Þjóðviljinn - 24.09.1987, Qupperneq 15
IÞRÓTTIR
Staðan
í 3. riöli Evrópukeppni landsliða:
Sovétríkin..6 4 2 0 11-2 10
A.Þýskaland.5 2 2 1 8-2 6
Island....7 2 2 3 4-12 6
Frakkland.6 1 3 2 3-5 5
Noregur...6 1 1 4 3-8 3
Atli E&valdsson, fyrirliði íslands, gekk á undan með góðu fordæmi í gær. Skoraði sigurmarkið og átti frábæran
leik í íslensku vörninni. Sigfried Held landsliðsþjálfari, sem er til hægri á myndinni, má vera ánægður eftir tvo sigra
í röð gegn Norðmönnum.
Noregur-ísland
Uppfyrir meistarana!
Fyrsti útisigur Islands í Evrópukeppni landsliða
Evrópukeppnin
Svíum
skellt
Svíar urðu fyrir miklu áfalli í gær-
kvöldi þegar þeir biðu óvæntan ósigur
fyrir ungu liði Portúgala, 0-1, á
heimavelli sínum í Stokkhólmi.
Leikurinn var liður í 2. riðli Evrópu-
keppni landsliða og þar stóðu Svíar
best að vígi fyrir leikinn. Nú eru það
ítalir sem eiga mestu möguleikana á
að vinna riðilinn og komast í úrslitak-
eppnina í Vestur-Þýskalandi næsta
sumar.
Það var gamli markakóngurinn
Fernando Gomes sem skoraði sigur-
mark Portúgala á 35. mínútu. Eins og
mörgum er í fersku minni skiptu Port-
úgalar nánast algerlega um lið þegar
flestir landsliðsmannanna fóru í verk-
fall að lokinni heimsmeistarakeppn-
inni í Mexíkó í fyrra.
Staðan í 2. riðli:
Svíþjóð.................7 4 2 1 11-3 10
Italia..................5 4 0 1 11-3 8
Portúgal...............5 13 1 5-5 5
Sviss...................5 1 2 2 8-8 4
Malta...................6 0 1 5 3-19 1
Belgar úr leik?
Möguleikar Belga í 7. riðli eru
hverfandi eftir 2-0 tap fyrir Búlgörum
í Sofia í gær. Búlgarar þurfa tvö stig úr
tveimur leikjum til að vera öruggir
með sæti í úrslitakeppninni. Sirakov
og Tanev skoruðu mörkin en inná
milli fengu Belgar gullið færi til að
jafna þegar Nico Claesen skaut í
stöng.
Staðan í 7. riðli:
Búlgaría..............6 4 2 0 12-3 10
(rland................7 3 3 1 8-5 9
Belgía................6 2 3 1 13-6 7
Skotland..............5 1 2 2 4-5 4
Luxemburg.............6 0 0 6 2-20 0
Pólland vann
Pólverjar lögðu Ungverja 3-2 í
Varsjá í 5. riðli. Dziekanowski, Tar-
asiewicz og Lesniak skoruðu fyrir
Pólverja en Dognar og Mesaros fyrir
Ungverja. Leikurinn skipti litlu máli
því Grikkir og Hollendingar berjast
um sigur í riðlinum en staðan er þessi:
Grikkland..........6 4 1 1 12-7 9
Holland.............5 3 2 0 6-1 8
Pólland.............6 2 2 2 8-9 6
Ungverjaland........6 2 0 4 9-11 4
Kýpur...............5 0 1 4 3-10 1
-VS/Reuter
England
Torquay tók
Tottenham!
Torquay, sem varð næstneðst í 4.
deild á síðasta keppnistímabili, sig-
raði stórveldið Tottenham 1-0 í 2. um-
ferð deildabikarkeppninnar í knatt-
spyrnu í gærkvöldi. Þetta var þó að-
eins fyrri leikur liðanna og Tottenham
á heimaleikinn eftir.
