Þjóðviljinn - 02.09.1987, Síða 11

Þjóðviljinn - 02.09.1987, Síða 11
Persaflói Staðan er 9-2 írakar hafa ótvírœttforystu í „skipastríðinu “ sem hófst ánýá laugardag að er óneitanlega nokkuð spaugilegt að heyra þá miklu fjendur Irana og íraka stæra sig af því að valda spjölium á skipum óvinarins eliegar bandamanna hans. írakar segjast hafa valdið skemmdum á níu olíuflutninga- skipum írana frá því á laugardag og íranir hafa gert árásir á tvö fley, gámaskip frá Kuwait og spænskt risaolíuflutningaskip. En ekki eru neinir til frásagnar aðrir en írakar sjálfir um árangur tveggja af þessum níu árásum og ekki hafa nema fjögur skip verið nefnd á nafn. Ekki er úr vegi að rekja gang mála frá því „skipast- ríðið“ hófst á ný á laugardag. írakar sögðust hafa gert fjöl- margar velheppnaðar loftárásir á laugardag. Þeir hefðu varpað sprengjum á Rakhsh olíuvinns- lustöðina undan ströndum írans og olíubirgðahafnir á Lavan og Farsi eyjum. Ennfremur kváðust þeir hafa gert árás á „mikilvægt skotmark á hafi“ en það kvað hafa verið íranska olíuflutninga- skipið Aland. Daginn eftir héldu þeir uppt- eknum hætti og stjórnin í Bagdað greindi stolt frá því að flugmenn sínir hefðu hæft þrjú gnoð and- stæðingsins. Þetta munu hafa verið olíuflutningaskipin San- andaj, sem ráðist var á þegar ver- ið var að ferma það olíu við Kharg eyju, og Shoush en það varð fyrir aðkasti nærri ströndum Larak eyju. Ekki er vitað um nafn þriðja skipsins en á það var ráðist undan Ras Al-Mutaf höfða í Persíu. ERLENDAR FRÉTTIR Olíuflutningaskip ferma olíu á Persaflóa. Einsog glögglega má sjá eru þau ekki alelda! Loks svöruðu íranir fyrir sig á mánudag en ekki var það gert á sérlega snöfurmannlegan hátt. í rauðabítið réðust byltingarverðir um borð f þrem hraðbátum á gámaflutningaskipið Jebel Ali frá Kuwait. Þeir hringsóluðu í kring- um dallinn og létu vélbyssuskot og smásprengjur rigna yfir hann án þess að valda verulegu tjóni. Ekki þarf að taka það fram að Jebel Ali naut ekki bandarískrar verndar. Þetta þótti frökum ansi hart og örfáum klukkustundum síðar hefja þotur þeirra sig til flugs. Ferðinni var heitið til íran. Skammt frá Barkan á norðurh- luta flóans koma flugmennirnir auga á olíuflutningaskipið Ro- dosea sem siglir undir fána Pa- nama í þjónustu Persa. Þeir hleypa af og hitta í mark. Gærdagurinn gengur í garð, ír- akar rísa árla úr rekkju og fara í árásarferð. Skömmu síðar standa tvö írönsk olíuflutningaskip í ljósum logum, annað við Kharg eyju en hitt í höfninni í Bushehr. Ekki vissu menn nöfn þeirra. Seinna í gær hleypa íranskir byltingarverðir heimdraganum öðru sinni um borð í hraðbátum sfnum. Að þessu sinni ráðast þeir á risaolíuflutningaskip sem flagg- ar spænskt og er statt um 50 míl- um norðan Bahrain. Fleyið verð- ur alelda en vösk áhöfn nær að ráða niðurlögum eldsins og það siglir sína leið. Ekki verða telj- andi meiðsl á mönnum. Nú er að bíða og sjá hvað dagurinn í dag ber í skauti sér. Kannski verður samið um frið? - ks. Vestur-Pýskaland Strauss í fýlu Straussverjar eru öðru sinni á þessu sumri heiftarlega uppá kant við samstarfsflokka sína Frans Jósef Strauss nær ekki uppí nefið á sér fyrir bræði þessa dagana vegna óskammfeilni gamals félaga síns og vopna- bróður, Helmuts Kohls kanslara. Það er kunnara en frá þurfi að segja að í síðustu viku bauðst kanslarinn til að fórna 72 Pershing-IA flaugum Vesur- Þjóðverja til að greiða fyrir því að risaveldin gætu undirritað sam- komulag um eyðingu