Þjóðviljinn - 07.10.1987, Side 15

Þjóðviljinn - 07.10.1987, Side 15
ÍÞRÓTTIR England Basl hjá toppliðum Southampton og West Ham úr leik. Aldridge bjargaði Liverpool Toppliðin í 1. dcildinni í Eng- iandi áttu í mesta basli með smá- liðin í 2. umferð deildarbikarsins í Englandi. Liverpool, Q.P.R. og Everton sluppu öll naumlega, en Southampton og West Ham eru úr leik. Pað stefndi allt í framlengingu á leik Liverppol og Blackburn á Anfield. Stðaan 0-0 allt þartil á 89. mínútu, en þá tryggði John Aldridge Liverpool sigur. Ellefta mark hans á keppnistímabilinu. Everton slapp með skrekkinn gegn 3. deildarliði Rotherham. Leiknum lauk með jafntefli, 0-0, en Everton vann fyrri leikinn, 3-2 England Deildar- bikarinn 2. umferð, síðari leikir, saman- lögð úrslit í svigum: Arsenal-Doncaster.......1 -0 (4-0) Coventry-Cambridge......2-1 (3-1) Gillingham-Stoke........0-1 (0-3) Liverpool-Blackburn.....1-0 (2-1) Luton-Wigan.............4-2 (5-2) Mansfield-Oxford........0-2 (1-3) Millwall-Q.P.R..........0-0 (1-2) Newport-Crystal Palace..0-2 (0-6) Oldham-Carlisle.........4-1 (7-5) Plymouth-Peterborough...1-1 (2-5) Rotherhamn-Everton......0-0 (2-3) Schunthorpe-Leicester...1 -2 (2-4) Sheff.Wed-Shrewsbury....2-1 (3-2) Southampton-Bournemouth... 2-2 (2-3) Walshall-Charlton.......2-0 (2-3) Watford-Darlington......8-0(11-0 Wolves-Manch.City.......0-2 (2-3) Wimbledon-Rochdale......2-1 (3-2) West Ham-Barnsley.......2-5 (2-5) York-Leeds..............0-4 (1-5) V-Þýskaland Bayern vill fá Allen Bayern Miinchen heldur áfram leit sinni að framherja og nú hafa þeir einna helst augastað á markakóngnum enska Clive All- en. í fyrradag sagði Uli Höness að hann vildi fá Mark Hughes að láni frá Real Madrid. Hann hefur greinilega skipt um skoðun, því í gær var Allen kominn efst á óskalistann. Höness hefur sagt að Bayern vilji borga allt að fimm milljónir marka fyrir góðan framherja. Bayern reyndi að kaupa Mark Hately frá AC Milano, en missti af honum til Monaco. -Ibe/Rcuter og komst því áfram á saman- lögðu. Það geta þeir þakkað Ne- ville Southall sem varði hvað eftir annað meistaralega. Það vantaði ekki mikið uppá að topplið 1. deildar Q.P.R. þyrfti að leika framlenginu gegn 2. deildarliðinu Millwall. Leiknum lauk með jafntefli, 0-0. Tvö lið úr 1. deild eru úr leik. Southampton gerði jafntefli gegn 2. deildarliðinu Bornemouth, 2- 2. Það nægði ekki því Borne- mouth vann fyrri leikinn. Það leit vel út hjá West Ham í hálfleik gegn 2. deildarliðinu Bamsley. Staðan þá 2-0, en Barnsley jafnaði 2-2 og skoraði þrjú mörk í framlengingunni. Mikil niðurlæging fyrir West Ham, enda á heimavelli. Mick Harford skoraði þrennu er Luton sigraði Wigan, 4-2. Charlton stóð afar tæpt gegn Walshall þrátt fyrir að hafa sigrað í fyrri leiknum með þriggja marka mun. Walshall sigraði 2-0 og hefði með smá heppni getað bætt við fleiri mörkum. David Rocastle skoraði sigur- mark Arsenal gegn 3. deildarlið- inu Doncaster. Eina liðið úr 1. deild sem vann öraggan sigur var Watford. Liðið fór vægast sagt mjög illa með 4. deildarlið Darlington og sigraði 