Þjóðviljinn - 09.10.1987, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 09.10.1987, Qupperneq 7
Tígrar teknir höndum Indverskir hermenn handtóku ígcer 50 félaga Frelsissveita tamíltígra og er talið að íþeim hópi sé leiðtoginn Prabakaran Indverskir friðargæsluliðar á Sri Lanka hafa fengið fyrir- skipun um að skjóta vopnaða tamflska skæruliða á færi og handtaka alla félaga Frelsissveita tamfltígra. í gær sagði talsmaður stjórnar- innar í Nýju-Delhi að indverskir hermenn hefðu tekið 50 Tígra höndum og komið sér upp varð- stöðvum víðsvegar í norður- og austurhlutum landsins í því augnamiði að stemma stigu við frekari ofbeldisverkum hryðju- verkamanna. Að minnsta kosti 176 manns hafa látið lífið í vargöldinni sem ríkt hefur frá því Tígrarnir hófu manndráp á þriðjudag. Porri fórnarlamba var úr röðum óbreyttra borgara og öll voru þau sinhalesar. Indverska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að 40 Tígrar hefðu verið handteknir á Jaffna- skaga, nyrst á Sri Lanka, og tíu til viðbótar í nágrenni borgarinnar Batticaloa á austurströndinni. Fullyrt var að í hópi hinna hand- teknu væru allir helstu leiðtogar Tígranna, þar á meðal æðstipáf- inn Velupillai Prabakaran. -ks. Leiðtogi Frelsistígranna, Velupillai Prabakaran. I vörslu Indverja? Nóbelsverðlaun Agrein- ingur um skáld Búið er að ákveða hver hreppifriðarverðlaun Nóbels íár en óvíst er hverfœr bókmennta- prísinn Nefndin sem hefur það verk með höndum að velja friðar- verðlaunahafa Nóbels í ár hefur komist niðurstöðu um hver hreppa muni hnossið. Hinsvegar á enn eftir að ákveða hver fær bókmenntaverðlaunin. Jakob Sverdrup, forstöðumað- ur Nóbelsstofnunarinnar í Osló, sagði í gær að búið væri að velja friðarverðlaunahafa en nafni hans yrði haldið leyndu þangað til á þriðjudag. Haft hafði verið eftir heimild- armanni innan nefndarinnar að fjórir aðilar hefðu einkum komið Chile Smábam skotið Mótmæalaaðgerðum andstæð- inga herforingjastjórnar Pinoc- hets í Chile á miðvikudag lauk með því að hermenn hófu skot- hríð, drápu tveggja ára gamalt barn í hverfi verkamanna í höfuð- borginni og slösuðu 11 menn. Að minnsta kosti 400 voru handtekn- ir. Mótmælin fóru fram sama dag og verkalýðsfélög efndu til vinnu- stöðvunar til að þrýsta á um launahækkanir og stjórnarbætur. Þátttaka í verkfallinu var að sögn fremur dræm en að sama skapi fjölmenntu andstæðingar einræð- isstjórnarinnar á útifundi og í kröfugöngur. -ks. til greina, þrír einstaklingar og ein stofnun. Menn verða svo að bíða og sjá fram á þriðjudag hvort einhver þessara varð fyrir valinu: Corazon Aquino, forseti Filippseyja, Raoul Alfonsin, forseti Argentínu, suðurafríski blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela ellegar Alþjóða heilbrigðismálastofnunin í Genf. Verr kvað úthlutunarnefnd bókmenntaverðlaunanna miða í störfum sínum. Þó mun hún hafa valið fimm einstaklinga úr hópi 100 tilnefndra. En hver þessara fimm verður fyrir valinu er óvíst enda munu skoðanir vera skiptar um það meðal nefndarmanna. Lekið hefur út til fjölmiðla í Stokkhólmi að tvö Ijóðskáld séu einkum nefnd í sambandi við prísinn. Það eru þeir Jósef Bro- dsky, sem er af rússnesku bergi brotinn en býr í Bandaríkjunum og yrkir á enska tungu, og Mexík- aninn Octavio Paz. Maður nokkur sem öllum nó- belshnútum kveðst kunnugur tel- ur djúpstæðan ágreining ríkja í nefndinni. „Sænska akademían hefur ekki einu sinni gefið út til- kynningu um það hvort heimur- inn verði upplýstur um nafn verð- launahafans þann 15. eða 22. okt- óber. Það bendir til þess að menn þurfi að gefa sér tíma til að sætta andstæð sjónarmið. Þegar upp kemur ágreiningur um verðleika rithöfunda þá er það venjan að einhver þriðji eða fjórði aðili er valinn af handahófi og honum veittur heiðurinn.