Þjóðviljinn - 11.10.1987, Qupperneq 12
„Ein af rótum
evrópskrar
menningai"
„Á mínum skólaárum var það
orðin gömul hefð, að norrænu-
fræðingar byrjuðu sinn feril með
því að stunda nám í klassískum
fræðum og færu svo út I norræn
fræði að því loknu.“
Þetta sagði dr. Jakob Bene-
diktsson, þegar blaðamaður
Þjóðviljans leit inn til hans á dög-
unum til að rabba við hann yfir
tebolla. Samkvæmt almakakinu
varð dr. Jakob áttræður í sumar,
þótt erfitt sé að trúa því, og birtist
þá við hann viðtal hér í blaðinu,
einkum um feril hans og þátt í
sögu Máls og menningar. í þetta
skipti var hins vegar slegið á aðra
strengi, og vildi blaðamaðurinn
fyrst og fremst heyra dr. Jakob
segja frá þeirri grein, sem hann
lærði sjálfur í háskóla, klassísk-
um fræðum, og kynnast viðhorfi
hans til þeirra. En nú er kannski
von að menn spyrji á þessum síð-
ustu og verstu tímum: hvað eru
eiginlega klassísk fræði?
„Formlega séð eru klassísk
fræði öll okkar þekking á samfé-
iagi og menningu Grikkja og
Rómverja, þar á meðal á máli
þeirra og bókmenntum,“ sagði
dr. Jakob. „En hér er þó meira í
húfi. ÖIl evrópsk menning stend-
ur á tveimur fótum, biblíunni
annars vegar og svo hins vegar
Hómer og þeirri fornu bók-
menntahefð sem sigldi í kjölfar
hans. En þótt grískar bókmenntir
séu fjölskrúðugri en hinar latn-
esku og hafi haft meiri áhrif en
þær, voru Rómverjar miðillinn:
það var rómversk menning sem
færði okkur gríska menningu. Af
þeim sökum er latnesk tunga
grundvöllur klassískrar menning-
ar. Það gerir íslendingum erfið-
ara að átta sig á þessu, að viö
eigum okkar eigin klassísku bók-
menntir frá miðöldum, og því eru
bein áhrif fornrar klassískrar
menningar minni hér en annars
staðar. Þær eru þó meiri en al-
menningur gerir sér grein fyrir.“
Hvað olli því að þú valdir að
leggja stund á klassísk frceði?
„Ég á bágt með að gera mér
grein fyrir því nú. Ég var sveita-
strákur og komst fyrst í kynni við
latínu fyrir tilstilli sóknar-
prestsins, sr. Hallgríms Thorlací-
us í Glaumbæ, sem kenndi mér
þegar til stóð að ég færi í mennta-
skólann í Reykjavík. Hafði hann
haldið við sinni latínu, og þótt
hann væri ekki bókmenntamað-
ur, las hann verk Ciceros sér til
skemmtunar. Sfðan hafði ég
alltaf gaman af latínu. í mennta-
skóla var ég hjá Páli Sveinssyni,
sem var talinn mjög strangur, og
lærði þá svo vel latneska mál-
fræði, að ég hef ekki þurft að rifja
hana upp síðan.
Eftir stúdentspróf fékk ég fjög-
urra ára námsstyrk, sem var þá
eina vonin, sem fátækir stúdentar
höfðu til að geta lagt stund á há-
skólanám erlendis. Fengu hann
aðeins fjórir stúdentar á ári. Þessi
styrkur var þá hundrað danskar
krónur á mánuði, en hægt var að
lifa mjög ódýrt í Kaupmanna-
höfn. Ég var ófróður um alla
hluti, en vildi læra latínu og
eitthvert nýtt tungumál, helst
frönsku. Undirstöðuatriði henn-
ar hafði ég lært hjá séra Hallgrími
sem hafði lært hana af frönskum
sjómönnum meðan hann var í
prestaskólanum í Reykjavík. En
þá var námsfyrirkomulagið þann-
ig í Kaupmannahafnarháskóla,
að ef maður hafði latínu sem að-
algrein varð maður að læra grísku
sem aukagrein. Þess vegna fór
svo að ég stundaði nám í klass-
ísku málunum, latínu og grísku,
þótt ég hefði aldrei lært grísku og
væri með stúdentum, sem höfðu
fengið kennslu í henni í mennta-
skóla.“
Hvernig var þá að lœra klassísk
frœði í Kaupmannahöfn?
„Á þessum tíma var mjög sterk
klassísk hefð í Kaupmannahöfn,
sem átti rætur sínar að rekja til
hins mikla meistara 19. aldarinn-
ar Madvigs og lærisveina hans.