8-0, samtals 11-0. -Ibe/Reuter OL-landsliðið Spuming um einbeitingu Segir Sigi Held landsliðsþjálfari. Leika gegn Portúgal í kvöld „Þetta er fyrst og fremst spurn- ing um einbeitingu, ef við hölum henni og náum góðum leik þá eigum við möguleika," sagði Sig- fried held, landsliðsþjálfari í sam- tali við Þjóviljann. Evrópukeppni Erfiðir andstæðingar Víkingur gegn Koldingfrá Danmörk Í2. umferð Evrópu- keppninnar. Stjarnan gegn Urœddfrá Noregi Þau þurfa ekki að fara langt íslensku liðin í Evrópukeppninni. Bæði drógust þau gegn liðum frá Norðurlöndunum. Islands- meistararnir Víkingar, drógust gegn danska liðinu Kolding og Stjarnan gegn norska liðinu Urædd. Bæði liðin mjög sterk og róðurinn því erfiður fyrir ís- lensku liðin. „Ég þekki þetta lið ekki, það eina sem ég veit að þeir eru mei- starar, en það er alltaf gaman að spila við Dani,“ sagði Arni Ind- riðason, þjálfari Víkings í samtali við Þjóðviljann í gær. „Við erum ekkert smeykir við þetta lið. Við erum að vísu ekki komnir í gang og leikur okkar er ekki jafn góður og á sama tíma í fyrra. Það hefði náttúrulega verið betra að fá lið frá Frakklandi, Hollandi eða Belgíu, en ég er feg- inn að þurfa ekki að fara austar. Þannig að í heldina litið er þetta 7. vika C\J ^ c »0 _• tr 0)> (Ö O JO > E >,:o 572 Q i- Q cc m W 05 Arsenal-Oxford....................................1 1 1 1 1 1 1 1 1 Coventry-Southampton..............................1 1 1 1 1 1 1 1 x Derby-Notlingham Forest...........................x 2 x 2 x x 2 1 2 Everton-Chelsea...................................1 1 1 1 1 1 1 1 x Norwich-Tottenham................................2 22222222 Portsmotuh-Luton..................................1 x 1 1 2 1 1 2 x SheffieldWed.-Manch. United.......................x 2 2 12 12x2 Watford-Newcastle.................................2 2 1 x x 1 x 2 1 West Ham-Charlton.................................1 1 1 1 x 1 1 1 x Wimbledon-Liverpool...............................2 2 2 2 2 2 2 2 2 Leicester-Barnsley................................1 1 1 1 1 x 1 x 1 W.B.A.-Bradford...................................2 x 1 x x 1 2 1 1 Síðasta vika var sú besta á þessu ári. Níu voru með 12 rétta og fær hver 98.455. Alls voru 227 með 11 rétta og fær hver 1.017. ágætt og ég held við eigum mögu- leika. í liði Kolding eru margir sterk- ir leikmenn, t.d. markvörðurinn Karsten Holm, Kim Jakobsen einn efnilegasti leikmaður Dana, Bjarne Jeppesen sem einnig þjálfar liðið og Fleming Madsen. Kolding lék gegn Stavanger frá Noregi í 1. umferð og sigraði 22- 16 og 22-17. Mjög sterkt lið „Þetta leggst sæmilega í mig. Ég þekki þetta lið vel og veit að það er mjög sterkt og með mikla reynslu", sagði Gunnar Einars- son, þjálfari Stjörnunnar. „Ég hef spilað á móti þeim og þeir buðu mér reyndar að þjálfa iiðið. Ég held þó að með toppleik heima og að leika af skynsemi úti ættum við að eiga möguleika." í liðinu eru fjórir landsliðs- menn. Aðalskytta liðsins er norski landsliðsmaðurinn Roger Kjendalen. Urædd hefur verið í toppbaráttunni síðustu fimm ár og ýmist unnið deildina eða bik- armeistaratitil, sem