Þjóðviljinn - 09.10.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 09.10.1987, Qupperneq 4
Tími loforðanna er liðinn I alþingiskosningunum í apríl síöastliðnum kváðu kjósendur upp þann dóm að Framsókn- arflokkur og Sjálfstæðisflokkur skyldu ekki lengur geta myndað meirihluta á þingi og staðið einir að stjórn landsins. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar lagði upp laupana en nokkrar vangaveltur urðu um það hvort einhvers staðar væru til þeir kunnáttumenn að komið gætu lífi í líkið. Þegar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar var mynduð og Alþýðuflokkurinn gekk til liðs við fyrrverandi stjórnarflokka, vaknaði sú spurning hvort nú hefði verið galinn sá galdur er dygði til að vekja upp draug fyrri ríkisstjórnar eða hvort í reynd hefði kviknað nýtt líf með nýjum vonum. Margt var það í orðum ráðherra Alþýðuflokksins sem benti til að hér væri síður en svo um neinn uppvakning að ræða. Nú skyldi tekið á málum af röggsemi og festu. Einkum var það snöfurmannleg framganga og stór orð fjármaiaráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem olli því að menn töldu að nú hefði verið settur endapunktur við dáðleysi fyrri ríkisstjórnar. Ekki spillti Ijúfmannleg fram- koma og elskuleg kurteisi Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra þessu áliti. Menn hrifust til að mynda af viðbrögðum fjár- málaráðherra þegar upplýst var um himinháan byggingarkostnað nýrrar flugstöðvar. Þjóðin var sammála um nauðsyn þess að rannsakað yrði hvernig allar flóðgáttir kostnaðaráætlana hefðu brostið og hvort atkvæðaveiðar íhalds- manna og krafa um að haida kokteilboð í stöð- inni hálfkaraðri hefði hleypt upp kostnaði við bygginguna. Sömuleiðis vakti mikla athygli rósemi og fum- laus framkoma viðskiptaráðherra þegar í Ijós kom að ekki ætlaði að ganga hnökralaust að selja Útvegsbankann. Þar mátti líta mann sem ekki létdeigan síga þótttvísýnt væri framundan. Landsmenn biðu spenntir eftir að sjá hvernig tekið yrði til hendinni við stjórnsýsluna. Vissu- lega urðu margir hissa þegar sósíaldemókrat- arnir í ríkisstjórn stóðu að því að leggja söluskatt á alla matvöru. Þær álögur hafa lagst þungt á lágtekjufólk því að mestur hluti tekna þess fer í að greiða hið daglega brauð. Flestir létu þó gott heita og trúðu því statt og stöðugt að nýju krata- vendirnir í ríkisstjórninni myndu sópa skúmið af ýmsum réttlætismálum sem fengið hafa að ryk- falla allt of lengi. Fyrr eða síðar kemur að því að menn verða leiðir á að bíða. Og nú vilja menn fara að sjá efndirnar á stóru orðunum. Hvað líður eiginlega rannsókn á byggingar- kostnaði flugstöðvarinnar? Var bókhald verk- kaupans með þeim ósköpum að það kosti margra mánaða vinnu sérfræðinga að setja upp reikninga sém sýna hvernig byggingarsagan gekk fyrir sig? Og hvað meö Útvegsbankann? Sýnir ekki vandræðagangurinn á þeim vettvangi hversu fáránlegt það er að selja bankann! Þrátt fyrir orð fyrrverandi forsætisráðherra verða menn að viðurkenna að viðskipti með gamalgróna ríkis- stofnun eru töluvert stærra mál en að skreppa út í búð og kaupa læri í sunnudagssteikina. „Ég mun halda áfram að finna skynsamlegar leiðir til þess að selja þennan banka,“ segir viðskiptaráðherra í viðtali við Alþýðublaðið. Nauðsynlegt er að taka af skarið í þessum mál- um. Það dugar ekki að ráðherra sé einn á enda- lausri vegferð um dimman dal til að leita að lausn sem gerir alla ánægða. Hún er ekki til. Góðum embættismanni byrjar að leggja sig í framkróka um samræma mismunandi sjónar- mið, að reyna til hins ýtrasta að leita sætta, að ná fullkomnun í þeirri list að láta andstæðurnar fallast í faðma. En sá, sem verður ráðherra að loknum hápólitískum kosningum, þarf sjálfur að hafa stefnu sem hann stendur og fellur með. Tími loforðanna er liðinn. Nú vill fólk athafnir en ekki orð. Og það verður fylgst vel með at- höfnum krataráðherranna. Til þeirra eru gerðar miklar kröfur. Vegna þess að þeir eru hinn nýi þáttur sem samtvinnaður hefur verið hinu gam- alþreytta bandalagi Framsóknar og (halds. En ekki síður vegna þess að þrátt fyrir allt á Alþýðu- flokkurinn býsna geðslegar sögulegar rætur, rætur sem að vísu eru orðnar furðaniegr táðar en eru vonandi ekki alveg allar sundurslitnar. KLIPPT OG SKORID Hvar er Alþýðu- flokkurinn? Hvar er Alþýðuflokkurinn staddur í hinu pólitíska litrófi? Er hann bleikur eftir að hafa difið sér í sultu velferðarkerfisins, eða