Þjóðviljinn - 24.09.1987, Síða 10

Þjóðviljinn - 24.09.1987, Síða 10
ERLENDAR FRETTIR IÐNTÆKNISTOFNUN Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun: FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS: 26. okt.-4. nóv. Efnisfræði stáls og áls. Stál: efnisuppbygging, framleiðsla, oxun og afox- un, tæring og tæringarvarnir, ofl. Ál: flokkun og eiginleikar. Suðuaðferðir og tækjabúnaður. Suðurgallar og orsakir þeirra. 32 kennslustundir. Hefst 14. okt. Fræsing og rennismíði, framhald. Notkun formúlna. Útreikningar og stilling deilis, útreikningar á skurðhraða, snúningshraða, færslum og fræs- itíma. 50 kennslustundir. 19.-22. okt. Rafstýringar (loftstýrikerfi, vökvakerfi, hita- og loftræstikerfi). Raftæknileg hugtök. Ihlutar, tengingar, bilanaleitog mælingar. 45 kennslustundir. Hefst 5. okt. Stýritækni- og loftstýringar. Loft sem orkugjafi. Raðferli, starfsrit. Bygg- ing kerfa sem framkvæma einföld sjálfvirk ferli. Tímaþættir. Teikningar. 40 kennslustundir. 8.-16. okt. Vökvakerfi I og II. Grunnnámskeið og framhaldsnámskeið um vökvakerfi, haldið í lotu. 70 kennslustundir. 19.-22. okt. Loftræsti- og hitakerfi. Námskeiðið er ætlað mönnum sem annast upp- setningu og smíði kerfanna. 20-25 kennslustundir. RAFTÆKNIDEILD: 26.-28. okt. Örtölvutækni I. Grundvallarhugtök örtölvutækninnar. Hvernig vinnur ör- tölvan? Kynning á forritun á véla- og smalamáli 8088 örgjörvans. Hagnýt forritunardæmi. 30 kennslustundir. REKSTRARTÆKNIDEILD: 5. okt. Strikamerki I. Kynntar verða helstu tegundir strikamerkja, hvað vinnst með notkun strikamerkja, nauðsynlegur búnaður. 4 kennslustundir. 6. okt. Strikamerkl II. Hvað er strikamerki, notkun, staðsetning, strikamerkja, stærðir, prenttæknileg atriði, gerð umbúða og eftirlit. 6. kennslustundir. 12.-14. okt. „Just-in-time“. Markmiðið er að skýra grundvallaratriði JIT hugmynda- fræðinnar (stjórnunarstíls) og hvernig bæta má nýtingu fjármagns á tiltölu- lega einfaldan hátt. 19.-24. okt. Stofnun og rekstur fyrirtækja. Ætlað konum. Haldið á kvöldin og fyrir hádegi á laugardegi. Námskeiðinu er ætlað að auka skilning þátttakenda á því, hvað atvinnurekstur útheimtir, hvað þarf aö athuga og hvað þarf að varast. 26.-28. okt. Markaðssetning. Markmiðið er að gera grein fyrir þeim atriðum sem nauðsynleg eru til að koma vöru á markað. VERKSTJÓRNARFRÆÐSLAN: 9.-10. okt. Samstarf og samvinna. Hvað er stjórnun og hvert er hlutverk verkstjóra, skipulag samstarfs og samvinnu. 12.-13. okt. Samstarf og samvinna. Haldið á Akureyri. 14.-15. okt. Stjórnunaraöferðir og starfshvatning. Farið er yfir helstu kenningar í stjórnun og stjórnunarstíl, hvað hvetur menn til vinnu og hvernig eiga góð verkfyrirmæli að vera. 28.-29. okt. Stjórnunaraðferðir og starfshvatning. Haldið á Akureyri. 16.-17. okt. Verktllsögn Farið er yfir skipulagða verktilsögn, móttöku nýliða og starfs- mannafræðslu, vinnuvistfræði, líkamsbeitingu við vinnu. 5.-6. okt. Verkáætlanir Farið er yfir undirstöðu í áætlanagerð og verkskipulagningu, CPM-framkvæmdaáætlun, Gantt-áætlun á mannafla og aðföngum. 26.-27. okt. Verkáætlanir. Haldið á Akureyri. 23.-24. okt. MULTIPLAN-forrit og kostnaðaráætlanir. Farið er yfir undirstöður áætl- anagerðar með PC-tölvu, kennd notkun á töflureikniforritinu MULTIPLAN. 