Þjóðviljinn - 09.10.1987, Qupperneq 3
nÖRFRÉTTIRMH
Stórfelld
söluaukning
hefur orðið hjá lceland Seafood,
dótturfyrirtæki Sambandsins í
Hull í Bretlandi. [ september seldi
fyrirtækið fyrir um 350 miljónir ís-
lenskar sem er mesta sala í ein-
um mánuði frá því fyrirtækið tók
til starfa fyrir 6 árum. Alls voru
seld í mánuðinum tæp 2.500
tonn sem er ríflega 20% sölu-
aukning miðað við sama mánuð í
fyrra.
Reykjavík -
fundarstaður
framtíðarinnar, er yfirskrift ráð-
stefnu sem Ferðamálanefnd
Reykjavíkurborgar gengst fyrir á
sunnudag í Holiday Inn hótelinu.
Aðalræðumaður ráðstefnunnar
verður Frank Mankiewicz frá
Bandaríkjunum sem mun fjalla
um hvernig aðrar þjóðir hafa
markvisst byggt upp ferða- og
ráðstefnuþjónustu á fáum árum.
Dagblaðið Dagur
á Akureyri hefur opnað skrifstofu
í Reykjavík að Öldugötu 27 þar
sem starfsmaður blaösins í höf-
uðborginni, Andrés Pétursson
hefur aðsetur. Dagur kemur nú út
daglega í 6 þúsund eintökum.
Breiðholtsbúar
sem taka hraðleiðirnar 13 og 14
hjá SVR ættu að aðgæta að frá
og með næstu viku hætta þessir
vagnar að aka Bústaðaveg og
Listabraut um kvöld og helgar,
heldur halda sig alfarið við Miklu-
brautina.
íslenski vodkinn
Eldurís hefur fengið góöar við-
tökur í kynningarherferð sem
staðið hefur yfir í Kentucky og
Baltimore í Bandaríkjunum síð-
ustu vikurnar. í gær var haldin
sérstök kynning á þessari nýju
útflutningsafurð í höfuðborginni
Washington.
Jón ísleifsson
cand. theol, verður vígður til
prestþjónustu í Sauðlauksdals-
prestakalli við guðsþjónustu í
Dómkirkjunni kl. 11.00 á sunnu-
dag. Söfnuðurnir í Sauðlauksdal
hafa kallað Jón til starfa næstu
tvö árin.
Útflutningsráð
hefur tekið saman og gefið út
skrá yfir helstu vörusýningar á
næsta ári í Evrópu og N-Ameríku.
Alls eru í skránni upplýsingar um
á fjórða hundrað sýningar.
Ólafsvík
Ogætilegt
orðalag
í frétt í Þjóðviljanum í gær um
bæjarstjórn Ólafsvíkur mátti
misskilja texta þarscm talað var
um að Kristján Pálsson bæjar-
stjóri „tengdist fjárhagsstöðunni
(þ.e. stöðu bæjarsjóðs Ólafsvík-
ur) persónulega“.
Tekið skal fram að hér er eng-
an veginn átt við eða gefið í skyn
að bæjarstjórinn hafi gerst sekur
um fjárpretti eða nokkurskonar
ólöglegt athæfi, og biður Þjóð-
viljinn Kristján og aðra hlutað-
eigendur afsökunar á þessu
ógætilega orðalagi.
Ritstj.
FRÉTTiR
SAL
erlendis?
Ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna 50 milljarðar. Tvöfaldast á næstu sjö árum.
Aðalfundur SAL ígœr. Hugmyndir um að lífeyrissjóðirnirfjárfesti erlendis
kynntar áfundinum. Viðskiptaráðherra
telurslíkt eðlilegt. Benedikt Davíðsson kjörinn formaður SAL
Ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna
er um 50 milljarðar nú og
áætlað er að það tvöfaldist að
raungildi á næstu sjö árum. Þetta
kom fram á aðalfundi SAL í gær.
Á fundinum komu einnig fram
róttækar hugmyndir í erindi Sig-
urðar Stefánssonar hagfræðings,
um að lífeyrissjóðirnir ættu í
framtíðinni að leita með hluta af
ráðstöfunarfé sínu á erlenda
fj ármagnsmarkaði.
Sigurður rökstuddi mál sitt
með því að dreifa þyrfti fjárfest-
ingaráhættunni og að íslenskur
fjármagnsmarkaður væri alltof
viðkvæmur til þess að allt ráð-
stöfunarféð væri bundið á hon-
um. Sagði Sigurður að fjárfest-
ingar lífeyrissjóðanna væru alltof
einhæfar. Auk þess sem aukið
ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna á
næstu árum verður til þess að
markaðurinn mun mettast.
Ástæða þess að ráðstöfunarféð
mun aukast þetta mikið er að ið-
gjaldatekjur munu aukast um
10% fyrir hvert ár 1987 til 1990
þar sem í áföngum á að taka upp
iðgjaldagreiðslur af öllum tekj-
um en ekki bara dagvinnutekjum
einsog hingaðtil.
Hugmyndir Sigurðar fengu
mjög mismunandi viðbrögð og
voru af ýmsum taldar alltof rót-
tækar, en flestir virtust sammála
um að þær væru athyglisverðar,
þar sem sú staða er að koma upp
að lífeyrissjóðirnir verða að fara
að skoða betur hvernig þeir binda
fé sitt.
Benedikt Davíðsson var kjör-
inn formaður SAL til næstu
tveggja ára og Þórunn
Sveinbjörnsdóttir, formaður
Sóknar, kom ný inn í stjórn.
