Þjóðviljinn - 29.09.1987, Síða 6

Þjóðviljinn - 29.09.1987, Síða 6
ALÞYÐUBANDALAGIÐ FLOAMARKAÐURINN 37 ferm teppi fæst fyrir lítið. Upplýsingar í síma 17576. Vantar þig í búið? Ef svo er þá hringdu í síma 12007 og 72022 og vittu hvað til er fyrir lítinn eða jafnvel engan pening. íbúð Bráðvantar litla íbúð. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Reglusemi í hávegum höfð. Birna Björnsdóttir sími 76847. Til sölu Lada 1200 árgerð '80. Selst ódýrt. Upp- lýsingar í síma 41049 eftir kl. 18. Óska eftir að kaupa mjög ódýran bíl, skoðaðan '87, gjarnan Trabant. Sími 39027. Einstaklingsíbúð - herbergi Eldri maður óskar eftir einstakling- síbúð eða einu herbergi og eldhúsi til leigu strax. Er að missa húsnæði vegna sölu þess. Vinsamlegast ef þið getið hjálpað þá hringið í síma 28461. Góður bíll til sölu Daihatsu Charade ’81. Lítur mjög vel út. Fæst á 140.000 staðgreitt. Upplýsingar gefur Einar í síma 82723. Gefins 3 sæta sófi fæst gefins. Sími 24946. Stór, gamall ísskápur til sölu á kr. 2.000. Á sama stað er óskað eftir að kaupa gamla pinn- astóla. Upplýsingar í síma 622084; eftir kl. 18. Trommusett Ludwig trommusett til sölu með töskum og fylgihlutum. Sími 12056 eftir kl. 13. Sófasett 3ja sæta sófi og stóll úr svörtu leð- urlíki til sölu. Lítur vel út. Uppl. í síma 21428. Fæst gefins Tvíbreiður svefnsófi fæst gefins. Lítur vel út. Sími 82534. Herbergi nóvember-desember Ungur líffræðingur leitar eftir her- bergi í nóvember og desember (með eða án húsgagna), helst í Voga- eða Heimahverfi. Upplýsing- ar í síma 34856. Karlmannsreiðhjól Óska eftir að kaupa ódýrt en sæmi- lega gott karlmannsreiðhjól. Ef þú átt eitt slíkt sem þú vilt selja, þá vinsamlegast hringdu í síma 15785. Bíll til sölu til sölu er Fiat 127, '85 árgerð. Bíll- inn er í toppstandi og lítur vel út, 5 gíra, vetrardekk fylgja. Möguleiki á að taka ódýrari bíl uppí. Upplýsing- ar í slma 681310 kl. 9-5. Herbergi til leigu Herbergi til leigu fyrir geymslu á húsgögnum eða hreinlegri vöru. Rakalaust, bjart og upphitað. Upp- lýsingar í síma 681455. Píanó til sölu Gott, fallegt, vel með farið Petrof píanó til sölu. Verð kr. 120.000. Upplýsingar í síma 20287 eftir kl. 19. Gyllingaletur óskast Upplýsingar í síma 31197 eftir kl. 7 á kvöldin. ísskápur Gamall, tvískiptur, Atlas ísskápur til sölu. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 611146 eftir kl. 19. Urvals - kartöflur Lífrænt ræktuðu kartöflurna komn- ar aftur (án arfaeyðisefna o.þ.h.), 4 tegundir. Hámarksgæði. Sama verð og í fyrra. Kr. 1.000,- 20 kg poki. Upplýsingar í síma 10282 eftir kl. 17. ísskápur fæst gefins UTO ísskápur í sæmilegu standi fæst gefins. Sími 652045. Til sölu 10 manna vel með farið borðstofu- borð úr birki til sölu ásamt 4 stólum. Einnig til sölu mjög lítið notuð ryk- suga. Upplýsingar í síma 26804. Til sölu eru eftirtalin húsgögn og munír fyrir 300 kr. hver: 13 tommu felgur, strauborð, sófaborð, og loks forn skíði á 200 kr. Ennfremur gardínu- brautir af ýmsum lengdum sem fást fyrir það sem viðkomandi vill greiða fyrir það. Loks alveg stórkostlegir leir-postulínsmunir svo sem salerni sem er ókeypis þó það sé í fullkomnu lagi (allt er í kassanum sem þar