Þjóðviljinn - 14.10.1987, Side 7

Þjóðviljinn - 14.10.1987, Side 7
Umsjón: Elísabet Kristín Jökulsdóttir Ólafur Haukur Símonarson, rithöfundur mynd - einaról. Ólafur Haukur Símonarson: Lokaður heimur sem ég reyni að nálgast - íslensk leikrit þurfa lengri tíma en erlend og mikilvægt að leikhúsið bjóði íslenskum höfundum uppá nána samvmnu þann tíma og einnig hrein og klár vinna, sem þá er eftir. Þannig vann ég „Bflaverkstæði Badda" í áföngum. Það var lesið í vor af leikurum. Síðan tók ég það til endurskoðunar'í sumar. Það er mjög ákjósanlegt ferli, því það þarf þankastrik eftir fyrstu við- brögð leikaranna. Það vill oft vanta í leikhúsvinnu hér á landi, þegar um íslensk verk er að ræða. Þau þurfa lengri tíma en erlend verk, sem búið er að láta reyna á, jafnvel árum saman. Það er mikilvægt að íslenskar leiksýn- ingar séu eins vel úr garði gerðar og hugsanlegt er. Þessi verk eru oft ekki sýnd á sviði fyrren að áratugum liðnum eða jafnvel aldrei. Oft vantar herslumuninn á að gerð séu góð leikhúsverk úr ágætum efnivið. Það er mikil sóun. En leikhús sem ekki tekur það hlutverk sitt alvarlega að hlúa að íslenskri leiklist á engan rétt á sér.“ Vonandi fleiri jafnleiðir á bíómyndum - Hvað er mest spennandi við leikhúsið? „Bíddu nú við! Það eru til dæmis mjög margir góðir lista- menn í íslensku leikhúsi. Leikhús getur verið mjög gagnlegur speg- ill, svo ég tali nú eins og Vigdís forseti." - Þú heldur þá ekki að leikhús- ið sé í neinni hœttu? „Nei. Það held ég ekki. Eðlis- eiginleikar leikhúss og td. kvik- myndar eru svo gjörólíkir. Leikhús verður alltaf til. Það hef- ur alltaf verið til. Og vonandi verða fleiri jafn leiðir á bíómynd- um eins og ég.“ - Ein sígild spurning að lokum: Hvað er framundan? „Ég er alltaf með nokkur verk í takinu, af ýmsu tagi, sem sækja misjafnlega á. Ég tek svo eitt fram yfir annað og reyni að koma því áleiðis. En ég vil taka það fram að það hefur verið mjög ánægjulegt að starfa með þessum öfluga hópi, sem hér er að verki. Það er feikilega gaman að starfa með fyrsta flokks listamönnum, leikurum, leikstjóra og leikmyndateiknara og öllum öðr- um sem koma við sögu. Þannig langar mig líka til að skrifa fleiri leikrit." - ekj Fortíðin er ekki bílskrjóður... „Það eru svo margir vasar í samfélaginu sem erfitt er að komast í. í lokuðum hópum eins og fjölskyldum gerast hlutir, sem eru alveg úrtakti við umhverfið og ýmislegt á kreiki, sem er á skjön við opin- ber siðgæðisviðhorf. Það er alls ekki sama hvort þú lemur konuna þína úti á götu eða inni í eldhúsi. Svo öðru hverju er reynt að stingaáþessum kýlum, til dæmis með um- ræðu í fjölmiðlum. Eins og sú umræða sem hefur átt sér stað að undanförnu um kyn- ferðislegt ofbeldi gegn börn- um. En þessari umræðu hættir til að dala jafn skjótt og hún hófst. Málin eru blásin upp í fjölmiðlum í ákveðinn tíma, en haldbærar lausnir eru aldrei reyndartil hlítar. Það leiðir líka hugann að því hvað heimsmynd okkar er undarlega samansett, hún er bæði einföld og flókin. Það er kannski dæmi um að maður sé að verða miðaldra þegar hann verður að viðurkenna að hlutir sem virtust vera einfaldir þegar hann var yngri, eru áka- flegaflóknir. Svo erafturá móti annað sem varflókið, orðið einfaldara. En „Bíla- verkstæði Badda“ er hvort tveggja vinnustaður og heim- ili, mjög lokaður heimur, sem ég reyni að nálgast," segir Olafur Haukur Símonarson, rithöfundur, þegar hann var tekinn tali í tilefni þess að á sunnudag verðurfrumsýnt nýtt leikrit eftir hann á Litla sviði Þjóðleikhússins. Ólafur Haukur hefur verið virkt og afkastamikið skáld í hátt á annan áratug og sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur og leikrit, auk þess að semja dægur- lög og texta. Bflaverkstæði Badda er ellefta