Þjóðviljinn - 09.10.1987, Qupperneq 1
Föstudagur 9. október 1987 224. tölublað 52. örgangur
Erlent vinnuafl
Síldarvertídin
Fáskrúðs-
firðingar
fyrstir
Allt tilbúið til söltunar
hjá Pólarsíld.
Síld á Héraðsflóa
„Fyrsti báturinn frá Fáskrúðs-
firði fór á miðin í hádeginu í gær
til síldveiða. Það var Guðmundur
Kristinn SU. Hjá PólarsQd er allt
tilbúið undir söltun og ef að líkum
lætur kemur fyrsta sfldin á vertíð-
inni hingað í dag. Að vísu hefur
sfldar ekki enn orðið vart hér úti
fyrir en heyrst hefur um sfld á
Héraðsflóa,” segir Eiríkur Stef-
ánsson, formaður verkalýðs- og
sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar.
Að sögn Jóns B. Jónassonar,
skrifstofustjóra í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, hafa 90 bátar leyfi
til sfldveiða og má hver bátur
veiða 800 tonn í ár en í fyrra var
kvótinn 100 tonnum minni á
hvern bát eða 700 tonn. Heildar-
kvótinn á vertíðinni er því um 72
þúsund tonn.
Nú þegar er búið að ganga frá
samningum við Svía og Finna um
kaup á síld, en ekki hefur enn
verið samið við Rússa, sem hing-
að til hafa verið okkar stærstu
sfldarkaupendur. -grh
Útvegsbankinn
Frelsun
að utan?
Erlendir bankar síðustu
hugmyndir að lausn í
Útvegsbankaklúðrinu
„Við samþykktum að kanna af-
stöðu okkar manna til hugmynda
viðskiptaráðherra og ég býst við
að þeirri könnun verði lokið fljót-
lega eftir helgi,“ sagði Guðjón B.
Ólafsson við Þjóðvfljann eftir
fund sinn með Jóni Sigurðssyni
viðskiptaráðherra í gær.
Guðjón vildi ekki fara nánar út
í hvaða hugmynd ráðherra hefði
kynnt á fundinum, en þar mun
meðal annars hafa verið rætt um
að bjóða erlendum bönkum hlut
auk SÍS og KR-inganna, auk þess
sem ráðherrann er enn að kanna
hvort sparisjóðirnir geti hugsað
sér að koma inn í myndina.
-Sáf
Eyjólfur Hafstein hjá Islensku atvinnumiðluninni heldur hér á ráðningarsamningum við erlent verkafólk. (baksýn er Jón
Kristleifsson önnum kafinn við að taka við fyrirspurnum og pöntunum atvinnrekenda á erlendu vinnuafli. Mynd E. Ól.
Atvinnurekendur greiða ís-
lensku atvinnumiðluninni
sem svarar 70% af einum mánað-
arlaunum hvers og eins starfs-
manns sem atvinnumiðiunin út-
vegar þeim.
- Þetta er ívið lægra hlutfall en
sambærileg fyrirtæki erlendis
taka fyrir sína þjónustu, sagði
Eyjólfur Hafstein hjá íslensku
atvinnumiðluninni.
- Vissulega finnst sumum at-
vinnurekendum þetta há þókn-
un, en þegar þeim er gerð grein
fyrir þeim kostnaði sem er því
samfara að útvega starfsmenn er-
lendis frá, skilja þeir okkar sjón-
armið, sagði Eyjólfur.
Að sögn Eyjólfs er margvís-
legur kostnaður því samfara að
ráða fólk frá útlöndum til vinnu
hér á landi, s.s. við auglýsingar,
símtöl og kostnaður við umboðs-
menn erlendis, en íslenska at-
vinnumiðlunin hefur þegar ráðið
sér umboðsmann á írlandi og er
að sögn Eyjólfs mikill áhugi hjá
atvinnulausum írum að ráða sig í
vinnu hér á landi.
Ráðningarsamningarnir sem
íslenska atvinnumiðlunin gerir,
eru til sex mánaða. Atvinnurek-
andi tekur að sér að greiða flugfar
fyrir viðkomandi starfsmann, að
heiman og heim að ráðningatíma
loknum og sér honum fyrir húsa-
skjóli meðan á dvölinni stendur.
