Þjóðviljinn - 09.10.1987, Síða 5
Ar frá leiðtogafundi Ar frá leiðtogafundi Ar frá leiðtogafundi Ar frá ieiðtogafundi
Nú um helgina er ár liðið síðan
leiðtogar risaveldanna mættust á
fundi í Reykjavík. Bandaríkjaforseti
lenti að kvöldi fimmtudagsins 9. okt-
óber, leiðtogi Sovétríkjanna degi síð-
ar, fundur þeirra hófst laugardaginn
11. október.
Reykjavíkurfundurinn hefur mark-
að spor í samtímasögunni, og hann
hefur ekki síður haft áhrif á íslenskt
samfélag. Nú, ári síðar, ræddi Þjóð-
viljinn við nokkra áhugamenn og á-
hrifamenn í friðar- og afvopnunar-
málum og frammámenn í viðskiptum
og spurði um áhrif leiðtogaíundar-
ins, heima og heiman.
„i^aðvönum við öir
Friðarfundur í kvöld
Rlsaveldin í Reykjavík
Hundrað herbergi takk
Þingsætunumallt!
I2.
Samkomulag að feðast?
Ronald Reagan og Mikaíl Gorbatsjof á tröppum Höfða í upphafi fyrsta viðræðu-
fundarins. (Mynd: EÓI)
Merkasli leiðtoga-
fundur í aldarfjórðung
Ólafur Ragnar Grímsson: Nafn Reykjavíkur orðið
tákn raunhœfra vona um afvopnun og heim án kjarn-
orkuvopna
Þegar landsmenn höfðu horft
daglangt á hurðarhúninn á Höfða
og beðið í mikilli eftirvæntingu
urðu niðurstöður leiðtogafundar-
ins fyrir ári nokkur vonbrigði fyrir
marga, þeir Reagan og Gorbat-
sjof héldu brott án þess að hafa
undirritað formlegt samkomulag,
sagði Óiafur Ragnar Grímsson
prófessor og formaður alþjóð-
legu þingmannasamtakanna
PGA.
- Nú ári síðar er ljóst og al-
mennt viðurkennt meðal forystu-
manna í alþjóðamálum að
Reykjavíkurfundur Reagans og
Gorbatsjofs er í reynd merkasti
fundur leiðtoga stórveldanna síð-
asta aldarfjórðunginn.
- Það er einkum þrennt sem
hefur gert fundinn að slíkum
tímamótaatburði. Það hafði ríkt
hættuleg spenna í samskiptum
stórveldanna í næstum áratug, en
margt bendir til að nú sé hafið
slökunartímabil með auknum
samskiptum stórveldanna á
margvíslegum sviðum. Nýtt tíma-
bil bættrar sambúðar virðist hafa
hafist í Reykjavík fyrir ári.
- í öðru lagi var þá lagður
grundvöllur að samningi sem nú
virðist nær fullgerður um fækkun
kjarnavopna í Evrópu. Þetta er
fyrsti samningur stórveldanna
um raunverulega afvopnun, allir
aðrir samningar hafa fjallað um
að hafa hemil á aukningu í vopna-
búrunum. Það á eftir að hafa
margvísleg áhrif á viðhorf til víg-
búnaðar og afvopnunarmála þeg-
ar fjölmiðlar flytja fréttir um að
verið sé að flytja vígtólin burt og
Framhald á síðu 6
Ahrif til lengri tíma
Erna Hauksdóttir, framkvœmdastjóri Sambands
veitinga- oggistihúsa: Besta og ódýrasta landkynn-
ingin
„Leiðtogafundurinn og skák-
einvígið eru þeir tveir atburðir
sem hafa kynnt ísland best er-
lendis," sagði Erna Hauksdóttir,
framkvæmdastjóri Sambands
veitinga- og gistihúsa, þegar
Þjóðviljinn spurði hana hvaða
áhrif hún teldi að leiðtogafundur-
inn hefði haft á ferða-
mannaiðnaðinn hér á landi.
Erna sagði að það væri erfitt að
segja nákvæmlega um það hvaða
áhrif fundurinn hefði haft á ferð-
amannastrauminn til landsins þar
sem engin könnun hefði verið
gerð á því.
„Það er t.d. ómögulegt að
segja hvaða bókanir hingað
tengjast fundinum beint en fyrst
eftir fundinn veit ég að það bárust
margar fyrirspurnir til gistihúsa.
Að sögn Ernu var traffíkin á
hótelum í Reykjavík í sumar lítið
meiri en í fyrra og nýting gisti-
rýmis í svipuðu hlutfalli bæði
árin. Á það ber þó að líta að gist-
irými jókst töluvert á árinu.
„Hinsvegar eru allir sammála
um að þetta var gífurlega góð
landkynning, og sennilega sú
ódýrasta sem kostur er á og ég er
handviss um að þetta á eftir að
skila sér þó seinna verði. Fólk í
nágrannalöndum okkar skipu-
leggur yfirleitt sumarfrí sín ár
fram í tímann þannig að áhrifin af
leiðtogafundinum geta verið
Iengi að skila sér.“
-Sáf