er hann blár orðinn af daðri við frjálshyggjuna nýju? Eða stendur hann blátt áfram grár og gugginn á miðju stjórnmálanna og lætur alla vinda blása í gegnum sig? Svari nú hver fyrir sig. Kannski er Alþýðuflokkurinn allt þetta í einu og meira til. Svo mikið er víst, að þegar hefðbundinn krata- flokkur eins og hann hefur verið í stjórnarandstöðu um tíma, þá hefur þeim fjölgað innan hans sem rifja upp tengslin við verk- lýðshreyfingu, gamla róttækni, menn muna allt í einu eftir því að það er íhaldið sem „á landið" og það verður að gera stórt strik í þann reikning. Svo fer Alþýðu- flokkurinn í stjórn og ætlar að stjórna óbreyttu þjóðfélagi sem íhaldið hefur mótað öðrum frem- ur betur en nokkur Sjálfstæðis- maður gæti gert. Og þá verða sumir langleitir sem höfðu lyft sér í létta vímu með upprifjun á „hugsjónum jafnaðarstefnunn- ar“. Hvenær ætlið þið, ráðherrar vorir elskulegir, að framkvæma þær hugsjónir? Er það kannski jafnaðarstefna að skipta Útvegs- bankanum jafnt milli SÍS frænda og útgerðarauðvaldsins? Ljósið sem hvarf Klippari heyrði reyndar í sumar roskna alþýðukonu, sem kýs Karl Steinar, andvarpa yfir söluskattshækkun á matvælum. Hún kvaðst ekkert skilja í Jóni Baldvin að standa í slíku. Ég hélt að þessir menn... sagði hún. Og svo sagði hún ekki fleira. Og Klippari spurði sjálfan sig: Hve útbreiddir skyldu nú slíkir þankar vera meðal atkvæða og flokks- manna?. Þráinn Hallgrímsson tekur ein- mitt þessi mál upp í Alþýðublað- inu á þriðjudaginn í grein sem hann kallar „Að rjúfa hin helgu vé“. Hann er að mörgu leyti ánægður með sinn flokk, en sú ánægja er mest í fortíðinni. „Um áratugaskeið“, segir hann, „VAR barátta Alþýðuflokksins samofin rimmu hins vinnandi manns fyrir mansæmandi lífi“. Þráinn er li'ka ánægður með að flokkur hans er í stjórn og fer með stóra málaflokka. En þar með er gleði hans líka á enda. Greinarhöfundi sýnist að fyrstu spor ríkisstjórnarinnar séu stigin óralangt frá „hugsjónum jafnað- arstefnunnar". Hann segir: „Það samrýmist t.d. alls ekki hugmyndum okkar alþýðu- flokksmanna að leggja aukna skatta á matvæli. Söluskatturinn sem lagður var á matinn okkar á dögunum er ekki í neinu sam- ræmi við sósíaldemókratískar hefðir í stjórnsýslu. Og ég gef ekkert fyrir skýringar forystu Al- þýðuflokksins í þessu máli“. M.ö.o. - hann gefur ekkert fyrir það fyrirheit um að skatt- prósentan lækki síðar og að hækkun barnabóta um 5(X)0 krónur á ári gefi Jóni Baldvin syndakvittun í málinu. Honum er og hulin ráðgáta hvers vegna Jón Baldvin setur á söluskatt á mötu- neyti fyrirtækja og skóla. Og þeg- ar hann les um það, að Fram- kvæmdasjóður fatlaðra hafi kom- ist á lista yfir væntanlegan niður- skurð ríkisútgjalda þá fær hann blátt áfram áfall. Og þykirsem nú séu rofin þau hin helgu vé sem Alþýðuflokkurinn geti ekki án lifað. Allir kettir gráir Sortnar nú Þráni Hallgrímssyni fyrir augum um stund. „Við rjúf- um ekki hin helgu vé,“ segir hann. „Þá rjúfum við um leið friðinn og eyðum traustinu, sem byggt hefur verið upp af svo miklu kappi og dugnaði undan- farin misseri". Jamm það held ég. Þetta er allt nokkuð dapurlegt. Hér er nefni- lega enn og aftur komið að því sem kemur í veg fyrir að saga Al- þýðuflokksins verði liðsmönnum hans það efni í stolt og sjálfs- traust, sem Þráinn Hallgrímsson og fleiri gjarna vildu. Sá flokkur sem vissulega var tengdur „rimmu hins vinnandi manns", hefur jafnan verið svo einkenni- Iega seinheppinn í valdastólum að honum hefur aldrei tekist það til lengdar að haga sér í anda ósköp hógværra „sósíaldemókr- atískra hefða í stjórnsýslu". Bleiki liturinn lekur af flokknum um leið og gengið er inn í það Kattholt sem Alþýðublaðið var á dögunum að líkja ríkisstjórninni við. í myrkri þess sambýlis verða allir kettir gráir, jafnt Kratar sem Sjálfstæðismenn, og þótt „hund- ar“ Framsóknar fái að vera innanstokks og auki nokkuð á spennu í þessu þrívíða sambýli, þá dregur samt ekki til neinna tíð- inda. Og loks er sem ekkert hafi gerst. Heilög vé? Nei, hvaða rugl... þJOÐVIUINN Málgagn sósíalísma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Margrót Magnúsdóttir Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif stof ustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýslngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Simvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Á8kriftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.