Þjóðviljinn - 14.10.1987, Síða 3

Þjóðviljinn - 14.10.1987, Síða 3
FRETTIR Alþýðusamband Norðurlands F Skipulag ASI komið í eindaga Þóra Hjaltadóttir, formaður Alþýðusambands Norðurlands: Breytingar á skipulagi verkalýðshreyfingarinnar eru óhjá- kvœmilegar. ASI verði byggt upp á starfsgreinasamböndum Verkalýðshreyfingin er komin í eindaga með að breyta skipu- lagi sínu. Við leggjum til að skipulag ASÍ verði tekið til gagngerrar endurskoðunar og byggt upp með starfsgreinasam- böndum, sem aftur verði grund- völluð á starfsgreinafélögum eða deildarskiptum verkalýðsfé- lögum þar sem við á, eins og á minni stöðum, sagði Þóra Hjalta- dóttir, formaður Alþýðusam- bands Norðurlands, en á þingi sambandsins um helgina var á- Stúdentakjallarinn Háskólastefna íslenskt háskólastefna? er yfir- skrift fundar sem Félag vinstri manna gengst fyrir í Stúdenta- kjallaranum í kvöld, og verður rætt um þróun háskólamála á landinu. Frummælendur verða Birgir ísleifur Gunnarsson mennta- málaráðherra, Eyjólfur Kjalar Emilsson starfsmaður heim- spekistofnunar háskólans og Jón Torfi Jónasson dósent. Fundur- inn er öllum opinn og hefst kl. 20.30. Jafnrétti Launamunur jafnaður Nú er að fara í gang sérstök samanburðarkönnun á launum karla og kvenna á vegum forsæt- isráðuneytisins og hefur verið skipuð til þess framkvæmda- nefnd sem á að skila af sér fyrir nóvemberlok. Nefndin á að sjá um úrtak- skönnun í framhaldi af rannsókn- um á Þjóðhagsstofnun, og á að finna úr hver launamunur kynja er, í hverju hann felst og hverjar séu skýringamar. Nefndina skipa Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri, Esther Guðmundsdóttir þjóðfélagsfræð- ingur, tilnefnd af Jafnréttisráði, og Sigurður Snævarr hagfræðing- ur, tilnefndur af Þjóðhagsstofn- un. lyktað um skipulagsmál verka- lýðshreyfingarinnar. Þóra sagði að þing Alþýðusam- bands Norðurlands legði ein- dregið til að breytingar á skipu- lagi Alþýðusambands íslands næðu fram að ganga á næsta þingi ASÍ, sem haldið verður að ári. - Það bendir flest til þess að hliðstæðar breytingar nái fram að ganga innan Verkamannasam- bandsins á þingi þess um næstu mánaðamót og það er vel. En við teljum að þær breytingar einar sér dugi skammt ef skipulagi ASÍ verður ekki einnig breytt, sagði Þóra. - í sjálfu sér virðast flestir hafa verið á þessari skoðun lengi, en það er alltaf eins og málið strandi þegar kemur að framkvæmdinni. Það verður að kynna skipu- lagsmálin mun betur en gert hef- ur verið úti í félögunum svo að menn viti hvað um er að vera þeg- ar komið er á Alþýðsambands- þing. Því leggjum við það til að ASI skipuleggi og hrindi af stað erindrekstri út um land þar sem skipulagsmálin verði kynnt og rædd ofan í kjölinn, sagði Þóra. -rk Austurland Fyrirlestrar fráVSÍ HrafnkellA. Jónsson: Framkvœmdastjóri VSÍ lasfyrir okkur valda kafla úrþjóðhags- spá. Kröfugerðinni vísað á bugsem fjarstœðu Það fór tiltölulega vel á með mönnum, enda reyndi tæp- lega á annað. Framkvæmdastjóri VSÍ las fyrir okkur valda kafla úr þjóðhagsspánni og sýndi línurít á glærum. Atvinnurekendur höfn- uðu okkar kröfugerð, en lögðu ekkert annað á borðið. Þannig að allar okkar kröfur standa enn, sagði Hrafnkell Jónsson, formað- ur verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði, er hann var inntur eftir málalyktum á fyrsta viðræðu- fundi atvinnurekenda og Alþýðu- sambands Austurlands um nýja kjarasamninga, sem haldinn var á Egilstöðum í fyrradag. - Þórarinn hefur seint og snemma talið sér sæma að tala um þessar tillögur okkar sem rugl og annað verra, sem feli í sér 40 til 70% hækkun á launum fiskverka- fólks. Það sýnir nokkuð þann hug sem menn bera á þeim bænum til