Þjóðviljinn - 11.10.1987, Page 19

Þjóðviljinn - 11.10.1987, Page 19
í dag verður ekkert fjallað um Curiosity Kflled the Cat. upphati Hann læddist hljóðlega meðfram veggnum, þrjúhundruð metra löngum. Þetta varstórt hús. Nótt- in var komin heim, eftir þriggja mánaðafjarveru. Hún hafði dval- ið við Suðursæ um sumarið. Hann gægðist fyrir hornið og hélt niðri í sér andanum. Sá ekkert. Oþið haf og heiðan himin - kol- svartan. Ekkert annað. Hann hljóþ til baka, stökk fimlega á bak blágráu reiðhjólinu, sem hann hafði fengið í afmælisgjöf fyrir skemmstu. Það lá á. Hann hjól- aði sem óður maður meðfram þrjúhundruðmetra veggnum, sem hann hafði áður læðst svo hljóðlega meðfram. Spilið (tígul- gosi) sem hann hafði fest við hjól- ið purraði hátt er það straukst við teinanna í hafgolunni á fjörtíu og tveggja kílómetra hraða. Hann var kominn í níunda gír og hafði gleypt hann. Hafmeyjar hlupu upp til handa og ugga þegar hann mætti galvaskur á jólatrés- skemmtun starfsmeyjafélags uggasnyrtisérfræðinga á Dorn- banka. Þeim þótti hann býsna undarlegur. Þær höfðu aldrei trú- að sögunum, sem nokkrar gaml- ar hafmeyjar, frænkurog ömmur, höfðu sagt þeim, um landsveina, sem höfðu eitthvað annað en sporð niðrum sig. Og þarna var einn slíkur lifandi kominn. Þær ákváðu að færa honum síldar- salat. Stjörnubjört nóttin hýsti tvö- hundruð manns í appelsínugul- um anórökkum og þrjá hunda. Þeir fundu hjólið um fjögurleytið. Leitarstjórinn var með vasa- diskó. Hann var að spila gamla Rolling Stones slagara þegar hann varð skyndilega var við ein- hverja hreyfingu framundan. Hann bað um að hægt yrði á bátnum. Stýrimaður varð við ósk hans. Þeir renndu upp að skerinu. Þar sat hann með sælu- bros á vör, jólasveinahúfu á höfð- inu, litia hörpu í hægri hendinni og blandaða sjávarrétti í þeirri vinstri. Þetta var á annan í jólum. Hann var nakinn, en þó var hon- um ekki kalt. Þeirfóru með hann í land. Punktar Þeir gömlu - 2 Skjaldarmerki fíflsins/gosans er býsna undarlegt heiti á þessari ágætu skífu unglinganna í Jethro Tull. Þetta er 19. platan, sem út kemur í nafni sveitarinnar, eftir því sem ég best veit. Það gerir að meðaltali eina plötu á ári frá því hljómsveitin hóf feril sinn árið 1968. Og þó mönnum á borð við Frank Zappa þyki slíkt kannski ekki ýkja mikið, verður það þó að teljast nokkuð vel af sér vikið, sérstaklega ef miðað er við gæði. Því það er enginn stöðnunarbrag- ur yfir þessari nýju plötu að mínu mati. Ian Anderson, sá mikli flautukall, hefur engu gleymt, en er þó allsendis laus við að hjakka í sama gamla farinu. Þeir Martin Barre (gítar) og Dave Pegg (bassi) eru líka komnir úr felum - eða Anderson hefur hleypt þeim út úr skápnum öllu heldur. Þver- flautan er ekki jafn allsráðandi og oft áður þó hún sé að sjálfsögðu í aðalhlutverkinu ennþá - og verði það vonandi áfram. Ég treysti mér ekki til að tilnefna bestu lög, svo sem gjarnan tíðkast í popp- skrifelsi, enda þykir mér slíkt hinn mesti hégómi og óþarfi svona yfirleitt. Læt mér nægja að gefa heildareinkunina ágætt. Á niðurleið Sú var tíðin að mér þótti The Smiths einhver hin ágætasta sveit ofar moldu. Nú er búið að jarða smiðina, einsog fram kemur ann- ars staðar á síðunni, og er það vel. Þetta segi ég af eintómri væntumþykju, rétt eins og fólk getur orðið þeirri stund fegnast, þegar einhver hjartfólginn ætti- ngi eða vinur hverfur