ber að vera) og matardisk- ar fást fyrir lítið. Þá mætti einnig tala um tæki til þess að ná matnum af diskunum, svo sem gaffla. Allar nánari upplýsingar er að fá í síma 30672. íbúðaskipti - Kaupmannahöfn Reykjavík 3ja herbergja íbúð í Kaupmanna- höfn með húsgögnum fæst í skiptum fyrir íbúð í Reykjavík í hálft til eitt ár frá 1. nóv. eða síðar. Upp- lýsingar í síma 21733. Dagmamma Get bætt við mig börnum, frá kl. 7.30-14.00. Upplýsingar í síma 31884. Hótel- og veitinga- húsaeigendur Vanar saumakonur óska eftir verk- efnum. Tökum að okkur að sauma dúka, munnþurrkur, gardínur og rúmföt. Vanar saumakonur - vönduð vlnna - vægt verð. Upp- lýsingar gefa fngiríður, í síma 686122, Helga, í síma 685990 og Ester í síma 83781. Óskast keypt Óska eftir að kaupa notað Ijósa- borð. Einnig notað teikniborð. Upp- lýsingar í síma 27162 eftir kl. 20. Til sölu Dieselvél (Perkins 4x108), bíl- skúrshurð úr plasti (með járnum) frá Astra. Einnig hráolíuofn með karborator, sjáiftrekkjandi. Góður í sumarbústað. Uppl. í síma 32101. Gömul Rafha eldavél fæst gefins gegn flutningi af staðn- um. Uppl. í síma 44236 e. kl. 19. Tágakarfa óskast sem fyrst (vagga). Sími 84716. Til sölu 18 karata gullarmband á hálfvirði, mæðraplattar frá Bing og Gröndal frá árunum 1970-79, þvottabjarnar-loðhúfa og fatnaður lítið sem ekkert notaður, selst ódýrt. Ennfremur ýmsir smáhlutir úr gleri og postulíni. Uppl. í síma 27214. Húsnæði óskast Einstaklings-, 2ja eða 3ja herbergja íbúð óskst til leigu strax eða frá 1. október. Er lítið heima vegna starfs- ins, er reglusamur, öruggar mánað- argreiðslur. Vinsamlegast hringið í síma 651726 e. kl. 18 eða í síma 73981. Herbergi til leigu fyrir geymslu á húsgögnum eða hreinlegri vöru. Rakalaust, bjart og upphitað. Uppl. í síma 681455. Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför Heiga Björnssonar frá Hnífsdal Elín Pálsdóttir Guðmundur Helgason Steinunn M. Jóhannsd. Björn Helgason María Gísladóttir Halldór Helgason Steingerður Ingadóttir Ólöf Helgadóttir Kristján Pálsson Guðrún Helgadóttir Cliff Hancock Reynir Helgason Monica Mary Mackintosh Björk Helgadóttir Gunnjóna Jóhannesdóttir börn og barnabörn. Stígur Arnórsson Formaður og varaformaður á síðasta miðstjórnarfundi kjörtímabilsins: Svavar Gestsson í ræðustól, fundarstjórinn Kristín Á. Ólafsdóttir hlustar. „Er það sjálfgefið að jafnrétti náist ef framleiðslutækin eru ekki lengur einkaeign? rt’Asmundur Stefánsson í sunnlenskum kvennafans. Framhald af síðu 5 yrði að véla nokkru meira áður en farið væri af stað. Það sem ljósvakamiðlarnir slógu upp meðan á fundinum stóð var svo tillaga um að endur- nýjunarreglan í flokksstarfinu yrði látin ná til kjörinna fulltrúa flokksins þannig að þingmenn og sveitarstjórnarmenn sætu ekki lengur í einu en þrjú kjörtímabil. Þessi tillaga kom upphaflega frá Æskulýðsfylkingunni fyrir tveimur árum og var þá vísað í miðstjórnina. Um þetta eru skoðanir skiptar þótt allir vilji nokkra endurnýjun, og kemur hér sjálfsagt til kasta landsfundar á ný. Ekki síst vegna þess að yrði þessi regla samþykkt nú mundu sex af átta þingmönnum verða að víkja í næstu kosningum, - þetta var túlkað í sjónvarpsfréttum þannig að nú væri