Þjóðviljinn - 09.10.1987, Page 11

Þjóðviljinn - 09.10.1987, Page 11
Margrét Jónsdóttir milli málverka sinna. Hún er að opna sýningu í FÍM-salnum í dag. UM HELGINA Nú stenduryfirsýning Ragn- ars Kjartanssonar myndhöggv- ara á keramikmálverkum og höggmyndum í Heilsuhælinu í Hveragerði. Sýningin er sett upp í tilefni af 50 ára afmæli Náttúrulækningafélags (slands og gaf listamaðurinn félaginu verkeftirsig, keramikmálverkið „Parið". Sýningin hófst sunnu- daginn 20. september og stendurtil31.október. íslensk skinnhandrit, þar á meðal handrit að Eddu- kvæðum, Flateyjarbókog Njálu eru til sýnis í Árnagarði þriðju- daga, fimmtudaga og laugar- daga kl. 13.30-17. Listasafn íslands er lokað vegna f lutninga í nýja húsnæð- ið, sem væntanlega verður opnað7. nóv. n.k. Listasafn Einars Jónssonar sýnirgipsmyndirog málverk Einars. Opið alla daga nema mánudagakl. 13.30-16.00. Höggmyndagarðurinn opinn alladaga kl. 11-7. Ásgrímssafn Ný sýning stend- ur yfir í safninu. Olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar. Þetta er úrval af verkum Ág- ríms, mest landslagsmyndir. Safnið er að Bergstaðastræti 74, opið mánud. þriðjud. og fimmtud.frákl. 13.30-16. Gallerí List, Skipholti 50c, sýnir verk eftir yngri og eldri listamenn. Opið á verslunart- íma. Mokka Gunnar Kristinsson opnaði sýningu á verkum, unn- in með blandaðri tækni, 11. sept. sl. Sýningin stendurtil 9. okt. Þjóðminjasafniö Hvað er á seyði. Sýning um eldhús fyrr og nú. Sýningunni lýkur 11. októ- ber. Gallerí Grjót Skólavörðustíg 4. Ásgeir Lárusson opnar sýningu ídag kl. 18. Þettaersjötta einkasýning Ásgeirs, en hann hefur áður tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýning hans nú samanstendur af vatnslita- myndum, verkum unnin með ol- íulitum og lakki og nokkrum skúlptúrum. Opið virkadaga frá 12-18 og um helgar frá 14-18. Lýkur25. október. Gallerí Gangskör, Amtmannsstíg. Pétur Behrens er með sýningu á vatnslita- myndum og teikningum. Opið virka daga frá 12-18, um helgar frá 14-18. Lýkur 18. október. Gallerí Borg, við Pósthús- stræti. Bragi Hannesson með sýningu á olíumálverkum og vatnslitamyndum. Opið frá 10- 18 um helgar f rá 14-18. Lýkur þriðjudaginn 14. október. Gallerí Borg, Austurstræti. Hitt og þetta. Verk eftir Hring, TryggvaÓlafsson, Baltasar, Ágúst Petersen, Elías B. Hall- dórsson, Kjartan Guðjónsson, Daða Guðbjartsson, Jón Þór Gíslason, Temmu Bell og Karó- línu Lárusdóttur. Enn fremur nokkrir skúlptúrar eftir Þórdísi Á. Sigurðardóttur. Sýningin er ma. hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa listaverk á viðráðanlegu verði. Opið frá 10 á morgnana og eftir það á al- mennum verslunartíma. Kjarvalsstaöir, Rúrí. Sýningu Rúríar „T(mi“ er að Ijúka nú um helgina. Opið 14—22. Kjarvalsstaðir Jón Axel, Val- garður og Björg örvar eru með sýningu í vestursal Kjarvalss- taða. Opið 14-22 alla daga. Síðasta sýningarhelgi. Kjarvalsstaðir Katrín Ög- mundsdóttir lýkur sýningu sinni um helgina. Hún sýnir vatnslita- myndir. Opið 14-22. FÍM-salurinn, Garðastræti 6. Margrét Jónsdóttir opnar sýn- ingu í dag, þar sem hún sýnir olíumálverk öll máluð á þessu ári. Margrétstundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann 70-74, framhaldsnám í London í Saint Martin's School of Art 74-76. Hún var einn af stofn- endum Gallerí Suðurgata 7 og starfaði þar til 81. Húnhefir tekið þátt í fjölda sýninga bæði heima og erlendis. Sýningin er opin til 25. okt. Nýlistasafn Helgi Sigurðsson er meö sýningu þar. Sýnir mál- verk og teikningar. Opið virka daga frá 16-20 og um helgar frá 14-20. Lýkur 