yfir móð- una miklu eftir löng og erfið veik- indi. Veikindi Smiths hafa ekki verið löng, en sjúkdómseinkenn- in eru greinileg á þessari nýjustu plötu þeirra; Strangeways, Here We Come. Johnny Marr er reyndar jafn góður lagasmiður og fyrr, ef ekki betri, og hefur þróast og þroskast sem slíkur jafnt og þétt allan tímann sem sveitin hef- ur starfað. Því miður er ekki sömu sögu að segja um manninn Morrissey. Sem söngvari hefur hann algjörlega staðið í stað og textum hans hefur hrakað stór- lega. Það var gaman að hlusta á seiðandi, undarlegu rödd hans í fyrstu, og jafnvel allt fram á síð- ustu plötu. En ég er bara alveg búinn að fá nóg af honum bless- uðum. Þessi rödd, sem áður féll svo vel að tónlistinni, nær engan veginn að aðlaga sig breyttum að- stæðum - eða lögum réttara sagt. Það gengur ekki upp að syngja alltaf eins, sama hvað aðrir með- limir sveitarinnar, og þá sérstak- lega lagahöfundurinn, eru að gera. Og textamireru ekki svipur hjá sjón. Með góðum vilja er hægt að heyra eitthvað meira í þeim en sagt er berum orðum, en setningar voru nokkuð öðru vísi en menn áttu að venjast í ádeilut- óniistinni. Einnig þótti rödd og raddbeiting Morrisey tíðindum sæta. En nýjasta platan þeirra ber vitni um nokkra stöðnun og mesti broddurinn virðist horfinn úr tex- tum Morriseys. Ég kveð þessa sveit með orðum skáldsins: Þelr eru dauðlr, þelr dóu í gær dálítlð elns og I svefnl, ég vona að svefn þelrra verðl svo vær að þeir vakn’ ekki aftur og geri þar með sjálfa sig að hverju öðru sölufyrirbæri á la Status Quo, Pink Floyd, Yes, 10 CC o.s.frv.... í hárri elli Hin akurnesíska stórsveita- ballasveit Tíbrá hefur nú gefið upp andann, södd lífdaga. Hún var víst orðin 13 ára gömul bless- unin þegar kallið kom, núna seint ◦f plasti það þarf mikið til. Flest eru þetta innantómar ambögur af verstu gerð, eða manni finnst það svona í ljósi þess sem áður hefur heyrst frá þessum pilti. Marr hefur greinilega séð að hverju stefndi og forðað sér áður en kvalirnar urðu óbærilegar. Morrissey hygg- ur nú á sólóferil, og er vonandi að hann hafi einnig gert sér grein fyrir ástandinu og vinni sam- kvæmt því. Hágœða Hugflœði Hálfum mánuði á eftir áætlun, eða þann fyrsta október sl. kom út plata Harðar Torfasonar; Hugflæði. Stafaði þetta af bilun- um í prentsmiðju og ekkert við því að segja. En þeir sem hlustað hafa á plötuna ættu að vera sam- mála um að innihald hennar bætir töfina fyllilega upp. í viðtali við Hörð, sem birtist á þessum vett- vangi fyrr í haust, kom fram að ýmsir teldu efni þessarar skífu ganga þvert á allt það íslenska efni annað, sem út hefur komið undanfarið. Það er hverju orði sannara. Það er góð stemmning í þessari plötu. Melódíurnar eru hver annarri betri, og textarnir töluvert betri en gengur og gerist um þessar mundir. Og þó Hörður komist kannski ekki í hóp okkar bestu textasmiða, þá er hann býsna nálægt því. Það sem helst er hægt að fínna að textunum er örlítið undarlegt orðalag hér og þar, sem hlýtur að skrifast á reikning Danaveldis og langrar búsetu Harðarþar. En bæði lögin og textamir eru einlægari, sann- ari en maður á að venjast á þess- um síðustu og verstu tímum froðupoppsframleiðslunnar. Hörður hefur líka einstaklega skemmtilega rödd sem virðist ráða við hvað sem er, hann er jafnvígur á bamsrödd (Línudans- arinn), geðsjúkling (Tregi) og bömmerbísa (Eins og