Þjóðviljinn - 02.09.1987, Side 10

Þjóðviljinn - 02.09.1987, Side 10
__________ERLENDAR FRETTIR Indland Mestu þurrkar á þessari öld Pað erýmistofeða van á Indlandi umþessar mundir. Gífurlegirþurrkarþjaka íbúa ínorðvestur, mið- og suðurhluta landsins en í norðaustri hafa 200 látið lífið í flóðum afvöldum Monsoonregns Indverskar húsmæður í Nýju-Delhi. Þær hafa fengið sig fullsaddar á vöruskorti og mótmæla ört hækkandi verði á landbúnaðarvörum. Víða er þröngt í búi hjá indverskum bændum og fjölskyldum þeirra sökum þurrkanna. Hungur sverfur víða að fólki, börnum jafnt sem fullorðnum. r Isveitaþorpum norðvestur- og miðhluta Indlands verða bið- raðir dauðþyrstra íbúa við vatnsbrunna sífellt lengri en brátt munu lindirnar þverra. Jarðveg- ur er skorpinn og gróður sölnar, hungur sverfur að mönnum. I mörgum héruðum norð- austurhluta landsins er allt á floti. Að minnsta kosti 200 manns hafa drukknað í flóðum eftir gífurlegt úrfelli dögum saman. Víða í Bi- har, Vestur-Bengal og Assam er uppskeran ónýt sökum Monso- onregns. En þurrkarnir eru höfuðvand- amálið og eiga ekki sína líka á Indlandi á þessari öld. Það er kaldhæðni örlaganna að orsök þeirra skuli vera sú að Monsoon- vindunum láðist að bera vætu yfir fylkin vestan Bihar. Indversk dagblöð greindu frá því nýskeð að hungurvofan hefði fellt 200 manns í Orissu í suð- vestri en stjórn Rajivs Gandhis neitar því. f Rajastan réðust banhungrað- ir íbúar hópum saman inní kornh- löður yfirvalda og létu greipar sópa. Þar og víðar hefur upp- skera hrísgrjóna og jarðhneta brugðist og nautpeningur fellur unnvörpum sökum fóðurskorts. Embættismenn, hagfræðingar og landbúnaðarsérfræðingar af ýmsu tagi spá því að veturinn verði miljónum smábænda þung- ur í skauti þótt talið sé að matvæl- abirgðir ríkisins séu nægilega miklar til þess að unnt verði að forðast stórfellda hungursneyð. Verð á ávöxtum og grænmeti hækkar óðfluga í verði og víða í stærri borgum gætir orðið skorts á mjólk og mjólkurafurðum. Smjör kvað vera gersamlega ófá- anlegt í höfuðborginni, Nýju- Delhi, og brauð er af skornum skammti. í lok síðasta mánaðar efndu um 2 þúsund húsmæður til mótmælagöngu gegn verðhækk- unum nauðsynjavara á götum höfuðborgarinnar sem lyktaði með því að þær lúskruðu lögregl- uþjónum. Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar á Indlandi saka ráðamenn um að gera lítið úr vanda sem hvert mannsbarn sjái að sé geigvænlegur. Ónefndum sér- fræðingi farast svo orð: „Ástæða þess að stjórnin reynir að lægja ótta manna við afleiðingar þurrk- anna er sú að hún vill ekki að almenningur taki að hamstra matvæli, ýmist til eigin nota eða til að selja á uppsprengdu verði. Ráðamenn eru skelkaðir, við- brögð þeirra eru fumkennd og ástandið versnar með hverjum degi sem líður.“ Þótt bændur verði illa úti af völdum þurrkanna þá kemur ó- tíðin enn verr niður á landbúnað- arverkamönnum sem hafa lífs- viðurværi sitt af uppskerustörf- um. Þeir eru 33 miljónir talsins á Indlandi og flykkjast nú til bæja og borga í von um að fá handtak að gera. Stjórnin hefur ákveðið að hefja framkvæmdir á ýmsum sviðum, svo sem í vegamálum, til að skapa atvinnu handa þessum mönnum en sökum fjárskorts er hætt við að það dugi skammt. Iðnfyrirtæki landsmanna hafa heldur ekki farið varhluta af þurrkunum. Vatnsskorturinn veldur því að rafmagn er af skornum skammti og því algengt að allur straumur fari af langtím- um saman. Hagfræðingar telja að hagvöxtur verði enginn í ár en hann hefur verið fimm af hundr- aði að meðaltali síðastliðin þrjú ár. „Það er nokkuð erfitt að meta hve vandi iðnaðarins verður