Þjóðviljinn - 11.10.1987, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 11.10.1987, Qupperneq 18
Joe Wood misþyrmir míkrófóni. ^ TSOL tonleikar Rokkað í Óperunni Ég sá svolítið eftir því að hafa ekki drifið mig beint inní sal í stað þess að hanga frammi í andyri og reykja þegar ég mætti á staðinn. Því þegarég loks dreif mig í fjörið var hljóm- sveitin E-X þegar búin að spila nokkur lög, sem ég hef ábyggilega ekki viljað missa af, ef marka má þau lög sem ég náði að heyra. Þessir þokkasveinar spila nebblega Rokk-ekkirokk. Þeir spila einmitt svona Rokk eins og vantað hefur í íslenska rokkheiminn ansi lengi, eða allt frá því að Jónas R. bað liðið um að Slappa af... Þetta er einfalt, kraftmikið og grípandi rokk og næsta vel spilað, og þó eitthvað hafi klikkað öðru hvoru í sam- stillingunni, þá kom það ekki að sök og ætti að vera auðvelt að laga það fyrir næstu tónleika. Það eina sem ég get kvartað yfir er þessi sama gamla lumma, sem aldrei verður of oft bökuð, sem er - sem er - ég þori varla að skrifa það - þessir andsk... ensku text- ar. Látum það vera, þó hljóm- sveitir, sem eru að reyna að koma sér á framfæri erlendis, séu að hnoða saman engilsaxneskum ambögum (oftast), er rammís- lenskt bflskúrsband úr Hafnar- firðinum, sem er þar að auki að fylla upp í gamalt tónlistarskarð, mætti gjarnan halda sig við þetta gamla góða, ástkæra og ylhýra kjarnamái, íslenskuna. Eg treysti mér ekki til að dæma um gæði ensku textanna í þessu tilfelli, það var ekki svo auðvelt að greina orðaskil þarna frekar en venjulega á tónleikum rokk- sveita. En ég hefði gaman af að heyra góða, kjarnyrta íslenska texta við svona rokk. Og ekki orð um það meir. Bastarnir voru næstir á sviðið. Bleiku Bastamir. Eitthvað var þeim naumlega skammtaður tími sýndist mér, en keyrslan var líka í samræmi við það. Ég hef áður skrifað um Bastana og var ekkert of hrifinn þá. Þá var ég líka með flensu. í þetta skiptið var ég heill heislu, hausverkurinn víðs fjarri, og hvort sem það er þess vegna eða einhvers annars, þá hafði ég mun meiri skemmtun af þeim í þetta skiptið. Ég þekki ekki sveitina nógu vel til að geta nefnt einhver lög öðrum fremur, enda höfðu þeir ekki fyrir því að kynna þau svona yfírleitt. Áhorf/ heyrendur kunnu greinilega vel að meta framlag Bastanna, enda sviðsframkoma söngvarans í fullu samræmi við líflegt og þétt rokk- ið. Bastarnir eru skemmtilega pönkaðir á köflum, en hitt fínnst mér verra, hvað sum lögin eru óþægilega lík öðrum eldri og frægari lögum frá útlandinu. Ég heyrði til dæmis ekki betur en að aðalstefið í einu laginu væri feng- ið að láni, svona nokkum veginn óbreytt, úr laginu góða I Want Candy með Bow Wow Wow. Þetta var eina skiptið sem ég náði að muna hvaðan stefið var feng- ið, en þau voru fleiri lögin sem maður þekkti - en mundi ekki hvað hétu. Eitthvað var þama frá Sex Pistols að ég held o.s.frv. Yf- irleitt var þetta þó gert nokkuð snyrtilega og ég get bara alveg fyrirgefið þeim þetta held ég. Og svo byrjaði ballið. Ahpp-ú (eða allt búið eða finidó eða curtains) Á sama tíma og The Smiths gefa út plötuna sína nýju, Strang- eways here we come, berast þær sorgarfregnir að ekki sé von á fleiri skífum úr þeirri smiðjunni. Johnny Marr sagði skilið við fé- laga sína fyrir nokkru og sinnir nú öðmm hlutum eins og fram kem- ur í Gúllasinu. Og þar sem hann hefur hingað til séð um allar lagasmíðar flokksins, svona nokkum veginn aleinn, þótti Tme Sounds of Liberty gekk á svið. Mér er til efs að kauðslegri tónlistarmenn hafi komið fram hér á landi. Þeir vom ekki beint eins og myndirnar af þeim hafa gefið til kynna. Leðrið var víðs fjarri, og auðséð að snyrtitækn- arnir höfðu verið skildir eftir heima. Gallavesti og tattóveraðir upphandleggir, derhúfa og hár niður á sjöunda rifbein var ein- kennisklæðnaður kvöldsins - svona í grófum dráttum. Og ein- hver hefur hækkað vemlega í græjunum í hléinu milli Bastanna og TSOL. Ég skil ekki alveg af hverju, þar sem textar TSOL em jú vel þess virði að hlusta á þá og þar að auki aðalatriði fyrir þá sjálfa - að sögn. Hvers vegna þá að drekkja þeim í desibelasúp- unni? En hvað um það, þrátt fyrir allan hávaðann, eða kannski vegna hans, trylltist Iýðurinn al- veg. Þeir (meðlimir TSOL) hafa sjálfir lýst því yfir, að þeir séu fyrst og fremst tónleikaband, og það er engin lygi. Þessir óbjörgu- legu slánar vom alveg bráð- skemmtilegir á sviðinu og Joe Wood, söngvari, virtist líklegur Morrissey einsýnt að sveitin yrði óstarfhæf. Hann ákvað því að hætta líka, og þarmeð var draum- urinn búinn. Ekki veit ég hvað verður um afgang sveitarinnar, en Morrissey hyggur á sólóferil, og það strax; von er á fyrstu sóló- plötunni fyrir jól ef upplýsingar mínar em réttar... Dauði The Smiths hefur sjálf- sagt komið einhverjum á óvart, en þó er ég ekki viss um að hann hafi verið ótímabær. Þeir voru brautryðjendur á sinn hátt, þeir vom reyndar ekki að gera neina byltingu með textum sínum og lögum, en flutningur allur og út- 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN; Sunnudagur 11. október 1987 Dánarfregnir og jarðarfarir til alls þar sem hann óð útum allt svið með sitt ótrúlega teygjanlega greppitrýni að vopni. Áheyrend- ur vom býsna vel með á nótunum og þónokkur slatti tróð sér upp að sviðinu og steig þar villtan dár- adans. Þetta fór greinilega vel í hljómsveitarmeðlimi og mögn- uðust þeir stöðugt eftir því sem á leið. Lögin af nýju plötunni vom mest áberandi einsog við var að búast og gengu þau jafnframt best í landann, enda fæstir heyrt nokkuð annað með þessari heimsfrægu hljómsveit. Það er annars merkilegt hversu dregið hefur úr heimsfrægð hljómsveita sem hingað koma, ekki veit ég hvort veldur; heiðarleiki eða leti umboðsmanna... Eftir að hafa heyrt TSOL keyra í gegnum prógramm sitt (sem m.a. innihélt gamla slagara eins og The Letter o.fl.) var ég bara nokkuð ánægður með þá (þá hljóta þeir að vera góðir - eða hvað?). Og af því að ég á alltaf f vandræðum með að enda svona greinar á viðeigandi hátt, ætla ég bara að sleppa því í þetta sinn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.