Þjóðviljinn - 29.09.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.09.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR Húsgagnaiðnaður Tímamótasamningur Kristbjörn Arnason: Yfirborganir inni í launatöxtunum. Þór- arinn V. Þórarinsson: Fastlaunasamningurinn skýrari, ein- faldari og skynsamlegri en hjá mörgum öðrum Kindakjöt Greitt fyrír ónýttanrétt í nýrri reglugerð landbúnað- arráðuneytisins um stjórn sauðQárframleiðslunnar á næsta verðlagsári er bændum heimiiað að flytja allt að 5% af fullvirðisrétti i bæði mjólk og sauðfé á milli verðlagsára. Þá er einnig ákvæði um að bændur fái greiðslur fyrir þann fullvirðisrétt sem þeir nota ekki, en með því móti er reynt að draga úr fram- leiðslunni. Fullvirðisrétturinn verður í meginatriðum sá sami og nú gild- ir en vegna væntanlegrar leiðrétt- ingar eru tekin frá 4000 árgildis- afurðir. Mest er fullvirðis- rétturinn skertur á mjólkursvæð- unum á Suður- og Norðurlandi, um 0.9%. Þeir bændur sem þar búa hafa á móti forgangsrétt að þeim aukna fullvirðisrétti í mjólk sem búvörusamningur stjórnvalda og bænda gerir ráð fyrir á næsta verðlagsári. Þá eru sérstök ákvæði sem tryggja bændum sem komnir eru yfir 67 ára aldur rétt til að minnka við sig framleiðslu án þess að tapa tekjum. Með samþykkt fastlaunasamn- ingsins er brotið blað í kjara- baráttu verkalýðsfélagsins sem felst í því að yfirborganir eru nú inni í launatöxtunum. Að þessu leyti er um tímamótasamning að ræða þar sem launataxtinn endurspeglar raunverulega greitt kaup i greininni. Jafnframt var samþykktur nýr kjarasamningur milli verkalýðs- félagsins og vinnuveitenda fyrir allt næsta ár með 3% grunn- kaupshækkunum 1. janúar, 2% 1. apríl og 2% 1. júlí, segir Kríst- bjöm Ámason, formaður Félags starfsfólks í húsgagnaiðnaði. Tæpu hálfsmánaðarlöngu verkfalli verkalýðsfélagsins lauk um helgina þegar náðist sam- komulag við vinnuveitendur um gerð nýs fastlaunasamnings og var hann, ásamt nýjum kjara- samningi, samþykktur með þorra greiddra atkvæða á félagsfundi á síðastliðinn sunnudag. Að sögn Kristbjöms Árnason- ar fá, samkvæmt fastlaunasamn- ingnum, ófaglærðir mesta hækk- unina, en það eru um 20-25% félagsmanna. 50-60% era með sína launaflokka en aðeins um 20% verða áfram fyrir ofan launaflokka. Tímakaup ófag- lærðra verður frá 208 krónum hjá byrjendum og uppí 227 krónur eftir fimm ár. í mánaðar- greiðslum verða því launin allt frá 36 þúsundum króna og geta náð rúmum 43 þúsundum eftir að við- komandi hefur lokið öðrum áfanga í þrepanámi. í nýja kjarasamningnum náði verkalýðsfélagið því fram að ef samningar Vinnuveitendasam- bandsins við Trésmíðafélag Reykjavíkur innihaldi hærri al- mennar grunnkaupshækkanir í komandi samningum, þá fær Fé- lag starfsfólks í húsgagnaiðnaði samsvarandi launahækkanir. Ennfremur féllust vinnu- veitendur á þá kröfu verkalýðs- félagsins að fyrirtækin í iðninni greiddu þriðja part á móti borg og ríki í fyrsta og öðram áfanga í þrepanámi ófaglærðra. En þessi kostnaður var fyrir kjarasamn- inginn, greiddur af viðkomandi starfsmanni. „Að sálfsögðu er maður alitaf ánægður þegar samningar hafa tekist, en