-Sáf
Flugleiðamennirnir, Þórður Jónsson til vinstri og Sveinn Sæmundson brosa breitt í dag sem endranær, enda verður
afmælissýningin vegna 50 ára afmælis flugs á Islandi opnuð á Hótel Loftleiðum klukkan 16. (Mynd: Sig.)
Afnuelissýning
Atvinnu-
flug
í 50 ár
Afmælissýning vegna 50 ára at-
vinnuflugs á íslandi verður opn-
uð formlega í dag klukkan 15
fyrir gesti að Hótel Loftleiðum,
en klukkutíma seinna fyrir al-
menning. Hún stendur yfir alla
helgina og opin frá klukkan 16-
20.
í tilefni sýningarinnar lækka
Flugleiðir innanlandsfargjöld til
Reykjavíkur um heiming.
Áð sögn Sveins Sœmundssonar
hjá Flugleiðum, sem borið hefur
hitann og þungann af uppsetn-
ingu afmælissýningarinnar, eru
mestu gersemarnar Waco-
flugvélin TF Örn sem keypt var
til landsins 1937 og Stinson Re-
liant flugvél, sams konar og sú
sem Loftleiðir keyptu hingað um
áramótin 1943/1944. -grh
Fiskeldi
20 stóritvíar við Reykjavík
Atvinnumálanefnd borgarinnar vill aukafiskeldi íKollafirði. Össur
Skarphéðinsson: Bestu skilyrðin semfyrirfinnast ílandinu
Bestu skilyrðin fyrir stórkvía-
eldi eru tvímælalaust hér í
Faxaflóa og Kollafirði. Hér koma
hlýir straumar og sjórinn er mjög
hreinn og aðstæður allar hinar
bestu, segir dr. Össur Skarphéð-
insson ritsjóri og fiskeldisfræð-
ingur.
Atvinnumálanefnd Reykjavík-
ur hefur boðað til ráðstefnu í lok
næstu viku um fiskeldi við
Reykjavík. Á ráðstefnunni verð-
ur fjallað um kosti og galla fisk-
eldis og þá einkum með tilliti til
aðstöðunnar við Reykjavík.
Fjórar stórar eldiskvíar eru nú á
Kollafirði en ef þær væru 20 eins
og Össur telur vel framkvæman-
legt og hver gæfi af sér um 200
tonn á ári yrði framleiðsluverð-
mætið um 1.6 miljarðar á ári.
Á ráðstefnunni mun m.a. írski
fiskeldisfræðingurinn Barney
Wheelan, flytja erindi um stór-
kvíar en hann er manna fróðastur
um rekstur slíkra kvía, enda hef-
ur hann umsjón með 6 eldisstöðv-
um á írlandi sem írsku orku-
veiturnar reka, en þær eiga 9 stór-
kvíar.
Þá verður fjallað um reynsluna
af fiskeldi við Reykjavík, sjúk-
dóma í sjávareldi, hugsanleg
áhrif á náttúrulega laxagengd í
ám á Reykjavíkursvæðinu og ým-
isiegt fleira.
Að undirbúningi ráðstefnunn-
ar hafa unnið auk Össurar þeir
Barði Friðriksson og Eggert
Jónsson borgarhagfræðingur.
H.C. Andersen-
verðlaunin
Guðrún og
Brian tilnefnd
Guðrún Helgadóttir og Brian
Pilkington hafa verið tilnefnd
fyrir Islands hönd til hinna virtu
H.C. Andersen barnabókaverð-
launa. Verðlaunin eru veitt fyrir
framlag til barnabókaritunar
annars vegar og myndskreytingar
hins vegar.
H.C. Andersen verðlaunin
hafa verið kölluð „Litlu nóbels-
verðlaunin” og eru æðstu alþjóð-
legu verðlaun sem veitt eru fyrir
barnabækur. En þetta er í fyrsta
sinn sem íslengingar eru tilnefn-
dir til þessara verðlauna, sem
verða veitt í Osló í september
1988. -ekj
-*g-
Þingforseti
Framsókn vill bara Þorvald
Aþingflokksfundi í dag gera
Sjálfstæðismenn útum það
hvort þeir halda Þorvaldi Garð-
ari Kristjánssyni í forsetastóli
sameinaðs alþingis eða senda
þangað konu, annaðhvort Ragn-
hildi Helgadóttur fyrrverandi
ráðherra og eittsinn forseta neðri
deildar eða Salóme Þorkelsdóttur
forseta efri deildar á síðustu þing-
um.
Konur í flokknum þrýsta mjög
á um að Þorvaldur Garðar víki
fyrir annarri hvorri konunni og
benda á karlaval í ráðherrastól-
um flokksins.
Þorvaldur Garðar mun hins-
vegar staðráðinn í að láta hvergi
undan, og í gær kom Tíminn hon-
um til hjálpar með því að upplýsa
að Framsóknarmenn hefðu sett
framhaldsveru hans í embættinu
að skilyrði fyrir því að Sjálfstæð-
ismenn fengju forseta þingsins.
Allajafna er forseti sameinaðs al-
þingis ekki samflokksmaður for-
sætisráðherra samkvæmt vinnur-
eglum íslenskra samsteypu-
stjórna.
Innan þingliðsins eru skiptar
skoðanir um forsetaframbjóð-
enduma en helst hallast menn að
því að Þorvaldur Garðar haldi
tign sinni, ekki síst vegna þess að
þær Ragnhildur og Salóme hafa
ekki komið sér saman og ráðast
því að Þorvaldi með tvísýnni
tangarsókn.
-m
Föstudagur 9. október 1987 [ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3