verið að leiða þingflokk Alþýðubandalagsins til fjöldaslátrunar einsog á blóma- tíma fallaxarinnar í frönsku bylt- ingunni, eða einsog í Undra- lands-Lísu þegar drottningin heimtar: Hausana af! Enn var rætt um kvótareglu kynja á framboðslistum flokks- ins, svipaða og nú gildir í flokks- stofnunum, og er enn sömu sögu að segja, sumir vilja tryggja sæmilegt kvenhlutfall á listum með föstum reglum, aðrir eru sammála um markmiðið en telja að fastákveðnar reglur séu ekki endilega alfa og ómega í flokks- starfi. Enn er það landsfundur sem ákveður og úrskurðar. Formannsskjálfti Hinar margfrægu stríðandi fylkingar í flokknum skullu ekki saman um helgina; raunar var augljóst að þegar farið er að ræða grundvallarmál hristist upp í þeim fylkingum sem undanfarið hafa stillt sér upp eða hefur verið stillt upp. Kannski er málefnaágreining- urinn ekki eins djúpstæður og menn héldu, nú þegar loksins er farið að takast á, - að minnsta kosti virðist sú breyting á vinnu- brögðum sem sjá má merki um eftir slagsmálin í sumar skapa málefnaumræðu og stefnuátök- um betri vettvang. Á fundinum um helgina voru erfið mál og flókin allajafna rætt af stilltri festu, án þess að skammast eða kasta skít, jafnvel með húmor sem er bráðnauðsynlegur líka, jafnvel þegar vaxtapólitík og ríkisbúskapur eru á dagskrá. En auðvitað var titringur undir niðri. Flokkurinn stendur á tíma- mótum og þau tímamót kristall- ast þessa dagana í væntanlegu formannskjöri á landsfundinum. Á fundinum lýsti Sigríður Stef- ánsdóttir yfir framboði til for- manns og talið er fullvíst að Ólafur Ragnar Grímsson geri það einnig. Slagurinn virðist ætla að standa milli þeirra tveggja og verður sjálfsagt mikill hasar á landsfundinum. Og auðvitað var ekki hægt að halda miðstjórnarfund án þess að titringur útaf fyrri átökum og þeim sem í vændum eru kæmi einsog snarpur jarðskjálfti uppá yfirborðið; undir lok fundarins töluðu þau Gunnar Guttorms- son, Anna Hildur Hildibrands- dóttir og Guðrún Helgadóttir saman með nokkuð óvarlegum hætti um fjölmiðla, ráðherra- gengi, persónumetnað og „andlit flokksins“. Lauk þannig að Guð- rún flýtti heimför sinni með þeim orðum að undir svona nokkru nennti hún ekki að sitja. Þar á eftir kom upp Bergljót Kristjánsdóttir og sagðist ekki hafa verið við ánægjulegri fund í annan tíma, - að undanteknum síðustu ræðum -, og það virtist reyndar almenn niðurstaða fundarmanna. Alþýðubandalagið hefur ekki lokið sínu ferðalagi gegnum hreinsunareldinn, og spurning- unni um sókn eða stöðnun, hnignun eða upprisu, - líf þess eða dauða? - verður ekki svarað fyrren eftir landsfund að minnsta kosti. Hinsvegar sýndi þessi milli- kafli í flokkssögunni nú um helg- ina að það er mjög langt frá því að öll von sé úti. í flokknum er þrátt fyrir allt mikill þróttur, traust þekking, vinnuglatt fólk, fram- tíðarhugsjón. Það er ekkert að óttast ef menn hafa vilj a til að tala saman, takast á og taka saman á. -m Sjúkrahúsið Egilsstöðum Til starfa bráðvantar hjúkrunarfræðinga í 1-2 stöður frá 1. nóvember eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 97- 11631 frá 8-16 og á kvöldin í síma 97-11374. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.