Madvig var eitt af stærstu nöfn-
unum í þessum fræðum og hafði
samið latneska setningarfræði
með frábæru safni dæma úr latn-
eskum bókmenntum. En sér-
grein hans í fræðunum voru til-
lögur til leiðréttinga á þeim stöð-
um, þar sem textar eru brenglaðir
eða virðast vera það. Gallinn við
þessi fræði er sá, að textarann-
sóknir voru þá skammt á veg
komnar, þar sem handritin voru
dreifð út um alla Evrópu og erfitt
að kanna þau á þessum tíma, og
því höfðu menn allsekki tæmt þá
möguleika sem handritasaman-
burður gaf. Menn þekktu
kannske ein tvö handrit af því
verki sem þeir voru að fjalla um
og höfðu þá frjálsar hendur með
leiðréttingar, þar sem þeim var
ókunnugt um leshætti annarra
handrita. En leiðréttingatillögur
Madvigs eru oft mjög snjallar,
því að hann var fróður um allar
latneskar bókmenntir og stfl
hvers höfundar. Setningafræði
hans er að nokkru leyti stílfræði.
Madvig skrifaði mest á latínu og
danskan í verkum hans er snúin,
því að hún er konstrúeruð eins og
latína. Við vorum látnir lesa „De
finibus bonorum ef malorum"
(„Um ystu mörk góðs og ills“)
eftir Cicero með skýringum Ma-
dvigs á latínu, og kom mönnum
saman um að skýringarnar væru
erfiðari en textinn.
Á dögum Madvigs var enn við
lýði svonefnt „stóra próf“ í klass-
ískum fræðum eða „philologicum
magnum“ og var mönnum þá
jafnvel kennt að tala latínu.
Konráð Gíslason kom upp í lat-
ínu hjá Madvig, þegar hann var
nýkominn til Kaupmannahafnar
og átti að taka examen artium,
sem var inntökupróf í háskólann.
Hann var þá óvanur að tala
dönsku og greip til þess ráðs að
svara einni spurningu prófessors-
ins á latínu, þótt það tíðkaðist
ekki á svo lágu prófi. „Ekki bað
ég yður um þetta,“ sagði Madvig,
- einnig á latínu. En Konráð hélt
fast við sinn keip og hélt prófið
áfram á tungumáli Rómverja...
Þetta „stóra próf“ var svo lagt
niður, þegar Madvig lét af emb-
ætti í kringum 1880.
Einn af kennurum mínum,
Karl Hude - sem kallaði sig
„Carolus Hude“ þegar hann
skrífaði latínu - hafði verið nem-
andi Madvigs. Kenndi hann byrj-
endum bæði latínu og grísku og
kunni setningafræði meistarans
utanað svo að hann gat jafnvel
vitnað í paragraftölur. Einnig
kunni hann ljóð Hórasar nánast
því utan bókar. Hude, sem var þá
um sjötugt, var ekki mikill vís-
indamaður, en hann hafði gefið
út fornrit hjá merkustu útgefend-
um slíkra rita, Oxford og Teu-
bner, og var talinn góður útgef-
andi.
Annar kennari minn var Hol-
ger Pedersen, sem var prófessor í
samanburðarmálfræði og kenndi
„almenna málssögu“, einsog sagt
var í hinum gamla „jung-
grammatíska“stíl. Hann hafði
byrjað feril sinn með því að
leggja stund á klassísku málin, en
síðan farið yfir í rannsóknir á
keltneskum málum og samdi
hann merka keltneska saman-
burðarmálfræði, þá einu sem til
er. Einnig var hann meðal þeirra
fyrstu sem fóru að rannsaka hett-
ítíska tungu, en leifar hennar
voru þá nýfundnar í borgarrúst-
um í Litlu Asíu. Holger Pedersen
var hógvær maður og lítillátur,
barst lítið á og minnti mig á
hreppstjóra norður í Þingeyjar-
sýslu. Bjó hann fyrir norðan
Kaupmannahöfn og kom alltaf
nákvæmlega fimm mínútum of
seint í tíma vegna lestarferða.
„Junggrammatíska stefnan“
sem Pedersen aðhylltist var alls-
ráðandi í málvísindum á seinni
hluta 19. aldarinnar og allt fram
til 1930 og var kjarni hennar sá að
rannsaka sögulega þróun tung-
umálanna og skoða hvern þátt
þeirra í tímans rás. Það var ekki
fyrr en með málvísindamönnum
eins og Saussure, Bloomfield og
Sapir, svo að Pragar-skólanum,
að farið var að vefengja hana, og
runnu kenningar þeirra saman í
„strúktúralismann" sem velti
loks „junggrammatísku stefn-
unni“ úr sessi eftir stríð og þykir
góð latína nú á dögum. „Strúkt-
úralisminn" er m.a. ólíkur
„junggrammatísku stefnunni" að
því leyti að hann reynir að rann-
saka málið eins og það er á hverj-
um tíma og án þess að taka tilit til
sögulegra tengsla og þróunar.
Eftirmaður Holgers Pedersens í
háskólanum var Hjelmslev, fyrsti
danski strúktúralistinn. Hann var
mótaður af Pragar-skólanum og
hefði orðið þekktari miklu fyrr ef
stríðið hefði ekki tafið fyrir því.“
Voru miklar kröfur gerðar til
nemenda í klassískum frœðum?