ég er ekki frá því að einn heisti ávinningurinn með gerð fastlaunasamniingsins sé sá að verkalýðsfélagið stendur enn öflugra fyrir vikið með raunsanna launataxta,“ sagði Kristbjöm Ámason. „Það er ljóst varðandi fast- launasamninginn að þeir sem lægstir hafa verið í launum hækka mest, sem er fagnaðarauki út af fyrir sig, en aðalatriðið er það að búið er að tryggja greininni atvinnufrið út næsta ár með nýj- um kjarasamningi. í heild sinni finnst mér samkomulagið, sér- staklega fastlaunasamningurinn, vera einfaldari, skýrari og skynsamlegri en hjá mörgum öðram iðnaðarstéttum,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, þegar Þjóð- viljinn innti hann álits á nýgerð- um fastlaunasamningi og kjaras- amningi Félags starfsfólks í hús- gagnaiðnaði við vinnuveitendur. „Um kjarasamninginn er lítið hægt að segja á þessari stundu vegna þess að þeir hafa tryggingu fyrir því í honum að fá samsvar- andi hækkanir og aðrir sem hugs- anlega geta samið betur,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ. - grh Svíþjóð Deilt um kaupleigu Hœgri menn verja kaupleigufyrirkomulagið en Sósíaldem- ókratar eru andvígir því að er ekki bara á íslandi sem upp hafa komið hugmyndir um kaupleiguíbúðir. Þetta óskabarn kratanna hefur einnig skotið upp kollinum í sænska vel- ferðarríkinu. í Svíþjóð er hug- myndin ekki runnin undan rifjum Sósíaldemókrata, heldur kemur hún frá Hægri flokkinum (Mo- deratana) og hefur mætt mikilli andstöðu meðal fólks sem er fé- lagslega þenkjandi. Birgitta Freyd á sæti í sjórn SABO, sem sér um að byggja og reka leiguíbúðir á vegum sveitarfélaga í Svíþjóð. Hún var stödd hér á landi í lok síðustu viku á ráðstefnu Norðurlanda- sambands félagslegra byggingar- aðila. Um 20% allra íbúða í Svíþjóð eru leiguíbúðir á vegum SABO. Rúmlega 300 fyrirtæki era í SABO og eru þau í eigu sveitar- félaganna. Fjöldi íbúða á vegum þeirra er um 825 þúsund og búa um ein og hálf milljón manna í íbúðunum. Um 18 þúsund manns starfa á vegum SABO. í stjórn SABO er valið með pólitískri kosningu og eru Sósí- aldemókratar í meirihluta. Fyrr í september var haldin ráðstefna á vegum SABO og þar var deilt hart um kaupleiguíbúðirnar. „Tilgangurinn með því að kaupa íbúðimar er augljós,“ sagði Birgitta. „Ástæðan er sú að einstaklingarnir vilja hagnast á íbúðunum. Þeir sem era hlynntir þessu fyrirkomulagi búast við því að íbúðir muni stíga í verði. Okk- ar rök era þau að það sé óréttlátt að hið opinbera fjármagni brask einstaklinga. Önnur rök gegn kaupleiguíbúðunum eru þau að þær íbúðir munu fyrst og fremst seljast sem eru vel staðsettar og í góðu standi en þær sem era ekki eins eftirsóknarverðar munu verða áfram eftir hjá SABO. Það hefur verið markmið okkar að hafa sem fjölbreyttast úrval af íbúðum þannig að hægt sé að koma til móts við þarfir hvers og eins.