leikrit Ólafs, en á síðustu árum hefur hann snúið sér meira að þeirri tegund rit- starfa. Á meðal verka hans eru Blómarósir (79), Söngleikurinn Grettir (80), sem hann samdi með Þórarni Eldjárn og Agli Ól- afssynij MiIIi skinns og hörunds (84), Ástin sigrar (85) og barnal- eikritið Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir (85). Bílaverkstœði þrunginn heimur - AJhverju skrifaðir þú Bíla- verkstœði Badda? „Ég vil ekki orða uppsprettu þessa leikrits. Það er svipað og ef maður reynir að umorða ljóð. Og það getur skemmt fyrir áhorfend- um. En mig langaði til að skrifa leikrit um tilfinningar og hin klassísku viðfangsefni tragidí- unnar, sem væri jafnframt skemmtilegt. Það getur verið erf- itt að samræma þá andstæðu póla, því oft er svo stutt milli hlát- urs og gráts.“ - En hver er þá kveikjan að leikritinu? „Mig langaði til að skrifa verk sem væri einfalt og flókið; átaka- mikið og dramatískt, en með klassísku yfirbragði og sett inn í raunveruleika sem væri tengdur okkur. Bflaverkstæði hafa alltaf orkað sterkt á mig. Það er þrung- inn heimur og lokaður, sem lýtur að vissu leyti eigin lögmálum. Svipað og um borð í skipum. Þar er verið að fást við hluti sem skipta mjög miklu máli, en erfitt fyrir utanaðkomandi að koma auga á. Þetta er líka alger karla- veröld. Þeir bifvélavirkjarsem ég hef kynnst eru mjög dramatískir menn, þó ég vilji ekki segja til um hvort það er vinnustaðurinn sem gerir þá þannig, eða hvort þeir eru svona dramatískir í eðli sínu. Þá gætum við farið að misskilja hvor annan: Ég og bifvélavirkinn minn.“ Ég fœ mér frekar trillu - Hefurðufylgstmeð cefingum? „Ég held að það sé alls ekki skynsamlegt fyrir höfund að vera með á öllum æfingum. Kannski fyrst meðan verið er að hreinsa og snikka textann og reyna svo að fylgjast með þegar sérstök hvörf verða í vinnunni. En ef höfundur ætlar sér að sitja allar æfingar er hætta á að hann missi yfirsýn og fari að velta sér of mikið upp úr smáatriðum." - Þér hefur þá ekki dottið í hug að leikstýra eigin verkum? „Ekki í augnablikinu. Ég held að það þurfi langa þjálfun til að verða góður leikstjóri, ekki síðuren góður leikari. Þetta er mikil þolinmæðisvinna, spurning um svo ótal marga þætti, eins og verkstjóm og traust. Leikstjóri þarf að hafa fullkomið traust leikaranna. Ég fæ mér frekar trillu og fer á skak en að fara út í leikstjórn." - Er bílaverkstœði Badda frá- brugðið öðrum leikritum þínum? „Það er nokkuð rökrétt þróun frá „Milli skinns og hörunds“, sem Þjóðleikhúsið sýndi árið 1985.“ - Hvernig hefurðu unnið þetta leikrit? „Ég skrifa fyrstu gerð yfirleitt mjög hratt. Um leið ogégfæbotn í persónurnar í huganum öðlast þær líf og eftir það er framvindan mjög ör. Verkið getur tekið margvíslegum breytingum eftir „Bflaverkstæði Badda“ er kall- að spennuverk í frétt Þjóðleik- hússins. Sögusviðið er litla bfla- verkstæðið þar sem Baddi bifvél- avirki ræður ríkjum. Og lenti utan þjóðbrautar þegar nýi ve- gurinn var lagður í gegnum sveitina. Verkefnin eru orðin stopul hjá Badda og starfsmönn- um hans og lífið breytt um svip frá því sem áður var. Enda er sveitin að leggjast í eyði, og skólahald að leggjast niður í Hér- aðsskólanum. Þegar Pétur, fyrrum nemi í bifvélavirkjun birt- ist óvænt eftir langa fjarveru, skýtur óþægilegum minningum upp á yfirborðið. Fortíðin holdi klædd er komin inná napurt verkstæðisgólfið. En fortíðin er ekki gamall bflskrjóður sem hægt er að tjasla upp á með því að skipta um pakkningu eða endur- nýja dempara. Hafi glæpur verið framinn verður að horfast í augu við það. Hvernig það tekst til er svo önnur saga. Leiksýningunni verða gerð frekari skil í Sunnu- dagsblaði Þjóðviljans. Miðvikudagur 14. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.