Þjóðviljinn - 29.09.1987, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 29.09.1987, Qupperneq 1
Þriðjudagur 29. september 1987 215. tölublað 52. órgangur Sjúkrahúsin Alþýðubandalagið Kaupleigur látnar fjáimagna tækjakaup Fyrirtæki og stofnanir á vegum hins opinbera viðskiptavinir kaupleigufyrirtœkja. Davíð Gunnarsson: Ríkisspítalarnir hafa ekki notfœrtsérþessaþjónustu. Víglundur Þorsteinsson: Hef staðfestar heimildir um að opinberir aðilar eru í viðskiptum við kaupleigur Sjúkrahúsin hafa gert töluvert af því af fjármagna tækjakaup í gegnum kaupleigufyrirtækin, samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Þjóðviljans. Þau eru þó ekki einu stofnanirnar og fyrir- tækin á vegum hins opinbera sem hafa notað þessa fjármögnunar- leið, þrátt fyrir fyrirmæli frá fjár- málaráðuneytinu um að opinber- ir aðilar noti ekki fjármögnunar- leigufyrirtækin til að taka erlend lán. Davíð Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna sagöist ekki kannast við að tækjakaup á veg- um Ríkisspítalanna hefðu verið fjármögnuð af kaupleigufyrir- tæki. „Þau hafa haft samband við okkur og boðið okkur þessa þjónustu, en við höfum ekki not- fært okkur það. Ekki svo ég muni.“ Davíð sagðist hafa skoðað þau kjör sem kaupleigufyrirtækin biðu og í fljótu bragði hefði sér sýnst að þau væru mun óhagstæð- ari en ef samið væri beint við söluaðila erlendis. „Ég hef staðfestar upplýsingar um það að opinber fyrirtæki, þar á meðal ríkisfyrirtæki, eru meðal viðskiptavina fjármögnunarleig- anna,“ sagði Víglundur Þor- steinsson við Þjóðviljann í gær. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða fyrirtæki hér væri um að ræða. Sveinn Hannesson hjá Lýsingu sagðist kannast við að ríkisstofn- anir hefðu haft viðskipti við fyrir- tækið en vildi ekki tjá sig nánar um málið. Hjá Lind fengust þær upplýs- ingar að það hefði komið fyrir að opinberir aðilar hafi leitað til fyrirtækisins, en fyrirtæki á hin- um almenna markaði væru þó í meirihluta. Fjármálaráðuneyt- ið mun hafa vísað þessu máli til ríkisendurskoðunar til að fá ná- kvæmar upplýsingar um hvaða fyrirtæki og stofnanir hér er um að ræða. -Sáf Sigríður í framboði Efnahags- og atvinnu- stefna aðalefni mið- stjórnarfundar um helg- ina auk landsfundarund- irbúnings Allt bendir til þess að Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi á Ak- ureyri gefi kost á sér við for- mannskjör á landsfundi Alþýðu- bandalagsins í byrjun nóvember. Á miðstjórnarfundi flokksins nú á sunnudag sagði Sigríður að hún mundi ekki skorast undan yrði farið fram á það við hana að hún gæfi kost á sér til forystu í flokknum og hún fyndi að fram- boð sitt nyti víðtæks stuðnings. Talið er víst að Ólafur Ragnar Grímsson gefi einnig kost á sér og er ekki annað að sjá nú en að kosið verði milli þeirra Sigríðar á landsfundinum. - m Sjá frásögn/fréttaskýringu af miðstjórnarfundinum á síðum 5- 6 Fiskvinnslufólk Eggjahljóð í vinnuveitendum Jón Kjartansson, for- maður24 manna samn- inganefndar VMSÍ: Samningafundurinn 1. október næstkomandi. Fiskvinnslufólk þarf verulega launahœkkun „Það er ekki laust við að maður heyri eggjahljóð i vinnuveitend- um þessa dagana því þeim er full- Ijóst eins og okkur, að það þarf að hækka verulega laun fiskvinnslu- fólks, eins og í pottinn er búið í kjaramálum þess í dag,“ segir Jón Kjartansson formaður 24 manna samninganefndar Verkamanna- sambandsins og Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. Að sögn Jóns verður fyrsti samningafundurinn með vinnu- veitendum um kaup og kjör fisk- vinnslufólks næstkomandi fimmtudag klukkan 10. Áður hafa menn skipst á hugmyndum um tilhögun fyrirhugaðra funda, en eins og kunnugt er renna samningar ekki út fyrr en með næstu áramótum. „Eins og staðan er í dag er ómögulegt að spá nokkru um það hvað kemur til með að koma upp úr þessum samningaviðræðum okkar og vinnuveitenda og best að hafa sem fæst orð um það. En í þessum samningaviðræðum sem og öðrum, verður maður að gera sér grein fyrir því á hvað maður stefnir. Af fenginni reynslu geri ég ráð fyrir því að maður verði að reyna að þreyta laxinn, áður en maður getur innbyrt aflann,“ sagði Jón Kjartansson. grh Ámi Johnsen varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins var á landsfundi Borgaraflokksins um helgina sem blaðamaður Morgunblaðsins og þátttakandi í umræð- um. Mynd Sig. Varaformaður Borgaraflokksins: Hægra megin við miðju Ef gengið væri hart að mér og ég beðinn að staðsetja Borgara • flokkinn í þessu klassíska litrófi stjórnmálanna þá teldi ég hann miðjuflokk, hugsanlega rétt hægra megin við miðju. En ég tel hugtökin hægri og vinstri orðin úrelt í þessu sambandi, segir hinn nýkjörni varaformaður Borgara- flokksins Júlíus Sólnes. En hvaða afstöðu hefur flokk- urinn til ríkisafskipta? „Það, sem skiptir máli, eru markmiðin sem ná á fram. Segj- um t.d. að markmiðið sé að vel sé séð fyrir sjúkum, öldruðum og þeim sem minna mega sín. Menn geta verið sammála um þetta markmið en greint á um leiðir. Ég tel að í jafnlitlu þjóðfélagi og við búum í, verði að treysta mjög á forsjá ríkisins og sveitarfélag- anna. En auðvitað er hugsanlegt að leysa megi málin með öðrum hætti hjá stærri þjóðum. Eru einhver eftirköst eftir var- aformannskjörið? Þar fékk Júlíus 227 atkvæði en Benedikt Boga- son verkfræðingur 100. Ásgeir Hannes Eiríksson dró sig út úr átökunum áður en gengið var til atkvæða. „Hér var ekki um persónuleg átök að ræða,“ segir Júlíus. „Miklu frekar var tekist á um hlutverk varaformanns. Á hann ekki að vera utan alþingis og hugsanlega á launum hjá flokkn- um við að sjá um innra starf hans og málefni? Eða á hann fyrst og fremst að vera það sem segir í starfsheiti hans, varaformaður, þ.e. staðgengill formannsins? Ég held að auðvelt eigi að vera að sameina þessa þætti." Auk almennrar stjórnmálaá- lyktunar samþykkti landsfundur- inn m.a. ályktanir um efnahags- og viðskiptamál, húsnæðismál, heilbrigðismál og fjölskyldumál. „Skoðanaskiptin voru fjörug á fundinum og betri en ég hef átt að venjast á hliðstæðum pólitískum samkomum," sagði hinn ný- kjömi varaformaður og gefur þar með fyrri reynslu sinni af Sjálf- stæðisflokknum ákveðinn gæð- astimpil. óp Sjá leiðara bls. 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.