mik- ill af völdum þurrkanna til lengri tíma litið en víst er að sveitafólk á erfiða daga fyrir höndum," sagði einn þeirra nýlega. í fyrra mánuði setti stjórnin á laggirnar sérstakt neyðarráð. Hlutverk þess er í því fólgið að skipuleggja drykkjarvatnsflutn- inga til þeirra svæða er verst hafa orðið úti. í ráði er að leggja leiðslur og festa kaup á stórum geymum sem fluttir verða ýmist á bifreiðum eða járnbrautarlest- um. Gandhi hefur tekið sér ferð á hendur um þau svæði sem verst hafa orðið úti af völdum þurrka og flóða en það hefur vakið grun- semdir að ráðamenn hafa ekkert viljað láta hafa eftir sér um hve alvarlegt ástandið sé. Menn ótt- ast að skýringin á þögninni sé ekki einvörðungu sú að valdhafar óttist hamstur matvæla heldur sé ástandið verra en nokkurn óraði fyrir. Ýmsir hagfræðingar telja að indverska stjórnin verði að punga út með gífurlegar fjárupphæðir til neyðarhjálpar, að minnsta kosti miljarð bandaríkjadala. Enn- fremur verði hún að kaupa mat- arolíu, sem er undirstöðufæða á Indlandi, fyrir um 500 miljónir dala. Einnig fullyrða þeir að á næsta ári verði Indverjar að flytja inn mikið magn hrísgrjóna og hveitis en frá því í lok áttunda áratugarins hafa þeir stært sig af því að vera sjáláim sér nægir í framleiðslu þessara fæðuteg- unda. Stjórnvöld fullyrða að 23 milj- ónir smálesta korns séu til í skemmum sínum en þeir sem gerst þekkja til segja stóran hluta þess hafa farið í súginn, kornið hafi skemmst, glatast í flutning- um ellegar hafi því hreinlega ver- ið stolið. í besta falli sé hægt að áætla að 18 miljónir lesta af korni komist til þeirra sem helst þurfi á því að halda. „Ef afleiðingar þurrksins verða jafn alvarlegar og okkur grunar þá munu kornbirgðir stjórnarinn- ar ekki endast lengi og hún verð- ur að hefja innflutning í stórum stíl,“ sagði erlendur búfræðingur er starfar á Indlandi í fyrradag. -ks. Taktu eftir Spennandi uppeldisstarf í boöi. Hringdu í síma 33280 milli kl. 8 og 16 eöa í síma 671543 og 675395 á kvöldin. Verksmiðjuvinna Óskum aö ráöa starfsfólk í verksmiðju vora nú þegar. Kexverksmiðjan Frón hf. Skúlagötu 28 Danmörk Heiftariegt tölvumein 16 ára gamall unglingur sat 16 tíma á sólarhringframmifyrir tölvuskjá Tölvur eru engan veginn allra meina bót, þvert á móti. í ný- legu hefti danska læknaritsins er að fínna dapurlega frásögn um hið gagnstæða. Átján ára gamall Dani varð svo gagntekinn af heimilistölvunni að flytja varð hann á sjúkrahús þar sem geð- læknar komust að þeirri niður- stöðu að hann væri heltekinn „tölvumeini“. „Þegar hann var 16 ára gamall eyddi hann að meðaltali 16 klukkustundum á dag fyrir fram- an tölvuskjáinn. Hann varð þög- ull og lokaður, skorti allan rösk- leika og drift og nennti að end- ingu ekki að mæta í skólann. Hugsanir hans og tungutak mótuðust af tölvuformúlum, hann fór að óttast svefninn sem dauðann sjálfan og loks var ang- ist hans orðin óbærileg og leggja varð hann inná geðdeild.“ Höfundur greinarinnar er geðlæknir. Hann kveður tölvu- skjáinn hafa verið staðgengil vina í lífi piltsins og segir hann hafa litið á náunga sinn sem hverja aðra vél, snöggt um ófullkomnari en tölvuna sína. Að lokum farast greinarhöf- undi orð á þessa lund: „Stóraukin notkun tölva, jafnt við kennslu í skólum sem leik í heimahúsum, mun hafa mikil áhrif á tilfinninga- legan, vitsmunalegan og félags- legan þroska ungmenna þegar fram í sækir. Afleiðingin gæti orðið sú að geðræn vandamál þessa hóps ykjust að miklum mun.“ _ks. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. september 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.