Úrslit í gærkvöldi urðu þessi:
Blackburn-Liverpool................1-1
Blackpool-Newcastle................1-0
Charlton-Walsall...................3-0
Doncaster-Arsenal..................0-3
Leeds-York.........................1-1
Leicester-Scunthorpe...............2-1
Manch.Utd-Hull.....................5-0
Middlesboro-Aston Villa............0-1
Nottm.Forest-Hereford..............5-0
Oxford-Mansfield...................1-1
Peterborough-Plymouth..............4-1
Q.P.Ft.-Millwall...................2-1
Reading-Chelsea....................3-1
Torquay-Tottenham..................1-0
-VS/Reuter
Handbolti
Fram
meistari
Fram varð í gærkvöldi Reykjavík-
urmeistari í kvennaflokki með því að
sigra Val 21-20 í úrslitaleik. Val dugði
jafntefli og leikurinn var æsispenn-
andi. Fram missti niður flmm marka
forystu undir lokin og Valur jafnaði,
19-19, en með tveimur mörkum kom
Fram sér í örugga stöðu á ný. Loka-
staðan í mótinu varð þessi:
Fram.................3 2 0 1 58-53 4
Valur................3 2 0 1 54-49 4
Víkingur.............3 1 0 2 48-48 2
KR...................3 1 0 2 51-61 2
-vs
Þó haustið sé gengið í garð er
svo sannarlega ekkert haust í ís-
lenskri knattspyrnu um þessar
mundir. Þrír landsliðssigrar í röð
í þessum mánuði, það er afrek
sem íslenskir knattspyrnumenn
hafa aldrei áður unnið. Og tveir
Evrópusigrar á Norðmönnum, sá
seinni á sjálfum Ullevaal
leikvanginum í Osló í gær, gegn
sterkasta landsliði sem lengi hef-
ur leikið fyrir Noregs hönd. A
meðan voru sex af snjöllustu
knattspyrnumönnum íslands
fjarverandi - en þeir sem skörðin
fylltu voru annað og mcira en
staðgenglar.
Með 1-0 sigrinum er litla ísland
komið uppfyrir sjálfa Evrópu-
meistarana, Frakka, í 3. riðli Evr-
ópukeppninnar. Það sem meira
er, ísland vann þarna sinn fyrsta
útisigur frá upphafi í Evrópu-
keppni landsliða og nú er nánast
öruggt að okkur tekst í fyrsta
Frá Baldri Pálssyni fréttamanni
Þjóðviljans í Noregi:
,,Ég var ákveðinn í að neita að
leika þennan landsleik ef leitað
yrði til mín. En ég lét tU leiðast
þegar á reyndi og sé svo sannar-
lega ekki eftir því - ég hef ekki
spHað skemmtilegri landsleik!“
sagði Lárus Guðmundsson, mið-
herji íslenska landsliðsins, í sam-
tali við Þjóðviljann eftir sigurinn
á Norðmönnum í gærkvöldi.“
Lárus bætti við að íslenska lið-
ið hefði verið frábær blanda af
ungum og reyndum leik-
mönnum. „Þeir ungu voru frá-
bærir, ótrúlega rólegir og yfirveg-
aðir. Áhorfendur voru stórkost-
legir, þetta var eins og að leika á
heimavelli,“ sagði Lárus.
skipti að forðast að neðsta sætið
falli okkur í skaut.
Til þess þurfa Norðmenn að fá
a.m.k. þrjústig úrútileikjum sín-
um gegn Frökkum og Austur-
Þjóðverjum og telja má mjög ó-
líklegt að þeim takist það. Island
situr hinsvegar í þriðja sætinu
með 6 stig en afar ósennilegt er að
Frakkar verði fyrir neðan okkur
þegar keppninni lýkur.
Það reyndist rétt sem íslend-
ingarnir í norsku knattspyrnunni
hafa haldið fram - að Norðmenn
þoli ekki mótlæti og brotni niður
við að fá á sig mark. Það gerðist á
Laugardalsvellinum fyrir hálfum
mánuði og aftur á Ullevaal í gær.
Norska liðið virtist hafa leikinn í
hendi sér, allt þar til Atli Eð-
valdsson skoraði mark íslands á
30. mínútu eftir aukaspyrnu
Ólafs Þórðarsonar, 0-1. Framað
því hafði íslenska liðið legið við
eigin vítateig, tengiliðirnir voru
N oregur-ísland
Atli Eðvaldsson fyrirliði var
sammála því að íslensku áhorf-
endurnir hefðu verið ómetan-
legir. „Stemmningin var eins og
best gerist heima á Laugardals-
velli, jafnvel betri! Við áttum
þennan sigur alveg skilinn. Eftir
markið var engin spurning um úr-
slit þrátt fyrir lélegan sænskan
dómara sem dæmdi öll vafaatriði
Norðmönnum í hag. Þessi úrslit
eru frábær gegn sterkasta lands-
liði sem Noregur hefur teflt fram.
Þeir voru með stór nöfn úr evr-
ópsku knattspyrnunni en það
dugði ekki til,“ sagði Atli.
Gunnar Gíslason, leikmaður
með toppliði norsku 1. deildar-
innar, Moss, var að sjálfsögðu í
sjöunda himni. „Það er ekki hægt
að hugsa sér það betra en að sigra
búnir að bakka inní vörnina og
Norðmenn réðu ferðinni.
