Þjóðviljinn - 11.10.1987, Qupperneq 11
og eignast vini
Blelkl parduslnn og Villi spæta eru skemmtilegastir í sjónvarpinu.
í Innansveitarkróníku segir
Halldór Laxness eitthvað á þá
lund að kör sé einhver merk-
asta þjóðfélagsstofnun sem
hafi verið fundin uþp. Aðra
engu síðri hefur landinn
reyndar uppgötvað hinum
megináskala
mannlífsvegferðarinnar, en
þaðerróló-inn.
foreldrar hafi ekki alltof mikinn
tíma fyrir börn sín. Fólk neyðist
til að vinna alltof mikið í dag.
Fyrir nokkrum árum var þetta
hverfi alveg dautt, og fólk flutti
nánast einsog eftir færibandi upp
í Breiðholt. Svo fór þetta að
breytast aftur, því unga fólkið
flutti í gömlu húsin hér í kring og
vildi gera þau upp. En það var
sorglegt að fylgjast með því, hvað
fólki var gert erfitt fyrir, laun og
vísitala héldust engan veginn í
hendur, og margir urðu að flytja
burt og selja húsin sín. Það að
vinna á róló og með börnum, er
afskaplega gefandi, en maður
verður líka að gefa af þér, það
þýðir ekki að standa hér upp á
endann allan daginn. Við erum
alltaf að, sinnum börnunum og
leikum við þau. Aðstaðan hjá
okkur er alls ekki góð og það er
náttúrlega spurning fyrir borgar-
yfirvöld, hvað þau vilja hlúa vel
að yngstu borgurunum. Hér er til
dæmis enginn sími, sem er lág-
markskrafa, því alltaf getur
eitthvað komið fyrir, eða veður
breytist skyndilega. Það er ekki
alltaf sem foreldrar geta komið
hlaupandi eftir börnum sínum á
10 mínútum, ef gerir aftakaveð-
ur, og því þyrfti að vera aðstaða
til að lofa börnunum að koma inn
og hlýja sér. En þau eru mjög
indæl og dugleg. Hér á Freyjug-
öturóló hefur myndast mjög
harður kjarni, sem mætir alltaf.“
ekj/HS
Sunnudagur 11. október 1987 'þJÓÐVILJINN - sÍÐA 11
Róluvellir eru um margt sérís-
lenskt fyrirbrigði. Þeir hafa úti-
vistarregluna í heiðri og vel má
ímynda sér þá sem rökrétt fram-
hald þeirrar hefðar að láta unga-
börn sofa úti í barnavögnum í
öllum veðrum. Hefð sem landinn
hefur reyndar farið flatt á víða
erlendis, þar sem hann hefur flutt
hana með sér. Útlendingar hafa
stundum kvatt til lögreglu til
vemdar blessuðum börnunum,
enda finnst fólki víða um lönd að
það hljóti að vera hundraðogell-
efta meðferð á kornabörnum að
láta þau sofa úti í frosthörkum en
það er reyndar allt önnur ÉfWí&t,,
Ljflhiyndari og biaðamaður
áttu leið á Freyjugöturóló^sW-
ustu viku og stöldruðu við.
Þar var líf og fjör í rólum og
sandkössum. Svala, starfsmaður
Freyjugöturóló, sem átti 19 ára
starfsafmæli á þessu ári, gætti
barnanna ásamt Önnu.
„Börn hafa ekkert breyst á
þessum tíma. Það eru sömu
grunnþarfirnar sem þau hafa: Að
leika sér og eignast vini. Mæð-
umar gera hins vegar meiri kröf-
ur núna og fylgjast vel með börn-
um sínum, og það er mikill mun-
ur á því, hvað pabbarnir sjást
meira núna heldur en fyrir nokkr-
um ámm. En ég ímynda mér að
Vlð erum í
flmlelkum og
dansskóla.
Hér erallt
skemmtilegt
og gaman að
vera uppi á
þaki. Stundum
leikum viðvið
strákana. Þeg-
ar ég er heima
finnstmór
mestgaman
að skrifa í bók-
inamína,
sagði stúlkan
á myndinni.
í rennibrautarhalarófukös. Börnunum virtist yfirleitt finnast það mest gaman, sem þau voru að gera þá stundina.
Myndir: Sig.
Hver skyldi vera að koma...?