21 .-22. okt. öryggismál. Farið er yfir helstu öryggismál og ábyrgð stjórnenda á örygg- ismálum. 18. -19. okt. Bruna- og slysavarnir. Farið er yfir bruna- og slysavarnir, brunaflokka, slökkvitæki o.fl. 21.-22. okt. Kjarasamningar og skaðabótaréttur. Farið er yfir skaðabótarétt og vinn- ulöggjöf, sakaregluna, saknæmi o.fl. 30.-31. okt. Undlrstaða vinnuhagræðingar. Farið er yfir undirstöðu vinnuhagræðing- ar á vinnustöðum og helstu hjálpartæki. 19. -20. okt. Flutningafræði. Farið er yfir ferilgreiningu flutninga utan og innan fyrir- tækja, flutninga til og frá o.fl. Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðntækni- stofnunar, nema annað sé tekið fram. Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í síma (91 )68-7000, Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma (91)68-7440 og Verkstjórnarfræðslunni í síma (91)68-7009. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA! Indverskir friðarliðar standa vörð um vopn sem fyrrum heyrðu Tígrum til. Á innfelldu myndinni er leiðtogi Tígranna, Velupillai Prabakaran. Hann fer nú huldu höfði á Jaffnaskaga. Sri Lanka Fríðurinn úti Fyrir skömmu hófust vígaferli ánýá Sri Lanka. Að þessu sinni berjast tamílar við tamíla Alkunna er að Júníus Jayewar- dene, forseti Sri Lanka, og Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, tóku höndum saman fyrir tveim mánuðum og skópu samning sem ætlað var að leiða til lykta átök tamílskra aðskilnað- arsinna og stjórnarhers sinha- lesa. Borgarastríðið á Sri Lanka hafði staðið óslitið í fjögur ár og verið mjög mannskætt, á tímabili voru heimsblöð full af fréttum um hrannvíg og hryðjuverk á eyrík- inu. Þungu fargi var létt af leiðtog- unum. Jayewardene sagði engum um að kenna öðrum en honum sjálfum að samningar tókust ekki fyrr. Gandhi var hæstánægður með að geta nú fengið frið fyrir gagnrýnendum úr röðum ind- verskra tamíla sem sakað höfðu hann um að sitja með hendur í skauti meðan frændur þeirra sættu ofsóknum handan sunds- ins. Til að tryggja snurðulausan framgang samningsins sendi hann 8 þúsund dáta til eyjarinnar og fól þeim að sjá um afvopnun tamflskra skæruliða og gæslu friðar. Um skeið virtist áætlun valds- herranna ætla að ganga upp. í norðri streymdu tamflar til aðal- stöðva indverska setuliðsins og afhentu þeim vopn sín, sprengjur af ýmsu tagi, hríðskotabyssur í massavís og fleira. í suðri fögn- uðu sinhalesar því að geta nú óhræddir stigið uppí strætisvagn ellegar gengið inní verslun án þess að þar leyndist vítisvél er spryngi þegar minnst varði. Hvarvetna á Sri Lanka streymdu flóttamenn til síns heima. Ohætt var að halda fjölmennar trúarhá- tíðir og efnahagslífið fór að sýna smá en ótvíræð batamerki. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Vígaferli eru hafin á ný og langþráður friður úti. Nú eru það félagar hinna ýmsu skæruliða- sveita tamíla sem berast á bana- spjót og snúast átökin um það hverjir séu réttbornir leiðtogar þjóðarbrotsins. Fyrir skemmstu var setið fyrir hópi félaga úr Frelsissveitum Tamfltígra (LTTE) sem eru stærstu og öflugustu skæru- samtök tamfla og tuttugu þeirra vegnir á einu bretti. Fyrirliðar Tígranna kveða samtök nokkur er nefna sig Stjörnurnar þrjár standa að baki árásinni. Stjörnur þessar voru til skamms tíma