launakrafna sem eru á bilinu 16 til 26%, sagði Hrafnkell. - Það er hreint ótrúlegt að á sama tíma og atvinnurekendur telja okkar kröfur hreina fjar- stæðu, fáum við fregnir af því að íshúsfélag ísfirðinga greiði 51.700 dagvinnulaun á mánuði, sem er hærra en hæsti taxti sem við gerum kröfu um, sagði Hrafnkell. -rk Kirkjuþing Betra aðgengi Mjög víða mun á það bresta að fatlaðir eigi greiðan aðgang að kirkjum landsins. Líku máli gegnir þegar inn í kirkjurnar er Mötuneytaskatturinn Jón Baldvin bakkar Enginn söluskattur á skólamötuneyti og sjúkrahús. Fjármálaráðuneytið: Misskilningur Fjármálaráðuneytið er hætt við að innheimta söluskatt af skólamötuneytum, matseld á sjúkrahúsum, fangelsum og í skipum. í tilkynningu sem ráðuneytið sendir frá sér í gær segir að sá skilningur að söluskattur hafi átt að leggjast á þessa starfsemi sé „misskilningur". Skattinn átti að greiða frá og með 1. október og hefur því sýnilega dregist nokkuð hjá ráðuneytinu að leiðrétta mis- skilninginn þrátt fyriröldu mót- mæla frá meðal annars skóla- mönnum og sveitarstjórnum. „Að mati skattyfirvalda jafn- gildir umrædd matargerð matseld í heimahúsum," segir í tilkynn- ingu ráðuneytisins og hafi því aldrei komið til greina að skatt- gja þessa matseld. t tilkynningunni segir einnig að ekki sé um tvísköttun að ræða í þessum mötuneytisefnum þar- sem heimilt sé að draga hráefnis- innkaup frá skattskyldri veltu áður en söluskattur er reiknaður. -m komið. Þar verður t.d. fólk í hjólastólum að vera á ganginum milli bekkja eða framan við fremstu bekkina, og þannig mjög áberandi, sem sumum finnst óþægilegt. í tillögu sem Kristján Þorgeirs- son flutti á Kirkjuþingi er bent á þá leið til úrbóta, að tveir eða þrír bekkir í kirkjunni verði styttir þannig að rúm myndist fyrir hjól- astóla við enda bekkjarins. Kirkjuþing afgreiddi tillögu Kristjáns Þorgeirssonar þannig að beina því til safnaða landsins, að fötluðum verði auðveldaður aðgangur að kirkjum og gert fært að taka fullan þátt í kirkjulegum athöfnum. Jafnframt sé það haft hugfast, að „kirkjur eiga að vera lifandi heimili safnaða, enda þótt verndunarsjónarmið beri jafn- framt að virða, og getur því verið nauðsynlegt að breyta því, sem fyrr þótti hæfa“. Söfnuðum er bent á að hafa fullt samráð við ferlinefnd fatlaða um þessi mál. Kirkjuráði er falið að koma þessari samþykkt til sóknar- nefnda. - mhg Lögreglan Lífleg störf í boði Lögreglustöður í Reykjavík auglýstar stíft ví er ekki að neita að það er hörgull á lögregluþjónum. Óvanalega margir lögregluþjón- ar eru við nám í Lögregluskólan- um í vetur og okkur vantar því 15 til 20 manns til starfa fram að áramótum, sagði Steinþór Nigor, lögregluvarðstjóri í Reykjavík. Lögreglustjóraembættið í Reykjavfk hefur að undanförnu auglýst stíft eftir fólki til lögreglu- starfa. Samkvæmt auglýsingu embættisins eru lífleg störf í boði fyrir þá sem „vilja kynnast lög- reglustarfinu og öllum þeim mannlegu samskiptum sem það býður upp á“. Ástæða þess að óvenju margir lögregluþjónar sitja í vetur á skólabekk, er einkum sú að und- anfarin ár hefur verið nokkuð um endurnýjun innan lögreglunnar, og nýjum mönnum er umhugað að vinna sér inn fastráðningu og launaflokkshækkanir með því að fara í gegnum Lögregluskólann. Að sögn Steinþórs Nigors hafa margir spurst fyrir um auglýst störf. - Mér sýnist mjög álitlegur hópur manna, bæði karla og kvenna, hafa sótt um, sagði Steinþór. Einkum er sóst eftir fólki til starfa á aldrinum 20 til 30 ára, eða - fólki sem ætti að vera búið að hlaupa af sér homin, eins og Steinþór Nigor orðaði það. -rk Miövikudagur 14. október 1987 [þjÓÐVIUJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.