Þjóðviljinn - 09.10.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.10.1987, Blaðsíða 15
Efstu menn á UMSK-mótinu, fr.v:Reynir Óskarsson, Kjartan Óskarsson, Einar Ásgeirsson, Alexander Þórisson og Karl Sigurðsson. Tennis Einar sigraði Einar Asgeirsson sigraði í fyrsta UMSK mótinu í tennis, en mótið var einnig það síðasta í sumar. Leikið var á völlunum við Kópavogsskóla og Vallargerði, en úrslitaleikirnir voru spilaðir inni. Einar sigraði í A-flokki karla í úrslitaleik gegn Kjartani Ósk- arssyni. í 3.-4. sæti höfnuðu þeir Reynir Óskarsson og Kristján Baldvinsson. Kjartan og Einar sigraði svo í tvíliðaleik, en í 2. sæti urðu Alex- ander Þórisson og Kristján Hall- dórsson. Dröfn Guðmundsdóttir sigraði í A-flokki kvenna, Guðný Eiríks- dóttir hafnaði í 2. sæti og Ingveld- ur Bragadóttir í 3. sæti. Alexander Pórisson sigraði í B- flokki karla og Karl Sigurðsson hafnaði í 2. sæti. Hildur Ríkharðsdóttir sigraði í B-flokki kvenna, en Oddný Ól- afsdóttir hafnaði í 2. sæti. Stefán Pálsson sigraði í flokki pilta. Eríkur Önundarson hafn- aði í 2. sæti og 3.-4. sæti skiptu þeir með sér Jóhann Þórarinsson og Helgi Kristinsson. Einar Asgeirsson er því efstur á hæfnislista samtaka tennisá- hugafólks. Þrír leikmenn fengu viðurkenningu fyrir framfarir: Fjölnir Pálsson, Karólína Guð- mundsdóttir og Karl Sigurðsson. -Ibe U-21 landslið Ragnar í stað Guðna ísland leikur gegn Tékkósló- vakíu í undankeppni Evrópu- keppninnar í knattspyrnu næst- komandi miðvikudag. Guðni Kjartansson hefur valið 16 manna hóp fyrir leikinn, sem er í Tékkóslóvakíu. Gengi íslenska liðsins hefur verið mjög gott. Sigur gegn Dönum, 3-1 og jafntefli 0-0 og jafntefli gegn Finnum, 2-2. Helsta breytingin er sú að Ragnar Margeirsson Fram, kem- ur inní liðið sem eldri leikmaður í stað Guðna Bergssonar Val. Þá kemur Ólafur Gottskálksson KA, í stað Hermanns Haralds- sonar KB. Hópurinn er skipaður eftir- töldum leikmönnum: Markverðir: Ólafur Gott- skálksson, KA og Páll Ólafsson KR. Aðrir leikmenn: Þorvaldur Ör- lygsson og Gauti Laxdal, KA. Þorsteinn Guðjónsson, Rúnar Kristinsson og Þorsteinn Hall- dórsson, KR. Haraldur Ingólfs- son og Ólafur Þórðarson í A. Ein- ar Páll Tómasson, Sævar Jónsson og Jón Grétar Jónsson, Val. Sig- uróli Kristjánsson og Júlíus Tryggvason Þór, Ragnar Mar- geirsson Fram og Kristján Gísla- son FH. Eldri leikmenn liðsins eru Ragnar Margeirsson og Sævar Jónsson. -lbe Og þetta líka... 111 þjóðir hafa sótt um þátttöku í Heimsmeistar- akeppninni í knattspyrnu. Þetta eru nokkuð færri þjóðir en tilkynntu þátt- töku fyrir HM 1984, en þá voru þær 139. Flestar þjóðirnar eru frá Evrópu, 33,26 þjóðir f rá Asíu og 23 frá Afríku. Real Madrid mun mæta Porto í Valencia í fyrri leik liðanna í Evrópukepni meistaraliða. Real Madrid þarf að leika heimaleik sinn í 350 km. fjarlægð frá Madrid og Valencia varð fyrir valinu. Markadúettinn lan Rush og Mark Hughes mun leika með Wales gegn Danmörku í Evróp- ukeppninni. Þessi leikur hefur mikla þýðingu fyrir liðin, en Wales nægir eitt stig til að tryggja sér sæti í lokakeþpn- inni í V-Þýskalandi á næsta ári. Ástraiíumenn eru ekki þekktir fyrir mikil afrek á knattspyrnuvellinum. Þeir hafa engu að síður boðið sjálfum heimsmeistur- unum Argentínu til að taka þátt í fjög- urra liða móti í Ástralíu. Auk heimsmeistaranna hafa