meðal- drægra kjarnflauga sinna. Ráða- menn í Washington og Moskvu kunnu honum þakkir fyrir og al- menningur var í sjöunda himni. En ekki Strauss. Hann kvað kanslarann hafa þverbrotið sam- komulag stjórnarflokkanna þriggja um að taka ekki ákvarð- anir í mikilvægum málum án þess að ráðfæra sig við félagana. Þar að auki væri það fásinna að eyði- leggja flaugarnar góðu og jafngilti í raun einhliða afvopnun Vestur-Þjóðverja. Hann og hans menn myndu sniðganga alla ríkis- stjórnarfundi í Bonn uns Kohl hefði gert hreint fyrir sínum dyr- um. Og hann lét ekki sitja við orðin tóm því í gær mætti enginn Straussverji á fund stjórnarinnar sem haldinn var til að leggja línur fyrir aukafund sambandsþingsins er fram fer í dag. Þingfundurinn er haldinn að kröfu jafnaðar- manna sem hyggjast knýja fram atkvæðagreiðslu um örlög Pers- hingflauganna. Fundurinn í gær var skammur og eftir hann vildi kanslarinn ekki láta hafa neitt eftir sér um hama- ganginn í Strauss. En illar tungur herma að leiðtoga Bæjaralands renni til rifja áhrif Hans Dietrich Genschers í Bonn. Genscher er foringi Frjálsra demókrata og utanríkisráðherra sambands- stjórnarinnar. Strauss kvað löngum hafa rennt hýru auga til þess embættis og honum finnst Genscher alltof slappur í utan- ríkismálunum. Þetta er í annað sinn á þessu sumri að alvarlega skerst í odda með Straussverjum og samstarfs- mönnum þeirra. í síðasta mánuði deildu þeir hart um hvort veita ætti 14 chileönskum dauðaföng- um hæli í Vestur-Þýskalandi og Strauss telur hina kampakátu Genscher og Kohl hafa farið á bak við sig og er að vonum þungur á brún. héldu margir þá að stjórnin væri í andarslitrunum. En þrátt fyrir upphlaupin sögðust Straussliðarnir ekki ætla að veitast að Kohl fyrir „svikin" á fundi sambandsþingsins í dag. Hinsvegar liggur í augum uppi að verulegar líkur eru á því að stjórnin leggi upp laupana ein- hverntíma á næstu mánuðum. - ks. Umhverfis- mála- ráðstefna AB Alþýðubandalagið heldur ráð- stefnu um umhverfismál í nóvember. Opinn undirbún- ingsfundur verður haldinn á Hverfisgötu 105, klukkan 17.30 á morgun, fimmtudag. Alliráhugamenn um umhverf- ismál eru velkomnir. Undirbúningsnefndin. Sumarferð ABR 1987 SAMAN I HVALFJORÐ Farið laugardaginn 5. september, skráning í síma 17500 Guðrún Helgadóttir Jón Helgason Ávarp Guðni Jóhannesson form. ABR. Guðrún Helgadóttir les Ijóð eftir Jón Helgason í Hvalfjarðar- botni, fæðingarstað skáldsins. Sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður farin naesta laugardag, 5. september, og verður farið um Hvalfjörð, sem allir hafa ekið um en fáir þekkja að gagni. Haldið verður af stað klukkan 9 frá Umferðarmiðstöð og miðað við að Ijúka ferðinni um klukkan 19. Farið verður um Mosfellsheiði og í Hvalfjörðinn um Kjósarskarð niður með Laxá, ekið um Hvammsvík, athugaðar fjörur, framhjá Hvítanesi, litið á Staupastein og áð í Hvalfjarðarbotni, þarsem kostur gefst á að ganga að fossinum Glymi. Farið að Saurbæ og minnst Hallgríms Pétúrssonar, og síðan ekið að Grundartanga og litið á járnblendiverksmiðjuna. í bakaleiðinni verður komið við í hvalstöðinni og ekið út fjörðinn, í kringum Eyrarfjall, um Tíðaskarð sem leið liggur til Reykjavíkur. Happdrætti, leikir, ávörp og valinkunnir fararstjórar. Verð 600 krón- ur fyrir fullorðna, 400 fyrir böm. Skráið ykkur í síma 17500 og hittumst nestuð, sæmilega búin og í góðu skapi á laugardagsmorgun. Ferðanefnd

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.