“ Fleiri skáld hafa verið nefnd til sögunnar en Brodsky og Paz. Mikið kvað einnig hafa verið rætt um Tékkann Milan Kundera, Mexíkanann Carlos Fuentes og Perúmanninn Mario Vargas Llosa. Lokaorðið á Arne Ruth, menningarritstjóri sænska stór- blaðsins „Dagens Nyheter": „Meðlimir akademíunnar reyna eftir megni að dreifa bók- menntaverðlaununum vítt og breitt um heiminn þannig að ógjarna hreppi einstaklingar úr sömu heimsálfu hnossið tvö ár í röð. Samkvæmt þessu ætti næsti verðlaunahafi annaðhvort að búa í Bandaríkjunum eða Rómönsku Ameríku. -ks. Bandaríkin Örlög Borks ráðin Nú er Ijóst að meirihluti full- trúa í öldungadeild Bandaríkja- þings mun greiða atkvæði gegn því að hinn umdeildi Róbert Bork verði skipaður dómari við hæsta- rétt landsins. í gær lýstu fjórir demókratar því yfir að þeir væru andsnúnir Bork og eru því andstæðingar hans 53 í deildinni sem er skipuð 100 fulltrúum. Þrátt fyrir þetta hyggst Reagan forseti ekki leggja árar í bát og gefast upp fyrir „skríl sem tekur menn af lífi án dóms og laga,“ einsog hann komst að orði í gær um meirihluta öldungadeildar- þingmanna. -ks. Danska stjórnin Stóðst fyrsta prófið Minnihlutastjórn Pauls Schliit- ers cr ekki bráðfeig því í gær voru greidd um hana atkvæði á danska þinginu og stóðst hún þá atlögu með glæsibrag. Það var leiðtogi „Fælles kurs,“ sjóarinn Preben Möller Hansen, sem bar fram vantrauststillögu. 77 voru á móti en 4 með. Hvorki fleiri né færri en 64 þingmenn sáu ekki ástæðu til að greiða atkvæði. -ks. Breskt íhaldsþing Tekist á um dauðarefsingu Innanríkisráðherra Thatchers eindregið andsnúinn líflátsrefsingu en þorrifulltrúa á landsfundi Ihaldsflokksins hlynntur Fulltrúum á breska þinginu mun í vetur gefinn kostur á því að greiða atkvæði um það hvort taka eigi upp dauðarefsingar á ný á Bretlandseyjum. Þetta kom fram í máli innan- ríkisráðherra íhaldsflokksins, Douglas Hurd, á fjórða degi landsfundar flokksins í Black- pool í fyrradag. Allur dagurinn var helgaður umræðu um hvernig stemma mætti stigu við lögbrot- um ogglæpum í samfélaginu. Var á köflum mjög heitt í kolunum, einkum þegar rætt var um rétt- mæti dauðarefsinga. Hurd sagðist sjálfur vera ein- dreginn andstæðingur henginga en engu að síður myndi hann gefa þingheimi kost á því að taka mál- ið til umfjöllunar á ný. Nú á út- mánuðum voru greidd atkvæði um dauðarefsingu í fulltrúadeild breska þingsins. 342 þingmenn voru þá andsnúnir því að láta hengja stórglæpamenn en 230 hlynntir. „Ég tel að það muni gera dóm- urum erfiðara fyrir en áður að dæma seka menn til þyngstu ref- singar ef dauðadómur verður tekinn upp að nýju, í slíkum til- fellum er ómögulegt að leiðrétta mistök," sagði ráðherrann enn- fremur. Hurd er fyrrum írlandsmála- ráðherra og hefur margoft fullyrt að það yrði vatn á myllu írska lýðveldishersins ef farið yrði að hengja félaga hans og gera þá að píslarvottum. Hann segir yfir- menn breskra öryggismála ein- dregið vera sama sinnis. A annað hundrað ályktunartil- lögur komu fram á landsfundin- um þegar afbrotamálin voru til umræðu og var þorri þeirra á einn veg, þyngja bæri refsingar og efla löggæslu. í þriðjungi þeirra var þess krafist að tekið yrði til við hengingar glæpamanna. Þegar einhver mælti dauðarefsingu bót fögnuðu fulltrúar hjartanlega en mælti einhver í mót var púað og blístrað. Dauðarefsing var numin úr lögum á Bretlandi árið 1969 af þáverandi ríkisstjórn Verka- mannaflokksins enda höfðu breskir gálgar þá staðið mann- lausir í fimm ár. -ks. Föstudagur 9. október 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.