Þjóðviljinn - 09.10.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.10.1987, Blaðsíða 2
 •SPURNINGIN Hvaða áhrif telurðu að leiðtogafundurinn Reykjavík fyrir ári hafi haft? n Ásta Einarsdóttlr húsmóðir: Ósköp lítil. Ég get ekki séö að það hafi komið neitt út úr þessu. Guðbjörg Halldórsdóttir röntgentæknir: Það var stigið skref í réfta átt í af- vopnunarmálum og athyglin beindist að landinu meðan á þessu stóð, en ég held nú að það falli fljótt í gleymsku aftur. Hanna Dóra Sturludóttir nemi: Fundurinn varð til að kynna landið og fólk fór að líta meira til íslands, en ég held hann hafi engu breytt að þeirri kynningu slepptri. Gunnlaugur Guðmundsson múrari: Þetta var góð landkynning, en hafði litla þýðingu fyrir heimsfriðinn. Gylfi Ingason matreiðslumaður: Það var stigið stórt skref sem á eftir að hafa mikið að segja, sérstaklega hvað varðar túrismann. FRÉTTIR r Ólafsvík Oeðlileg vinnubrögð bæjarstjórans Yfirlýsing Herberts Hjelm bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins Herbert Hjelm, bæjarfuiltrúi Alþýðubandaiagsins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann útskýrir hversvegna hann telur sig ekki geta lengur átt sam- starf við Kristján Páisson, full- trúa Lýðræðissinna í Olafsvík. Yfirlýsing Herberts fer hér á eftir: Vegna ummæla Kristjáns Páls- sonar bæjarstjóra í fréttum Ríkis- útvarpsins, telur undirritaður ábyrgur fulltrúi Alþýðubanda- lagsins, Herbert Hjelm, sig knú- inn til að leiðrétta misskilning sem þar kemur fram. Þegar ég gerðist bæjarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið hét ég því að starfa af heilindum og heiðarleika, en með því að halda áfram að styðja athafnir Krist- jáns Pálssonar hefði ég orðið að rjúfa það heit. Ég get ekki fellt mig við lágkúruleg vinnubrögð Kristjáns Pálssonar og tek þar sem lítið dæmi, þegar hann upp á sitt eindæmi lækkaði tímakaup barna sem voru máttarstólpar í fegrunarátaki bæjarstjórnar, um 35% frá fyrra ári og féllst ekki á að leiðrétta þær gjörðir fyrr en allt bæjarráð hafði beitt hann þrýstingi. Á sama tíma keypti Kristján Pálsson skrautblóm í hundraða- tali úr Reykjavík og fór fram á kauphækkun sjálfum sér til handa. Það sem fyllti mælinn var það athafnafrelsi sem Kritján Pálsson bæjarstjóri, starfsmaður bæjarstjórnar tók sér og upp hef- ur verið að komast síðustu daga. Þann 15. júní sl. var gerð sam- hljóða samþykkt í bæjarstjórn, þar með talið atkv. KP bæjar- fulltrúa þess efnis, að strax yrði stöðvuð öll efniskaup og allar Herbert Hjelm, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins á Ólafsvík. Mynd Sig. skuldbindingar varðandi bygg- ingu félagsheimilisins. Pað er nú að koma í ljós að KP bæjarstjóri, starfsmaður bæjarstjórnar, hélt áfram skuldbindingum á meðan þessi samþykkt var í fullu gildi. Þetta kalla ég óheilindi og við það get ég ekki sætt mig. Nefnd á vegum bæjarins var falið að kanna möguleika á lán- um hjá lánastofnunum í Ólafsvík vegna framkvæmda við félags- heimilið. Kristján Pálsson bæjar- stjóri og starfsmaður bæjar- stjórnar hefur ekki fundið ástæðu til þess að greina bæjarstjórn frá kjörum lánanna þó annað þeirra hafi borið 16% hrein afföll en hitt ekki og honum hafi borið sið- ferðileg skylda til þess að greina frá því. Þar fuku tæp 1100 þús- und. Þetta kalla ég óeðlileg vinn- ubrögð gagnvart þeim sem greiða e>ga lánin eða íbúum Ólafsvíkur og við það get ég ekki sætt mig. Kristján Pálsson bæjarstjóri og bæjarfulltrúi ber mig þeim sökum að hafa ekki viljað reisa félags- heimilið en það er ekki alls kostar rétt. Sem ábyrgur fjármálastjóri leggur Kristján Pálsson bæjar- stjóri fram gögn þar sem hann telur sig sjá að 38 milljónir vanti upp á rekstur bæjarsjóðs árið 1986. Ábyrgur bæjarfulltrúi Herbert Hjelm taldi og telur enn að þurft hefði að beita raunsæi og fara varlega í sakirnar því rétt einsog ég hefði viljað sjá að allir íbúar Ölafsvíkur gætu keypt sér Bens af bestu gerð þá hefði ég líka viljað sjá fram á að þeir gætu staðið undir greiðslu af þeim. r Pingholtin Ibúar gegn hraðakstri íbúasamtök Pingholta, dagheimili og skólar á svœðinu með útifund á Skólavörðuholti ídag. Vilja úrbætur í umferðarmálum Astand umferðar í hverfinu ein- kennist af mikilli gegnum- keyrslu og hraðakstri þrátt fyrir 30 km hámarkshraða sem gildir á svæðinu. íbúasamtökin hafa tal- að fyrir daufum eyrum borgaryf- irvalda um úrbætur og lögreglan hefur ekki veitt neitt aðhald, segir í tilkynningu frá íbúasamtökum Þingholta sem í samvinnu við dagheimili í hverfinu og Austur- bæjarskólann boða til göngu og útifundar á Skólavörðuholti í dag. Börn á dagvistunarstofnunum og nemendur skólans munu ganga um Þingholtin með borða og spjöld en kl. 15.30 verður haldinn útifundir á Skólavörðu- holtinu þar sem vakin verður at- hygli á ástandi umferðarmála í hverfinu. -Ig. Hvalavinir Máliðhjá saksdknara r Eg á von á því að það verði höfðað opinbert mál á hendur Hval hf. eftir atburðina í Hval- firði á dögunum. Allt annað kæmi mér mjög á óvart, sagði Magnús Skarphéðinsson hjá Hvalavinum. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Hvalavinir kært for- ráðamenn Hvals hf. til Rannsóknarlögreglunnar vegna tjóns sem hlaust á búnaði þeirra þegar þeir hlekkjuðu sig við hval- bátana fyrr í sl. mánuði. Rannsóknarlögreglan hefur sent málið til nkissaksóknara sem er með málið til umsagnar. -ig- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. oktober 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.