ók- unnar með öllu en leiðtogar LTTE fullyrða að þær séu sam- fylking þriggja smáfylkinga ta- mfla en félagar þeirra og Tígrar hafa löngum eldað grátt silfur saman. Samtök þessi eru Eelam frelsissamtök tamíla (TELO), Alþýðufylking tamfla Eelam (PLOTE) og Byltingarfylking ta- mfla Eelam (EPRLF). Tígrarnir hefndu sín gimmi- lega. í síðustu viku réðust skæru- liðar fylkingarinnar á einkaheim- ili, flóttamannabúðir, skrifstofur og strætisvagna. Að minnsta kosti 145 menn biðu bana og var þorri þeirra úr hópi óbreyttra borgara. Skelfingu lostnir flykkt- ust tamflar hundruðum saman á náðir indversku friðargæslusveit- anna og dáta stjórnarinnar í Kól- ombó, gömlu erkifjendanna. Innbyrðisátök tamflskra að- skilnaðarsinna eiga sér langa sögu. Fyrir nokkrum árum á- kváðu leiðtogar Frelsistígranna að þeir einir skyldu sjá um frelsis- baráttu tamflska þjóðarbrotsins á Sri Lanka. Þeir hófu grimmdar- lega baráttu gegn öðrum hreyf- ingum og kostuðu kapps um að uppræta þær á Jaffnaskaga. Mörg hundruð tamílskra skæruliða létu lífið í átökunum sem lauk með því að Tígrarnir urðu nær ein- ráðir á skaganum. Það ber vott um kaldhæðni ör- laganna að friðarsamningur Gandhis og Jayewardenes jók á sundurlyndi öndverðra fylkinga tamfla. Leiðtogi Tígranna, Vel- upillai Prabakaran, dró í lengstu lög að fallast á ráðabrugg þjóð- höfðingjanna og lét ekki undan fyrr en eftir miklar fortölur Gandhis og langa og stranga fundi í Nýju-Delhi. Leiðtogar annarra tamílahópa fögnuðu samningnum hinsvegar ákaflega því hann gefur þeim langþráð tækifæri til að auka áhrif sín í norðurhluta landsins á ný eftir ósigurinn í valdabarátt- unni við Tígrana. Prabakaran og sveinum hans hefur gramist það rnjög að keppi- nautarnir skuli fá að láta ljós sitt skína. Frá því friðarsamningur- inn gekk í gildi hafa félagar TELO, PLOTE og EPRLF lagt nótt við dag við opnun skrifstofa og kosningamiðstöðva í austur- héruðunum til að vinna málstað sínum fylgis áður en bráðabirgða- stjórn tamíla verður skipuð og gengið til kosninga í árslok. Tígr- arnir vilja hinsvegar öll völd í sínar hendur hvað sem hver segir og vfla ekkert fyrir sér til að ná markmiðum sínum. Fjöldamorðin að undanförnu sýna ótvírætt að indverskir friðar- liðar hafa ekki verið vanda sínum vaxnir en þeim var ætlað að koma höndum yfir öll vígtól tamflskra skæruliða, hvar í fylkingu sem þeir standa. Allt fram í síðustu viku neituðu indverskir ráða- menn að láta hermenn sína ganga hart fram í afvopnun Tígranna af ótta við reiði stuðningsmanna þeirra úr röðum tamfla á Suður- Indlandi. Um helgina sáu þeir hinsvegar að við svo búið mátti ekki standa og söðluðu um. Indverskir dátar réðust inní búðir Tígra og létu greipar sópa um vopnabúr. Sumsstaðar sló í brýnu og munu þónokkrir af hvorum tveggja hafa fallið í valinn. Prabakaran er nú í felum ein- hversstaðar á Jaffnaskaga. Áform hans eru á huldu en mörg- um býður í grun að hann muni ekki láta sinn hlut fyrr en í fulla hnefana. Hvað sem því líður þá má vera ljóst að það er tómt mál að tala um frið á Sri Lanka fyrr en öll vígtól hafa verið rifin úr hönd- um liðsmanna Frelsissveita tam- fltígra. Byggl á Newsweek -ks. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 24. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.