18. október. Gallerí íslensk List Vesturg- ötu 17. Hafsteinn Austmann er með sýningu á vatnslitamynd- um. Ásmundarsafn við Sigtún. Ab- straktskúlptúrar eftir Ásmund Sveinsson. Opið daglega f rá 10-16. Gallerí Svart á hvítu við Óðin- storg. Sigurðurörlygsson sýnir olíumálverk. Opiðfrá 14-20 alla daga nema mánudaga. LEIKLISTIN , Alþýðuleikhúslð sýnir leikritið „Eru tígrisdýr í Kongó", laugar- dag og sunnudag kl. 13 í veitingahúsinu í Kvosinni. Inni- falið í miðaverði er léttur hádeg- isverðurog kaffi. Miðapantanir allan sólarhringinn í símsvara Alþýðuleikhússins í s. 15185 og íveitingahúsinu, í Kvosinni. Leikhús I kirkju. Sýnir leikritið um Kaj Munk í Hallgrímskirkju. Einn af okkar fremstu leikurum, Arnar Jónsson, fer með hlut- verk Munk og fjöldi annarra leikara koma f ram í sýningunni þar á meðal fjögur börn og dansari Helena Jóhannsdóttir. Sýn. á sunnudögum kl. 16 og mánudagskvöldum kl. 20.30. Óvíst er hvort sýningar geta orðið nema fáar, vegna anna ýmissa leikara og við hvetjum því fólk sem hefur ætlað sér að sjá leikritið um Kaj Munk að slá tvær flugur I einu höggi, skoða Hallgrímskirkju og sjá þessa sérstæðu sýningu. Símsvari all- an sólarhringinn, 12255 og í bókaverslun Eymundsson er hægt að kaupa miða. Sími þar er 18880. Þjóðleikhúsið Rómúlus mikli. (Fáar sýningar eftir) Sýning í kvöld kl. 20. Leikstjóri er Gísli Halldórsson, en með helstu hlutverk fara Rúrik Haraldsson, ÁrniTryggvason, Baldvin Hall- dórsson, Arnar Jónsson, Lilja Þórisdóttir, Jóhann Sigurðar- son og Sigurveig Jónsdóttir. Ég dansa við þig. Aukasýning á sunnudag. Er einnig sýnt á laugardag kl. 20. udag kl. 20 í Iðnó. Aðeins örfáar sýningareftir. Djöflaeyjan I Leikskemmu LR við Meistaravelli. Sýning í kvöld og annað kvöld kl. 20. Faðirinn sýning annað kvöld, kl. 20:30 í Iðnó. Faðirinn er eitt aðgengilegasta leikrit sænska skáldjöfursins August Strind- berg og um leið eitt hið vinsæ- lasta. Klassískurharmleikur, sterkt og áhrifamikið leikrit sem fjallar öðrum þræði um sam- skipti kynjanna og togstreitu hjónabandsins. Sígilt efni sem á erindi við áhorfendur á öllum tímum. TÓNLISTIN Heiti potturinn Duus-húsi við Fischersund. ÞáverðurKaba- rett Finns Eydal á svæðinu. Með honum leika Kjartan Vald- imarsson á pínó, Tómas R. Ein- arsson á bassa og Birgir Bald- ursson á trommur. Sjálfur leikur Finnur á saxófón. Gerist á sunnudagskvöld kl. 21. :30. Hrafninn Skipholti. I gær var Sverrir Stormsker við píanóið. Hann verður vonandi aftur á þeim slóðum. I kvöld leikur hljómsveitin Xsplendid á neðri hæðinni en á efri hæðinni ríkir pöbbastemmning þar sem fólk getur snætt Ijúfar veitingar í notalegu umhverfi. Maturfram- reiddurfrá 18-22. Xsplendid leikur aftur á laugardag. En á sunnudag mun „Bandið hennar Helgu" leika þægilegatónlist eftir skarkala helgarinnar. Vísnavinir T ónlistarfélagið Vísnavinir heldur fyrsta vísna- kvöld vetrarins, nk. mánudag 12. okt. kl. 20:30. Að þessu sinni kynnir HörðurTorfason nýútkomna plötu sína, Hug- flæði og flytur líka gamalkunn lög. Þá koma fram, Benedikt Torfason, Sveinbjörn Þorkels- son og Grænlendingurinn, Joh Ujuut Dahl. Vísnakvöldið verð- urí Hlaðvarpanum við Vestur- götu 3. