járnsmiður í
Reykjavík.
Með hlýjum huga og þökkum
fyrir vináttu hans og tryggð, kveð
ég Egil frænda minn með ljóðlín-
um úr kvæði eftir Steðhan G.
Stephansson.
Við söknum þín, þökkum þér,
en sœttumst við hvíldina þína,
fyrst œskan á landið að erfa,
en ellin og þreytan að hverfa.
Bömum Egils, barnabörnum
og öðrum vandamönnum, sendi
ég hugheilar samúðarkveðjur og
heillaóskir.
Tryggvi Emilsson
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og lang-
afa
Lúðvíks J. Albertssonar
Svalbarða
Hellissandi.
Veronika Hermannsdóttir
Smári J. Lúðvíksson
Þórdís B. Lúðviksdóttir
Lúðvík Lúðvíksson
Sigríður Lúðvíksdóttir
Omar V. Lúðvíksson
Hermann Lúðvíksson
Helga Á. Lúðvíksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Auður Alexandersdóttir
Björgvin Ólafsson
Steinunn J. Kristófersdóttir
Runólfur G. Þórðarson
Kay W. Lúðvíksson
Steinunn Erla Árnadóttir