Ástra- líumenn boðið Brasiliu og Saudi- Arabíu. Nokkrir ieikir voru í fyrrakvöld. Tékkóslóvakía sigr- aði Belgíu í undankeppni Olympíu- leikanna, 2-0 og Sviss sigraði Tyrk- land, 2-0. Þá var einn leikur í v-þýsku bikarkeppninni, Borrussia Dortmund sigraði Kickers Offenbach, 5-0. Maradona þreytist seint á athygli fjölmiðla. Nú er hann æfur vegna umfjöllunar ítölsku þressunnar. Hann segir ítalska blað- amenn mótfallna því að leikmenn skrifi undir langtíma samninga við lið sín og því hafi hann fengið slæma umfjöllun. Hann fékk ekki góða dóma fyrir leikina gegn Real Madrid, en sagði: „Ég hef leikið 180 leiki með Napoli og á rétt á því að eiga 10 slæma leiki!“ Cyrilie Regis leikur að nýju í búning enska lands- liðsins gegn Tyrklandi í næstu viku. Það eru firnrn ár síðan Regis lék síð- ast með enska landsliðinu. ÍÞRÓTTIR Liverpool gegn Everton Nágrannarnir leika í 3. umferð deildarbikarsins Nágrannarnir Liverpool og Everton drógust saman í 3. um- ferð deildarbikarsins í Englandi. Dregið var í gær og í þremur leikjum leiða lið úr 1. deild sam- an hesta sína. Auk nágrannanna frá Liverpool leika Luton og Co- ventry og Wimbledon og New- castle. Bikarmeistararnir Arsenal drógust gegn 2. deildarliðinu Bo- urnemouth, sem sló Southamp- ton út í 2. umferð. Southend sem leikur í 3. deild dróst gegn Ipswich úr 2. deild. Southend sló Derby út í 2. um- ferð og á enn möguleika. Róðurinn er þó erfiður hjá flestum liðanna úr neðri deildun- um. Barnsley, sem sló út West Ham, leikur gegn Sheffield We- dnesday og 3. deildarliðið Bury mætir O P.R. Deildarbikarinn 3. umferð: Leeds-Oldham Peterborough-Reading Luton-Coventry Charlton-Bradford Aston Villa-Tottenham Stoke-Norwich Liverpool-Everton Barnsley-Sheffield Wednesday Bury-Q.P.R. Manchester City-Nottingham Forest Arsenal-Bournemouth Ipswich-Southend Swindon-Watford Wimbledon-Newcastle Oxford-Leicester Manchester United-Crystal Palace -Ibe/Reuter England Baslhjá Venables Það er heldur farið að syrta í álinn hjá West Ham. Liðið er í botnbaráttu 1. deiidar og féll úr deildarbikarnum, eftir að hafa tapað fyrir Barnsley, 2-5. Nú er mikið rætt um það hvort John Lyall, fram- kvæmdastjóra liðsins verði sagt upp. Hann hefur verið lengst af þeim framkvæmda- stjórum sem eru í 1. deild, í 13 ár. West Ham í stað Lyall? Mörg lið eru nú á eftir Terry Venables, fyrrum fram- kvæmdastjóra Barcelona og líklegt þykir að West Ham bætist í hópinn. Það hefur þó ekki enn verið tekin ákvörðun í stjórn West Ham, en ef West Ham tapar um helgina fyrir Charlton er mjög líklegt að Lyall fái að taka pokann sinn. -Jbe/Reuter FJORI4Ö AR Lúdó sextett og Stefán Nú fer hver að verða síðas þrj Mi þe li, góði/tíminn verqur í hávegum hafðurogö l gömlu, góðiSl||i||p£ rifjuð upp. Mætum hress. afturíram á miönðötursviðinu CHRISTIAN Christian er án efa einn allra fremsti skemmtik^ttffiémSketÍir’bafa alið af sér. Hann er söjB^varisemJieforkotmoft^m í öllum og er þá i sjálfur i Hann komist i ferðinni ætti að mí til kl.03.00. Og nð sjálissögðu v< Diskótekið á sínanlsiaöár Húsiöopnar kl. 19.1 Miðasala og borðapantanir í símum 23333 og 23335 ítalinn Leone Tinganelli er stórkostlegur gítarleikari sem sþilar meiriháttar dinnertónlist meðan á borðhaldi stendur ásamt Úlfari og Kristni Sigmarssonum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.