“ Þeir sem hafa viljað taka upp kaupleiguíbúðarformið segja að þannig verði íbúarnir ábyrgari gagnvart íbúðunum auk þess sem þeir hafi stærri ákvörðunarrétt yfir innréttingum og öðra. Birgitta segir að þessi rök standist ekki því núorðið geti leigjendurnir haft mikil áhrif á innréttingar og annað í sambandi við íbúðimar. Leigjendurnir eru með eigin hreyfingu og hefur sú hreyfing mikil áhrif innan stjórn- ar SABO. „Leigjendurnir hafa því svotil sömu möguleika á að ráða innréttingum og öðra einsog þeir hefðu ef þeir ættu íbúðirnar sjálfir. Það eina sem breyttist raunveralega við þetta væri að hægt yrði að hagnast af íbúðun- um, sem era fjármagnaðar með sameiginlegum sjóðum lands- manna. Það teljum við rangt,“ sagði Birgitta að lokum. -Sáf Birgitta Freyd, sem á sæti í stjóm SABO telur gróðasjónarmiðið í öndvegi hjá þeim sem eru meðmæltir kaupleiguíbúðum. Mynd Sig. Kvótamálið Athugasemdir skoðaoar Kvótamálið hefur ekki verið af- greitt, en við höfum fengið at- hugasemdir frá hluta þeirra fyrir- tækja sem um er að ræða. Sum þeirra skiluðu inn athuga- semdum með þeim fyrirvara að þau vildu skoða sín mál betur, sagði Jón B. Jónasson, skrifstofu- stjóri sjávarútvegsráðuneytisins, er hann var spurður hvað liði kvótasvindlmálinu svokallaða, en þrjár vikur eru nú liðnar frá fresti þeim sem fyrirtækin fimm sem kærð voru, fengu til að skýra sín mál. Þegar botn kemst í þetta tökum við málið til skoðunar, sagði Jón, og þá er tvennt til. Annaðhvort stendur úrskurður ráðuneytisins óhaggaður, eða tekið verður mark á athugasemd- unum að hluta, eða að fullu, og þá gefinn út nýr úrskurður. - Að öðram kosti er úrskurð- urinn grandvöllur fjámámsað- gerða, og ef ekkert gerist þá fylgir Sinfóníuhljómsveit íslands fer i sex daga tónleikaferð til Norð- urlands nú á næstunni. Verða fyrstu tónleikarnir á Húsavík mánudaginn 5. okt., 6. okt. í Skjólbrekku í Mývatnssveit, 7. fjárnámsrétti heimild til að óska uppboðs, sagði Jón. - Fyrirtækin geta skotið mál- inu til dómstóla, en slíkt hefur aldrei gerst síðan sú skipan mála sem nú er við iýði var tekin upp árið 1975, sagði Jón. okt. í Ólafsfirði, 8. okt. á Siglu- firði, 9. okt. í Varmahlíð í Skaga- firði og 10. okt. á Blönduósi. Stjómandi hljómsveitarinnar verður Páll P. Pálsson en ein- leikarar Guðný Guðmundsdóttir „Ég segi ekki neitt um þetta,“ var svar Kristjáns Guðmunds- sonar, skrifstofustjóra Hraðfryst- ihúss Grandarfjarðar, sem bend- lað hefur verið við kvótasvindlið. HS og Ásgeir Steingrímsson. Efnisskráin verður þessi: Glinka: Ruslan og Ludmila, for- leikur, Mendelssohn: Fiðlukons- ert, Hummel: Trompetkonsert. Beethoven: Sinfóma nr. 7. - mhg f>JÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Seðlabankinn Slegiö á þensluna í fréttatilkynningu frá Seðla- bankanum segir að helstu orsakir mikillar þenslu að undanförnu í efnahagsmálum séu aðallega aukin erlend lántaka, halli á ríkis- búskap, aukning í íbúðalánum og ekki síst vaxandi útlán innlánsstofnana. Brugðist hafi verið við þessum vanda með ýmsum hætti að und- anfömu, hækkun vaxta sparisk- írteina ríkissjóðs, og nú síðast strangari reglum um erlendar lántökur. Þá hefur verðabréfa- kaupum innlánsstofnana á spar- iskírteinum og skuldabréfum rík- issjóðs uppá 400 miljónir verið flýtt til að hamla gegn auknineu annarra útlána. - lg- Sinfóníuhljómsveitin Tonleikaför til Norðuriands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.