þeir gerðu í fyrra. Liðið er mjög sterkt á heimavelli og það gerist örsjald- an að liðið tapi á heimavelli, enda völlur liðsins sannkölluð „ljóna- gryfia". „Á pappírunum er þetta lið mun sterkara en við og munar þar mest um reynsluna. Við höfum misst Pál Björgvinsson og Hann- es Leifsson frá því í fyrra og erum því með frekar reynslulítið lið, en við eigum möguleika. Urædd lék gegn sænska liðinu Varta í 1. umferð og sigraði í fyrri leiknum, 21-20 og gerði jafntefli í þeim síðari 22-22. íslendingaliðin í Vestur- Þýskalandi eiga erfiða leiki fyrir höndum. Lið Alfreðs Gíslasonar, Essen dróst gegn Empoirr Rost- ock frá Austur-Þýskalandi. Krist- ján Arason og félagar í Gummes- bach drógust gegn Kaunas frá Sovétríkjunum, en þessi lið léku einmitt í fyrra. Þá sigraði Kaunas í fyrri leiknum með átta marka mun. Gummesbach vann svo síðari leikinn með sjö marka mun, en það var ekki nóg. Stjarnan og Víkingur leika fyr- ri leiki sína heima, um næstu mánaðamót. _|be íslenska landsliðið mætir Portúgal í kvöld í undankeppni Olympíuleikanna. Staða Íslandsí riðlinum er góð og þessi leikur skiptir því miklu máli. „Við vitum ekki mikið um lið Portúgal. Ég hef ekki séð þá leika, en portúgölsk knattspyrna er mjög hátt skrifuð. Landsliðið hefur náð mjög góðum úrslitum og Porto eru Evrópumeistarar. Þetta segir okkur nokkuð um styrk liðsins. Við eigum þó möguleika, en verðum að leika vel. Eftir öllu að dæma held ég að leikurinn verði spennandi og ég vona að við ná- um góðum úrslitum“ íslenska liðið hefur leikið þrjá leiki og er í 3. sæti í riðlinum. Fyrst var leikið gegn Ítalíu á úti- velli og tapaðist sá leikur, 0-2. Næst var það jafntefli gegn Hol- lendingum, 2-2 og svo sigur yfir Austur-þjóðverjum, 2-0 á sama stað. Portúgal hefur ekki gengið jafn vel. Þeir töpuðu fyrir Italíu, 0-1 á útivelli, gerðu jaftefli gegn Austur-Þjóðverjum 0-0 og gegn Hollendingum 1-1 á heimavelli. Leikurinn hefst kl. 21 að ís- lenskum tíma og sýndur beint í Portúgal. Það er þó búist við fjölda áhorfenda, enda mikill áhugi fyrir leiknum í Portúgal. -Ibe Staðan f 3. riðll undankeppnl Olympfuleikanna: Italfa............3 2 1 0 3-0 5 A-Þýskaland.......4 1 2 1 1-2 4 Island............3 1 1 1 4-4 3 Holland...........3 0 2 1 3-4 2 Portúgal..........3 0 2 1 1-2 2 Handbolti Heil umferð í kvöld í kvöld er heil umferð í íslands- mótinu í handknattleik. Leikið er í 1. deild karla og kvenna. Valsmenn leika fyrsta leikinn gegn Þór kl. 18 í Valsheimilinu. Valsmenn hafa valið þennan tíma til að gefa fólki kost á að nýta kvöldið betur. ÍR og FH mætast í Seljaskóla, KA og Fram á Akur- eyri, Stjarnan og Breiðblik í Digranesi og KR og Víkingur í Laugardalshöll. Allir leikirnir hefjast kl. 20, nema leikur Vals og Þórs sem hefst kl. 18 og leikur KR og Víkings sem hefst kl. 20.15. í 1. deild kvenna eru fjórir leikir. Haukar og KR mætast í Hafnarfirði kl. 20 og að þeim leik loknum FH og Valur. Fram og Stjarnan mætast í Laugardalshöll kl. 19 og á sama stað leika Vík- ingur og Þróttur kl. 21.30.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.