„Eitt af því sem gerði háskóla-
nám erfitt á þessum tíma var það
að menn tóku ekki nema eitt próf
eftir sex ár, - það voru engin
millipróf og engir kúrsar sem
enduðu með prófi. Menn vissu
því oft ekki hvar þeir stóðu í nám-
inu, og varð ýmsum hált á þeirri
óvissu. í klassísku málunum voru
gerðar miklar kröfur. Reyndar
var mönnum ekki lengur kennt
að tala latínu, en við vorum látnir
gera erfiða stfla, og svo snúnir
textar, jafnvel greinar úr dag-
blöðum, notaðir sem verkefni.
Hins vegar voru af einhverjum
ástæðum ekki gerðir stflar í
grísku. Einnig voru miklar lestr-
arkröfur: maður varð að hafa les-
ið eitthvað af öllum klassísku
höfundunum latnesku frá Cicero
og fram til silfuraldarhöfunda
eins og Suetoniusar og Tacitusar.
Jafnframt þurftum við að lesa
heilmikið um rómverska sögu,
menningu og jafnvel stjórnmála-
fræði. I þessum síðustu fræðum
lásum við bækur eftir Drach-
mann, bróður skáldsins, sem þá
var nýhættur störfum, og voru
þær þurrar. Hins vegar var alls
ekki neitt lesið af verkum á síðari
tíma latínu, hvorki miðaldalatínu
né annarri.“
Þið hafið þá ekki lesið latínu-
bcekur Holbergs eins og „Undir-
heimaferð Nikulásar Klíms“?
„Slíkt var ekki lesið. En svo vill
til að ég á frumútgáfu „Nikulásar
Kh'ms“. Gömul kona í Skagafirði
gerði einu sinni boð fyrir mig og
sagðist eiga latínubækur, sem
hún hefði erft eftir afa sinn, og
vilja láta mig fá, þar sem hún gat
ekki lesið þær. Þ. á m. var þetta
eintak „Undirheimaferðarinnar“
merkt „Lipsiae 1743“, og gæti ég
fengið fyrir það stóran pening í
Danmörku nú. Latína 18. aldar
manna eins og Holbergs var ekki
erfið, og eru rit hans á því máli,
sem eru nokkuð mörg, auðveld
og skemmtileg. Einhver snúnasti
latínistinn íslenski sem ég þekki
er Brynjólfur biskup, því hann
var svo lærður."
Síðan á skólaárum þínum hefur
stöðugt dregið úr latínukennslu og
latínuþekkingu, og er það ekki
óhjákvœmileg þróun: hvaða erindi
geta þessi gömlu frceði átt til nú-
tímamanna?
„Þessi þróun er í samræmi við
þá tilhneigingu nútímans að
gleyma allri sögu sem er meira en
hundrað ára gömul. En sú til-
hneiging er byggð á röngum for-
sendum, því allar þjóðir eiga bak-
svið og geta menn ekki skilið
nútímann nema með því að
þekkja ræturnar. Allir menn geta
ekki lært klassísk fræði, en menn
verða að hafa nasasjón af rótun-
um. Þótt helstu klassísku ritin séu
til í þýðingum - reyndar ekki á
íslensku, því sáralítið af latnesk-
um bókmenntum er til á okkar
máii, - eru þýðingar ekki allt: af
þeim geta menn að vísu kynnst
efninu, en það er svo margt sem
fer forgörðum, t.d. öll blæbrigði í
skáldskaparlistinni. Svo er ann-
að: latnesk menning heldur
áfram út allar miðaldir, og fæst
þeirra rita sem þá voru samin
hafa verið þýdd eða eru líkleg til
að verða þýdd.
Það skiptir svo ekki síður máli,
„Brynjólfur biskup einhver si
að þessi fræði eru mikilvæg fyrir
rannsóknir á íslenskum bók-
menntum. Skoðanir manna á
fornbókmenntunum hafa breyst.
Finnur Jónsson taldi að þær væru
alveg séríslenskt fyrirbæri, en nú
eru menn komnir á þá skoðun, að
latneskar samtímabókmenntir
(og eldri) hafi haft töluverð áhrif
á þær. Til þess að komast til botns
í þessu vandamáli þurfa menn að
þekkja þessar samtímabók-
menntir og önnur rit sem voru í
umferð erlendis á þessum tíma,
og þær eru á latínu og hafa ekki
verið þýddar. Það hefur háð nor-
rænufræðingum hér á landi að
þeir eru ekki læsir á latínu, og því
hafa það einkum verið erlendir
fræðimenn sem fengist hafa við
að rannsaka erlend áhrif á ís-
lenskar miðaldabókmenntir.
Þeim hættir hins vegar til að of-
meta áhrifin, af því að þeir
þekkja betur erlendu ritin en hin
íslensku.
Þessar rannsóknir eru erfiðar
vegna þess hve lítið er vitað um
menntunarástand hér á landi á
miðöldum. Við höfum engar
heimildir um það hvort hingað
hafi komið erlendir munkar til að
skipuleggja klausturlifnað, en
þar sem algengt var erlendis að
senda munka á staðinn, þegar
nýtt klaustur var stofnað, má vel
vera að hingað hafi komið
menntaðir munkar að utan. Við
vitum heldur ekkert um okkar
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. október 1987