Launþegi getur sagt samningnum
upp með 14 daga fyrirvara, en þá
fær hann ekki greidda heimferð-
ina og er gert að endurgreiða at-
vinnurekanda 30% af útlögðum
kostnaði við ráðninguna.
Ljóst er að talsverður kostnað-
ur er því samfara fyrir fyrirtæki
að útvega sér erlent starfsfólk
með þessum hætti. Miðað við
starfsmann sem ráðinn er á lág-
markslaunum, sem telja núna
29.975 krónur á mánuði, greiðir
atvinnurekandi 20.982 krónur
fyrir hvern erlendan starfsmann.
Þá er ekki meðtalinn sá kostnað-
ur sem fylgir því að hýsa starfs-
manninn og ferðakostnaður.
Fyrir hverja 10 starfsmenn gerir
þetta rúm 209 þúsund og fyrir
hverja 20 tæpar 420 þúsund krón-
ur. -rk
Sölvhólsgata
Seld í dag
Kaupverð 280 milljónir
Gengið verður frá kaupum
rfldsins á Sambandshúsinu við
Sölvhólsgötu fyrir hádegi í dag.
Kaupverðið er 280 milljónir
króna.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans var verið að fínpússa
samninginn í gær og verður hann
undirritaður nú fyrir hádegi.
Einsog fram hefur komið í
Þjóðviljanum þá leggja fjármála-
ráðherra og viðskiptaráðherra
mikla áherslu á að Sambandið
rými húsið sem fyrst og er talið að
gengið verði frá kaupum Sam-
bandsins á Smárahvammslandi
nú um helgina og framkvæmdir
við nýtt hús hefjist mjög fljót-
lega. -Sáf
Tæp mánaðariaun
fyrir verkamanninn
Umtalsverður kostnaður við ráðningu erlends verkafólks.
íslenska atvinnumiðlunin tekur 70% af mánaðarlaunum í þóknun.
Eyjólfur Hafstein: Lœgra gjald en hjá erlendum atvinnumiðlunum.
Verkafólk látið endurgreiða kostnaðinn að hluta segiþað upp
Verkalýðshreyfingin
„Skipulagslegt slys“
HrafnkellA. Jónsson: Skipulag launþegahreyfingarinnar steinrunnið.
Jón Karlsson: Þarfað stokka spilin uppá nýtt
Verkamannasambandsþingið
mun trúlega snúast mikið til
um óumflýjanlegar skipulags-
breytingar. Skipulag launþega-
hreyflngarinnar er slys, sem er
kjarabáttunni í raun og veru
fjötur um fót, sagði Hrafnkell A.
Jónsson, formaður Árvakurs á
Eskifirði.
í tillögum skipulagsnefndar
VMSÍ, sem verða innan skamms
kynntar aðildarfélögunum, er
gert ráð fyrir að VMSÍ verði
deildaskipt eftir starfsgreinum, -
starfsfólk í fiskvinnslu, bygginga-
og mannvirkjagerð og hjá ríki og
sveitarfélögum skipi sína deildina
hvert og deildirnar hafi sjálfstæð-
an samningsrétt.
- Verkamannasambandið þarf
að stokka spilin upp að nýju.
Þetta hefði átt að vera búið löngu
fyrr. Ég tel að þær tillögur að
skipulagsbreytingum sem liggja
fyrir geti komið að verulegu leyti
til móts við ólík sjónarmið hinna
ýmsu starfsgreina, sagði Jón
Karlsson, formaður verka-
mannafélagsins Fram á Sauðár-
króki.
- Ég tel að þessar breytingar
gangi of skammt, sagði
Hrafnkell.
Hrafnkell sagði að það væri
ekki nóg að gera skipulagsbreyt-
ingar á Verkamannasamband-
inu.
- Skipulagsumræður innan
ASÍ koðnuðu jafn skjótt og þær
hófust hér um árið. Það virðist
vera að þessar umræður strandi
oft á því að með skipulagsbreyt-
ingum þarf að fækka fyrirmönn-
unum, sagði Hrafnkell. -rk