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Aðgangseyrir 350. HITT OG ÞETTA Borgf irðingafélagið í Reykja- vlk. Byrjar vetrarstarfsemi sína með haustfagnaði laugar- dagskvöldið 10. okt., að Skip- holti 50a. Húsið opnar kl. 21. Sjöminjasafnið Vesturgötu 8, Hafnarfirði hefurbreyttsýning- artíma sínum og er nú opið frá 14-18 á laugardögum og sunn- udögum. Þágeturskólafólkog hópar pantað tíma fyrir utan í síma 52502. Sýnd er árabáta- öldin á Islandi og jafnframt sýnd heimldarmyndin „Silfurhafs- ins“... Viðeyjarferðir Hafsteins Sveinssonar hefjast um helgar kl. 13. Kirkjan í Viðey er opin og veitingar fást í Viðeyjarnausti. Bátsferðin kostar 200 kr. Grasagarðurinn í Laugardal er opinn almenningi virka daga frá kl. 8-22 og 10-22 um helg- ar. Þar er að finna allar jurtir sem vaxa villtar á Islandi og fjöl- da annarra tegunda. Sjálfstyrking og ákveðni- þjálfun. Námskeið þar sem þátttakendurfá m.a. þjálfun við börn sín, eða í ákveðni og sjálfstyrkingu. Leiðbeinendur eru Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð og hafa þeir hlotið þjálfun hjá „Effectiveness T ra- ining lnc.“ í Bandarikjunum til aðstandafyrirþeim. Enn eru laus pláss á fyrstu námskeið haustsins. Hægt er að fá allar upplýsingar og skrá sig í símum 621132 og 62804 e.h. alla virka daga. Upplýsingamiðstöð Ferða- mála, Ingólfsstræti 5. Þareru veittar allar almennar upplýs- ingar um ferðaþjónustu á Is- landi og það sem er á döfinni í borginni.S. 623045. FERÐAFÉLAGISLANDS Dagsferð sunnudaginn 11. okt. kl. 13-Blikdalur. Blikdalur gengur inn í Esju vestanverða og þegar þjóðvegurinn er ekinn um Kjalarnesið sést inn í mynni hans. Eftir dalnum rennur Blik- dalsá og neðst í dalnum fellur hún um sérkennileg gljufur sem gaman erað skoða. Þegar dalnum sleppir heitir hún Ár- túnsá og kannast víst margir við rústir eyðibýlis skammt f rá þjóðveginum sem heitirÁrtún. Landið sem gengið er um er greiðfært og hækkun óveruleg frá upphafi göngu inn dalinn. Verð kr. 600.00. Brottförfrá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðarviðbíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. ATH: Fyrsta myndakvöld vetrarins verður miðvikudag- inn 14. okt. Nokkrir félags- menn sem fóru ævintýraferð til Nepal segja frá þeirri ferð í máli og myndum. I vetur verða myndakvöldin í salnum á efstu hæð hússins Hverfisgötu 105, eins og undanfarið. - Ferðafé- lag íslands MÍR BÍÓ Nk. sunnudag, 11. október kl. 16, verður kvikmyndasýning að venju íbíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Sýndar verða tvær stuttar frétta- og f ræðslumyndir og fjallar önnur um sögufræga staði og byggingar í Kreml, Moskvu. Skýringar með mynd- unum á íslensku og ensku. Allir velkomnir. Hana-nú. Vikuleg laugar- dagsganga Frístundahópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, 10. október. Lagtaf stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Veturinn nálgast. Búið ykkur vel. Við göngum hvernig sem viðrar. Skemmtilegurfé- lagsskapur. Nýlagað molakaffi. Leikfélag Reykjavíkur Dagur vonar í kvöld og á sunn- Föstudagur 9. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 St. Jósefsspítali, Landakoti Röntgendeild Okkur vantar aðstoö á röntgendeild Landakotss- pítala. Um fullt starf er að ræða. Umsækjandi þyrfti að geta hafið störf strax. Upp- lýsingar veitir deildarstjóri í síma 19600/330. Reykjavík 9.10. 1987 Kennarar - kennarar Góðir tekjumöguleikar. Afleysingakennara vantar að Grunnskólanum Eiðum, sem er heimavistarskóli. Aðalkennsiugreinar enska og danska. Allar upplýsingar gefur Sigtryggur í síma 97- 13825 eða 97-13824. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í 5 stk. rafdrifnar flekahurðir með gluggum fyrir orkuver á Nesjavöllum. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Frík- irkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 22. október n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR . Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.