Þjóðviljinn - 11.10.1987, Qupperneq 7
Ástin og einsemdin...
Gaui sendir frð sér sína fyrstu plötu
„Skífan gaf mér ríkulegan
tíma í hljóðveri og lagði mértil
úrvalsmenn í undirleikinn. Ég
er búinn að vera hálft ár að
vinna plötuna og hef lagt mig
allan fram um að árangurinn
yrði sem allra bestur". Svo
mælir Gaui - alias Guðjón G.
Guðmundsson - sem sendi í
vikunni frá sér sína fyrstu
plötu. Platan heitirvitanlega
Gaui-nema hvað.
Gaui hefur veriö býsna dug-
legur við spilamennsku síðustu
fimm árin; troðið upp á konsert-
um, í skólum og víðar, oftast með
gítarinn einan að vopni. Og í upp-
hafi ársins sendi hann forráða-
mönnum Skífunnar híjóðsnældu
með söng og músík. Þeir sögðu
takk fyrir og buðu samning.
Það eru engir aukvisar sem
spila undir; Þorsteinn Magnússon
á gítar, Kristinn Svavarsson á
saxófón, Ásgeir Óskarsson á
trommur og Tómas Tómasson
spilar á hljómborð og bassa.
Lögin á plötunni eru tíu talsins,
öll eftir Gaua, sömuleiðis text-
arnir, nema hvað tveir eru eftir
Þórarinn Eldjárn. Og hvernig
tónlist er þetta, með leyfi?
„Hún er bæði róleg og hröð,“
segir Gaui, „og sjálfsagt ber hún
keim af tveimur görpum sem ég
held mikið uppá, Peter Gabriel
og David Sylvian. En mér finnst
að ég sé að gera eitthvað nýtt og
ferskt og ég vona að fólki finnist
það líka. Eg er ekki að herma
eftir neinum, heldur reyni að
vera sjálfum mér samkvæmur.“
- Og hvert sækirðu yrkisefni í
textana?
„Ég legg mikið upp úr textun-
um - og það er jafnmikil vinna á
bak við þá og lögin. Yfirleitt vinn
ég samhliða með lag og texta út
frá einni grunnhugmynd. Ég
reyni að skapa sérstaka
stemmningu, og ég vona að fólk
setjist niður og hlusti... En text-
arnir eru um ástina; um tómleik-
ann í sálinni og einn er um pó-
htík. Þeir eru að mestu leyti
sprottnir úr eigin lífsreynslu,
beint og óbeint. Yrkisefnin eru
sígild en ég kem þeim til skila á
minn hátt.“
- En hvernig varðst þú músík-
inni að bráð í upphafi?
„Ég byrjaði að koma fram í
gagnfræðaskóla á skemmtunum
og fljótlega var ég farinn að
semja eigin tónlist. Ég fékk líka
mikinn áhuga á ljóðum og tók
þátt í að stofna Besta vin ljóðsins
ásamt fleirum. Það var nú
skemmtilegt og lærdómsríkt sam-
starf, eins og þú getur ímyndað
þér! En þetta hefur þróast hjá
mér stig af stigi og ég finn best í
tónlistinni."
- Og hvað er nú framundan hjá
þér?
„Ég ætla að spila eins mikið og
ég get og fylgja plötunni eftir. Á
tónleikum kem ég fram með
hljómsveitinni Gíslarnir - sem
flestir þekkja raunar undir nafn-
inu Centaur, en strákarnir í því
bandi eru rosalega efnilegir. Nú
ef allt gengur vel þá held ég vita-
skuld áfram.“
- Ætlarðu að verða frægur og
ríkur af þessu tiltæki?
„Ég vona fyrst og fremst að
mér takist alltaf að verða sjálfum
mér samkvæmur í því sem ég geri
og verði tónlistinni trúr. Tíminn
leiðir síðan í ljós hvernig mér á
eftir að vegna - en ég hef engar
áhyggjur...“
-hj-