barn). Ég tala um þetta eins og einhverjar stereótýpur, en það gefur ekki al- veg rétta mynd af hlutunum, ég veit bara ekki hvemig ég á að orða þetta öðruvísi. Gítargutlari er hann líka góður og aðstoðar- fólk hans virðist býsna fært á sín- um sviðum, enda valinn maður í hverju rúmi. Sérstaklega vil ég nefna kontrabassaleik Jörgens Johnbeck, sem gefur tónlistinni gífurlega mikið hvað varðar dýpt og áferða alla. Tæknivinnan og útsetningarnar eru einnig með því besta sem ég hef heyrt á ís- lenskri plötu, eða plötu íslend- ings réttar sagt, því hún er alfarið unnin í Danmörku. Þessi plata verður tvímælalaust að teljast það besta sem komið hefur frá Herði frá upphafi, og jafnframt ein af betri plötum sem út hafa komið hérlendis á undanförnum árum. Kærkomin tilbreyting frá ísskápaframleiðslunni sem ráðið hefur rikjum undanfarið. i ágúst. Á æviskeiði sínu náði hún að koma út þremur plötum, þeirri síðustu nú rétt fyrir and- látið. Telja sumir, sem til þekkja að platan sú, er nefndist Yfir Tumunum, hafi verið banamein- ið, en það er ekki selt dýrara en það var keypt. Þeirra mesti suk- ksess var án efa félagsheimilin á Snæfellsnesinu. Sveitaböll á Nes- inu, þar sem Tíbrá spilaði, voru villtari en almennt gengur og ger- ist á þessum þó villta markaði, sem íslensk sveitaböll eru al- mennt. En nú er svo komið að þeir Tíbræingar munu ekki trylla troðfull félagsheimili af fleygum og flöskum í rassvörum og kven- mannstöskum, snæfellskir ung- lingar og aðrir velunnarar sveitarinnar verða að leita á önnur mið. Jarðarförin mun hafa farið fram í kyrrþey, og em blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir að sögn handhafa dánarbús- ins. Megi hún hvfla í friði. Sunnudagur 11. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 REYKJMJÍKURBORG Jlcuc&cvi Sfödcvi Dagvist barna Fólk með tungumálskunnáttu óskast til stuðn- ings heyrnarskertum börnum. Upplýsingar veita forstöðumaður á skóladagh./ leiksk. Hálsakoti, Hálsaseli 29 og Málfríður Lor- ange sálfræðingur skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277. REYKJMJÍKURBORG Jícumcii Sfödíci Dagvist barna Valhöll Fóstrur og aðstoðarfólk vantar á dagheimilið Val- höll, nú þegar. Upplýsingar gefa forstöðumaður í síma 19619. |f | REYKJMÍÍKURBORG £g| MT ^CUCteVl Sfödtw w Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27. Laust ertil umsóknar 100% starf á vakt, 2x75% starf í eldhúsi og 2x100% starf í heimilishjálp. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377 alla daga. REYKJKVIKURBORG jlauíai Stódui Skóladagheimili Austurbæjarskóla óskar eftir starfsmanni hálfan eða allan daginn. Upplýsing- ar veitir skólastjóri í síma 12681. Laufásborg Dagheimili v/Laufásveg Okkur vantar starfsfólk í 100% stöðu. Vinnutími 9-17 og 75% stöðu, vinnutími 11.30-17.30. Upplýsingar gefur Sigrún forstöðumaður í símum 17219 og 10045. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða verkamenn við lagningu jarðsíma úti á landi. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 91- 26000. ||| Kópavogur V Fóstrur - starfsfólk Fóstra eða starfsmaður við uppeldisstarf óskast til starfa að leikskólanum við Fögrubrekku. Um er að ræða 50% starf eftir hádegi. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 42560. Hafið samband og kynnið ykkur aðstæður. Dagvistarfulltrúi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.