En eftir markið kom íslenska
liðið framar á völlinn og átti í
fullu tré við heimamenn á miðj-
unni það sem eftir var leiks, ef
undanskildir eru stuttir kaflar í
seinni hálfleik þar sem íslensku
leikmennirnir virtust vera að
missa einbeitinguna. En baráttu-
og sigurviljinn voru fyrir hendi og
það réð úrslitum gegn ágætlega
spilandi og baráttulausu norsku
liði.
Aftasta vörnin yar sá hlekkur
íslenska liðsins sem aldrei brást.
Guðni Bergsson, Sævar Jónsson
og Atli Eðvaldíson höfðu norsku
sóknarmennina í vasanum og
Bjarni Sigurðsson var geipilega
öruggur að baki þeirra. Þessir
fjórir stigu vart eitt feilskref allan
leikinn. Aðrir fylgdu með, bar-
átta og vinnsla Ólafs, Péturs Arn-
þórssonar og Gunnars Gísla-
hér í Noregi. Eftir markið
höfðum við fulla stjórn á leiknum
og náðum mjög vel saman.
Ahorfendur höfðu líka mikið að
segja. Við vissum fyrir leikinn að
Norðmenn myndu brotna saman
ef við skoruðum, og það var ein-
mitt það sem gerðist," sagði
Gunnar Gíslason.
Já, það má segja að ísland hafi
unnið tvöfalt, inni á vellinum og á
áhorfendapöllunum. Mikill fjöldi
íslendinga fylgdist með leiknum
og átti hreinlega völlinn, hvöttu
íslenska liðið óspart á meðan nor-
sku áhorfendurnir hlógu að sín-
um mönnum. Það má mikið vera
ef norsku blöðin „slátra" ekki
gersamlega norska liðinu og
landsliðsþjálfaranum sænska á
morgun (í dag).
Knattspyrna
Danir lágu
í Hamborg
Vestur-Þjóðverjar unnu sætan
sigur á Dönum, 1-0, í vináttu-
landsleik sem fram fór í Hamborg
í gærkvöldi. Rudi Völler skoraði
sigurmarkið. í öðrum vináttu-
leikjum unnu Sovétmenn Grikki
3-0, ítalir Júgóslava 1-0 og Spán-
verjar Luxemburgara 2-0.
-VS/Reuter
Barcelona
Venables
rekinn
Englendingnum Terry Venab-
les var í gær sagt upp stöðu fram-
kvæmdastjóra spænska knatt-
spyrnustórveldisins Barcelona
eftir ríflega þriggja ára starf. Lið-
ið hefur tapað þremur af fjórum
fyrstu leikjum sínum í 1. deild.
Luis Aragones var samstundis
ráðinn í hans stað. -VS/Reuter
sonar var gífurleg, Viðar Þorkels-
son óx með vandanum og Ragnar
Margeirsson átti einn af sínum
bestu landsleikjum. Miðherjarn-
ir Lárus og Guðmundur komust
hinsvégar lítið inní leikinn, fengu
erfiðar sendingar til að vinna úr
og norska vörnin lék þá oft rang-
stæða. Það var klaufalegt hjá
Pétri að láta reka sig af leikvelli,
sænski dómarinn átti ekki annars
úrkosta þegar Pétur sparkaði
boltanum í burtu, þar sem hann
hafði áður sýnt Pétri gula spjald-
ið. En það munaði íslensku leik-
mennina engu að vera 10 gegn 11
síðustu mínúturnar, Norðmenn
voru bráðlátir og stressaðir frá
því þeir fengu markið á sig og allt
til leiksloka. íslensku leikmenn-
irnir léku af yfirvegun og skyn-
semi og gerðu það sem þeir ætl-
uðu sér en fáir höfðu trú á að væri
mögulegt.
-VS
Knattspyrna
Bordeaux
skoraði
þrjú
B-landslið íslands mátti þola
tap, 3-0, gegn frönsku meisturun-
um Bordeaux í gærkvöldi.
Leikurinn fór fram í Bordeaux og
var liður í mikilli íslandsviku sem
nú stendur yfir þar í borg.
Frakkarnir fengu vítaspyrnu
eftir 20 mínútna leik og skoruðu,
1-0. Þann dóm voru íslensku leik-
mennirnir mjög ósáttir við. Bor-
deaux skoraði aftur, 2-0, á 43.
mínútu og þriðja markið kom
fimm mínútum fyrir leikslok.
Vegna talsverðra forfalla í a-
landsliðinu sem lék I Osló í gær-
kvöldi vantaði nokkra lykilmenn í
það sem kallað hefur verið ól-
ympíulandslið íslands. Úrslitin
eru i samræmi við það sem við
mátti búast enda er í liði Borde-
aux kjarninn úr franska iandslið-
inu.
-VS
Lárus ætlaði að
neita að spila!
Fimmtudagur 24. september 1987 ÞJÓÐVIL.JINN - SÍÐA 15